Vísir - 27.08.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 27.08.1953, Blaðsíða 7
Fimmtudaginn 27. ágúst 1953. ▼ ISÍS 1 — Þeim mun betra. Það sýnir að þér eruð ærlegur og hrekkja- laus maður. En eg fyrir mitt leyti yfirgef þetta svikahrapps- hreiður með glöðu geði. Það er langt síðan mig fór að gruna hverng fara mundi. Eg sá fyrir að endalokin á glæsimennsku- þjófnaðinum hans hlytu að verða svona. Eg hefi óhemju næma nasasjón þegar um hrappmennsku er að ræða. — Viljið þér gera svo vel að tala ofurlítið Ijósar? — Uss, þetta er ofur einfalt mál. Eg skal segja yður það í fá- um orðum. Bérard stofnaði banka fyrir tíu árum. Og í dag er eg ekki í vafa um að- þetta gjaldþrot hahs var ráðið þegar í upphafi. Hann hefur hugsað sem svo: Mig langar til að verða ríkur því að eg hef talsvert góða lyst á lífsþægindum, og eg ætla mér að verða ríkur sem fyrst, því að eg' er sólginn í að geta fullnægt þessari góðu lyst. Jæja, en þröngi vegurinn er langur og erfitt að ganga hann. Eg kýs heldur að ganga hinn breiða og þægilega veg prettanna og safna mér einni milljón á tíu árum. Það er bezt að eg stofni banka. Eg skal eignast pen- inagskáp sem verður gildra og lætur peninga almennings hverfa. Eg stel dálítilli upphæð undan á hverju ári. Þessu get eg haldið áfram meðan þörf er á, og eg hætti því þegar vasarnir mínir eru orðnir fullir. Þá stöðva eg blátt áfram allar greiðslur. Af þeim tveimur milljónum sem mér hefur verið trúað fyrir á þessu tímabili, ætla eg að skilja eftir þrjú hundruð þúsund franka af eintómum höfðingskap — handa kröfuhöfunum. Og afganginn, sem eg fel svo vel að enginn skal finna hann, ætla eg að nota til að njóta lífsins eins og mig lystir — í iðjuleysi og svalli! Maðurinn þagnaði andartak og bætti svo við: — Nú skiljið þér kannske hvað eg meina, herra Cáyol. Maríus hlustaði eins og hann væri í vímu. — Það er óhugsandi að þetta sé satt sem þér segið, sagði hann. — Bérard ságði mér núna rétt áðan að eignir hans væru ein milljón og fjögur hundruð þúsund frankar en skuldirnar ein milljón. Við fáum alla peningana okkar. En við verðum bara að bíða og taka. á þolinmæðinni. Skrifarinn rak upp skellihlátur. — Æ, drottinn minn, mikill sakleysingi eruð þér, sagði hann. Trúið þér þessari sögu um einnar milljónar og fjögur hundruð þúsund franka eign? Fyrst og fremst verður nú séreign frú Bérard dregin frá þessari upphæð. Heimanmundur hennar var að vísu ekki nema fimmtíu þúsund frankar, en í kaupmála hjón- anna varð hann að fimm hundruð þúsund frönkum. Eins og þér sjáið er þarna svolítill'smáþjófnaður sem nemur fjögur hundruð og fimmtíu þúsund frönkum. Nú er ein milljón eftir, og þessi milljón er aðallega í verðlausum skuldabréfum. Það er alltaf auðvelt að komast yfir þess konar skírteini. í Marseille er til fólk svo þúsundum skiptir sem selur nafnið sitt fyrir hundrað sous. Það hefur talsvert miklar tekjur af þessari hægu atvinnu. Bérard á hrúgu af skuldabréfum með úndirskrift svona leppa, og nú hefur hann stolið peningum undan en segist hafa lánað þá óskilvísu fólki. Ef þér fáið tíunda hluta af peningunum yðar getið þér hrósað happi. Og þessa peninga fáið þér eftir átján mánuði til tvö ár. Innan þess tíma skal gjaldþrotarétturinn nefnilega hafa lokið skriftum í þrotabúinu, samkvæmt lögum. Maríus vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Ef þetta var rétt mundi þessi fimmtíu þúsund franka móðurarfur ganga saman í hlæi- lega litla upphæð, sem honum kæmi ekki að neinu gagni. Hann þurfti á peningunum að halda þegar í stað og nú var honum sagt að hann yrði að bíða í tvö ár. Og þetta fjárþrot hans og botnlaus: vandræði voru að kenna þorparanum sem hafði haft hann fyrir fífl rétt áðan. Reiðin sauð í honum. — Þessi Bérard er þorpari, sagði hann gramur. ■— En armur laganna hremmir hann. Við verðum að standa sameinaðir gegn þessum rándýrum sem auðgast á hruni annarra! Fangelsin standa opin og bíða eftir þeim. Nú rak skrifarinn aftur upp tröllahlátur. — Bérard situr inni hálfan mánUð í mesta lagy sááði- hann hlæjahdi. :—Það er allt og suiiit: Eg held áð þér' skiljið mig ékki ennþá. Þér hafið skotið framhjá markinu í annað sinn. Ef þér viljið hlusta á mig skal eg skýra fyrir yðUr þessa hlið málsins. Þeir höfðu staðið kyrrir þarna á gangstéttinni og Voru fyrir þeim sem um götuna fóru. Þeir voru að rekast á þá og skrif- arinn stakk upp á að þeir færi inn í anddyri bankans aftur. Og þegar þangað kom hélt hann áfram: — Þér segið að fangelsið standi opið og-bíði eftir Bérard og hans nótum. Fangelsin bíða ekki eftir öðrum en klaufum. En Bérard hefir verið að undirbúa gjaldþrot í tíu ár. Hann hefir ráð undir rifi hverju og hefur gert allar nauðsynlegar ráðstaf- ani'r. Syona fúlrrierihska eihs og harin fremur er. nefnilega listj upp á sína visú. Reikningsfsérslan hans er í lagi, óg hann er lag- anna megin. Hann veit ofur vel að hann á lítið á hættu. Það helzta sem rétturinn getur fundið honum til foráttu er að hann hafi notað of mikjð fé til eigin þarfa. Og auk þess mun hann verða kærður fyrir að hafa haft of mikið af eigin víxlum í um- ferð. Það er skaðræðis aðferð til að verða sér úti um peninga. En fyrir þessar yfjrsiónir fær hann ekki nema mjög óverulega refsingu. Eins og eg hef sagt verður hún ekki nema hálfs mán- aðar fangelsi — karmske eins mánaðar. — En er ekki hægt að hrópa um glæpi þessa manns á al- manna færi, sagði Maríus. — Er ekki hægt að sanna þessi au- virðielgu svik hans og láta dæma hann? — Það er eitthvað annað! Eins og eg hef sagt yður þá eru engar sannanir fyrir hendi. Hann hefur sett. undir alla leka. Á þessum árum hefur hann komist í vinferigi við áhrifamestu mennina í Marseille, líklega af því að hann þóttist viss um að þurfa einhverntíma á þeim að halda.. Og í þessari klúbbaborg er hann friðhelgur maður. Ef einhver dirfðist að skerða hár á höfði hans, mundu vinir hans vekja æsingar og gremju gegn vesalings manngarminum sem gerði það. í mesta lagi. verður hann dæmdur í ofur stutta fangelsisvist. Þegar hann er laus aftur grefur hann upp milljónir sínar, kemur fótum undir sig. og skapar sér þann virðingasess sem hann að eig'in skoðun á kröfu á. Hver veit nema þér verðið á vegi hans þegar hann ekur um strætin og vagnhjólin hans skvetta auri á yður. Og þér munuð fá að sjá hvernig hann — óprúttinn og latur — lifir í dýrðlegum fagnaði og nýtur allra þeirra gæða, sem lífið hefur að bjóða. Og svo kórónar það lífsgæfu hans að fólk beygir sig fýrir hon- um, elskar hann, virðir hann og treystir honum. Maríus svaraði ekki. Þögn hans var tryllt og hræðileg. Skrif- arinn kinkaði kolli til hans og sagði að skilnaði: — Það er einmitt svona sem skrípaleikurinn er leikinn. Eg hefi verið að hugsa um þetta og kæft það niðri i mér síðan eg fór að skilja hvað var að gerast. Og mér þykir vænt um að hafa hitt yður og getað létt á mér. En nú skal eg gefa yður gott ráð: Haldið þér yður saman um þetta sem eg hefi sagt yður. Kveðjið peningana yðar í góðu og gerið yður engar rellur út af þessu svíyirðilega máli. Ef þér hugleiðið þetta vel þá munuð þér s'já að eg hef rétt að mæla. Verið þér sælir! Maríus var orðinn einn. Hann langaði óstjórnlega mikið til að brjótast inn til Bérards og gera ásjónuna á honum að kássu. Ráðvendni hans og rík réttlætistilfinning skipuðu honum að draga bankaeigandann út á götu og hrópa hátt um glæpi hans. Svo varð viðbjóðurinn yfirsterkari hjá honum. Hann hugsaði til veslings móður sinnar sem þessi mannhundur hafði svikið svo þrælslega. Og eftir það var það aðeins drepandi fyrirlitning sem hann fann í huga sér. Hann fór að ráði skrifarans. Hann fór sína leið og rejmdi að gleyma að hann hefði átt peninga, og að auvirðijegur þjófur hafði stolið þeim frá.honum. Og þegar frá leið sá hann alla spádóma skrifarans rætast, lið fyrir lið. Bérard var dæmdur í mánaðar fangelsi fyrir að hafa orðið gjaldþrota. Ári síðar var hann aftur kominn upp á tindinn, og í framgöngu var hann frírri af sér og frekari en nokkurn tíma áður og öll Marseilles var áhorfandi að sóunar- semi og uppátækjum þessa ríka, lífsglaða manns. Hann stráði gullinu kringum sig í klúbbum, gildaskálum og leikhúsum — alls staðar þar sem hægt var að kaupa sér glaða stund. Og hvar A ]kv®l«tv®lkii Iftltl. ■ „Mætti margt um það segja.“ Þessi orð nota • ræðumenn stundum. Þau eru sögð til að láta áheyrendur halda að ræðu- maður viti meira en hann veit. & Piparmey ein, í litlu þorpi, kom til lögreglustjórans og kvartaði undan því að litlir drengir lauguðu sig allsnaktir í læk, sem rann rétt hjá húsi hennar. Lögreglustjóri skipaði drengjunum- að flytja sig ofar í lækinn. Nokkrum dögum síðar kom lcvenmaðurinn aftur til lögreglunnar. „Eru snáðarnir ekki farnir á burt?“ sagði lög- regluþjónninn. „Það eru þeir,“ ságði hún stutt; í spuna. „En ef eg.fer upp á íoft .sé ég þá úr gluggáriúm þar.“ Lögréglú- þjónninn skipaði drerigjunum að fara enn lengra á burt. Þeir sögðust mundu gera það. Eft- ir viku kemur kyenmaðurinn atfur. „Þeir eru farnir lengra á burt,“ sagði hún nú. „En eg get samt séð þá með kíki út um þakgluggann." ® Tveir Ameríkumenn töluðu saman um væntanlega Evrópu- ferð ahnárs;þeirra.'„:já)-óg' þeg- ar þú keriiur til Lundúna þá er eitt, sem þú mátt ekki láta hjá líða að skoða“ „Já, hvað er það?“ „Það er París!“ JP&Saböm » Frh. af 4. síðu. að þeim hafi ekki tekizt að finna neinar sannanir fyrir því, að brjóstabörn hafi þrifizt betur en þau, sem gefinn var peli. Hætturnar af pelanum sé ekki raunverulegar, þótt þær sé fyrir hendi. „Það er nú svo hættulaust og auðvelt að gefa börnum pela,“ segir ennfremur í álitsgerð læknanna, „að ef þess er ekki vandlega gætt að hyggja að hiri- um sérstöku vándamálum í sambaridi við áð hafa börn á brjósti gæt'i af. því leitt, að al- mennin.gur' snerist snögglega gegn því að börnum sé gefio brjóstið. Hættan af vannæringa. Og ef þyngdarathuganir fela í sér sannanir fyrir hættunni af vannæringu brjóstbarna, þá eru áthúganir okkar alvarleg ádeila á héndrir' þéim', sem; halda fram kostum brjósta- mjólkurinnar-.“ í sambandi við frásögn af Múliar&st- 99sýningin** Framh. af 1. siðu. izt í samband við fólkið, og! varð því að notast við túlka, sem forráðamenn mótsins lögðu til. Eg varð var við geysilega óánægju hjá fólkinu, bæði yfir þeim kjörum, sem það býr við, og eins vegna þeirr- ’ ar skerðingar á öllu lýðfrelsi, sem við í Vestur-Evrópu eigum að venjast. Mál- og fundafrelsi er nú úr sögunni, — prentfrelsi ekki til. Skrípakosningar. Eg spurði um seinustu kosn<» ingar, sem voru í landinu. Þæ@ voru hreinn skrípaleikur. FólK kom á kjörstað, fékk seðil mefí prentuðum nöfnum þeirra, sem kjósa átti. Síðan braut „kjós- andinn“ seðilinn saman og stakk: honum í atkvæðakassa. Enginn kross var markaður á seðilinn í afviknum klefa-, eins og hér þekkist. Enfólk þorir ekki ann- að en að, mæta á kjörstað, —< annars getur það haft illar af- leðingar. Kennslufyrirkomulag hefur; vitanlega verið gerbreytt í anda hinnar nýju stefnu, — mikil áherzla lögð á marxistisk fræði1 og rússnesku. í hinum nýju kennslubókum, sem nú eru notaðar, eru Rússar. sagðir hafa staðið að öllum helztu uppfinningum mann- kynsins. Þetta sagði mér kenn- ari, sem eg átti langt viðtal við. Sá, sem fann upp útvarpið, svo að dæmi sé nefnt, er sagður heita A. Popov, og mátti sjá mynd af honum í ungherjahöll einni, sem við fengum að sjá. Réííaröryggi ekki tiL íbúum Rúmeniu er ekki leyffc að ferðast milli borga landsins nema með því að fara til lög- reglunnar og útfylla þar ótelj- andi eyðublöð. Fólk vill hins vegar helzt ekki komast undir smásjá lögreglunnar, og ferðasfc því lítið af þeim sökum. Réttaröryggi er ekki til í landinu. Menn bókstaflega „hverfa“ og 10—20 dögum síðar kemur svo auglýsing í blöðun- um, að viðkomandi maður hefur vcrið dæmdur, oftast fyrir „samsæri“ gegn stjórninni, og hinn ógæfusami maður fær enga lögvernd. Til dæmis veit eng- inn hvar Anna Pauker er niður komin. Hún virðist vera „guf- uð upp“. Misræmi í kaupi. Kaup er fjarska misjafnt £ landinu, frá 200 lei-um upp í 4000 á mánúði, en lei-inn er um 2 krónur. Enginn stundavinna er, heldur er allt unnið í á- kvæðisvinnu. Þá eru menn verðlaunaðir fyrir afköstin, og fá þeir, sem taldir eru „afburða- verkamenn" sérstök verolaun. ; Vérðlag í landinu, er geysi- hátt. Karlmannaskór kosta t. d. 240 lei (480 krómir), karl- mannaföt kosta meira en mán- aðarkaup hjá lágt launuðum' verkamönnum“. Vera kann, að þessar upp- lýsingar Magnús . Valdimars- sonar séu nokkuð á annan veg, en ,þær sem Þjóðviljinn birtir! næstu daga, og verður fróðlegfc að lesa hina .,opmberu“ ferða- sögu Bjarna frá Hofteigi. þessum athugunum læknanna1 — sem heita Alice Stewart og Celia Westropp •—■ bætir enskt blað því við, samkvæmt frá- sögn dr. Wilfred Sheldons, læknis Karls prins og Önmt prinsessu, að önnub 'hver ensls móðir venji börn sín af brjóstí áður en þau verða þriggja mán- aða. . , J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.