Vísir - 13.07.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 13.07.1953, Blaðsíða 4
VfSIR DAGBLAÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. ; Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Aígreiðsla: Ingólfsstrætt 3. Símar 1660 (fimm líaur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Nýir landnemar á íslandi. Sáð fræi plantna, sem vaxa í Alaska. Furðulegar bollaleggingar "IVað er ekki nema eðlilegt, að Alþýðuflokksmenn beri sig heldur illa eftir kosningarnar fyrir hálfum mánuði, því að flokkurinn fór þá hinar mestu hrakfarir. Og þeim mun sárari er ósig'urinn, sem flokksmenn munu jafnvel hafa gert ráð fyrir, að flokkurinn mundi vinna eitthvað á, þar sem hann hafði haft foringjaskipti á síðasta vetri. Árangurinn varð þó sá, að sjálfur forinnginn fékk smánarlegasta útreið, og skiljan- lega veitis.t næsta erftitt að komast hjá því að harmatölurnar birtist í Alþýðublaðinu, þar sem foringinn og ritstjórinn eru einn og sami maður. 1 í Alþýðublaðinu á laugardag er hjálparkokkur nokkur fenginn til aðstoðar, og hann veltir fyrir sér: Hvers vegna tapaði íhaldið ekki meira? Og hann telur eðlilegt, að þessi spurning vakni hjá ,,hugsandi“ kjósendum, því að „síðasta kjörtímabil hafði set-ið að völdum í landinu hrein íhaldsstjórn —- með öllu því óréttlæti, er slíkri stjórn fylgir ávallt. Á einu kjörtímabili hafði stjórn íhaldsins tékizt að gera sparifé lands- manna að engu með stórfelldri gengislækkun — að leiða skefja- laust okur yfir þjóðdna með braski á gjaldeyri landsmanna, — að leggja þriðja aða’ i-'-innuveg þjóðarinnar, iðnaðinn, í rústir og leiða þannig atviu.. ..iaysi og örbirgð yfir mörg alþýðuheimili í landinu.“ I Svo mörg eru þau orð, og eru þó ekki öll talin, endá það, sem um ótalið er, mjög í samræmi við það, sem upp hefur verið tekið. En af því að þessi grein Alþýðublaðsins er ekki byggð á neinu öðru en blekkingum og blindu á það, hvernig komið var í efnahagsmálum þjóðarinnar fyrir um það bil fjórum árum, má benda á nokkur atriði, sem ekki verður hjá komizt að minna á, til þess að vitleysurnar verði kveðnar niður. Það er rétt, að gengislækkun var framkvæmd á síðasta kjörtímabili, en ástæðurnar fyrir henni höfðu m. a. orðið til á næsta kjörtímabili á undan. Þá var Stefán Jóh. Stefánsson forsætisráðherra, og flokkur hans fékk hirtingu í kosningunum 1949. Jafnvel þótt Alþýðuflokkurinn hefði farið í fýlu þá, hefði ekki verið hægt að komast hjá gengislækkun. Bátagjaldeyrir er notaður til þess að hjálpa útgerðinni. Hann er ekki skattur á lífsnauðsynjum, en hefði Alþýðuflokk- urinn fengið að ráða, hefðu ríkisstyrkir verið greiddir, og fé til þeirra tekið af öllum án undantekningar. Slík var stefna Alþýðuflokksins í því éfni, og svo hefði svartur markaður daínað áfram með allri sinni blessun. Og þá er það iðnaðurinn. Alþbl. var þrábeðið um það fyrir kosningar að skýra frá afrekum síns flokks fyrir þann at- vinnuveg, er hann hafði flokka bezt aðstöðu til að gera eitthvað fyrir hann. Svör íengust engin, og var það í samræmi við af- rek Alþýðuflokksins í þessum efnuin. ÖII voru þessi atriði baráttumál í kosningunum að meira eða minna leyti, og það var meðál annars vegna þess, að menn voru minnugir á það, að Sjálfstæðisflokkui'inn benti á leiðina út af slóðinni, sem Alþýðuflokkurinn vildi fara eftir sem áður, að kjósendur sneru ekki baki við „íhaldinu“. Og þeir þyrplusí ekki til Alþýðuflokksins, af því að hann var eins ragur og áður — þorði ekki nú frekar en 1949 að taka afstöðu til mál- anna í samræmi við þróun þeirra. I Vísir tekur sér það bessaleyfi að birta eftirfarandi fróðleik, sem birtist í ársriti Skógrækt- arfélags íslands: Haustið 1945 var safnað fræi af nokkrum plöntum, er uxu á strönd Collegeíjarðar, sem skerst inn úr Prins Vilhjálms- flóa á miðri suðurströnd Alaska. Staðurinn, sem fræinu var safn að á, er skammt norðan við 61. breiddarbaug, og er veðurfar svipað og hér á Suðurlandi. Sumar þessara plantna hafa dafnað ágætlega, og má því gera ráð fyrir að þær geti í- lenzt. Hér skal greint frá þrem þeirra, er bestum þroska hafa náð. Lupinus nootkatensls vex víða um suðurhluta Alaska, bæði í fjöru rétt við sjávarmál og eins í rökum skógarrjóðrum. í Collegefirði var um 3—4 metra breitt lúpínubelti eftir endilangri fjörunni í skógar- jarðrinum. Utan lúpínubeltis- ins var álíka breitt melgresis- belti en þar fyrir utan strjáll saltvatnsgi'óður. Úr belti þessu var tekin rúmlega matskeið af fræi og einn rótarhnaus í sept- ember 1945. Fi'æinu var sáð að Tumastöðum 1946 en hnausn- var plantað í Múlakoti. Mest af fræinu spíraði ekki fyrr en 1947, og þegar plöntui'nar yoru komnar nokkuð á legg voru þær fluttar í Múlakot 1950. Þar fór þeim ágætlega fram og bái'u þær fræ sam- sumars og ávalt árlega úr þvi. Ái'ið 1951 og einkum 1952 voru lúpínuhnausar fluttir of- an á Þveráraui'a, í girðingu, sem sett var upp fram undan Múlakoti og Eyvindarmúla. Plönturnar báru þegar fræ, og hafa þær nú sáð sér hvarvetna umhverfis hnausana. Hér á landi er lítið um belg- jux-tir, en æskilegt væri að geta látið þær vaxa hér sjálfsánar, því að þær afla sér köfnunar- efnis úr loftinu, og bæta því mjög allan jai'ðveg. Þessi lúp- ína virðist kunna vel við sig, því að hún ber þi’oskuð fræ frá því síðast í júlí og fram í sept- ember. Eru því miklar líkur til, að hún geti oi'ðið til nytja. Elymus mollis, melgresisteg- und, sem svipar mjög til ís- lenzka melsins. Tegundin vex, eins og áður getur, í fjöru- boi'ðinu á ströndum Alaska. Viða vex hún í fjörugrjóti án þess að mynda sandhóla eða þúfur. Fræi af þessum mel var safnað 1945 í Collegeíii'ði og sáð í Múlakoti. Hefur vaxið afar öi't. Plönturnar voru allar fluttar í girðinguna á Þverar- aurum 1951. Árið 1950 var líka safnað fræi af þessari tegund á Montagueeyju. Rubus spectabilis. Þessi klungurrunnur nefnist Salmon berries á ensku máli, og af at- hugaleysi hefur nafnið laxaber fest við hann hér, en slíkt nafn er óhæft. Plantan vex hvar- vetna um skógana í College- firði, þar sem nægilegt ljós kemst í gegn um þykknið. Hún ber rauð blóm og fagurrauð stór ber, sem eru mjög ljúf- feng. Plantan bi'eíðist mjög út með rótarskotum. Hún hefur borið þroskuð ber í Múlakoti. Hún vex og ágætlega í görðum í Reykjavík og hafa nú margir fengið þessa plöntu til rækt- unar. Þúsundir vita aS gœtan fylg« hrtngunum pá SIGURÞÓR, Hafnarstrœti 4 Margar gerOir fyrirliggjandi. \Margt er shritiÓ\ Telpan fékk útbrot af aS hitta fölur sinn. Og önnur asfhma af föfum fööur síns. Ágæt aistaða til kapphlaups. ’E'n tap Alþýðuflokksins á tveim kjöi’dæmum — sem bætt hefur verið að nokkru við skiptingu uppbótarþingsæta — hefur í engu dregið úr möguleikum hans á einu sviði. IJann getur haldið áfram kapphlaupi sínu við kommúnista, sem hafið var á síðasta vetri, þegar hinum gætnari mönnum var gert ófært að stai'fa í stjórn flokksins, er uppreistarlið HannÍT bals hafði unnið sigur í miðstjórninni. í kosningabaráttunni var ekki dregin. dul á það, að Alþýðu- flokkur og Framsóknarflokkur felldu hugi s.aman og langaði tii að mynda stjórn að kosningum loknum. Von foringja AI- þýðuflokksins um að hafa sigur í kjördæmi sínu býggðist í raun- inni á því, að til hans var litið með nokkuri'i velvild í hópi framsóknarmanna. En dómur kjósendanna var sá, að Hannibal féll, og með honum urðu draumarnir um slíka stjórn að engu. Alþýðuflokkurinn verður því sennilega í stjórnarandstöðu á þessu kjörtímabili eins og á hinu síðasta. Hefði hann lcomizt i stjórn hefði hann neyðzt til þess að hegða sér sem flokkur, er hefur tekið sér ábyrgð á herðar, og hefði sumum á þeim bæ þótt þaö ijlt hlutskipti..N,ú fellur það líldega flokknum í skaut að veÉða í stjói’narandstöðu með kommúnistum' :og þjóðK varnarmönnum. Það er því yíst, að kapphlaupinu í ábyrgðar- leysi. verður ekki hætt. Flestir menn hafa víst heyrl um bað, að hægt er aö finna fyrir ofnæmi af ólíklegustu ástæðum. Læknablaðið danska, Uge- skrift for Læger, segir nylega frá nokkrum einkennilegum til- fellum af ofnæmi barna, er frásögnin eftir lækni einn, sem hefur kynnt sér þetta sérstak- lega. Hanp segir. til dæmis frá fjöguri’a ára gamalli-i telpu, sem fékk óþægileg útbrot í hvert skipti, sem hún heimsótti föður sinn, en hann bjó ekki með móður hennar. Þessu lykt- aði þó þannig, að maðurinn réð sér bana, og eftir nað varð telpan aldrei vör við kviila þenna. Annar faðir varö orsök til þess, að dóttir hana þjáöist af asthma. Var hún .1 -gð . inp í Serum-stofnunina í Kaup- mannahöfn, og ná£i sér jafnan þar, en fékk andþrengslin ævinlega aftur, þegar hún kom heim. Við nánari rarinsókn kom í ljós, að veikindi hennar höfðu fyrst gert vart við sig eítir að faðir hennar hafði fengið vinriu í grasmjölsverksmiðju nokk- um. Kom þá í ljós að telpan hafði ofnæmi fyri: jurt þeirri, sem .verksmiðjan vann fvrst og fremst xir. Þegar það. ráð. var ■tekið, að faðir liennar kæmi ekki heim í fötum þeim, sem hann var í vib vinnu sina, naði telpan fullum bata. Menn geta fengið asthma og útbrot af ólíklegustu hlutum. Tímaritið segir frá dreng, sem hafði lengi verið til rannsóknar vegna útbrota. Af tilviljun kom það á daginn, að drengur- inn -— bóndasonur — lagaðist, er hann drakk flóaða mjólk en ekki eins.og.hún kom úf kúpni. Ánnar drengur varð veikur af að eta kjörvel og steinselju. Mánudaginn 13. júlí 1953. Þegar ÉC fékk þann stóRA.1 Til er saga um það, að þrír menn hafi eitt sinh verið sam- ankomnir í veiðimannahúsi í Borgarfirði. Illviði'i var mikið og engin veiðivon. Þegar leið að kvöldi var farið áð ségja veiði- sögur og haldið áfi’am alia nóttina og meiri hluta næsta dags. Menn vissu ekkert hvað tíma leið, því ein sagan tók við af annarri, og allir tóku þátt í atburðinum og léku beinlínis með, þegar frásögnin steig hæst eftir því sem heimildar- manni, Guðmundi Einarssyni frá Miðdal, segist frá. Ráðs- konan í veiðihúsinu lét sér í fyrstu fátt um þetta skraf finnast, en að lokum fór svo, að hún sat með hendur í skauti, horfði undrunaraugum á sögu- menn og virtist gleypa hvert orð, sem þeír sögðu. Áhrifamesta sagan var um 37 punda hæng, sem veiddist í Grímsárstrengjum. Sú saga tók með öllum innskotum og skýringum milli 2 og 3 klukku- tíma, þótt viðureignin við lax- inn hefði ekki tekið nema 30 mínútur, eða þar um bil. Loka- þátturinn var háður úti í ánni, en þar lá veiðimaöurinn ofan á laxinum (sem hafði lasnað af önglinum) og varð honum þá það fangráð, að bíta í sporð hængsins og draga hann þannig í land. -<• Þá barst talið af klauflöxum, en þeir eru sjaldgæfir mjög, enda höfðu aðeins tveir af þremeningunum fengið slíka drætti. Til skýi'ingar íyrir þá, sem aldrei hafa séð þessar skepnur, skal það tekið fram, að klauflax er þannig skap- aður, að hann hefur tvöfaldan skolt, og nær raufin á hausnum upp að augum! Allir höfðu þeir veitt layakónga, en þeir eru með mikinn hnúð ofanvert á krummanum. Einn hafði veitt keisara, en hann hefur tvo hnúða. ~ < • Þá var rætt um sefláxa, en það eru skepnur, sem hafa þá ónáttúru, að þeir leggjast til svefns í sebrúskum og starar- kílum. Þegar þeir eru sofnaðir liggja þeir á hliðinni og má taka þá með höndunum! Einn veiðimannanna hafði „sett í himbrima“, en misst hann eftir. harða og ,,háfleyga“ viðureign. Annar hafði krækt hálfmeltan silung, um eitt pund að þyngd, upp úr öðrum silungi. — Það mátti því hugsa sér, hvað sá, sem missti bitann, hefði verið stór! ~<® Einn félaginn hafði háð of- boðsleg átök við 30 punda lax, á mjórri sillu undir hamrabrún við Laxá í Þingeyjai’sýslu. Veiðimaðurinn barðist þarna upp á líf og dauða, því hann var þannig búinn (í vöðlum og þungum hnöllum) að hann hefði fyrst tapað stönginni og síðan lífinu, hefði hann hrotið fram í strenginn. En auðvitað endaði sagan vel, , og í hita frásagnarinnar í lokin, var Framh. á 7. síðu. Gáta dagsins. Gáta nr. 462. Áltaft hrópar snótin snögg, í snæri oft hjóldregin. Sjötíu og átta hún er högg á hverju dægri slegin. Svar viS gátu nr. 461. Seinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.