Vísir - 29.08.1953, Blaðsíða 8
Þ-eir sem gerasí kaupendur VÍSIS eftir
10. bvers mánaðar f-á blaðið ókeypis til
mánaSamóta. — Sími 1660.
VISIR
Laugardaginn 29. ágúst 1953.
VÍSIR er ódýrasta blaðiS og þó það fjöl-
breyttasta. — Hringið í síma 1660 og gerist
áskrifcndur.
kur vantar „þjóðlegt eldhús/'
Þurfum að koma upp fiskrétta-mat
sölum og glóðarsteikja dilkakjötið.
TíIIögur Agnars
Koíoed'Hansens
flugvallarstjóra.
Islendingar eiga og þurfa að
. eiga sina eigin eldamcnnsku
og matarmenningu, sér í lagi
með hliðsjón af ferðamanna-:
straumi til landsins.
Eitthvað á þessa leið fórust
Agnari Kofoed-Hansen flug-
‘ vallastjóra orð, er tíðindamað-
ur Visis hitti hann að máli fyr-
ir skemmstu. Agnar hefur um
langt skeið haft áhuga fyrir því
að gera ísland að ferðamanna-
. landi og ekki alls fyrir löi' u
birti Vísir mjög svo athygliverð
ar tillögur hans í þessum ofn- ‘
um. Vöktu þær að vonum verð-
skuldaða athvgli.
Nú hefur Agnar Kofoed-Han-
sen talið rétt að auka nokkvu
við, þar sem áður var frá
horfið, og að þessu sinni eru
það tillögur varðandi matar-
æði og „islenzkt eldhús“, sera
hann vill koma á framfæri.
matsölu heldur en flestar aðrar
borgir álfunnar.
Agnar Kofoed-Hansen sagði,
að við íslendingar yrðum að
leggja miklu meiri rækt við að
skapa okkar eigið þjóðlega
„eldhús“, leggja okkur í fram-
króka til að nota okkar eigin
ágætu hráefni og búa til úr
þeim ljúffengari og lostætari
rétti en við höfum gert til þessa.
Á þann hátt gerum við ekki að-
eins útlendum ferðamönnum til
hæfis heldur fyrst og fremst
okkur sjálfum, jafnt neytendum
sem framleiðendum.
ipti
fara i vöxt.
Washington. — 135 ungir
amerískir bændur munu kynna
sér búnaðarhætti í 40 löndum
á næstunni.
Tíu þeirra munu til dæmis
fara til starfa í Indlandi, en ind
verskir bændur hafa verið í
Bandaríkjunum til að kynnast
landbúnaði þar. Eru slík bænda
skipti mjög að færast í aukana.
Japanska þingið hefur sam-
þykkt lög til að hafa hemil á
verkföllum í kolanámum og
raforkuverum landsins.
Eldsvo&i við
Sundiaugarveg
Síðari hluía dags í gær varð
eldsvoði við Sundlaugaveg.
Var slökkviliðið kvatt að
Sundlaugavegi 8, en þar hafði
eldur kviknað í herbergi í þak-
hæðinni.
Eldurinn var allmjög magn-
aður er að var komið og her-
bergið fullt af reyk.
Slöltkviliðið var nær heila
klukkustund að ráða niðurlög-
um eldsins og urðu skemmdir
verulegar, enda þótt þær yrðu
vonum minni.
Háþrýstibílar sem slökkvilið-
ið notaði og dæla vatni með
1000 punda þrýstingi komu að
verulegum notum við slökkvi-
starfið.
Eigandi íbúðarinnar er Þórð-
ur Kárason lögregluþjónn og
varð hann fyrir tilfinnanlegu
tjóni.
í gær var slökkviliðið einn- j
ig kvatt inn á Kirkjusand. —
Hafði maður verið að svíða
svið þar í smiðju, en kviknaði
út frá eldi hans og varð að
kveðja slökkviliðið á vettvang
til þess að kæfa eldinn. Tjón
varð ekki alvarlegt.
Utflutningur osts getur
vonandi hafizt á ný.
Sambandið leiiar fyrir sér
um markaöi frrir
þessa vöru.
Skyrið er
jþað eina.
Við eigum lítið af því, sem út-
lendingar myndu kalla þjóð-
rétti, þegar undan er skilið
skyrið, sem er bæði ljúffeng
fæða og holl ef hún er rétt til-
reidd. Flestar aðrar þjóðir hafa
gnægð þjóðrétta, sem þær fram
reiða á sinn sérstaka hátt. —
Girnast erlendir ferðamenn yf-
irleitt að kynnast hinu þjóð-
lega mataræði hvers lands og
því er það ávinningur hverrar
þjóðar að hafa sem fjölbreyti-
legustu og ljúffengustu mat-
aræði á að skipa.
Nú stöndum við íslendingar —
að því er Agnar Kofoed-Hansen
telur — óvenju vel að vígi hvað
ýmis hráefni snertir. Meðal
annars er kindakjötið okkar,
sem Halldór Kiljan Laxness tel
ur óæti hið mesta. Og það má
vissulega til sanns vegar færa
að við íslendingar kunnum
ekki að matreiða dilkakjöt og
gerum það að óæti í slæmum
meðförum. Ef við tækjum upp
nýja háttu í meðferð og mat-
reiðslu kindakjöts væri hægt
að búa til úr því ljúffengustu
kjötrétti sem um getur. En hin
rétta meðferð á dilkakjöti er
að glóðarsteikja það. Þann hátt
hafa ýmsar austurlenzkar þjóð-
ir haft frá aldaöðli og með því
gert kindakjöt að lostæti sem
naumast á sinn líka.
Ennfremur er það heldur ekki
vansalaust að íslendingar, sem
er ein mesta fiskveiðaþjóð
heimsins, skuli ekki hafa í höf-
uðborg sinni eitt einasta fisk-
rétta-matsöluhús, þar sem mat
reiddir eru Ijúffengir fiskrétt-
ir. Ýmsir útlendingar sem hing
að hafa komið, hafa undrast
þetta og jafnframt hvað mat-
sölustaðir bæjarins, þeir sem
þegar eru fyrir hendi, leggja
litla^ rækt við matartilbúning
úr fiski. Þarf þó ekki að efast
um gæði hráefnisins, því fisk-
ur fæst hér jafnan glænýr á
degí hverjum. Stöndum við því
be,tur að vígi méð fiskrétta-
Samband ísl. samvinnufélaga
hefur mikinn hug á að afla
markaða erlendis fyrir íslenzk-
an ost.
Það er alkunna, að fyrir síð-
ustu heimsstyrjöld fluttu ís-
lendingar út verulegt magn af
osti, eða nokkur hundruð lestir
árlega, aðallega til Þýzkalands.'
Þessi útflutningur féll niður í
stríðinu, en hins vegar jókst
ostneyzlan mjög innanlands á
styrjaldarárunum, meira að
segja svo mjög, að um tíma va.r
skortur á osti í landinu.
Síðastl. tvö ár eða svo hefur
verið offramleiðsla á osti hér-
lendis. Stafar hún aðallega af
því, að ræktað land hefur auk-
izt mjög hér hin síðari ár, svo
og nautgripastofninn. Var því
sýnt, að vinna þyrfti að því að
hefja útflutning á osti, ef þecs
væri nokkur kostur.
S. í. S. lét því senda sýnis-
horn af íslenzkum osti, „gouda“
osti svonefndum, til Bandatákj-
anna, Bretlands og Þýzkalands.
Þetta er úrvals ostur, 45% að
fitumagni, og hefur varan líkað
ágætlega í þessum löndum. Sér-
fróðir’ menn telja, að íslenzki
osturinn sé fyllilega sambæri-
legur, hvað gæði snertir, vtð
norskan og danskan ost sömu
tegundar, sem talsvert hefur
verið keyptur í þessum löndum.
Um verð á ostinum verður
ekki enn sagt neitt með vissu,
en vonir standa þó til, að af út-
flutningi geti orðið, en hann
yrði að sjálfsögðu rnikill bú-
hnykkur íslenzkum bændum,
sem ekki geta selt alla osta-
framleiðslu sína hérlendis.
Bretar vílja ekki
skýjakljúf í London.
Einkaskeyti frá A.P.) —
London í gær. — Mörg félaga-
samtök hafa sent borgarstjóm-
inni mótmælaskjöl, þar sem
hún hefir heimilað, að reistur
verði „skýjakljúfur“ í grennd
við Pálskirkjuna.
Ríkisstjórnin hefir einnig
samþykkt býggingu þessa, og
hefir mótmælum einnig rignt
yfir hana vegna þessa. Bygg-
ingin, sem um er að ræða, er
14 hæða skrifstofubygging, og
þótt hún sé ekki hærri, mót-
mæla menn því, að líkt sé eftir
New York, því að byggingin
muni skyggja á kirkjuna. —
Sennilega verður byggingar-
leyfið tekið til endurskoðunar.
Bretar og Egyptar ræða alltaf við og við um Suez-deiluna, og íelja menn, að nú sé betri horfur
á samkomulagi en áður. Lengst til vinstri á myndinni er Sir Brian Rohertson, sem lengi
stjórnaði liði Breta á eiðinu, en fyrir miðju er Gamal Abdel Nasser ofursíi, senx margir telja, að
sé raunverulega mesti ráðamaður í Egyptaiamli.
— Keflavík
Frarnh. af bis. 1
um húsanna, sem eru nær sjö-
tíu metra löng, en um ellefu
metra breið.
Öll skilrúm í húsunum eru
hlaðin úr íslenzkum vikri, og
var það meðal annars gert með
það fyrir augum að auðvelt
yrði að breyta herbergjaskipun
í þeim og gera úr þeim íbúðir,
er henti íslendingum til afnota
síðar. Tveir eldvarnarveggir
eur þó yfir þvera bygginguna
til að einangra hliðarálmurnar.
Eins og herbergjaskipun
skálabygginganna er nú, þegar
varnarliðið tekur þá í notkun
eru 72 íbúðarherbergi í hverju
húsi. Húsin eru þrjár hæðir með
lágu bárujárnsþaki. Þrír til
fjórir menn búa í hverju her-
bergi í húsum þeim, sem þeg-
ar hafa verið tekin í notkuii.
Auk íveruherbergjanna er rúm-
góð setustofa á hverri hæð,
björt og búin ýmsum tækjum til
tómstundaiðkana.
Enn eru þó ótalin þau þæg-
indi, sem íbúar húsanna eru ef-
laust fegnastir og það eru
þvottahúsin á efstu og neðstu
hæðunum. Hefur þar verið
komið fyrir í einu herbergi
tveirn þvottavélum af nýjustu
gerð og eru þær sjálfvirkar. —
Tvær þurrkvélar eru lílca I
hverju þvottahúsi og þvotta-
ker. Getur hver íbúanna sem er
fært sér þessi þægindi í nyt og
þvegið þarna fatnað sinn. Kynd
ing húsanna er sjálfvirk og eru
tveir katlar í miðstöðvarher-
bergjunum, annar fyrir heitt
vatn, hinn fyrir hitun herbergj
anna.
Skálarnir tveir, sem lokið er
smíði á hafa verið teknir í notk
un af 5. varðsveit bandaríska
sjóhersins, 53. flugbjörgunar-
sveitinni og viðgerðardeild
flugvarnarliðsins á Keflavík-
urflugvelli. Til viðbótar skál-
unum sjö, sem enn eru í smíð-
um, eru tveir matsalir í bygg-
ingu, sem tengdir verða skála-
byggingunum með sérsíökum
gangi. Verður hver matsalur
byggður með það fyrir augum
að íbúar fjögurra skála geti
notað hann og er húsunum í að-
að þannig að sem hægast veiði
að komast í matsalinn. Verður
hann í lágri byggingu milU
húsanna og eiga fimm hundr-
uð manns að geta matast þsr
í einu.
Öll vinna við byggingar
þessar hefur verið unnin af ís-
lenzkum byggingamönnum og
verkfræðingum.
Hitler var kosinn!
New York. (A.P.). — Hitler
liðþjálfi var nýlega kjörinn
„flugmaður mánaðarins“ við
flugsveit eina í ameríska hern-
um.
Hitler sá er amerískur, heitir
að fornafni Gene, og er ættaður
frá Idaho-fylki. En örlögin hög-
uðu því þannig, að hann var
staddur með flugsveit sinni í
Þýzkalandi, er honum hlotnað-
ist þessi upphefð.
Umferðarslys.
Umferðarslys varð í gær á
móturn Þverholts og Laugavegs.
Þar varð drengur, Jóhann
Einarsson að nafni, Háteigs-
vegi 17, fyrir bifreið og meidd-
ist lítilsháttar á höfði og mjöðm.
Hann var fluttur í Landsspííal-
ann til aðgerðar.