Vísir


Vísir - 09.09.1953, Qupperneq 1

Vísir - 09.09.1953, Qupperneq 1
«. árg. Miðvikudaginn 9. september 1953. 204. tbi. Verið að koma upp s|ö skólum úti um land. Að auki endurbætui* á kveunaskóla. Fyrstu deildir Heiísuverndarstöðvarinn- ar vonandi tilbiínar fyrir iok ársins. í sumar hefir verið unnið að fimm nýjum barnaskólum og 2 gagnfræðaskóhun og að gagn- gerðri endurbót á kvennaskól- anum á Blönduósi. Flestar þessar framkvæmdir hafa tafizt nokkuð, einkum vegna fjárskorts, og sumum verður ekki lokið fyrr en haust- ið 1954. Gagnfræðaskólinn í Vest- mannaeyjum er nú að verða fullbúinn. Er það allmikið hús, tvílyft, með kjallara. Á Siglu- firði er unnið áfram að bygg- ingu nýs gagnfræðaskóla. — Kvennaskólinn á Blönduósi starfaði ekki sl. vetur, þar sem brýn nauðsyn var að hrinda í framkvæmd miklum endurbót- um á húsinu, og mun þeim nú svo langt komið, að skólinn getur tekið til starfa fyrri hluta vetrar. í Ólafsvík var barnaskólinrt á slæmum stað og svo illa far- inn, að nauðsyn krafði, að byggður væri nýr skóli. Er nýi skólinn á bezta stað í kauptún- inu og mun húsið verða fokhelt í haust. Er það kjallari og ein hæð, 3 kennslustofur, handa- Liberté náðist á flot. París (AP). — Sex dráttar- bátar drógu franska hafskipið Liberté á flot á háflæði í gær- kvöldi. Skipið tók niðri í gær nokkru eftir að það lagði af stað frá Le Havre áleiðis til Southampton og New York. Sat hið mikla skip, sem er 53.000 lestir, fast, og var þegar sýnt, að það mundi ekki nást út fyrr en á háflæði. Nærri 1100 farþegar voru í skipinu, en þeir voru ekki fluttir úr því, þar sem skipið var ekki talið í hættu. — Dumbungsveður var, er skipið tók niðri. Fjöldi fanga enn í haldi. Tokyo (AP). — A. m. k. 3000 stríðsfangar frá SÞ eru enn í haldi hjá kommúnistum, að því er vopnahlésnefndin telur, auk 400, sem kommúnistar segja, að vilji ekki hverfa heim. Meðal þessara fanga eru 900 Bandaríkjamenn og 19 frá brezku samveldislöndunum. — Fyrirspurnir hafa verið gerðar til kommúnista um þessi mál. Eftir að kunnugt varð um, að fyrirspurna um þetta væri að vænta frá SÞ, hefur Pekingút- varpið tilkynnt, að bornar yrðu f ram fyrirspurnir um kommún- istiska stríðsfanga, sem ekki hefði verið skilað. Franska • stjórnin telur, að unrit sé að lækka verðlag i land- inu yfirleitt um 4%, ef menn .styðji einhuga áform hennar um það. vinnustofa o. s. frv. Upphaflega var gert ráð fyrir að byggja stærra, en horfið frá því, og byggt miðað við stærð kaup- túnsins nú, en möguleikar eru til stækkunar, ef það vex. Á Varmalandi í Mýrasýslu er unnið í sumar fyrir 450.000 kr., sem sýslan lagði fram eða útvegaði. Barnaskólinn þar mun nú fullgerður utan. Notuð voru hefluð mót, svo að ekki þurfti að húða, aðeins draga á á stöku stað ,og svo málað yfir með vatnsþéttri málningu. — Unnið mun verða að innrétt- ingu í vetur, en ekki gert ráð fyrir, að skólinn taki til starfa fyrr en liaustið 1954. Sogsvirkjunin: Önnur vélin farin aösnú- ast. Línulagningu lokið eftir 2 vikur. Fvrri vélasamstæða nýju Sogsyirkjunarinnar hefur nú verið í gangi í vikutíma, og er verið að 'þurrka hana sem svo er kallað, en unnið er að uppsetningu þeirrar síðari, og er talið að um mánuður líði þar til er liún getur farið í gang. Jafnframt þessu er unnið að kappi við línuna, og er búizt við að lokið verði að reyna alla turnana eftir viku, og verður'þá byrjað að leggja og tengja sjálfa línuna, og tekur það verk aðra viku, þannig að búizt er við að lín- unni verði að fullu lokið um 26. september, og verður jafnsnemma lokið að reynslu-keyra fyrri véla- samstæðuna, sem nú þegar sr farin að snúast. Ætti þá að vera hægt að taka hana í notkun, og þá síðari litlu seinna. Japanir fylgjast með ýmsum nýjungum, eins og myndin sýnir. Er hún af loftbelg, sem er að nokkru leyti í lögun sem fótleggir konu, enda er hér um auglýsingu á nylon-sokkúm að ræða. Slík auglýsing hefði verið óhugsandi í Japan fyrir fáum árum. Saltað á öllum Húnaflóa- höfnum. Sennilega um 30 bátar að veiðum þar nú. Mikiar framfarir í V-Evrópu. N. York. (AP). — Harold Harold Stassen, frkvstj. Efna- hagsaðstoðarinnar, telur þess eigi langt að bíða, að V.-Evrópa geti staðið óstudd efnahagslega Sagði hann þetta við blaða- menn á fundi í Washington í gær. Hann kvað framfarirnar einkum stórstígar á þessu ári og afkoma manna hefði mjog batnað að undanförnu, ekki sízt í Bretlandi og Vestur-Þýzka- landi. — Brátt myndu Vestur- Evrópulöndin ekki hafa neina þörf fyrir efnahagsaðstoð. Ágæt síldveiði hefur verið á Húnaflóa undanfarna daga, en var heldur tregari í nótt sem leið. Hafa bátarnir aflað að jafnaði eina til hálfa aðra tunnu í net, en hver bátur hefur frá 30—60 net, eftir stærð. í nótt kastaði togarinn Jörundur snurpinót og fékk 70 tunnur í kastinu, en það var smásíld. Aftur á móti er reknetasildin stór og feit, og er nú farið að salta á öllum höfn um við Húnaflóa, en á nokkrum bátanna er saltað um borð. í gær voru um 25 rekneta- bátar byrjaðir veiðar á Húna- flóa, og eru allir bátarnir komn- ir að austan, en enn fremur eru allmargir bátar farnir norður héðan úr Faxaflóa og frá Suð- urlandi, og bættust nokkrir við í nótt. Mjög er talið síldarlegt þarna J nyrðra, en mest er veiðin beint j út af Reykjarfirði. Síldartorfur I hafa þó mælzt á svæðinu frá ‘ Drangaál inn að Reykjarnesi. Lengst komið meS deild ungbarna- vemdar. Verið að nui i*Ib ú«);i br^gínguna. Urn þessar mundir er vériS að múrhúða utan Heilsuvernd- arstöðina nýju við Barónsstig og Egilsgötu. Er þessi veglega bygging múrhúðuð í nýstárleg- um lit og vekur hún vaxandi athygli vegfarenda. í allt sumar hefir verið unnið af kappi að byggingunni, innan og utan, eftir því sem aðstæð- ur hafa leyft. Á undangengn- um vikum hefir t. d. verið unn- ið að því að klæða þakið og haldið áfram með innréttingu, og er hún nú vel á veg komin, en mislangt. Lengst er henni komið í álmunni við Baróns- stíg, og verður sú álma tilbúin fyrst, en þar verður ungbarna- verndin og eftirlit með barns- hafandi konum. Þar er svo vel á veg komið, að byrjað er að mála. Stytzt er á veg komið með innréttingu álmunnar, sem veit að Egilsgötu, þar sem berkla- varnirnar verða til húsa. VísiF hefir spurt Sigurð Sig- urðsson berklayfirlækni um hvenær stöðin mundi geta tek- ið til starfa, og kvað hann svo að orði, að von væri um, að fyrstu deildirnar gætu tekið til starfa í lok þessa árs, og svo hvað úr hverju úr því. Þá tók hann fram, að allt yrði gert sem unnt væri til þess að flýta slysavarðstofunni, sem verður í byggingunni, eins og áður hef- ir verið getið hér í blaðinu. Síldin hefur nú verið í Húna- flóa upp undir hálfan mánuð, en veiðin féll að mestu niður nokkra daga fyrst, en í síðustu viku má heita, að hún hafi ver- ið stöðug og nokkuð jöfn, og hafa bátarnir fengið allt frá 25 —80 tunnur í róðri. Fyrst í stað var síldin aðallega fryst, en . fyrir nokkru er farið að salta, (Vegleg bygging, bæði um borð í bátunum og í sem vekur athygli, landi. í gær hófst t. d. söltun --- á Skagaströnd, og enn fremur er byrjað að salta á Djúpavík, og loks er síldinni landað á Hólmavík og Drangsnesi. Eins og áður getur eru allir bátarnir að austan komnir á Friðrik Ólafsson heiðraður. Skáksamband íslands hefur ákveðið að heiðra hinn nýja skákmeistara Norðurlanda, Friðrik Ólafsson. Efnir sambandið til kaffi- samsæti, sem haldið verður í Tjarnarcafé uppi annað kvöld og hefst kl. 8,30. Er öllum heim- il þátttaka og ættu skákunn- endur að fjölmenna. miðin í Húnaflóa, og enn frém- ur margir bátar héðan að sunn- an, en nokkur brögð eru að því, að bátana skorti mannskap, og I hefur það tafið fyrir þeim. Saltað í 2000 tn. í Stykkishólmi. Sjö vélbátar stunda nú rek- netaveiðar frá Stykkishólmi, þar af einn úr Vestmannaeyj- um, Erlingur III. Afli hefur verið sæmilegur, en bátarnir hafa flestir verið að vei 3 um vestur af Öndverð arnesi. Saltað hefur verið í um 2000 tunnur í Stykkishólmi, þar af um 1400 tunnur af stórsíld, en um 600 er millisíld. Þykir þetta ágætt hlutfall, en stórsíldin fer upp í Rússlandssamningana. húðuð rauðleitum marmaramulningi. Það er mjög á orði haft nú af vegfarendum, sem séð hafa bygginguna síðan húðun henn- ar var vel á veg komni, að hér væri upp risin vegleg bygging, og hin nýstárlega múrhúðun setti á hana sérstæðan blæ. Mun það enn betur koma í ljós síðar, því að ætlunin er, að faa- ur garður verði umhverfis bygginguna. " Það mun hafa ráðið nokkru um val litar, að hin ljósa múr- húðun vill óhreinkast fljótt, en einnig til þess að fá meiri til- brigði. Efnið er mulinn eða kvarnaður marmari, sem Ár- sæll Magnússon steinsmiður hefir útvegað frá Þýzkalandi, og er mulningur þessi síðán blandaður íslenzku silfurbergi að einum tíunda hluta. — Marmaramulningurinn var nci - aður til blöndunar, þegar Lan«- holtsskólinn var múrhúðaður, en var ekki uppistaðan í múr- húðunarefninu eins og nú. Múrhúðunina á Heilsuverm’ - arstöðinni framkvæma múrarar þeir, sem vinna við bygging- una.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.