Vísir - 09.09.1953, Side 8

Vísir - 09.09.1953, Side 8
Þeir sem gerast kaupendur VÍSIS eftir 10. hvers mánaðar fá hiaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1660. HISIR VfSIS er ódýrasta blaðið og }>ó þaS fjöl- breyttasta. — Hringið í síma 1660 og gerist áskrifendur. Miðvikudaginn 9. september 1953. Frá adalfundi Fél. ísl. crganieikara: Nýmæli í íslenzku kirkju- tónlistarlífi,- „Musica Sacra“ Ui*valsoi*gaiileik.arar erlemlir koma hingað til lilíómleikalialds. Félag íslenzkra organleikara hyggst beita sér fyrir nýlundu í tónlistarlífi hérlendis, með flutningi nýs tónlistarflokks í vetur, sem nefndur liefur verið „Musica Sacra“. Félagið hélt aðalfund sinn í gær, og var stjórn þess endur- kjörin, en hana skipa: Dr. Páll Isólfsson, formaður," Páll Kr. Pálsson, ritari, Páll Halldórs- son, gjaldkeri, en í varastjórn eru þeir dr. Victor Urbancic, Sigurður ísólfsson og Jón ís- leifsson. Hinn nýi tónlistarflokkur er með þeim hætti, að fluttir verðá á vegum félagsins 8—10 kirkju- tónleikar í vetur í Reykjavík, Hafnarfirði, Akureyri, ísafirði og líklegast víðar. Verður þeim að líkindum útvarpað, annað hvort beint eða teknir á segul- band og útvarpað síðar. Standa yfir samningar milli félagsins og Ríkisútvarpsins um það inál. Verður flutt íslenzk og erlend „Musica Sacra“, eða kirkjutón- list. Fyrstu hljómleikarnir í þessum flokki verða um næstu mánaðamót, en þá leikur dr. Páll ísólfsson í Dómkirkjunni. Við suma þessara hljómleika munu kirkjukórar koma fram, einleikarar og söngvarar, en við leitni þessi miðar að því að efla kirkjutónlist í landinu. Frægir tónlistar- menn koma. Þá ætlar félagið að beita sér fyrir því, að hingað komi 1—2 úrvalsorganleikarar erlendir á ári hverju til hljómleikahalds, og kemur hinn fyrsti þeirra hingað í vor, að nokkru á veg- um félagsins. Er það E. Power Biggs, frægasti organleikari Bandaríkjanna, sem þá verður á hljómleikaferð um Evrópu og kemur hingað í þeirri för. Hann er búsettur í Boston og leikur þar í útvarpið á hverjum sunnu degi. Félagið hyggst og gefa út kirkjutónlistarmanna, og er tímarit, sem verður málgagn fyrsta hefti þess væntanlegt um nýjár. Samþykkt var tillaga á fund- inum. sem miðar að því að bæta kjör organleikara, og hefur hún verið send sóknarnefridum. ■ Astralía vill ráða land- grunninú. Ástralska sambandsstjórn- in hefir ákveðið að taka í sínar hendur full yfirráð yfir ástralska landgrunninu og hefir það þær afleiðingar, að iandhelgin færist út, sum- staðar mjög langt. Af þessu leiðir, að erlend fiskiskip geta ekki stundað veiðar eins nálægt Ástralíu- ströndum og áður, en það munu vera aðallega japönsk fiskiskip, sem Ástralíumenn viija bægja frá. Er þó tekið fram, að afleiðingin af þessu verði ekki sú, að Japanar verðá með öllu útilokaðir frá að fiska við strendur Astra- líu. Frjálsíþrdtt&mát Arnessýslu. Frjálsíþróttaniót Árnessýslu var háð að Selfossi um helgina. Fimm ungmennafélög sýsl- unnar tóku þátt í mótinu og munu þátttakendur hafa verið 20—30 talsins. Veður var óhag'- stætt til keppni, skúraveður og kalsi. Bezti árangur í einstökum greinum var sem hér segir: Karlagreinar: 100 m. hlaup: Einar Frímanns son Self. 11.6 sek. 400 m. hlaup: Rósant Hjör- leifsson Ölf. 57.6 sek. 1500 m. hlaup: Hafst. Sveins- son Sef. 4:42.2 mín. 5000 m. hlaup: Hafst. Sveins- son Self. 18:13.1 mín. Kúluvarp: Sigfús Sigurðsson Self. 12.79 m. Kringlukast: Ingólfur Bárð- arson Self. 36.38 m. Langstökk: Einar Frímanns- son Self. 6.39 m. Hástökk: Ingólfur Bárðarson Self. 1.70 m. Stangarsf.: Einar Frímanns- son Self. 3.20 m. Kvennagreinar: 80 m. hlaup: Margrét Lúð- víksdóttir Self. 11.6 sek. Hástökk: Hólmfríður Gests- dóttir Vaka 1.30 m. Leiðatigur vfsindatnanna fer í dag mn á hálendið. Aðaltilgangurinn þyngdar- og segui- mælingar og jarðhitarannsóknir. í dag lagði héðan úr bænnmi leiðangur, innlendra og erlendra visindamanna upp á miðhálendi j landsins og er aðaltilgangurinn að annast þyngdar- og segul- mælingar á hálendinu og enn fremur jarðhitarannsóknir í Vonarskarði. Það eru þeir prófessor Trausti Einarsson og Þorbjörn Sigur- geirsson formaður Rannsókna- ráðs ríkisins, sem standa að þess um leiðangri, en í för með þeim verða tveir franskir menn, sem eru að athuga skilyrði fyrir franskan vísindaleiðangur, sem hingað er væntanlegur að ári. Enn fremur verður Baldur Lín- dal með í ferðinni til jarðhita- rannsókna. Prófessor Trausti Einarsson mun annast þyngdarmælingar á miðhálendinu, en þær eru einn liður í stórri áætlun um þyngd- armælingar, sem dr. Trausti hefur unnið að þrjú undanfarin sumur víðsvegar um landið. Yf- irlitsmælingunum er nú senn að | Ijúka, og telur dr. Trausti þetta 1 muni verða síðustu langferðina! í þessu skyni. Adenauer og helztu stuðn- ingsmenn hittast á morgun. jBrezk. hlöð óttasá ummæli Iiaiis. Einkaskeyti frá AP. — London í morgun. Helztu menn Kristilega demo- krataflokksins í Vestur-Þýzka- landi koma saman á fund á morgun. Búizt er við, að Aden- auer leggi til, að sömu flokkar óg áður taki þátt í nýrri sam- steypustjórn ,er mynduð verður. Flokkurinn hefur að vísu bol- magn til þess að mynda stjórn upp á eigin spýtur, en Aden- auer hefur þegar kveðið upp úr með það, að hann telji hyggi- legast, að samstarfið milli stjórn arflokkanna haldist. í heimsblöðunum var enn í morgun rætt 'um úrslit kosn- inganna og sum blöð ræða sér- staklega hvað Adenauer hafi átt við, er hann talaði um að „leysa úr viðjum 18 milljónir Þjóð- verja í Austur-Þýzkalandi“, og eru þeirra meðal Daily Herald í London og Yorkshire Post. — Daily Herald spyr um, við hvað Adenauer hafi átt með þessum orðum^ og bendir á, að hvað sem fyrir honum hafi vakað, er hann lét sér þau um munn fara, geti slíkt tal spillt fyrir frið- samlegu samkomulagi um deilu málin. Yorkshire Post telur ekki líklegt, að við forystu Ad- enauers verði breytt um stefnu, og reynt að knýja fram lausn mála með valdi. „Blóð og járn“. En það er uggur í Frökkum, sem óttast, að aftur rísi upp voldugt Þýzkaland, og sama uggs verður vart í Daily Her- ald, sem minnir á, að Aden- auer hafi ávarpað sömu þjóð og Hitler og fyrirrennarar hans, sem höfðu að einkunnarorðum „blóð og járn“. — í Moskvuút- varpinu hefur verið ráðist á Ad- enauer og hann kallaður stríðs- æsingamaður. — En yfirleitt er litið svo á, í vestrænum lönd- um, að Adenauer sé friðatins og samvinnunnar maður, er muni beita öllum áhrifum sín- um til aukins samstarfs við lýð- ræðisþjóðirnar. Staurinn brotnaði, billinn laskað- ist, konan meiddist. VL-bílnum hafði ekki verið stolið. Laust fyrir hádegið í dag varð slys á Reykjavíkurvegi í Skerjafirði, skammt fyrir sunn- an Brú. Kona, sem var í jeppabíl, ók á ljósastaur við veginn með þeim afleiðingum, að staurinn brotnaði, bíllinn skemmdist mik ið og konan mun hafa skorizt eitthvað á höfði Þegar lögreglan kom á stað- inn með sjúkrabíl var konan farin á brott í bíl, sem borið hafði að, og tekið konuna með sér. Ekki er vitað með vissu um meiðsli hennar, en ekki talið að þau séu alvarleg. Mannlaus bíll á feríS. Það óhapp vildi til á Ný- lendugötunni í gærdag að mannlaus bíll sem stóð þar í nokkrum halla rann af stað, skömmu eftir að bifreiðarstjór- inn hafði farið út úr henn og lenti á tveim öðrum bílum sem stóðu þar á götunni. Töluverðar skemmdif urðu á öðrum bilnum, en litlar á hinum eða engar. Forðað slysi. I gærkveldi var bil ékið út af Suðurlandsbraut rétt við gatnamót Laugarnesvega..-. A- stæðan til þessa var sú að strákur sem var á reiðhjóli fór þvert yfir veginn rétt fyrir framan bílstjórann og til þess að forðast slys, varð hann að aka út af veginum. Drengur verður fyrir reiðlijóli. í gær hljóp drengsnáði út af gangstétt í Pósthússtræti og varð fyrir hjólríðandi manni. Drengurinn meiddist lítilshátt- ar. Hafði aldrei verið stolið. Seint í gærkveldi barst lö’g- regluvarðstofunni í Reykjavík tiikynning frá Keflavíkurflug- velli varðandi bifreiðina VL 368, sem talið var að hefði verið stolið af flugvellinum í fyrri- nótt og búið var að lýsa eftir. Nú kom það upp úr dúrnum að bilnum hafði alls ekki verið stolið og allt það veður sem út af honum hafði verið gert, á misskilningi byggt. Munaði mjóu. í gær lenti sendiferðabifreið með framhjólin. fram af einni verbúðabryggjunni og munaði minnstu að hún lenti í sjónum. Ástæðan fyrir þessu var sú að bryggjan var öll ötuð í grút og glerhál. Þegar bifreiðarstjórinn ætlaði að hemla, dugðu heml- arnir ekkert og bíllinn rann viðstöðulaust áffam unz hún staðnæmdist eftir að framhjól- in voru komin út í sjó. Lögregl- an gerði ráðstafanir til þess að slík atvik endurtækju sig ekki. Þorbjörn Sigurgeirsson vinn- ur einnig að meiri háttar áætlun um segulmælingar, sem hann er þegar byrjaður á, og er þetta hluti úr þeirri áætlun. Baldur Líndal efnaverkfræð- ingur mun mæla og rannsaka jarðhita í Vonarskarði og eru þær mælingar einn liður í alls- herjar yfirlitsrannsóknum á jarðhita í landinu. Frakkarnir tveir, sem taka þátt í leiðangrinum, hafa dval- ið hér um vikuskeið og er ferð þeirra fyrst og fremst heitið til Gæsavatna við sunnanverðan Vatnajökul. Hafa þeir hugsað sér umhverfi Gæsavatna sem dvalarstað fyrir franskan vís- indaleiðangur, sem væntanleg- ur er til íslands á næsta vori éða sumri. Munu þátttakendur leið angursins einkum verða jarð- fræðingar og jöklarannsókna- menn og ætla þeir að rannsaka og mæla norðvesturhluta Vatna jökuls. Frakkarnir tveir, sem eru hér nú, munu í ferð þessari einnig kynna sér hvaða lelð muni heppilegust til Gæsavatna fyrir leiðangurinn að ári. Auk framangreindra vísinda manna munu einhverjir fleiri taka þátt í leiðangrinum. Áætl- að er, að hann standi yfir 7—8 daga og verður farið í bíl Guð- mundar Jóriassonar. Leiðangurinn fer í dag norður á Kjöl og gistir að Hveravöll- um. Þaðan verður haldið norð- ur Auðkúluheiði og síðan sveit- ir til Búðardals. Frá Mýri verð- ur ekið í Jökuldal við Tungna- fellsjökul og þaðan í Gæsavötn, Köldukvíslarbotna, Illugaver og síðan fer það eftir vatnavöxt- um, hvort haldið verður suður af yfir Tungná, eða haldið norð ur yfir aftur og um sveitir til Reykjavíkur. Heræfíngar við Orikkland. Ileræfingar á vegnm NATO hófust við Grikklandsstrendur í g*r. Lið var sett þar á land og reynt að hindra landgönguna. — Flugvélar frá brezku flug- i vélaskipi taka þátt í æfingun- um. Kommúnistar hand- teknir í íran, London (AP). — í Telieram hafa yfir 500 Tudeh-menn (kommúnistar) verið teknir höndum, þeirra meðal nokkrir forsprakkar þeirra. Jafnframt er tilkynnt, að handteknir hefðu verið fjölda margir betlarar í höfuðborg- inni, en þar, eins og víðar í Asíulöndum hefur grúi manna ofan af fyrir sér með betli. — Zahedi hefur skipað svo fyrir, að betlararnir skuli settir í bygg ingavinnu. Nýjar Comet-vél- ar smíðaðar. London (AP). — De Hvail- land-félagið hefur fullgert nýja og endurbætta gerð Comet- véla. Þessi nýjá gerð getur flogið með meiri flutning —eða fólk — lengri leið með meiri hraða en þær Comet-vélar, sem nú eru í gangi. Fær BOAC-félagið 12 slíkra flugvélar á næstunni. Þær flytja 44 farþega 3500 km. leið' í lotu.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.