Vísir - 17.09.1953, Page 7
Þeir Reykvíkingar og aðrir sem vilja láta fjármörk sín
koma í Markaskrá Árnessýslu, sem á að fara að prenla,
komi þeim til Jóhanns Kristjánssonar, Mávahlíð 42 fyrir
októberlok.
Böðvar Magnússon
TlSlB
breytti mörgum mönnum, og eftir að barnið fæddist, vildi eg
safna peningum handa því.“
„Hvar eru peningar yðar geymdir?“
„Þeir eru í banka hér í borginni. Umboðsmaðurinn minn
fær tíu af hundraði, eins og venja er, og síðan er afgangurinn
lagður á bók, sem er á dulnefni mínu. Eg kalla mig Jessiku
Blake.“ .• |.s ; (%|
„Og setjum svo, að eiginmaður yðar finni kvittanir bankans."
„Þær geymir umboðsmaðurinn. méð ölhmi skjöium. Pening-
arnir eru geymdir í Gotham-bankanum.“
Forsythe hallaði sér aftur á bak í stólnum og hugsaði málið.
Það er sennilega mikil fúlga, hugsaði hann, sem henni hefir
tekizt að safna á þessum sjö árum. Svo varð honum ósjálfrátt
litið á lögbókina fyrir framan sig.
„Hvað um skatta?“ spurði hann.
„Eg veit það ekki,“ svaraði hún með hægð. „Eg geri ráð fyrir,
að umboðsmaðurinn minn greiði þá.“
„Og ef hann gerir það ekki, þá fer illa fyrir honum,“ mælti
Forsjdhe aðvarandi. Og er honum var engu svarað, hélt hann
áfram: „Þér segið, að þér viljið reyna að koma þessu svo fyrir,
að peningarnir renni til sonar yðar?“
„Já, en það verður að skipa honum fjárhaldsmann, því að
hann er aðeins sex ára. Eg hefi sent hann til frænku sinnar.
Það virtist hyggilegasta fyrirkomulagið.“
Ástandið hlýtur að vera harla bógborið, hugsaði Forsythe,
úr því að hún hefir gripið til þessa ráðs. Eiginmaður hennar
hlaut að vei'a erkifantur. Hvemig færi, ef hann kæmist að öllu
saman, og afréði að ráða henni bana? Það mundi ekki verða
miklum vandkvæðum bundið. Hann þyrfti ekki annað en að ýta
. við henni, svo að hún dytti fyrir bifreið eða járnbrautarlest.
En þetta er hlægileg fjarstæða, hugsaði Forsythe svo. Eg er að
búa.til úlfalda úr mýflugunni. Svo að hann sagði henni, að ef
hún vildi taka peningana af nafni Jessiku Blake, þá væri það
auðvelt fyrir hana og umboðsmanninn, hvenær sem hún vildi.
Sjálfur gæti hann tekið það að sér, ef hún óskaði þess. Hún
þyrtfi ekki annað en að færa sönnur á, hver hún væri i raun
og veru.
„Vel á minnzt,“ sagði hann svo. „Þér hafði ekki sagt mér,
hvað þér heitið raunverulega. Það gæti átt sér stað, að eg þyrfti
að ná sambandi við yður í síma.“
Hún varð aftur óttaslegin á svip. „Nei, það megið þér ekki
gera,“ sagði hún. „Eg skal hringja til yðar. En eg vil einungis,
að erfðaskráin verði fábrotin og auðskiljanleg. Eins lítið og
hægt er til eiginmanns míns, þótt eg' geri ráð fyrir, að hann
verði að fá einn þriðja. Hitt á allt að renna til Billys litla, son-
ar míns.“
„Og hvað heitir hann fullu nafni?“
„William Blake Collier. Eg held, að þér hafið þekkt eigin-
mann minn í Frakklandi. Hann heitir Wilfred Collier, ef þér
munið eftir honum.“
Forsythe fannst kalt vatn renna sér milli skinns og hörunds.
Fred Collier hafði verið liðþjálfi í hersveit hans, er hann gekk
í liana sem óreyndur liðsforingi. Og Fred hafði verið liðsforingi
að því, sem sagt var frá í sögum, harður, samvizkulaus fantur,
er trúandi var til að fremja morð, er hann var undir áhrifum
áfengis. Hann langaði allt í einu til að ráða stúlkunni frá að
fara aftur heim til sín.
„Já, eg' man eftir honum, frú Collier. Hann lætur ekki að
sér hæða. En hvers vegna farið þér ekki til skyldmenna yðar
í Connecticut, ef þér eruð áhuggjufull?"
Hún hlustaði ekki á hann. Úti á ganginum heyrðist fótatak
manns. Hún bærði ekki á sér, en var orðin náföl. og hún kreppti
fingurna um tösku sína, svo að hnúarnir hvítuðu. Andartaki
síðar heyrði hann ruddalega rödd í almennu skrifstofunni.
,Eg þarf að tala við Forsythe,“ sagði maðurinn hárri röddu.
„Og ef koná mín er hjá honum, þá þarf eg líka að tala við
hana.“
„Kona yðar er ekki h’ér,“ svaraði ungfrú Potter snöggt. „Hér
eru yfirleitt engar konur nema við tvær. Og Forsythe er ekki
við.“
„Mig' grunar, að þér séuð að Ijúga, heillin.“ "
„Sama er mér um það,“ svaraði ungfrú Potter fyrirlitlega.
„Farið og leitið konu yðar annars staðar. Þetta er lögffæðiskrif-
stofa, og' langl yður til að lenda í vandræðum, þá er fjöldi ungra
lögfræðinga hér í byggingunni, er mundu vera fúsir til þess að
veita yður hirtingu.“
„Eg hefi fengizt við hvolpa áður. Eg læt ekki hræða mig með
slíku.“ t,
En þrátt fyrir þetta heyrðist rétt á eftir, að ytri dyrum skrif-
stoíunnar var skellt aftuv, og Collier gekk öðru sinni eftir gang-
inum. Þegar hamr kpm að hurðinni, sem á var letrað „Einka-
skrifstofa“, tók hann um snerilinn, og er hurðin reyndist lokuð,
og úr herberginu heyrðist ekkert hljóð, gekk hann leiðar sinnar.
Hvorki unga konan né Forsythe mæltu orð af vörum, fyrr en
þau heyrðu- lyftuna nema staðar við hæðina, og mann fara inn
í hana.
„Þá er þetta víst búið,“ mælti Forsythe þá. „Mér íellur það
þó ekki, að þér skuluð þurfa að fara heim til yðar aftur, frú
Collier.“
„Mér er alveg óhætt," svaraði hún. „Eg held að hann viti
ekkert með vissu enn, og þangað til hann —-------Eg vona að-
eins, að þér verðið ekki fyrir óþægindum mín vegna. Má eg
vera hér nokkrar mínútur í viðbót, ef eg geri ekki ónæði?“
„Verið eins lengi og þér viljið,“ svaraði hann. „Reynið að jafna
yður. Viljið þér fá annað glas af koníaki?“
„Eg þarf ekki meira, þakka fyrir.“
„Mér flaug annars dálítið í hug, þegar þér nefnduð nafn son-
ar yðar,“ mælti Forsythe nú. „Þegar eg var í skóla, kynntist
Hrærivél, sem öll smærri
heimili kjósa.
árs ábyrgð
Verð kr. 1580,00 með
hakkavél o. fl.
Ludvig Storr
& Co.
1
Listamanna-
skálanum.
Fimm ungir listamenn opna
í kvöld haustsýningu í Lista-
mannaskálanum, og sýna þar
30 olíumyndir og 28 vatnslita-
myndir næsta hálfa mánuðinn
eða svo.
Listamennirnir eru Eiríkur
Smith, Hörður Ágústsson, Karl
Kvaran, Svavar Guðnason og
Sverrir Haraldsson. — Tíðinda-
maður Vísis brá sér niður í
Listamannaskála í gæ, en þá
var verið að koma myndunum:
fyrir. Hörður Ágústsson sýndl
myndirnar, og skýrði m. a. frá
því, að þær væru „non-fígúra*
tífar“, en ekki „abstrakt“ í.
venjulegum skilningi. Lista-
mennirnir fara hér með liti á
svipaðan hátt og tónskáldið
tónana, setur þá saman á ýrnis-
legan hátt til þess að sýna geð-
blæ þann, sem þeir eiga að
tákna.
Myndirnar eru allar nýtísku-
legar, sumar bjartar og heitar,
aðrar dökkar og kaldar, en yfir
þeim öllum virðist svífa það,
sem nefna mætti litagleði.
Það nýmæli verður í sam-
bandi við sýningu þessa, að um
miðbik sýnihgartímans verður.
umræðu- og kynningarkvöld,
og munu þá taka til máls þeir
dr. Símon Jóh. Ágústsson pró-
fessor, dr. jur. Gunnlaugur
Þórðarson, lesin verður upp
ritgerð um málaralist eftir Jóa
Stefánsson listmálara, en Hörð-
ur. Ágústsson listmálari flytur
ræðu.
Á kvöldvöknniii.
I Þýzkalandi álíta menn að
Svíar sé miklir matmenn og
vilji lifa vel. Kona ein sat til
borðs í veizlu og var Svíi sessu-
nautur hennar. Þótti henni
hann sýna mikinn áhuga fyrir
diski sínum fullum af steik.
Hún spurði þá: „Er það satt að
fólkið í heimkynnum yðar sé
miklir matmenn?"
Hann hló og svaraði: „Þér
trúið því kannske ekki — en
satt er það samt, að forfeður
mínir hafa allir látið hníf og
gaffal fylgja sér í gröfina."
•
Þjóðverjar telja yfirleitt að
Norðurlandaþjóðimar hugsi
meira um munn sinn og maga
en andlega næringu. Frú ein
sænsk var á ferð í Þýzkalandi,
sat í kaffistofu og bað yfir-
þjóninn að færa sér eitthvað til
að lesa. „Sjálfsagt, náðuga frú!“
sagði hann og færði henni mat-
seðilinn.
9
Konan situr við símann og
talar þindarlaust. Bóndi henn-
ar kemur færandi hendi með
vatnskönnu og vatnsglas. „i’Etli
þér veiti af því að væta á þér
kverkamar, góða, áður en sam-
talinu er lokið?“
©
Cecil B. de Mille var á ferða-
lagi með lest og hafði þar skrif-
stofuklefa. Sat hann þar ásamt
ljómandi, fallegri ungxi stúlku.
Kunningi hans rakst þangað
inn,en fór hjá sér er hann sá
yngismeyna og benti kvik-
myndajöfrinum að tale, við sig.
„Fyrirgefðu, sagði vinurinn,
„mér þykir þú hafa veitt uppúr.
Er þetta vinkona, sem þú hefir
eignazt?“
„Sei sei, nei,“ sagði kvik-
myndajöfurinn. „Eg hefi bara
haft skipti á ferðaritvél og
ferðaritara.“
Nýtt tónverk eftir
HaSSgrím Hefgason.
Nýlega er ú komið tónverk
Ricercare, eftir Hallgrím Helga-
son.
Er það samið fyrir orgel, við
stef eftir Willy Burkhard. Fyr-
irtækið Gígjan hefir gefið út,
en áður er út kominn eftir
Hallgrím mikill fjöldi tónverka,
eins og’ kunnugt- er. Hallgrím-
ur hefir dvalizt erlendis um
nokkurra ára bil, aðallega í
Sviss, en verk hans verið flutt
víða erlendis hin síðari ár, m. a.
í útvarp í Þýzkalandi og Svissj
og víðar.
úm Áiml úar....
Gengu af skipinu.
Frétt úr Vísi fyrir 35 árum:
„Nokkrir farþegar gengu af
Sterling á Blönduósi á dögun- j
um, fóru gangandi þaðan suður
í Borgames og leigðu þar
bát hingað til Reykjavíkur og
komu til bæjarins í fvrradag.“
Síldarflutningar.
Og hér er önnur frétt úr sama
blaði: „Svíar hafa þegar sent
eitt gufuskip til Norðurlands-
ins eftir síld og liggur það nú
fullfermt á Siglufirði. Seglskip
nokkur, sem hér liggja, hafa
fengið siglingarleyfi til að
flytja síld til Svíþjóðar og eru
þau á förum héðan.“
Tapað — fundið.
Þá var manchettskyrtuhnapp-
urinn mikils metinn, sem eftir-
farandi auglýsing' úr „Tapað —
fundið“ ber með sér: „Tapazt
hefir Manchettskyrtuhnappui'
Skilist 1 Tóhokshúsið, Lauga-
veg 12,“
gfaggafrcát
ÁRNASON
SÍMi S74ÍN
H A.N S A
Laugaveg 105. Sími 8-15-25.