Vísir - 09.09.1953, Page 5
MiSvikudaginn 9. september 1953.
▼ fSI*
Aðvaranir vegna kartöflusýki.
Lamibuna5arrá2kiiieyti5 gefur út fyrirmæli.
Vart hefur orðið kartöflu-
hnúðorms á rótum kartöflu-
grasa í Reykjavík.
Kartöfluhnúðormurinn
(Heterodera rostochiensis) er
prsmár hringormur. Hinar af-
löngu lirfur eru taeplega Vi mm.
á lengd, en fullvaxið karldýr
allt að 1,3 mm. Kvendýrin eru
nærri hnöttótt og um % mm.
í þvermál. Hnúðormarnir sníkja
á kartöflujurtinni; valda veikl-
un í henni og jafnvel upp-
skerubresti. Ormarnir geta
valdið miklum óþægindum í
sambandi við útsæðisi’ækt o. fl.
(sjá síðar). Þeir geta einnig
lifað á tómatajurtum o. fl.
tegundum af kartöflurætt.
Kartöfluhnúðormarnir eru ná-
skyldir og svipaðir hnúðorm-
um tómatanna og hnúðormum
í höfrum. Lífsferill kartöflu-
hnúðmormsins er í aðalatriðum
þannig: Hinar örsmáu, aflöngu
lirfur brjótast inn í ungar ræt-
ur framan við rótarodd og þi’ó-
ast þar. Síðan fara hin þrosk-
uðu, aflöngu karldýr aftur út
í moldina og leita kvendýr-
anna, sem sitja föst á rótun-
um. Að lokinni æxlun þrútna
kvendýrin smám saman mjög.
Húð rótanna rifnar og eggja-
full kvendýrin koma í ljós. Þau
eru örsmá, gullhvít að lit, nærri
hnöttótt, fest lauslega við rót-
ina og sjást greinilega með ber-
um augum. Smám saman um-
myndast kvendýrin og verða að
seigu gulu, síðar dökkbrúnu
hýði (hulstri), sem einungis
egg og lirfur eru innan í. Þessi
hrúnu hýði sitja fyrst á rótum
og kartöflum, en losna síðan
af, og geta eggin og lirfurnar i
þeim lifað minnsta kosti 10 ár.
Ormarnir í rótunum valda
veiklun; hindra eðlilega starf-
semi rótanna og geta jafnvel
drepið þær. Jurtirnar þrífast
þess vegna illa, kartöflugrösin
verða ljósleit og lin; blöðin
verða oft hrokldn eða kryppluð
og visna snemma. Þessi sjúk-
dómseinkenni koma fyrst í ljós
á neðri blöðunum, en geta
smám saman breiðzt út upp
eftir öllu grasinu. Undir slík-
um grösum eru fáar kartöflur
og venjulega smáar. Rætur
ormaveikra grasa eru venju-
lega loðnari á að líta en heil-
brigðra. Uppskeran getur alveg
brugðizt, ef mikið er af orm-
unum. Venjulega byrjar veikin
á blettum í garðinum. Smitun
getur borizt með verkfærum,
skóm.manna, sem vinna í garð-
inum o. s. frv., en nðallega
berst veikin samt með útsæðis-
kartöflum. Ormahýðin geta
setið á kartöflunum og verið i
mold og' rusli, sem kann að
fylgja þeim. Auðvitað getur.
veikin borizt með öðrum
plöntutegundum, sem ræktaðar
hafa verið í smitaðri mold; t.d.
káljurtum til gróðursetningar.
í garðyrkjustöðvunum skal
varast, að smituð mold lendi
í gróðurhúsunum, séi’staklega
þar sem ræktaðir eru tómatar.
Víðtækar rannsóknir hafa sýnt,
að á Norðurlöndum verður
mjög sjaldan vart við kartöflu-
hnúðorma, nema þar sem
kartöflur eru ræktaðar árum
saman (samfjeytt) á sama stað;
t.d. í smágörðum. Þar sem höfð
eru sáðskipti og látin líða þi;jú
ár eða meira milli þess að
kartöflur eru ræktaðar á sama
bletti, hefur reynslan hingað til
sýnt, að ormarnir gera engan
verulegan skaða. Ef garður er
smitaður, má ekki rækta þar
kartöflur (né nota moldina í
tómatahús) í mörg ár.
Vel’ði kartöfluhnúðonna vart
ber garðeiganda að tilkynna
Atvinnudeild háskólans, Bún-
aðardeild, það sem fyrst. —
Kartöflugrös, sem ætluð eru til
rannsókna, skal grafa varlega
upp (varast að hrista þau) og
búa síðan um þau með mold og
öllu saman. Hnúðarnir á rót-
unum sjást bezt, ef moldin er
skoluð varlega af. (Ekki skal
skola rætur grasa, sem send eru
til rannsóknar).
Landbúnaðarráðuneytið hef-
ir gefið út svohljóðandi bráða-
birgðafyrirmæli um varnir
gegn kartöflukvilla þeim sem
gert hefir vart við sig hér í
Reykjavík:
Bráðabirgðafyrirniæli
um varnir gegn kartöflu-
hnúðormi.
Komið hefur í Ijós, að nokkr-
ir garðar í Vesturbænum í
Reykjavík eru smitaðir af kar
töfluhnúðormi og hans hefur
einnig orðið vart í Aldamóta-
görðunum í Suðausturbænum.
Þess vegna er hér með skor-
að á garðeigendur að sýna
fyllstu varúð, svo að veikin
breiðist ekki út.
Öllum, sem rækta kartöflur á
Seltjarnai’nesi og í Reykjavík
vestan Lækjargötu, Fríkirkju-
vegar, Sóleyjargötu, Miklatorgs
og Reykjanesvegar er hér með
bannað að flytja kartöflur til
geymslu, sölu eða neyzlu út af
fyrrgreindu svæði. En heimilt
er að nota kartöflurnar til
neyzlu og sölu í verzlanir á of-
angreindu svæði, enda hafi ekki
orðið vart kartöfluhnúðorms í
görðunum.
Þar sem vart. verður kartöflu-
hnúðorms í görðum, er óheimilt
að ráðstafa kartöflunum nema
til eigin neyzlu.
Ennfremur er bannað að
flytia mold, plöntur eða plöntu-
hluta, kartöflupoka, garðyrkju-
áhöld eða annað það, sem vald-
ið getm’ smitunarhættu, út
fyrir hið sýkta svæði.
Fyrst um sinn, unz annað er
ákveðið, er Grænmetisverzlun
ríkisins, Jarðhúsunum við Ell-
iðaár, (eða öðrum almennum
geymslum) óheimilt að veita
móttöku kartöflum, meðan
rannsókn stendur yfir urn út-
breiðslu kartöfluhnúðormsins.
Landbúnaðarráðuncytið,
5. september 1953.
Rannsókn á útbreiðslu þessa
plöntusjúkdóms er hraðað svo
sem mest má verða, og verða
gefin út ný fyrirmæli og leið-
beiningar til garðeigenda eins
fljótt og við verður kornið. (Frá
landbúnaðarráðuneytinu).
HELGI HJDRVAR:
Konur og kurteisi
Eg þakka ritstjóra „Vísis“
fyrir að hafa birt í blaði sínu,
vel og virðulega, orð mín úr
útvarpinu um ávarpsform, og
því betra þykir mér þetta, að
við reyndu.mst vera sammála
um sjálft efnið, þ. e. kurteis-
leg ávaipsorð. Það met eg
miklu meira en hitt, hvað okk-
ur kann á að greina um hlut
blaðamanna í þessu máli.
En þá kem eg að fyrirsögn-
inni:
Nú hefur „Sigriður" lagt,
fyrir mig í þessu blaði nokkrar
prófspurningar úr íslendinga-
sögum. Eg hef áður lesið þetta
prófefni, en mun svara fáu að
sinni, og þó þessu:
Mér er nær að halda, frú
„Sigríður“, að Bergþóra sjálf
hafi verið dálítið subbuleg í
eldhúsinu, á yðar mælikvarða.
Það er efalaust, að þar takið
þér henni stórum fram. En í
öðru viljið þér vísvitandi
standa henni að baki. Sú Berg-
þóra, sem höfundur Njálu legg-
ur orð í munn, hún mundi á
hverri öld og hverjum tíma
taka sér á varir þau orð ein,
sem hæfa hinum beztu siðum
Bergþóra mundi þéra yður.
Þær Bergþóra
steinsdóttir og
mundu ekki telja það kurteisi
að viðhafa orðin „alþýða" og
„alþýðufólk" eins og þér gerið
(og því miður fleiri en þér),
með þessmn subbulega keim,
að sjálfsögð snyrtimennska
hæfi ekki alþýðu. Þér hafið ekki
lesið fornsögurnar yður til
skilnings, né heldur lært þar,
að þérað hefur verið á íslenzka
tungu allt frá fornri tíð.. Þér
hafið ekki skynjað þá viðræðu-
menning' Hallgerðar, sem lýst
er með þessum orðum: „síðan
hætti hún að tala“.
Eg mun ekki fara í blaða-
karp um þetta efni og varla
svara fleiri slíkum athuga-
semdum, heldur vildi eg geta
tekið málið upp á annan hátt.
Þá mun eg svara yður nánar.
Auður Vé-1 Verið þér sælar
Hallgerður | kæra frú Sigríður.
á meðan„
4.9.1953.
Helsi Hjörvar.
Getraunaspá
26. leikviku — kerfi 48 raðir.
Aston.V. — Blackpool (x) 2.
Bolton — Manch. Utd. 1
Burnley — WBA (1)
Charlton — M’bi’o 1
Huddersf. — Chelsea 1
Manch.City — Cardiff
Preston — Newcastle 1
Sh. Utd. — Sh. Wedn.
Sunderland — Arsenal 1
Tottenh. — Liverpool 1
Wolves — Portsmouth 1
Stoke — Birmingham 1
Skiladagur er á fimmtudög
um.
2.
x (2)
(x 2)
X
(x)
Veri helztu nauðsynja 1. þ. m.
Hæsta og lægsta smásöluverð ýmissa vörutegunda í nokkrum
smásöluverzlunum í Reykjavík reyndist vera þann 1. þ.m. sem
hér segir:
Vegið
Lægst Hæst rneðalv
kr. kr. kr.
Rúgmjöl .... pr. kg. 2.80 3.10 2.89
Hveiti — 2.90 3.30 3.15
Haframjöl .... — — 3.20 3.30 3.28
Hrísgrjón .... —- — 4.95 7.10 6.38
Sagógrjón — 5.75 7.35 5.95
Hrísmjöl .... — — 4.10 6.70 6.26
Kartöflumjöl — 4.60 5.20 4.75
Baunir .... 5.00 6.00 5.52
Kaffi óbrennt .... — 26.00 28.25 27.02
Te, % lbs. pk 3.10 3.95 3.68
Kakao Vz lbs. dós 7.50 9.20 8.50
Molasykur .... •— — 4.20 4.70 4.31
Strásykur —. 3.20 3.55 3.47
Púðursykur .... — — 3.20 6.00 4.19
Kandís .... — 6.00 7.10 6.54
Rúsínur .... — — 11.00 11.90 11.45
Sveskjur 70/80 .... — — 15.90 18.60 17.53
Sítrónur .... — 9.50 10.50 10.45
Þvottaefni, útlent Pi'- pk. 4.75 5.00 4.87
Þvottaefni, innlent .... — — 2.85 3.30 3.10
Á eftirtöldum vörum er sama verð
Kaffi brennt og malað ..
Kaffibætir ..............
Suðusúkkulaði ...........
öllum verzlunum.
. kr. 40.60 pr. kg.
. — 14.75 — —
. — 53.00 — —
Mismunur sá er fram kemur á hæsta og lægsta smásölu-
verði getur m.a. skapast vegna tegundamismunar og mismun-
andi innkaupa.
Skrifstofan mun ekki geía upplýsingar um nöfn einstakra
verzlana í sambandi við framangreindar athuganir.
. , Varaforsætisráðherra írans-
Til ársins 1906 var til í Grikklandi dýrmæt safn fornra leirmuna, en þeir brotnuðu allir i
smátt í landskjálftum, sem þá gengu yfir. Fyrir mörgum árum tók Stanford-safnið í Banda- hefir lýst yfir, að seinasta fjár-
ríþjunum, að.sér að setja brotin saman á ný, ogs er verkinu nú svo langt komið, að ntenn hagsaðstoð Bandaríkjanna (45
þvkja§t sjá fyrir endann á því. Er myndin af tveim starfsmönnnm safnsins, sem Vimia við að |
setja broíin sainan, og geta menn gert sér í hugarlund, er þeir líta á ntyndina, að það muni i múlj. d.), sé kvaðalaus með
ekkert áhl aupaverk. I öllu.
Fáein orð til
sagnfræðings.
Sverrir Kristjánsson sagn-
fræðingur skrifar langhund í
Þjóðviljann í morgun vegna
viðtals, sem Vísir birti við
Ingólf Möller nýlega um sólar-
hring í Leningrad.
í sambandi við skrif Sverris,
sem eru meðal þess grunnhygn-
islegasta, sem Þjóðviljinn hefir
birt eftir hann, óskar Ingólfur
þess eins getið, að þegar hann
sjái, að hús í Leningrad sé
grátt, þá viti hann, að það sé
ekki hvítt, og hafi hann ekki
skýrt frá Öðru en því, sem fyrir
augun bar. En því má bæta við,
að sagnfræðingurinn hefur
aldrei til Rússlands komið, og
þykist því vita allt um það
land, en reynir þó engu að
hnekkja af því, sem Ingólfur
lýsti.