Vísir - 11.09.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 11.09.1953, Blaðsíða 4
.Föstuda-ginn 11. september 1953.. irfisx'B. j DAGBLAÐ T Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónssoni Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (firam línur). Lausasala 1 króna. _ 4 , * Félagsprentsmiðj an h.f. Húsnæði leigt útlendingum. All-oft má lesa í blöðum auglýsingar, þar sem útlendingar óska eftir húsnæði hér i bænum, og einnig mun það tíðk- ast, að þeir leigi sér herbergi suður með sjó, þar sem skammt er til Keflavíkurflugvallar. Flestir þessarra manna munu vera hér við byggingarframkvæmdir á vegum hinna eríendu verk- taka á flugvellinum, en einhver brögð munu vera að því, að hermenn úr varnarliðinu reyni að ná sér í herbergi, þótt ekki verði fullyrt um það á þessu stigi málsins. i Það er alkunna, að ekki hefur tekizt að leysa húsnæðis- vandræði okkar, svo að margir menn búa við ófullnægjandi og ■óviðunandi húsnæði, og á það bæði við um Reykjavík og aðia staði hér nærlendis. Hefur þó mikið unnizt á þessu sviði, og hið opinbera lagt fram mikla aðstoð, til þess að sem mest væri hægt að framkvæma í þeim efnum, en að auki byggja svo ein- staklingar, sem njóta einkis styrks til framkvæmda sinna i þessu efni. En þrátt fyrir þetta er fólksfjölgun, sem sumpart stafar af aðfiutningi fólks, verið svo ör, að ekki hefur verið tmnt að byggja jafnóðum yfir alla, sem hafa þörf fyrir aukið eða betra húsnæði. j Meðan þannig er ástatt kemur vitanlega ekki til neinna mála, að húsnæði, sem losnar af einhverjum ástæðum — hvort sem þar er um heilar íbúðir að ræða eða aðeins herbergi fyrir •einstaklinga — sé leigt erlendum mönnum, því að engin skylda ber okkur til þess að sjá þeim fyrir vistarverum, Það var og svo, að óheimilt var að leigja erlendum mönnum húsnæði, án þess að sérstakt leyfi kæmi til frá yfirvöldum, og væntanlega eru þau ákvæði enn í gildi. Ekki mun það heldur ótítt, að erlendir menn, er íalast eftir húsnæði hér í Reykjavík og annars staðar á landinu, beiti því ■að bjóða erlendan gjaldeyri í greiðslum. En auðvitað óheim- ilt að inna af hendi og taka við slíkum greiðslum, svo að hér er einnig um brot á lögum að ræða. En þótt ekki væri um nein lögbrot að ræða, þótt heimilt væri að öllu leyti að leigja hvaða útlendingi sem væri, hversu mikið húsnæði sem hann teldi sig þurfa eða óskaði eftir, þá.ætti enginn maður að gera það, þegar ■vitað er, að íslenzkt fólk á margt við mikið húsnæðisleysi að :sti'íða og jafnvel algert. Fæstir þeirra, er sækjast eftir slíku húsnæði, þurfa á því að halda vegna starfa sinna í þágu varna landsins, og jafnvel þótt um einhverja slíka þörf væri að ræða, ætti að vega og meta hvert slíkt atriði vandlega, því að landsins börn eiga alltaf að sitja fyrir. Ný ríkisstjórn er að taka við stjórnartaumunum um þessar .mundir, og er þess að vænta, að hún taki þetta mál til athugun- ar, því að hún getur ekki látið það afskiptalaust. Meðan við ■erum ekki svo vel staddir í húsnæðismálunum, að við geturn fullnægt þeim kröfum um húsnæði, sem landsmenn gera sjálfir, ■erum við ekki aflögufærir og getum ekki látið útlendingum neitt húsaskjól í té. Ef um umframhúsnæði væri að ræða, ef menn gætu ekki leigt húsnæði, sem þeir þurfa ekki fyrir sjálfa sig, þá gegndi öðru máli, en hér er það ekki fyrir hendi, og þess vegna full ástæða til þess að taka þetta mál til athugunuar, og ráðstafa húsnæði, sem útlendingar kunna að hafa á leigu í heimildarleysi, í þágu íslenzkra húsnæðisleysingja. Stefán Sandholt, bakarameislari. Ný ríkisstjórn. TVTú eru liðnir 75 dagar, síðan efnt var til þingkosninga, og ^ ” þarf ekki, að Qrðlengja, hver úrslit þeirra urðu. Fyrsla rmánuðinn var ékki gefð nein tilraun til stjórnármyndúnar, en síðan má heita, að stjórnarflokkarnir tveir, sem verið hafa á undanförnum árum, hafi átt viðræður um myndun nýrrar stjórnar, án þess að nokkru sinni hefði orðið verulegt hlé á þ’<ri, að möguleikarnir á þessu væru athugaðir. Héi'uÁ'frá, Öndvéfðu verið gert ráð fyrir, að þeir mundu mynda nýja stjórn saman, þótt dráttur hafi orðið á því, að hún væri íullmyndúð. Stjórnin, sem setið hefur undanfarin þrjú' ar og raunar ölíu lengur, hefur nú beðizt lausnar og önnur verið skipuð í hennar .stað — undir forustu Ólafs Thors formanns Sjálístæðisflokks- ins. Nokkur breyting hefur orðið á fulltrúum flokkanna í stjórninni frá fyrri stjórn, og auk þess nokkur á skiptingu ráðuneyta milli flokkanna, og er sú helzt, að framsóknarmaður tekur við utanríkismálunum, en Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið r~eÖ bað ráðuneyti nú um all-langt bil. Ekki skai þetta þó rætt nánar að sinni. Mest er ujú’ þaið að stjórnin gr /kprain á: la^gii', íig. hún verður að vinna ötullega, því að margt þarf að gera, sem legið hefur í salli undanfarið. Og það er ósk alira manna. að henni takist st’Jómarst.ötáfni-. giffúkatdléga lýíl,.,„. í dag er gerð útför Stefáns Sandholts bakarameistara, en hann andaðist 6. þ. m. Með honum er til moldar hniginn. mætur maður, virtur í stétt sinni og vinsæll af öllum. sem til þekktu. Stefán Sandholt var mmlega 67 ára er hann lézt, fæddur á ísafirði 10. apríl 1886. Hann hóf nám í bakaraiðn í bráuð- gerðarhúsi Ásgeirs Ásgeirsson- ar á ísafirði og fékk sveinsrétt- indi í iðn sinni í desember 1907. Þá hvarf' hann til Túnsbergs í Noregi og lærði þar kökugerð og tók sveinspróf í þeirri grein árið 1908. Þar kynntist hann eftirlifandi konu sinni, Jenny Kristensen. Stefán gerðist brátt athafna- 1 samur í stétt sinni er heim j kom, og alla tíð lét hann mál- ‘ efni hennar mjög til sín taka, enda naut niaðurinn fyllzta trausts. Hann var um langt skeið formaður Bakarasvéina- félagsins, og síðar Bakarameist- arafélagsins, eftir að hann hóf eigin atvinnurekstur. Vann hann þessum hagsmunasamtök- um rnikið g'agn, enda hlaut hann margvíslega viðurkenn- ingu fyrir, m. a. kjörinn heið- ursformaður Bakarameistara- félagsins. í tilefni aldarafmælis brauðgerðar á íslandi var Stef- án Sandholt sæmdur Fálka- oröunni árið 1934. Þá lét hann trúmál til sín taka, var í K. F. U. M.-samtökunum hér í bæ og í stjórn þeirra um nokkurt skeið. Stéttarbræðrum Stefáns, ættingjum og fjölmörgum vin- um mun nú þykja skarð fyrir skíldi, er hann er horfinn. En minningin um hann geymist. Vinur. Undraefni kemur í veg fyrir slit á vélum. Nýlega er komið á markað- inn hér furðulegt efni, sem tal- ið er munu valda byltingu í öllu, er viðkemur bílasmurn- ingu. Efni þetta, sem heitir Liqui- Moly, er úr málminum molyb- denum og brennisteini, eða öðru nafni molybden-sulfid. Er hann gæddur þeim eiginleika. að hann gengur í samband við slitflöt vélarinnar, myndar þai þupna málmhúð, sem ver hann sliti og þolir gífurlegan hita. Með þessu móti errhægt að koma í veg' fyrir, að t. d. bíla- hreyflar skemmist, þótt þeir séu vatns- eða olíulausir um tíma (þeir bræða ekki úr sér, eins og það er nefnt). Getur þetta sparað stórfé í viðhalds- og slit-kostnaði bíla og annarra véla. Ekki þarf nema 150 grömm af þessu efni út í 4 lítra af venjulegri smurningsolíu, en 300 gramma dósir kosta 25 kr. í smásölu, en 150 grömm duga í 4800 km. akstur. Tilraunir hafa þegar verið gerðar með þetta nýja efni hér- lendis, og reynzt afbragðs vel. Liqui-Moly er framleitt í Bandaríkjunum, en umboðs- menn hér er íslenzka verzlun- arfélagið. Það verður selt í bílaverzlunum, og málningar- og járnvörubúðum um land. allt. Hvert skal halda ? Um næstu helgi verður efni til cftirtalinna ferða liéðan úr bænum: Farfuglar fara í Valaból á laugardag- inn og efna þar til álfabrennu. Ferðin er jafnframt berjaferð. Komið verður heim á sunnu- dagskvöld. Ferðaskrifstofa ríkisins efnir til tveggja ferða. Önn- ur er austur í Hrafntinnuhraun við Torfajökul. Lagt verður af stað á morgun kl. 2 e. h. og komið aftur á sunnudagskvöld Hin ferðin er hringferð á sunnu- dag kl. 1.30 e. h. um Krýsuvík. Hveragerði, Sogsfossa og Þing velli. Orlof fer í Kerlingarfjöll á laugar- dag kl. 2 e. h. og kemur aftur á sunnudagskvöld. Þeir sem vilja geta haft skíði með sér. Lávarðurinn gat vaðið Humru. Vildi sasmna, að þar hefðu itómverjar haft vað til forna. Á árinu sem leiý .var sagt frá því hér í þættinum, að enskur láyarðiir hel'ði reynt að vaða yfir Temsá, þar sem hún renn- ur gegnum Lunclúnaborg. Gerði hanii tilraun þessa móts við parlamentsbygging- una, því að fornar heimildir herma, að þar hafi Rómverjar haft vað ó fljótinu til forna. Svo fór í það sinn, að lávarðurinn, Noel-Buxton, várð að synda mikinn hluta leiðarinnar og er maðurinn þó í hærra lagi eða r4léljéjta. £JÍ9Ó séntimetrar. Kvað hann þetta hafa stafað af því, að TKskkuð haft hækkag i ánni- vegna ÚBrkomu... . . v... . j Nýverið reyndi Noel-Buxton ! að sanna aðra kenningu, sem J hgtnji héfife íhjyndað séi'v satn- kvæmt heimildum — nefni- I lega, að Rómyerjar hefðu einn- ig haft vað á Humru — Hum- ber — • um 15 km. fyrir ofan Hull. Og honum tókst að vaða ána þar, sem hann lagði í hana. Humra er næstum tveir km. ó breidd, þar sem lávarðurinn óð .yfir hana. Þurfti hann að- eins að láta fevja sig yfir 100 m. kafla, enda hefir þar verið gerð sig'lirjgajipna/'sém ■ 'vitan-; lega var ekki til á dögum Róm- veRjm. Annass náöi vatnið hon- . Kaupmaður kom > að máli við mig í gær og hafði ýmislégt að atliuga við spjall mitt uni græn- metið í gær. Fannst honúm ég hafa gert of mikið úr bágum liag gróðurhúsaeigenda, sem haiin taldi yfirleitt hafa lengið gott Verð fyrir afurðir sinar, en á- stæðan fyrir því, að islenzkt grænmeti seldist ekki betur en raun er á, væri gróðurliúseig- endum sjálfum að kenna. Benti hann mér á, að gróðurhúsaeigend ur eða framleiðendur grænmetis ér kæmi á sölumarkaðinn, van- ræktu ýmislegt tilfinnanlega, svo sem auglýsingar. Vörur þarí' að auglýsa. Almenningur, er ekki kominn upp á það, að neyta grænmetis eins og skyldi, en það er helzt efnafólk, sem kaupir tómata, blómkál, gúrkur og annað græn- meti, sem framleitt er í gróður- húsum. Það eru aðeins kartöfl- ur, sem ahnenningur kaupir, og vill þó heldur þær erlendu, vegna þess, að þær eru venjulega ódýr- ari. Það er tilgangslítið að iækka verð á grænmeti, el' fólkið er ekki látið vita um það, einkuiu þegar almenninguí- sækist ekki eftir vörunni. Hefja þyrfti áróður. Það, sem þyrfti, væri að hefja duglegan áróður fyrir þvi, að al- menningur keypti grænmeti. Væri það auðvitað hlutverk Sölufé- lags garðyrkjumanna að gangast fyrir honum, og vinna með því að auknu grænmetisáti. Það er sannleikurinn að yfirleitt er iitið á grænmeti hér á landi sem hrein an aukamat, en fiskurinn eða kjötið er aðalfæðan. Þetta er öf- ugt víða annars staðar, þar sem alls konar grænmeti yl'irgnæfir kjötið eða fiskinn, þvi svo mikiS er framborið af því í hlutfaiii við svonefndan aðalrétt. Engin áhrif á söluna. Enn eitt minntist kaúpmaður- inn á, sem er í sjálfu sér merki- legt, en það er viðhorfið gegn innflutningi ávaxta. Um mánað- arskeið hafa erlendir ávextir ekki verið til að neinu ráði í verzlunum í Reykjavík. En þeg- ar þeir hurfu af' markaðnum voru birgðir af tómötum á boð- stólum, en þótt ávextirnir gengju til þurrðar, liafði það éngin n- hrif á sölu tómata, eða annars grænmetis, gagnstætt því, er hahl ið hefur verið fram. Skýringin er blátt áfram sú, að almenning- ur hér í bæ lítur ekki á ávextina sem matvæli, og kaupir sér ekk- 'crt i. staðinn, ef þeir. fást ekki. Grænmeti — tannpasta. Þessi sögumaður minn, sem er með reyijdustu matvörukaup- mönmim hér.í bá?, heldur því fraiUj og það kannske með réttu, að grænmetið þyrfti að auglýsa ekki síður en nýja tannpastateg- und. Með látlausum auglýsiugum væri hægt að kenna mönnmn át- ið, en auglýsingunum þyrfti lika að fylgja útgáfa ritlinga um með- ferð á grænmeti, grænmetisrétti og ýmislegt fleira. Það er ekki liægt að búast við því, að græn- metið selji sig' sjálfl, frekar en aðrar vörutegundir. — Ýmislegt fleira bar á góma, sem verður að bíða betri tíma. —• kr. dýpst 137 sentimetrar í mjóum ál, og var þar átta kílómetrá straumur. í ;>. jÞyfcist "Nóel-Btíxtóiii liú {háía veitt sjálfum sér uppreisn æru, og> reynir jafevel- viS Temsóna aftur, á$ur .en .varir^. >.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.