Vísir - 15.07.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 15.07.1953, Blaðsíða 5
Miðvikudagirm 15. júlí 1953. VlSIR VIÐSJA VISIS: Mark Kashams er triíar- bandalag með 5 millj. her. Harsn ræður llfi f|ölda manna I Iran. „Fyrst skal frægan telja — Mossadegh“, — mundu flestir segja, ef um þá menn væri rætt, sem gnæfa yfir fjöldann í Persíu. i Þeir, sem kumiugastir eru! málum, mundu þó segja, að Kashani væri fremstur allra þar, og á þá leið fórust orð merkum Persa um hann nýlega. Mullah Kashani hefur ekki lagt stund á, að láta mikið á sér bera, hann hefur lengstum verið þar sem skugga ber á, en fyrir nokki'u kom hann fram í dags- ljósið sem maðurinn að baki Mossadeghs, sá, er valdið hefur, maðurinn sem hafði látið hina Hiohammeðönsku þjóðernis- sinna sína bevgja persneska herinn og grafa undan valdi keisarans. „Eg get kallað sam- an milljón manna til þess að foerjast fyrir hvaða máli sem er,“ er haft eftir Mullah Kas- liani, sem er hvorttveggja í senn prestur og stjórnmálamaður. Eftirfarandi atriði munu varpa nokkru ljósi á sögu Mullah (kennimannsins) Kas- hanis í stuttu máli: Rak Quavam Sultaneh frá völdum. Hópur stríðhærðra, þögulla manna beið við luktar dyr, en augu þeirra leiftruðu af áhuga. Loks opnuðust dyrnar hægt. Gráskeggjaður maður, lítill vexti, kom í ljós. Rödd hans var ekki styrk og honum lá lágt rómur, en það var ekkert veik- leikamerki á skipunum hans. Rólega sagði hann þeim að fara til bænhúsanna í Teheran og boða byltingu gegn stjórn Quavam-es-Sultaneh, leiguþýja hinna „brezku hunda“. Þannig nær Kashani til þús- undanna, sem flykkjast til bæn- húsa Mohammeðstrúarmanna, og til þeirra, sem nema islamsk fræði og búa í bænhúsunum. Þegar Quavam var neyddur til að biðjast lausnar hafði Mossa- deghs látið sína menn undirbúa allt, og að því búnu kom hann sjálfur eða Fatemi til húss Kashanis, og þar næst voru fyr- irskapnir gefnár frá bænhúsun- um um að hefjast handa, og afleiðingin varð óeirðir og blóðsúthellingar. Kraftaverkamaðurinn. Kashani er kennimaður sem fyrr var sagt, Mullah er sá sem boðar mohammedanska trú, en haiin ber einnig trúartitilinn Ayatollah, en þann titil ber að eins sá, sem „guð lætur vinna kraftaverk“. Þarf engurn getum að því að leiða hverjum auguin öfgafullir Mohammeðstrúar- menn í Persíu (Iran), Irak, Libanon og Sýrlandi og víða líta Kashani. Hann er kraftaverka- maður af guðs náð í þeirra aug- um, en fyrir sjónum vestræmva manna? fer:hárln' 'Sém’ííónguló, eé spinnui' svika- óg’ k’læk'javef, þar sem hann situr á gólfá- breiðu, með krosslagða fætur, klæddur hvítum og svörtum kuflum, umkringdur aðdáend- um sínum. Hann gortar af því, að hann hafi örlög Persíu í hendi sinni. Hann var fæddur í Kashan- héraði og kennir sig við það. Hann er nú 68 ára að aldri. Faðir hans gerði tilraun til þess að hrinda af stað „heilagri styrjöld" gegn Bretum í Irak. Það var í heimsstyrjöldinni fyrri. En faðir hans féll og síð- an hefur Kashani hatað hina „bi-ezku hunda“, en svo nefnir hann jafnan Breta. —- Sjálfur var Kashani dæmdur til lífláts í Irak 1919 fyrir andbrezka starfsemi. Ilann flýði til Persíu. Þar var hann útlægur ger fyrir að berjast gegn Reza keisara, — föður núverandi Persakéis- ara — en Reza vildi koma á nú- tímaskipulagi í landinu. Afturhvarf til fyrra lífernis. Síðan hefur hann verið fang- elsaður þrisvar, tvívegis að ^ skipun Quavam, og tvívegis ger ’ útlægur (í annað skiptið af völdum Quavams). Mohammeðanskir öfgamenn hafa fagnandi aðhyllst stefnu hans. Hann boðar m. a.: ♦ Afturhvarf til lífernis samkvæmt trúarkenningu Mohammeðstrúarmanna, eins og þær voru áður boðaðar — og stranglega framfylgt. Hann vill því afnema þau réttindi, sem konum hafa verið veitt. (Sjálfur hefur hann 4 aðal eiginkonur, auk annara, og á, að því er talið er, 36 börn). ♦ Að stofna skuli trúar- legt bandalag Mohammeðs- trúarmanna, sem hefði jafnvægis valdaaðstöðu í heiminum. Hann er þeirrar skoðunar, að reka skuli alla útlendinga úr landi, og eins og deilan um olíuna var not- uð til þess í Persíu, megi nota framleiðslu annara mohammeðanskra landa til þess, svo sem baðmull, gúmmi, og einnig með því að vekja deilur um herstöðvar og neita um þær. Hann talar um að stofna 5 milijóna her, til þess að eyðileggja áform stórveldarma ef til stríðs kemur, með því að ganga með leynd í aðra heri, neita að berjast og hindra starf- rækslu herstöðva, — allt eftir því sem bezt hentar. Bandamaður nazista og kommúnista. Kashani á sér skuggalega bandamenn. Hann hefur náið samband við stór-muftann af Jerúsalem, og Mohammeðanska bræðralagið, sem eitt sinn ’ hugðist velja hann forsetá sinn. ] Árið 1941 bruggaði hann ásamt' Franz Meyer, nazistiskum er-! indreka, að „opna hlið Persíu fyrir þýzkri innrás“. Þar til fyrir einu ári hafði hann sam- ' vinnu við hryðjuverkafélagið Fadayan Islam, sem lét myrða Ali Razmara, forsætisráðherra, ( sem var vinveittur vestrænu þjóðunum. Maður sá, sem gerði tilraun til að drepa núverandi keisara 1949, hafði notið fyrir- greiðslu Kashanis til þess að fá fréttaritara-skírteini, en til- ræðismaðurinn hafði falið byssu sína í ljósmyndavél blaðaljós-! myndara. Hann hefur eigi alls ( fyrir löngu þegið f járstuðning írá Ráðstjórnarríkjunum og j hann hvatti til stuðnings við ; Stokkhólms friðarávarpið. Hann hefur látið sína menn vera samherja hinna bannfærðu kommúnista, en á laun gefið í skyn, að hann ætli sér að bæla niður alla starfsemi hinna nýju kommúnistisku bandamanna sinna. I Kashani, hinn bláeygi, grá- I I Alltaf nóg af ilmvatni. I skeggjaði smávaxni öldungur, er maður ræðinn og glaðlegur í viðmóti. Hann ber jafnan á sér birgðir smáglasa með ilmvatni, sem hann gefur óspart gestum sínum, og virðast ilmvatns- birgðir hans aldrei þrjóta. Þeg- ar heitast er á sumrin í Teheran flytur hann sig til landseturs síns 15 km. norðar uppi í Elb-. urz-hæðunum, þar sem svalara er. Þar situr hann við lítinn læk í garði sínum, handleikur sitt mohammeðanska talnaband —- og hugleiðir næsta leik sinn á taflborðinu. Á laugardag hófust Mozart- hátíðarhöldin í Wúrzburg í Þýzkalandi. Standa þau í hált- an mánuð. Tyrkir, er fluttu inn korn fíí ársins 1950, eru nú. 5. mestu kornútflytjendur hejms, 65 ára í dacj ; Alexander Jóhaimesson, prófessoi. Það sést sjaldnast á svipnum, hvað Kashani hugsar, Bækur greina svo frá, að prófessor Alexander Jóhannes- son Háskólarektor sé 65 ára í dag. Mun því eigi verða í móti mælt. Hann hefur því náð þeim! áfanga aldurs, er íslenzkum ^ embættismönnum er vitaður til að draga sig í hlé frá ríkis-! þjónustu og setjast í helgan stein, ef svo mætti verða. En hver sem þekkir prófessor Alexander, hið óbilandi starfs- þrek hans, andlegt fjör og á- huga, hann mun ekki láta sér til hugar korna, að hann láti áratöluna eina skera úr uin starfsháttu sína eða athafnir. Þar mun orka ráða, en eigi aldur. í meira en hálfan fjórða áratug' hefur prófessor Alex- j ander verið þjóðkunnur maður, j í fyrsta lagi sem kennari við æðstu menntastofnun þjóðar- innar, í öðru lagi sem afkasta- mikill vísindamaður í fræði- grein sinni og loks sem fram- kvæmdamaður á ýmsum svið- um og forvígismaður nytjamála bæði innan Háskólans og utan. Prófessor Alexander varð magister í þýzkum fræðum við Khafnarskóla árið 1913. — Tveim árum síðar varði hann doktorsritgerð í Halle í Þýzka- j landi um Meyna frá Orleansj eftir þýzka stórskáldið Schiller. Sama ár hvarf hann heim og gerðist einkakennari við Há- J skóla íslands í íslenzkri og germanskri málfræði. Árið 1925 varð hann docent, en prófessor ordinarius árið 1930. Allan þann tíma, sem hann hefur starfað við Háskólann hefur hann kennt málfræði, og eru allir þeir, sem útskrifazt hafa úr norrænudeildinni frá upp- hafi, nemendur hans í þeirri grein. Sjálfur hefur hann sí-' aukið þekkingu sína og fært út kvíarnar á sviði hinna hærri málvísinda, einkum saman- burðarmálfræðinnar, og hafa nemendur hans óspart notið þess. Eru kennslugreinar hans fyrst og fremst málfræði ís- lenzkrar tungu og germanskar forntungur, en auk þess lestur og skýringar dróttkvæða. — í þessum greinum opnast hin- um lærða málfræðingi alls staðar vegir til að bera saman ýmsar tungur og rekja uppruna og skyldleika orðanna allt til rótar, til hins indóevrópska frummáls, er talað var, áður en tungur greindust. Vér minn- umst enn þeirra kennslustunda, er dr. Alexander, en svo nefnd- um vér hann ávallt nfemendur hans, leiddi oss sér við hönd um víðar lendur tungunnar, unz orðin urðu gagnsæ og merking þeirra blasti við ljós og skýr. Víða var við komið og margt að skoða. Hugurinn fylgdi hinum víðförla leiðsögu- manni á vit löngu horfinna lýða og kynntist siðum þeirra og mennmgu, eins og hún birtist í orðunum, sem þeir báru sér á tungu. Vér skynjuðum hið mikla samband milli þess, sem yar,, og þess, sem fer, t.engslin miklu milli tungu og menningar þjóða. Þannig liðu kennslu- stundirnar oftsinnis, án þess að vér vissum af. Hin svipþurra ásýnd málfræðibókanna hým- aði öll og varð jafnvel vin- gjarnleg í augum bókmennta- og sögusérfræðinganna á þeim stundum, hvað þá í augum þeirra, sem höfðu málfræðina að sérgrein og meira kunnu. í nánu sambandi við kennslu- starf prófessors Alexandei's í Háskólanum standa hin miklu ritstörf hans og vísindastörf á sviði íslenzkrar og germanskrar málfræði, enda eru fyrstu bæk- ur hans um þau efni ritaðar sem kennslubækur, að minnsta kosti öðrum þræði. Svo er um rit hans Frumnorræna málfræði 1920, sem er brautryðjanda- verk í sinni grein, gefin út á þýzku þremur árum síðar, og íslenzka tungu í fornöld 1923— 24, er notuð hefur verið síðan sem kennslubók í norrænudeild Háskólans. Á næstu árum rak hvert ritið annað, þar sem hann tekur til meðferðar ýmsa þætti íslenzkrar málfræði: Hugur og tunga 1926, Die Suffixe im Is- lándischen (Viðskeyti í ís- lenzku) 1927, Die Komposita im Islándiischen (Samsett orð í íslenzku) 1929 og Ðie Media- geminata im Islándischen (Tvö- földuð eða lengd linhljóð(bb, dd, gg) í íslenzku) 1932. Eftir þessa lotu verður langt hlé, því að árið 1930 hófst prófessor Alex- ander handa um það stórvirki að semja upprunaorðabók is- lenzkrar tungu, harla tímafrekt verk og vandasamt, sem ekki var á neins íslenzks manns færi annars en hans, Við þetta starf hefur hann stöðugt fært út rannsóknarsvið sitt og aukið þekkingu sína á enn fleiri tungumálum, ekki aðeins innan hins indóevrópska málaflokks, heldur einnig kynnt sér ýmsar „óskyldar“ tungur. Jafnframt hneigðist hugur hans meira og meira að því að grafast fýrír sjálfan uppruna tungumálanna, géra sér grein fyrir því, hvernig mál varð í öndverðu til. Eru EDWIN ARNASON UNDARGÖTU 25 »ÍMi 574»

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.