Vísir - 01.08.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 01.08.1953, Blaðsíða 7
Laugardaginn 1. ágúst 1953. TlSIB • / efth' EMIffÆ TOLA S . geta hjálpað móður sinni eða bróður. Peningarnir sem hann vann fyrir voru hónum dýrmætir, því að hann gat gefið þá, glatt aðra með þeim og notið ánægjunnar af því að vita þá þakkláta. Hann hafði kosið réttu leiðina í lífinu, grýttan veg sem liggur til friðar, gleði og sómamennsku. Hann var önnum kafinn að vinna þegar hann fekk bréfið frá bróður sínum, sem sagði frá flóttanum, og að hann hefði gifzt Blanche de Cazails. Sár varð undrun hans. Hann skildi þegar í stað hvölöt hyldýpi þessir tveir unnendur höfðu varpað sér. Og hann fór til Saint-Barnabé, undir eisn og hann komst hönd- unum undir. Fram af húsdyrunum hjá Ayasse garðyrkjumanni stóð dálítill laufskáli. Tvö stór mórberjati’é, með greinunum þannig klippt- um að þau voru eins og sólhlífai' í laginu, teygðu frá sér krækl- óttar greinar, sem vörpuðu skuggum inn yfir þröskuldinn. Marius hitti Philippe í laufskálanum. Hann sat og starði eins og í álögum á Blanche de Cazalis, sem sat við hliðina á honum. Unga stúlkan var þreytuleg, en hún var líka algerlega dáleidd af sinni fyrstu ástarsælu. Samtalið varð sársaukafulit. Philippe hafði staðið upp. — Áfellist þú mig? sagði hann og rétti bi-óður sínum hönd- ina. — Já, eg áfellist þið, sagði Mai'öus og lagði áherzlu á oi'ðin. — Þú hefir framið gáleysisverknað. Sjálfsþóttinn hefir leitt þig á afvegu og ástin hefir eyðilagt þig. Þú hefir ekki hugleitt allt það böl, sem þú ert að baka fjölskyldu þinni og sjálfum þér. Philippe stökk upp á nef sér. — Þú hefir ekkert að óttast, sagði hann. — Eg hefi gert þetta að yfii'lögðu ráði. Eg elska Blanche og Balnche elskar mig. Eg sagði við hana: „Viltu verða konan mín? Viltu koma með mér?“ Og hún kom með mér. Og þá er sagan öll. Hvorugt okkar hefir gert neitt rangt. — Hversvegna segir þú ósatt? sagði Marius og varð byrstai'i. — Þú ert ekkert barn lengur. Þú vissir vel að það var skylda þín að verja þessa ungu stúLku fyrir sjálfri sér. Þér var skylt að stöðva hana á heljai'þröminni, afstýra því að hún færi með þér. Æ, vertu ekki að tala um ást við mig. Eg þekki aðeins rétt- læti og æru. Philipp glotti. Hann tók Blanche í faðm sér. — Vesalings Marius, sagði hann. — Þú ert bezti drengur, en þú hefir aldrei elskað stúlku. Þú veizt ekkert hvað ást er. Líttu á, héx-na er vömin mín. • Og Blanche þrýsti sér skjálfandi að honum. Vesalings stúlkan fann, að nú var þessi maður hennar eina von. Hún hafði gifst honum — hún var hans. Hún hafði farið með honum eins og með húsbónda sínum og meistara. Nú var hún ambátt hans. Hún hjúfraði sig að honum, auðmjúk og óttaslegin. Marius skildi, sér til hugi’aunar, að ekki kæmi að neinu gagni að tala við nýgiftu hjónin af skynsemi. Hann afréð að fara sínu fram. Hann vildi fá að vita allt um málið. Philippe svaraði spurningum hans greiðlega. — Eg hef þekkt Blanche í nærri því átta mánuði, sagði hann. — Eg hitti hana fyrst á föstuinngangsskemmtuninni. Hún brosti til fjöldans, og eg hélt að hún hefði verið að brosa til mín. Upp frá þeim degi elskaði eg hana. Eg notaði hvert tækifæri til að reyna að nálgast hana — tala við hana. — Skrifaðirðu henni ekki? spurði Marius. — Jú, margsinnis. — Hvar eru bréfin þín? — Hún brenndi þeim. í hvert skipti keypti eg blómvönd af Fint, blómastúlkunni í Cours Saint-Louis, og stakk bréfinu inn á milli blómanna. Og svo fór Marguerite í mjólkurbúðinni með blómin til Blanche. — Og bréfin þín voru ekki geymd? — Fyrst í stað neitaði Blanche að taka við blómunum. En svo fór hún að gera það. Og loks fór hún að svara bréfunum. Eg var vitstola af-ást. Mig dreymdi um að kvænast Blanche, elska hana um aldur og ævi. Marius yppti örlum. Hann vék Philippe afsíðis og hélt sam- talinu áfram í ákveðnari tón en áður: — Annað hvort ertu flón eða þú ert lygari, sagði hann. — Þú veizt að herra de Cazalis, sem er þingmaður, milljónamæringur og almáttugur höfðingi Marseilles mundi aldrei líða að frænka hans giftist Philippe Cayol, fátækum skussa og ómerkingi .... og þar að auki lýðveldissina, til að kóróna kauðaskapinn. Þér er eins gott að játa, að þú hefur treyst því að hneykslið í sambandi við flóttann mundi þvinga frænda Blanche til að samþykkja ráðahaginn, — Og ef eg gerði það? svaraði Philippe fullum hálsi — Blanche elskar mig. Eg þvingaði hana ekki til.að gera neitt s'ém henni væri nauðugt. Hún hefir gifzt mér af írjáisum vilja. — Já, já -- eg geng þess ekki dulinn. Þú endurtekur það svo oft, að eg ætti að vita það, sem eg á fyrst og fremst að halda. En þú hefur ekki hugleitt hve æfareiður de Cazalis yrði. Og reiði hans bitnar hræðilega á þér og fjölskyldu þinni .... eg þekki hann, skal eg segja- þér. Hann lætur undir eins í kvöld alla Marseilles frétta, hvei’nig hann, stói'mennið, hefir verið móðgaður. Það skársta sem þú getur tekið til bragðs er að skila stúlkunni aftur til Saint-Jóseph þegar í stað. • — Nei, það geri eg ekki . . . . eg vil það ekki. Blanche mundi aldi'ei þora að fara heim. Hún hafði ekki verið í sveitinni nema i’úma viku. Eg hitti hana oft, tvisvar á dag', í litlum furulundi. Frændi hennar vissi ekkert um það, og þetta hlýtur að hafa ver- ið mikið reiðai'slag fyrir hann. Það er óhugsandi að við hittum hann núna. — Jæja, hlustið þið nú á. Afhendið mér bréfið til Chastaniers ábóta. Eg skal fara og hitta þennan pi’est. Ef þörf gerist fer eg V B RB IMiES* ÁTlílI VÍSIS * ffj€tt*<sn « t: A K V G-10-8-3 ♦ D-G-9-8-6 ♦ K-G-4 A 3-2 V D-6-5-2 ♦ K-3-2 * 10-8-5-3 A Á-9-8-7-6-5- ¥ 9 A 5-4 ♦ Á-D-6 ¥ Suður byi'jaði sögn á A og N sagði 2 ♦ er A tvöfaldaði. S. sagði þá 3 A og N 4 A A tvö- faldaði þá sögn líka. V kom út með ¥ 2 og tók A á K og. spil- > aði ¥ Ás, sem. S stakk með A - Hvernig á S að spila spilið? Suður á í rauninni aðeins um! eina leið að velja og það er að i’eyna að blekkja Vestur til aðj koma út í röngum lit. Þessj vegna lætur hann út lágan' A og tekur með K í borði. Síð- an er ¥ G. látinn og S fleygir A 6, en ekki tígli. Það er mjög sennilegt, að V komi þá út í 4», þar sem A tvöfaldaði 2 ♦, er N sagði. Suður tekur með 4> Ás og lætur 4» D og tekur með 4> K. í borði. Síðan losnar S við tíglana tvo í * G og ¥ 10. Austur fær 1 slag á A. Spaða ásinn er tekinn eftir að S kemst inxr á 4» Ás. Á kvöldvökunni Eftirlitsmenn ameríska hers- ins skoðuðu um 2 milljónir lesta af kjöti og kjötafurðum, sem hermenn áttu að neyta, á síð- asta ári. • I fyrstu eru augu flyðruseyða sitt hvorum megin á höfðinu, eins og á öðrurn fiskum, en þegar þau fara að synda og liggja á ljósu hliðinni, fer neðra augað smám saman að hreyfast yfir á efri hliðina. • Það er erfitt að gera konum til hæfis. Maður nokkur segir frá því, að kona hans hafi einu j sinni gefið honum tvö hálsbindi ! í afmælisgjöf, og þgar hann kom að morgunborðinu næsta dag með annað þeirra, sagði konan: „Nú, finnst þér hitt Ijótt?'1 • Það er einróma skoðun vís- indamanna, að álar, sem veiðast í Evrópu og Ameríku hrygni allir á svæði einu í N.-Atlants- hafi í greniid við Bermdua-evj- ar. • Á Italíu er hverri verksmiðju fyrirskipað að selja tvo þriðju' hluta framleiðslu sinnar til út- • landa. Nokkru eftir að regla þessi hafði verið ákveðin, kom ungur og hamingjusamur faðir á manntalsskrifstofu í bæ sín- um, til þess að tilkynna, að kona hans hefði fætt honum þríbura. j Varð honum bylt við, er hann fékk 1 'áðeins ’ ’ afhéiít. fæðíngar- • vottorð vegna eins sveinsins. ! „Já, en eg var að segja yður, að eg hefði eignazt þrjá syni,“ sagði hann við skrifstofumann- inn- „Rétt er það, en hinir eru ætlaðir til útflutnings!“ Qmt Jitmi Eftii’farandi var í bæjai'frétt- um Vísis 1. ágúst 1918: Bæjarstjórnarfundur verður haldinn í dag á venjulegum stað og tíma. Auk venjulegra nefndarsamþykkta verður til umræðu viðgerð á slökkvis.töðinni, úrskurður á bæjai'sjóðsreikningi 1915. Um sókn Jóns Collins um lóð undir fisksöluhús og umsókn Sigurðar Kjartanssonar um löggildingu til að setja upp rafmagnstæki. VeðriS. í moi'gun var 15,6 stiga hiti hér í bænum. 18 stig á ísafirði, 16 stig á Akureyri, 17,5 á Grímsstöðum, 9,9 á Seyðisfirði, 11,3 í Vestmannaeyjum. Um há- degið komst hitinn upp í 23 stig í forsælunni hér í bænum. Smjörlíkið kostar nú 2 krónur og 3,90 pakkinn (1—2 ensk pund) i verzlunum. Botnia mun vera komin til Kaup- mannahafnar en ekki mun vera kómin nein fregn hingað um það. Laugardagssagan — (Framh. af 5. síðu) sagði hann. „Eg var þar í viku og eg stend við í viku. — En nú er eg að fara.“ Hann stóð upp, tók fóðurpok- ann af hesti sínum, herti á hnakkgjörðunum og sveiflaði sér á bak. „Vesalings gamli maðurinn,“ sagði Maizie. „Já, svona var þá sagan hans. Og hennar vegna lætur hann sér amú um okkur.“ Við ætluðum til bæjarins. eftir hálfan mánuð, það var. nægur tími. Og þegar viðbún- aði var lokið heyrðum við að ekið var að húsmu. Það var Rawlins gamli, sem kom ak- andi vagni sínum og hafði báða klára sína fyrir. Hann stöðvaði1 hestana og fór að taka einhvern fyi’irierðarmikinn hlufc upp úr vagninum. Eg fór til hans og rétti honum hjálparhönd. „Þetta er handa Maizie,16 sagði haim. Við fluttum þenna farangur! að húsinu. „Kallaðu á hana,“ sagði hann, Eg kallaði á hana. „Hérna er dálítið, sem þú átti að fá,“ sagði hann. Og við mig sagði hann: „Taktu umbúðirn- ar af, Mac.“ Eg gerði það. (,•' „Það er vagga,“ sagði eg. „Hún er yndisleg," sagði Maizie. Og þetta var fagur gripur. tHún var gerð úr alóe-viði, smíðuð bæði úr dökku tr.é, sem j næst er trjámergnum og, úr ytra- ‘ borði viðaiúns, sem er gult og því nær gullslitað. Hún var listilega útskorin, fáguð og silkigljáandi. '„Hvar fékkstu þetta?“ sag'ði Maizie. „Eg smíðaði hana. Fyrir tutt- ugu árum. Hún. var handa Mary. Hennar barn átfci að fá hana og nú held eg að hún hafi beðið nógu lengi.“ „Hún verður handa g'uðsyni þínum,“ sagði Maizie. Hún vissi að barnið yrði drengur. „Get eg borðað kvöldmat hjá ykkur núna?“ spui'ði hann. „Vitanlega,“ sögðum við. Þá sagði hann: „Eg ætla ekki að fara í bæinn oftar. Tuttugu sinnum er nóg, Þess gerist heldur ekki þörf léngur núf þegar barn kemur í vögguna.“ En undarlegt var það með húsið. Hitt húsið. Við höfðum ekki séð það, af því að það var ! horfið. Aðeins hluti af reyk- I háfnum stóð eftir. Hann hafði brennt það. Svo sögðu vinnu- piltarnir. Borið að því eld- spýtu. En svipir voru þar á ferli. Stór maður, ung stúlka og ungbarn, svo sögðu Kaff- árnir. Þess vegna vildi, sá gamli enga Káffa hafa til vinnu. Þeir voru hræddir. Þetta sagði mér ráðsmaður mirin og eg mundi þá strax að eg hafði séð steina- hrúgu á þessum stað. En Raw- lins gamli hélt að húsið væri þarna enn. Sagðist halda því hreinu og eins og það hefði yei'ið. (Endux'sagt). Bretar seldu farþegabifreiðiri til annai'ra landa fyrir 44millj. sterlingspunda á fyrra misseril þessa árs — helmingi meira en. á sama tíma í fyrra. x

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.