Vísir - 17.09.1953, Page 4

Vísir - 17.09.1953, Page 4
▼ IS1 B Fimmtudaginn 17. september 1953 WtSXB. . D A G B L A Ð Ritstjón: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm limir). Lausasala 1 króna. . M Félagsprentsmiðjan h.f. Allt á eina bók lært. fcað væri synd að segja að Þjóðviljinn segði satt, er að hann teldi sig hafa meiri hag af að bera ósannindi á borð fyrir lesendur sína. Meginregla ritstjórnarinnar virðist vera sú, að aldrei skuli blaðið segja rétt og satt frá, sé með* einhverju móti hægt að komast hjá því. Gott dæmi um þetta var aðalfregn blaðsins á þriðjudaginn, því að hún reyndist uppspuni og til- búningur, en til þess að láta ósannindin þó bera sem mestan árangur, var grípið til feikistórs leturs, svo að Þjóðviljinn hafði vart notað svo stórt letur frá því að Beria var settur út af sakramentinu m. m., eða sjálfur Stalin gaf upp andann. Aðalatriði fregnar þessarrar var á þá leið, að íslenzk yfirvöld hefðu afhent amerískum stjórnarvöldum mann, er hefði gert sig sekan um kynvillu, og þótt maðurinn hefði að nafninu til verið dæmdur til refsingar, hefði hann samstundis verið látinn laus. Þetta hefði þ'ví aðeins verið gert til að sýnast, og væri svo sem eftir öðru, því að ríkisstjórnin stæði illa í ístaðinu, svo að ekki sé meira sagt. ? Ilt var þetta raunar í venjulegum Þjóð- viljadúr, sem menn þekkja, Síðan Þjóðviljinn skýrði frá þessu, hefur verið frá því greint, að mál þetta hafi aldrei komið til kasta íslenzkra stjórnarvalda. Þau komu þarna hvergi nærri, en orsök þess, að maðurinn var látinn laus skömmu eftir að dómur hafði verið upp kveðinn, var sú, að hann var búinn að sitja svo lengi í gæzluvarðhaldi, en sá tími var látinn ganga á móti þeim tíma, sem maðurinn hafði verið dæmdur til að sitja í fangelsi. Slíkt þekkist hér á landi, eins og blaðamenn Þjóðviljans vita, en þeim hefði einnig verið í lófa lagið að leita sér upplýsinga um önnur atriði málsins, og hefði þá komið í Ijós, hvernig í þessu lá. En þá hefði þessi æsifregn vitanlega verið dauð um leið, og það hentaði ekki. í Önnur svipuð fregn birtist svo í Þjóðviljanum í gær, og er letrið ekki snarað frekar en fyrri daginn. Blaðið spyr á fyrstu síðu: „Æfa Bandaríkjamenn kjarnorkuárásir á íslandi?“ Spurningunni er auðvitað beint til lesendanna, er eiga svo að draga réttar ályktanir, og verður kommúnistum áreiðanlega ekki skotaskuld úr því. Hið rétta hefði verið, að blaðið spyrði til dæmis u'tanríkisráðherrann um þetta, og segði síðan frá niður- stöðunni. En á það var ekki hættandi, því að auðvitað hefði fregnin þá orðið að engu. Það hefði þá áreiðanlega komið á daginn, að ekki væri fótur fyrir þessum þvættingi Þjóðviljans. , Æfingar þær á N.-Atlantshafi sem eru að hefjast, fara fram á nær öllu því svæði, sem nefnt er N.-Atlantshaf, svo að þar er nóg svigrúm til æfinga, án þess að koma' nærri íslandi, þótt það verði gert að sjálfsögðu, þar sem æíingarnar snerta varnir landsins og öryggi. En æfingarnar með kjarnorkuvopn hér á landi koma vitanlega ekki til greina, því að enginn mundi sam- þykkja slíkt, dytti einhverjum í hug að óska þess. Hér hafa verið nefnd tvö dæmi um söguburð Þjóðviljans, og mætti nefna fleiri, en þessi eru nærtækust og greinilegust. Blaðið er ekki að reyna að birta fréttir, því að hlutverk þess er að koma áróðri á framfæri. Hann bregzt þó að þessu sinni sem svo oft áður, og er það vel. UR RIKI NATTURUNNAR: Örfá dýr geta lífað án [>ess ab slökkva þorsta sinn. Þau eru nagdýr, sem lifa á mjög þurrum eyðimörkum. Það var tjl skamms tíma trú manna, vísindamanna, sem taldir voru vita „allt“, sem ann- arra, að allar lífverur þyrftu vatn til þess að geta lifa'ð. Fyrir þrem árum tilkynntu hinsvegar tveir vísindamenn, að þeir hefðu gengið úr skugga um það, að pokamúsin gæti lif- að án þess að drekka dropa af vatni um langan aldur. Nú hafa aðrir vísindamenn, hjónin -Knut og Bodil Schmidt-Nielsen, birt ritgerð í vísindaritinu Scientific American, þar sem þau birta þær niðurstöður sínar, að poka- músin og kengúru-rottan sé aðeins tvö margra nagdýra, sem aldrei þurfi að drekka. Lifi þau öll á eyðimörkum. En þessi vísindahjón hafa einnig kornizt að því, hvernig kengúrurottan dregur fram líf- ið, án þess að slökkva þorsta sinn á venjulegan hátt — ef hún finnur fyrir þorsta. Dýrið er í holu sinni um daga, þar sem loftið er ævinlega heldur rakara en uppi á yfirborðinu, jafnvel þótt jörðin sé skrælþur. Um nætur fer það á kreik ti] þess að leita sér að þurrum kornum og aixnarri þurri jurta- íæðu. Hitastigið úti er heldur lægra en í holunni. „Verndin, sem holan veitir kengúrurott- unni er rétt nægileg til að gera henni kleift að varðveita vatns- jafnvægi og draga fram lífið í hinum þurrustu eyðimörkum okkar,“ segja vísindamenn þess- ir. Það er þó enn mikilvægara, hvernig' rottan getur sparað vatnið í sjálfri sér. Þar sem hún drekkur aldrei dropa af vatni, getur hún ekki fengið vatn með j öðru móti en að sýra fæðu sína. Öll dýr fá nokkurt vatn með þessu móti, en kengúrurottan er svo nísk, að hún notnr hið, minnsta vatnsmagn með ýtr ustu sparsemi. Sáralítið vatn kemst gegnum húð rottunnar. Einu svitakirtl arnir eru í þófunum á fótum hennar, og þeir eru færri en hjá flestum nagdýrum á þeim stað. Auk þess eru nýrun óvenjulega fullkomin líffæri. Hafa hjónin, sem getið er hér að ofan, kom- izt að þeirri niðurstöðu, að kengúrurottan geti drukkið sjó, án þess að henni verði meint af, og er eina dýrið, sem það getur. Þó gerir hún þetta ekki undir venjulegum kringum- stæðum — einmigis þegar hún hefir verið „þurrkuð“ á sér- stöku rannsóknarstofufæði, sem rottunni þykir alls ekki góm- sætt. Þvættingur um farm- gjaldastríð hrakinn. Vísi hefir borizt greinargerð frá Eimskipafélagi fslands, þar sem hrakinn er þvættingur Tímans og Alþýðublaðsins um „farmgjaldastríð“, sem blöð þessi segja félagið eiga í við Skipadeild SÍS. Af greinargerð þessari er ljóst, að farmgjöld E. í. á skreið hafa veyið lækkuð samkvæmt tilmælum skreiðarframleiðenda í samræmi við nýrri pökkunar- aðferðir, sem leiddu af sér, að hver pakki skreiðar er nú minni að rúmtaki en fyrr, og því eðlilegt, að farmgjöldin lækki. í greinargerð E. í. er lögð á- herzla á, að félagið lét fram- kvæma rannsókn á rúmtaki skreiðarinnar og lækka farm- gjöldin niður í 175 shillings fyrir lestina, á eigin spýtur og án þess að hafa nokkra hug- mynd um fyrirætlanir skipa- deildar SÍS í málinu, né held- ur ákvörðun hennar um að lækka skreiðarfarmgjald niður í 180 shillinga. MataræSi á Keflavíkurvel !< Ásffalía boðar ylirrál sía ylir öllu lautlgrunninu. Af því leiddi mikla útvékkun Eandhelginnar. Japansstjórn liefir sent ástr- ströndinni, og færist því land- Fyrir skemmstu var mjog um það rætt, hvernig mataræði ölsku sambandsstjórninni orð- helgislínan víða geisilega langt væri hagað hjá hinu ameríska félagi, sem hefur með hönd- sendingu út af víkkun Iand- út fyrir þriggja mílna mörkin, Um ýmsar framkvæmdir á flugvellinum. Fundu margir að ^elginnar og mótmælt henni, sem gitl hefir undanfarið. fæðinu, töldu sig óvana því að neyta eins mikils og kryddaðs en lýsír -sig' fiísa: tíl samkomu- ' kjötmatar og þar væri borinn á borð, svo að sumir töldu jafn- I^gsumleitana. v@i, að heilsu þeirra stafaði nokkur hætta af matnum. Er Hinn 9. september sleit ástr- almenningi þetta svo kunnugt af skrifum blaðanna um það, að alska sambandsstjórnin sam- óþarfi er að rekja þá hlið málsins hér. komulagsumleítunum við Jap- ani, sem átt höfðu sér stað síð- I; Síðan hefur það hinsvegar gerzt, að fram hefur verið látin an í apríl sl., og fjölluðu um rétt fara atkvæðagreiðsla eða eínskonar skoðanakönnun á því, j Japana ti.l perluveiða undan hvernig hinir innlendu starfsmenn vildu, að mataræðinu yrði ströndum Ástralíu, en slíkar hagað, og hefur hún orðið á þá leið, að maturinn virðist ekki hafa verið eins afleitur og margir héldu fram. Verður þó m.eira haft á borðum af íslenzkum mat framvegis en hingað íii, þótt sá útiendi hafi ekki verið fordæmdur með öllu. Verða menn þá vonandi ánasgðari méð vistina þar syðra en-ella, og einnig er gott til þess að vita, að hið útlenda félag skuli hafa tekið svo greiðléga til greina óskir hinna íslenzku starfsmanna,; landgrunninu, sem nær sums enda sjálfságt og eðlilegt. • jstaðar allt að 360 km. frá veiðar hafa þeir lengi stundað við norðurströndina. Auk þess sem sambands- stjórnin sleit stimkornulagsum- leitununum boðaði hún. að' hún tæki sér í'ullan yfirráðarétt yfir New York Tirn.es segir í fréttapistlj,-' áð ' Ástralía. hafi þannig tekið sér vald, sem elvki sé viðurlcennt að alþjóða lögum, en Bandaríkin hafi einnig kraf- izt sér til handa. Jafnfram var tilkynnt, að sektir fyrir veiðar innan hinn- ar nýju landhelgi yrðu allt að 550 áströlsk pund (1130 doll- arar) auk þess sem gera mætti upptæk skipin (loggorturnar) og veiðina. Var lagt fram frum- ■várp utn þetta efm, ;pn dóms- málaráðherra Ástralíu' hafðí áður rætt málið við þá embætt- ism. ríkisstjórna Bretlands og Gamall vinur Bergmáls, seni jafnan skrifar undir nafninu ,,Gói“, hefur enn sent mér linu, að þessu sinni í tilefni uinmæla, sem Hannes koilega á horninu, viðhafði i blaði sínu í vikunni. Þó að það sé ekki vani ininn að birta bréf, þar scm vikið er að skrifum stéttarbræðra minna, finnst mér þó rétt að birta tilr skrif „Góa“, en það er svona: Gallspýtingur. „Hannes á liorninu í Alþýðu- blaðinu segir frá því í dálki sin- um miðvikudaginn 16. þ. m., að ýmsir Reykvíkingar „spýti galli, þegar minnzt er á knattspyrnu- mennina frá Akranesi“ og segir svo: „Það skil ég ekki“. Hvaðan skyldi Hannesi koma þessi fróð- leikur, að Reykvikingar spýti galli vegna sigursældar Akurnes- inga? Vonandi leggja Akurnes- ingar ekki trúnað á þess konar þvætting. Það vill svo til, að ég hef farið á alla knattspyrnukapp- leiki, sem hinir ágætu Akurnes- ing'ar hafa þreytt liér ,og ég hef aldrei orðið þess var, að styggð- aryrði hafi fallið í þeirra garð á áhorfendabekk jum vallarins. Út í hött. Hvérs vegna eru menn að finna svona lagað upp? Hvaða til gang'i kann ]iað að þjóna? Eg þori hiklaust að fullyrða, að Ak- urnesingar hafa ekki hlotið verri viðtökur en reykvísku knatt- spyrnuliðin, þegar þeir lilaupa út á völlinn, eða fara út af hon- um að loknum leik, — lieldur þvert á móti. Reykvíkingar hafa fagnað þeim, eins og þeir eiga skilið, og viðurkenna hiklaust, að Akurnesingar eru nú beztu knattspyrnumenn landsins. Hann es á liorninu ætti frekar að hafa það, sem sannara er, en að reyna að gera pistla sína læsilegri með tilhæfulaitsum þvættingi. „Good losers“. Reykvískir áhugamenn um knattspyrnu eru ekki það, sem Bretinn kallar „bad losers“ (þ. e. geta ekki tekið tapi), heldur þvert á móti „good losers“, sein viðurkenna hispurslaust það, sem vel er gert. Enda hafa gestir haft orð á þessu, bæði erlendir og eins utanbæjarmenn. Mér finnst, að ummæli á borð við hin til- færðu eftir Hannes á horninu, cigi ckki að sjást á prenti, bar sem enginn fótur er fyrir þeim. Það cr ef ti) vill ástæðulaust af mér að sctjast við skriftir út af þessu, en ég tel samt, að beita megi koma fram. — Gói.“ Barnaskólarnir. Mér hafa enn borizt bréf og upphringingar frá foreldrum, sem börn eiga í barnaskólum, sem eru að héfjast um þessar mundir. Virðist almenna skoðunin vera að barnaskólarnir byrji of snemma á morgnana. Eg hef þeg- ar birt bréf um þetta efni, en ekki fengið ncinar uþþlýsingar um málið frá skólastjóra eða kenn- ara,; og bíð því átekta. Málið varðar marga og væri því ekki til of mikils mælzt, að einhver virtí foreldrana svars, er tekið hafa til máls í dálkinum. — kr. Bandaríkjanna, sem fara með lögfræðileg atriði. Það er mikilvægt skref, sem ástralska stjórnin hefir hér stigið, og vakið mikla athygli um allan heim, elcki sízt meðal þeirra, spm telja rétt að hver þjóð ráði yfir landgrunni sínu, til verndar fiskveiðum sínum og hrygningarstöðvum.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.