Vísir - 22.08.1953, Blaðsíða 2

Vísir - 22.08.1953, Blaðsíða 2
VjlSIR Laugardaginn 22. ágúst 195? Laugardagur, 22. ágúst. -— 234. dagur árs- ins. Flóð ' verður næst í Reykjavík kl. 16.50. K. F. U. M. Biblíulestrarefni: Post. 22. 23—30. Síðan Rómverjum. Helgidagslæltnir verður á morgun Bjarni Jónsson, Reynimel 58. Sími 2472. Næturlæknir er í Slysavarðstofunni. - Sími 5030. Næturvörður er í Ingólís Apóteki. — Sími 1330. Lögregluvarðstofan hefur síma 1166. Slökkvistöðin .hefur síma 1100. Rafmagnstakrhörkun verður í Reykjavík í dag, laugardag, í V. hverfi. Á sunnu- -dag í I. hvérfi. Á mánudag í II. hverfi og á þriðjudag í III. -hverfi kl. 10.45—12.30 alla dag- ana. Ljósatími bifreiða og annarra ökutækja er frá kl. 22.00 til kl.-4.00. Söfnln: Listasafn Einars Jónssonar. Opið daglega kl. 13.30—15.30. Lanðsbókasafnið er opið kl. 10—12, 13.00—19.00 og 20.00— 22.00 alla virka daga nema laugardaga kl. 10—12 og 13.00 ■—19.00. Níttúrugripasafnið er opið sunnudaga kl.- 13.30—15.00 og & þriðjudögum og fimmtudöguns Srlð 11.00—15.00. Þjóðminjasafnið er opið kl. 13.00—16.00 á sunnudogum og kl. 13.00—15.00 á þriðjudögum ©g fimmtudögum. r réttir MrvAAyáta hr. 1991 Lárétt: 2 Hagnaður, 6 græn- meti, 7 skammstöfun, 9 tón, 10 sonur Nóa, 11 bókabúð, 12 fé- Jag, 14 verzl.mál, 15 tíndi, 17 tæpa. Lóðrétt: 1 Búð, 2 sýsla, 3 þau eru óteljandi hér, 4 fóðraði, 5 yfirleitt,- 8 sjór, 9 reykja, 13 bróðir 10 lár., 15 ósamstæðir, 16 átt. Lausn á krossgáttu nr. 1990. Lárétt: 2 Hrönn, 6 rós, 7 fl, 9 Si, 10 mór, 11 dós, 12.óm,, |,4 TT, 15 kló, 17 aðall. Lóðrétt: 1 Lafmóða, 2 hr, 3 Róm, 4 ös, 4 neistar, 8 blóm, 9 *ót, 13 ull, 15 KAj 16 ól. Bindindisjnngið í erlendum blöðum. Áður en bindindisþinginu lauk hér í Reykjavík, skoruðu hinir erlendu fultlrúar hver á annan að skrifa 1 blöðin, er heim kæmi, um þingið, hinar ágætu viðtökur íslendinga og um óviðjafnanlega náttúrufeg- urð fslands. Má búast við því að greinar um þetta birtist í, öllum helztu blöðum á Norður- löndum, og hafa þegár borizt hingað nokkrar greinar, sem birzt hafa í sænskum blöðum, svo sem: „Svenska Dagbladet" í Stokkhólmi, „Svenska Morgon bladet“ í Stokkhólmi (3 grein- ar), „Morgon-Tidningen“ í Stokkhólmi og „Stockholms Tidningen“. Fjalla greinar þessar að mestu leyti um þing- störfin, en einnig er sagt frá þingsetningarhátíðinni í Þjóð- leikhúsinu og ræðu dómsmála- ráðherra við það tækifæri. Þá er og sagt frá heimsókninni að Bessastöðum og drepið á sér- stök atriði í ávarpi forseta til gestanna. Svo er minnst á ferðalögin að Jáðri, Þingvöllum, Gullfossi og Geysi. Andar hvar- vetna hlýju í garð íslendinga og fær Reykjavík þar gott örð fyr- ir þrifnað og menningarbrag. (Tilkynning frá stjórn XIX. norræna bindindisþingsins). Skemmdarverk. Undanfarið hefir Hallargarð- urinn (fram undan bindindis- höllinni við tjörnina) verið op- inn almenningi, og hefir þetta þótt ágætt nýmæli og vel þegið af bæjarbúum á góðviðrisdög- um. Nú hefir það komið fyrir undanfarið, síðast í fyrrakvöld, að einhverjir gestanna hafa ekki getað setið á strák sínum, heldur þurft að mölva þar stóla, skera í þá með hníf, brjóta tré og spilla öðrum gróðri. Er þetta óþolandi með öllu, og nær engri átt, að einhver ótíndúr lýður spilli þessum ágæta stað, sem þegar hefir aflað sér verðskuld- aðra vinsælda. Messur á morgun. Bústaðaprestakall: Messað á morgun kl. 2 í Kópavogsskóla. Síra Gunnar Árnason. Hafnarfjarðarkirkja: Messað kl. 10. Síra Garðar Þorsteins- son. Bessastaðakirkja: Messað kl. 2. Síra Garðar Svavarsson. Háteigsprestakall: Messað í Sjómannaskólanum kl. 2. Síra Jón Þorvarðsson. Laugarneskirkja: Messað kl. 11 f. h. Síra Garðar Svavars- son. s Flugáætlun í september. Flugfélag íslands hefir birt flugáætlun Gullfaxa í septem- ber. Fer flugvélin frá Reykja- vík til Oslóar, pg Kaupmanna- hafnar alla, laúgardaga og heim á’sunriudögum,'en til Prestvík- ur og Kaupmannahafnar á þriðjudögum og kemur aftur heim á miðvikudögum. Berjaferð Kvenfélags Kópavogshrepps efnir til berjaferðar næstkom- andi miðvikudag. Álieit á Strandarkirkju afh. Vísi: Aðalheiður 80 kr. M. 50. Svala 20 kr. 'fPii Grikklandssöfnunin. ; , j Mishermt var það í Vísi í; gær, að saínast hefði 20 þús. kr. Þá höfðu safnast 3000 kr., en í gærkvöld höfðu safnast alls m Vesturg. 10 F Sími 6434 5000 kr. — Stafaði þetta af missögn í síma. Nýja tannlækningastofu hefur Haukur Clausen tann- læknir opnað í Túngötu 22. — Haukur er nýlega kominn heim frá Bandaríkjunum, þar sem hann lauk framhaldsnámi í tannlækningum við Minne- sota-háskóla. Sóttist honum framhaldsnámið mjög vel og gat sér góðan orðstír þar sem duglegur og samvizkusamur í fagi sínu. Kvenfélag Fríkirkjusafna'ðarins í Re-ykjavík fer berjaför þriðjudaginn 25. ágúst 1953 kl. 10 árdegis (ef veður leyfir) frá Fríkirkjunni. — Nánari upp- lýsingar gefa: Ingibjörg Stein- grímsdóttir, Vesturgötu 46 A. Sími 4125 og Elín Þorkelsdótt- ir, Freyjugötu 46. Sími 2032. Frá skrifstofu borgarlæknis. Farsóttir í Reykjavík vikuna 9.—15. ágúst 1953 samkvæmt skýrslum 18 (19) lækna. (í svigum tölur frá næstu viku á undan). — Kverkabólga 27 (22). Kvefsótt 42 (42). Iðra- kvef 15 (11). Kveflungnabólga 6 (3). Kikhósti 14 (12). Hvar eru skipin? Eimskip: Brúarfoss er í Ham- borg. Dettifoss fór frá Hull í gær til Vestm.eyja og Rvk. Goðafoss fór frá Rotterdam 19. ágúst til Leningrad. Gullfoss fer frá K.höfn á hádegi í dag til Leith og Rvk. Lagarfoss fór frá Akranesi í gær til Hafnar- ’ fjarðar og Rvk. Reykjafoss er í Keflavík. Selfoss fór frá Siglufirði 19. ágúst til K.hafn- ar, Lysekil og Graverna. Tröllafoss fór frá New York 15. ágúst til Rvk. Ríkisskip: Hekla fer frá Rvk. kl. 14 á morgun áleiðis til Norð- urlanda. Esja er á leið frá Austfjörðum til Akureyrar. Herðubreið er á Austfjörðum á norðurleið. Skjaldbreið er á Vestfjörðum á suðurleið. Þyrill verður væntanlega á Akureyri í dag. Skaftfellingur fór frá Rvk. í gærkvöld til Vestm.eyja. Skip S.Í.S.: Hvassafell fór frá Akranesi 20. þ. m. áleiðis til Hamborgar. Arnarfell losar kol á Vopnafirði. Jökulfell los- ar tunnur á Raufarhöfn. Dísar- fell fór frá Seyðisfirði í gær á- leiðis til Rotterdam. Bláfell lestar síld á Þórshöfn. Keppni í golfleik. Ákveðið hefur verið að efna til keppni í golfleik á Tjarnar- golfinu við Sóleyjargötu, dag- ana 5. og 6. sept. n. k. Verða þrjú verðlaun veitt, er hlutskarpastir verða, en þau eru, ferðir með Norðurleiðum. 1. verðlaun ferð til Akureyrai', 2. verðlaun ferð til Blönduós, og 3. ferð til Hvammstanga, eða jafngildi þeirra í peningum, ásamt eins dags uppihaldi á hverjum stað. Þeir, er hafa í hyggju að taka þátt í keppninni, ber að snúa sér til afgreiðslu leik- vangsins. Utvarpið í kvöld. Kl. 20.00 Fréttir. — 20.30 Leikrit: „Landafræði og ást“ eftir Björnstjérne Björnson, í þýðingu Jens B. Waage. Leik- stjori: índr'iði Waálgé. — 22.00 Fréttir ög veðurfregnir. — 22.10 Danslög (plötur) til kl. 24.00. * I’á fær húðinfljótlega litblæ sumarsins: Nivea brún! Ef f>ir viljið verða brún á skömmum tima þá Nivea-ultra-i IV 1.. 1»! Myndin hér að ofan er frá aðalbækistöðvum liersveita Sam- einuðu þjóðanna í Munsan í Kóreu. Er hún tekin, þegar Mark Clark yfirhershöfðingi undirritar vopnahléssamkomulagið við kommúnista fyrir skemmstu. tbúð Mig vantar 2ja t'il 4ra herbergja íbúð, helzt á hita-, veitusvæði. Fyriríramgreiðsla alltað 15—25 þús. krónur. —! Upplýsingar í sírna 5728. ! íbúð, eða smáhús Smáíbúðarhús eða íbúð óskast, 2,- 3 eða 4 herbergi til leigu eða kaups. Get borgað út ca. 25 þús. krónur eða meira. Tilþoð sendist afgr. Vísis fyrir hádegi n.k. mánudag merkt: „íbúð — 298“. Útvarpið. (Sunnudag). KÍ. 11.00 Messa í Laugarnes- kirkju. (Prestur: Síra Garðar Svavarsson. Organleikari: Kristinn Ingvarsson). — 12.15—13.15 Hádegisútvarp. — 15.15 MiðdegiSútvarp (plötur). — 18.30 Barnatími. (Hildur Kalman). a) „Gullkerran“, ævintýri í þýðingu Björns Bjarnasonar frá Viðfirði. (Karl Guðmundsosn les). b) Baldur og Konni koma í heimsókn. c) „Músadansinn“, Indíánasaga eftir Ohiyesa. (frú Guðrún Indriðadóttir les). — 19.30 Tónleikar (plötur). — 20.20 Tónleikar: Sónata fyrir fagott og píanó eftir Paul Hindemith. (Hans Ploder og dr. Victor Ur- bancie leika). — 20.30 Erindi: Kirkjuhátíð í Niðarósi. (Sig- urgeir Sigurðsson biskup). — 20.55 Tónliekar (plötui'): Sym- fónía nr. 6 í F-dúr. (Pastoral- symfónía) eftir Beethoven. (Symfóníuhljómsveitin í Phil- aldelphíu leikur; Bruno Wal- ter stjórnar). — 21.35 Erindi: Árin líða. (Guðmundur M. Þor- láksson kennari). Heiðraður fyrst— dæmir svo Beria. Blöðin í Moskvu skýrðu frá því nýlega, að einn æðsti dóm- ari Sovétríkjanna hefði verið heiðraður. Var hann sæmdur heiðurs- merki „rauða fána vinnunnar“, og voru tildrögin þau, að hann hafði „styrkt réttarfar lands- ins“. Fyrir dómara þena mun mál Beria koma, er hann verð- ur leiddur fyrir rétt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.