Vísir - 29.08.1953, Page 7
¥ISÍS
Laugardaginn • 29. -ágúst -1953.-
23 S
eftir EMMÆ MXJ
vwjvwtf /■vW^y%%wu’.v%%wvvvwÁsaSj| fwyvwwt
hverju að Daste, og hann henti Maríusi að nema staðar.
—• Gerið þér svo vel að íara ekki, sagði hann. — Eg held að
við geturn haít gagn af yður hérna. Þér ættuð að þekkja hátta-
lag Blétrys. Þér getið vafalaust gefið okkur upplýsingar um
hann.
Maríus skildi ekkert í þessu. Hann var á báðum áttum. ■
—• Afsakið mig', sagði Dáste kurteislega. — Eg sé að þér eruð
forviða.
Hann benti á þreklega manninn og hélt áframr
— Þetta er lögreglufulltrúinn hérna í umdæraimi. Eg var að
biðja hann um að taka Charles Blétry fastan, því að hann hefir
stolið af oltkur sextíu þúsund frönkum á síðustu tveimur árum.
Þegar Maríus heyrði að Charles var sakaður um þjófnað
skildi hann hvernig í öllu lá. Þarna var skýringin á peninga-
austri hans. Maríus þakkaði Guði íyrir að hann skýldi aldrei
hafa þegið af honum peningahjálp. En aldrei hefði hann trúað
að nágranni hans gæti verið sekur um svona auvirðilegan verkn-
að. Auðvitað Vissi hann að óáreiðanlegir starfsmenn voru til í
Marseilles eins og í öðrum stórum bæjum, ungir menn sem
ræna vinnuveitendur sína til þess að svala eig'in hneigð sinni
til leti og allsnægta. Hann hafði oft heyrt getið um skrifstofu-
menn sem ekki höfðu nema hundrað og fimmtíu franka mán-
aðarkaup, e'n þoldu að tapa stórfé í spilaklúbbunum, fleygja
tuttugu frönkum í betlara og eta á dýrustu veitingastöðunum.
En Charles virtist svo alvörugefinn, guðhræddur og, grandvar,
svo hæverskur og heiðarlegur. Og' hann hafði leikið hlutverk
hræsnarans svo vel að Maríus hafði verið sannfærður um að
hann væri áreiðanlegur. Jafnvel núna átti hann bágt með að
trúa að það væri rétt sem herra Daste sagði.
Hann settist og' beið eftir svarinu við þessari ráðgátu. Hann
gat ekki annað. Drungaleg þögn var í skrifstofunni næsta hálf-
tímann. Verksmiðjueigandinn fór að skrifa. Lögreglufulltrúinn
og þeir tveir sem með honum voru, sátu þegjandi og störðu út
í bláinn með ógnandi þolinmæði. Maríusi fannst ekkert geta
hugsast óhugnanlegra en þessar þi'jár grafkyrru persónur, og
það fór hrollur um hann. Þarna voru vægðarlaus lögin sem
biðu glæpamannsins.
Fótatak heyrðist fyrir utan. Dyrnar voru opnaðar.
-—• Hérna kemur maðuripn okkar, sagði Daste og spratt upp.
Charles Blétry kom inn og átti sér einskis ills von. Hann tók
ekki einu sinni eftir gestunum fjórum sem voru í skrifstofunni.
— Voruð þér að spyrja eftir mér, herra Daste? sagði hann í
undirgefnistón, eins og starfsmenn tala við húsbóndann sinn.
Þegar Daste hvessti á hann augun með nístandi fyrirlitningu
varð honum litið undan og þá sá hann lögreglufulltrúann, sem
hann þekkti í sjón. Hann varð hvítur sem nár, sá að nú var
úti um hann, og skalf allur af blygðun og ótta. Hann hafði ganað
í gildruna. En þegar hann lét sér skiljast, að hræðslan yrði
sterkasta ákæran gegn honum reyndi hann að sýnast rólegur
og komst aftur í sinn eðlilega ham.
— Já, eg þarf að tala við yður, sagði Daste með þunga. —
Og þér munuð vita hvers vegna, er það ekki? Bölvaður þorpar-
inn! Þér skuluð ekki stela meiru af mér!
— Eg skil ekki hvað þér eigið við, stamaði Blétrv. -— Eg hefi
engu stolið frá yður. Hvað eruð þér að ákæra mig fyrir?
Lögreglufulltrúinn hafði flutt sig að skrifborði Dastes til að
skrifa hjá sér það sem sagt var. Þjónarnir -stóðu vörð við dyrnar.
Nú sagði fulltrúinn við Ðaste: —• Viljið þér gera svo vel að
segja mér hvernig þér uppgötvuðuð sjóðþurð Blétrys?
Daste sagði alla söguna. Hann sagði að gjaldkerinn hefði oft
verið óhæfilega seinn að skila greiðslum .á vöruvíxlum. En af
því að hann hefði borið fullt traust til hans hefði hann kennt
skuldunautunum um þennan seinagang. Fyrst mundi hann hafa
stolið úr sjóðnum fyrir nálægt átján mánuðum. En fyrir skömmu
hafði einn'af skiptavinum Dastes orðið gjaldþrpta: Verksmiðju-
eigandinn hafði gert krö'fu í þrotabúið — úm íirhm þúsund
franka — en þá kom á daginn að Blétry haíði tekið við þessum
peningum mánuði áður. Dáste brá við. Hann flýtt.i sér í verk-
smiðjuna og fór yfir bækurnar og bar sig saman við skipta-
vinina og þá kom á daginn að meira en sextíu þúsund franka
vantaði í sjóðinn.
Fulltrúinn fó'r að" yfirhéyra Blétry. Hann gat ekki þrætt fyr-
ir þetta af því að uppljóstunin kom svo flatt upp á hann. En
hinsyegar sagði hanri skrítna sögu. —
— Einn góðan *yeðurdag, áagði hann, — missti eg vasaföókina
mína og. í. henni voru'f jörutíu þúsund frankar. Eg þórði ekki að
segja herra Daste frá þessu. Og nú fór eg að grípa til smáupp-
•hæðá tik þess að freista gæfurináí'á ■káUphölMnhi. Eg gefði það
í voninni um aö eg mundi p.ræða og geta groitt' íirmanu tapið.
Fulltrúinn spurði hann ýmissa spurninga viðvíkjandi þessu
og hrakti hann fram og aftur unz hann varð tvísaga og marg-
saga. Og þá reyncli Blétry að taregða fyrir sig annari lýgi.
— Það er rétt sem þér segið, sagði hann. — Eg missti ekki
neina vasataók. Það' er rétt að segja alla söguna. Sannleikurinn
er sá að eg var rændur. Eg bjó með ungum manni sem eg þekkti.
Hann var húsnæðislaus og átti ekki peninga íyrir mat. En eina
nóttiná hvarf hann — og hafði á burt með sér vasabókina mína:
Og í henni var stór fjárupphæð sem firmað átti. Eg hafði inn-
heimt peningana...
— Þér skuluð ekki reyna að fegra giæp ýðar með lygum,
sagði lögreglufulltrúinn. — Þér vitið að við trúum yður ekki.
Þér eruð síljúgandi.
Hann sneri sér að Maríusi og hélt áfram: — Eg bað herrá
Daste urn að fá yður til að hinkra við, herra minn. Mér datt í
hug að þér. gætuð kannské hjálpað okkuf svolítið. Þér hafið
sjálfur sagt að sá grunaði sé nágranni yðar. Getið.þér sagt okkur
frá lífsvenjum hans? Eða getið þér fengið hann til að segja
okkur sannleikann?
Maríus var í vandræðum og honum leið illa. Hann sárvor-
kenndi Blétry sem riðaði eins og drukkinn maðúr og starði
bænaraugum á hann. Þetta var alls ekki forhertur glæpamaður.
Augnabliks veikleiki og skemmtanaþorsti hafði lokkað hann
út á þessa hættulegu braut. Maríus langaði til að hjálpa honum
en samvizkan sagði nei. Hún heimtaði að hann segði það eitt
sem hann vissi sannast og réttast. Maríus svaraði fulltrúanum
ekki beinlínis. Hann vildi heldur beina orðum sínum til vinar
síns.
— Heyrðu, Charles, sagði hann. — Eg veit ekki hvort þú
ert sekur eða ekki. Eg hefi aldrei orðið annars var eri þú værir
heiðarlegur og ærlegur maður. Eg veit að þú elur önn fyrir
móður þinrii, og að öllum sem þekkja þig þykir vænt um þig.
Ef þú hefir gert þig sekan um eitthvað misjafnt þá meðgakktu
það. Allir við sem höfum mætur á þér höfum minni raun af
þessu ef þú gengst við sökinni og sýnir að þú iðrast:
Maríus talaði blíðlega og sannfærandi. Hvassyrði fulltrúans
höfðu ekki haft nein áhrif á Blétry en nú viknaði hann við þessi
•.,,.VVW^^An.VWAWJWJW.VAV.VlW.%1.WA”JVWW
I Sfarfsstáikur
til matreioslustarfa o. fl. vantar á barnaheimilið að
Silungapolli og heimavist Laugarnesskólans.
Upplýsingar gefur Vigdís Blöndal,* Laugarnes-
skólanum, efstu hæð. Sírni 5827, ki. 10—12 og kl.
6—8 s.d.
em *g 1 1 1 9
Við cocktail-boð eitt í Holly-
wood gaf Louella Parsons, sem
er aðal „Gróa“ kvikmynda-
borgarinnar, sig á ta! við Mar-
Iene Dietrich og mselíi:
„Dæmalaust er þetta falleg
perlufesti, sem þér eruð með.
Hún er væntanlega ekta?“ En
áður en Marlene gæfist tóm til
að svara, bætti Louella við:
„Það er annars lííill vandi
ganga úr skugga um það........
Leyfist mér?“
„Vitanlega,“ svaraði Marlene
brosandi. „TEn þér verðið að
athuga, að 'það er ekki hægt að
ganga úr skugga um, hvort um
gerfiperlm- er að ræða, ef mað-
ur er»me3 gerfiténnur!"
®
„Ungur maður er að gera til-
raun til þess að komast inn um
gluggann hjá mér,“ kallaði
kvenrödd í símannm.
„Afsakið, en þér hafið fengið
skakkt númer. Þeíta er hjá
slökkviliSimi — ekki lög-
reglusmi.“
„Veit eg vel,“ mælíi konan,
„en manninn vantar tilfsnnan-
iega stiga.“
© " -
KaupsýslumaSur afréð að
kvænast frammistöðustúlku
veitingahúss, en bað einka-
spæjara áður að athuga fortíð
hennar. Skýrsla hans var á
þessa leið:
„Stúlkan hefur algerlega
flekklausa fortíð. Hún umgengst
aðeins fólk af góðum ættum.
Um þessar mundir hittir hún
þó oft kaupsýslumann sem hef-
ur heldur slæmt orð á sér!“
Hestur hryggbrotnar.
Frá því er skýrt í Vísi fyrir
35 árum, að hestur -hafi hrygg-
brotnað við útskipun í Botníu,
ög samstundis verið skotinn.
Hafði þess ekki verið gætt, seg-
ir í fréttinni, að láta hestinn
síga nægilega hægt niður í
skipið, og kom hann svo hart
niður, að hryggurinn brotnaði.
Buxrn- íýndar.
Og hér er ein auglýsing úr
dálkinum „Tapað — fundið“:
„Taþazt.. hafa .prjónáb.usw' fi'á
Túngötu á íeið niður Bræðra-
borgarstíg og Bakkastíg. Skilist
gegn góðum fundarlaunum á
Bræðraborgarstxg------“
1
liaugaarðiagsísagaM....
(Framh. af 5. síðu) !
Seinna þenna sama dag baú
aftur sama gestinn að garði^
þenna með svai'ta yfirskeggið.
Hann var enn skuggalegri exx
hið fyrra skiptið og hann vaxj
stuttur í spuna. —■ í fyrstunni
spurði hann að vísu einslds, en:
labbaði þegjandi um " húsið
þvert og endilangt og það var,
ékki fyrr en hann dró tvo litla
upplitaða fræpakka upp ÚH
vasa sínum, samskonar og egi
haíði forðum séð í tösku fói'n-
ardýrs xníns, að hann spurðí
mig hvoi’t eg gæti ímyndað
mér hvað í þessurn pökkum1
hefði verið. , I
Eg var orðinn þurr í hálsin--
um og þetta nei, sem eg stundí
upp hefur ef til vill hljómaði
í eyrum hans eins og já. Mað-
urinn horfði nókkra stun<|
hvasst og nístandi á mig, en
hélt leit sinni að svo búnui
áfrarn. Hann nam staðar við.
garðhliðið, sem eg hafði neglti
aftur daginn eftir hina fyrril
komu hans. Hann stóð þar,
drykklanga stund þegjandi una
'hann bað mig skyndilega að.
lána sér naglbít. Síðan hóf hann
að dxaga út í’yðgaða naglanai
sem eg hafði neglt hliðið með.;'
Við gengxnn út í garðinn. —>
Illgresi hafði vaxið í garðinum
og var að mestu búið að hylja'
matjurtirnar sem eg hafði sáð
í hann, enda hafði eg ekki
skeytt um garðinn neitt síðustit
tvo mánuði.
Spæjai’inn horfði rannsak-
andi í kring um sig, þar til allt'
í einu að hann kom auga á
sorphauginn sem nú Var allur,
blómum skrýddur. Eg hafði
sjálfur aldi-ei veitt þessu blóm-
skrúði fyrr athygli. !
Lögreglumaðurinn lét mig núc
allt í einu ganga á undan sér.
Hann di'ó fi'æpakkana upp úr
vasa sínurn að nýju og virti
fyrir sér blómamyndina á þeim
á milli þess sem hann horfði á
blómin á haugnum. Það var,
•ekki um það að villast að þetta
var eitt og sama blómið — gul
blöð á löngum stilk. Mér fund-
ust þau ljót.
Þáð þarf víst ekki að orð-
lengja þetta frekar. Eg hafði
ekki einu sinni hugrekki til
þess að neita þegar hann skip-
aði mér að ná í skóflu og grafa
upp hauginn. Og á meðan eg
mokaði ofan af úldnu líki
fórnardýrs niíns gat eg ekki
annað en hugsað um hina
djöfullegu hefnd sem xnér var
búin. Úr vasa hins myrta höfðu
dottið fræ, þessar sivölu kúl-
ur, sem eg hélt að væru perlur
af talnabandi, nóttina sem eg
myrti hann. Og þessi fræ urðu
mér nú að falli.
♦
íbúar þsir þurfa ekki aS
íara lengra eu I
Bðkabúöina Laiigarnes,
Latagarnesvegl 30
til að koxna smáauglýs-
Ingu f Visi.
Smáauglplngar Yísls
borga sig béil.