Vísir - 22.09.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 22.09.1953, Blaðsíða 7
Þriðjudaginn 22. septeirsber 1953. TlSÍK Óttaskgin eigmkona. <£.ftir Wlartj Woberló Wljnekart. hefir gert hann tortrygginn. Hann var að xninnsta kosti á hæl- unum á henni í dag.“ Iionum létti við að tala um þetta. Þó var hann enn eirðarlaus, þegar þau fóru upp í setstofuna. Hann sat venjulega og las, þegar hann gat verið heima á kvöldin, en Margery, prjónaði og hlustaði á útvarpið. En hann var svo eirðarlaus í þetta sinn, að hann gat ekki lesið. Það hafði verið eitthvað uggvekjandi við það, hvernig Collier hafði haldið um handlegginn á Önnu, þegar hann neyddi hana til að fara inn í bílinn, og honum varð harla órótt, er honum varð hugsað til þess, að hún væri ein með honum ósjálfbjarga með öllu. Haxm fór að ganga um gólf, en Margery hafði ekki af honum augun. „Ertu að hugsa um að fremja sjálfsmorð?“ spurði hún. „Eg mundi ekki liggja þér á hálsi fyrir það.“ „Það mundi þá ekki vera í fyrsta skipti, sem mig langaði til þess,“ svaraði hann. „Er þér sama, þótt eg fari út? Eg hefi gott af því að anda að mér tæru lofti.“ Hún lét sér á sama standa. Það var einn af kostum Margery, að hún lét hann jafnan ráða sér sjálfan, og ef til vill var það orsök þess, að margar mæður gjafvaxta dætra höfðu horn í síðu hennar. Hann lofaði þó að vera ekki lengi, tók hatt sinn og fór út. Það var hætt að rigna, en göturnar voru enn mjög blautar. Á tröppunum sá.hann Tuma, sem virtist vera að gá til veðurs. „Þetta er óheppilegt kvöld til ásta, Iagsmaður,“ sagði Wade. „Þú æ.ttir að vera heima í kvöld.“ En Tumi virti hann ekki viðlits, lyfti aðeins rófunni og gekk leiðar sinnar. í fyrstu vissi Wade ekki, hvert hann ætlaði að ganga. Það var ekki fyrr en hann var kominn drjúgan spöl eftir Lexington Avenue, sem hann afréð að halda áfrarn í þá átt. Hvers vegna átti hann eiginlega að hegða sér svona, af því að stúlka ein, sem hafði augu ems og stjörnur, hafði tíu árum áður dansað við hann á skóladansleik og var ekki búin að gleyma því? Og af því að hún hafði grátið fram á skrifborðið hans um morgun- inn? Og hvers vegna átti hann eiginlega að trúa því, að eigin- maður hennar væri samvizkulaus morðingi? Hann gekk hratt. Hann kunni vel við-New York að næturlagi — fannst gaman að .virða fyrir sér uppljómaða gluggana í há- um byggingunumí þar sem ræstingakonurnar voru að verki, er venjulegur vinnudagur var á enda. Og honum þótti líka gaman að virða fyrir sér glugga verzlananna, þar sem úrval mikið var á boðstólum. Hann hafði verið svo upptekinn af að skoða þetta allt saman, að hann vissi ekki fyrr til en hann var komipn að götu þeirri, sem Collier-hjónin bjuggu í, að því er sagt hafði verið í síma- skránni, er Margery hafði flett upp í. Hann nam staðar á hom- inu. Hvers vegna átti hann að halda áfram? Henni mundi vera alveg óhætt. En forv.itnin neyddi hann til þess að ganga alla leið að húsinu. Þetta var líttð íbúðarhús, og var snyrtilegra en húsin í grennd. Leigjendur á neðstu hæð virtust vefa að skemmta sér. Einn eða tveir gluggar voru opnir að nokkru leyti, og þaðan heyrðist hlátur og glasaglaumur. Enginn maður sást á ferð fyrir utan liúsið, svo að hanrí hætti sér inn í anddyrið og íeit á nafnspjöld- in við bjöllurnar. Á neðstu hæð bjó Joseph H. Kerr. Á næstu hæð voru Coliiers- hjóniri, en spjaldið þar fyrir ófan sagði aðeiris „Jamison", og við fjórðu bjölluna var ekkert nafnspjald. Hann var enn að virða fyrir sér nöfnin, þegar lágvaxinn, mið- aldra maður, vel klæddur og með regnhlíf í hendinni, kom inn frá götunni. ..Eruð þér að leita að einhverjum?“. spurði hann vinsámíegá, Forsythe varð að vera fljótur að hugsá. „Eg var að' svipas;, um e . ir.Jjölslíyldu, sem heitir Blake,“- svaraðhjhánn,. „Williarn. Blake og frú.‘f Ókunni maðurinn gekk nær spjöldunum og virti þatt fyrir sér; „Eg sé ekkert slíkt nafn,“ sagði hann svo. „Þau geta þó verið flutt fyrir skömmu. Á fjórðu hæð býr enginn um bessar mund ir. Eg flutti sjálfur á þriðju hæð fyrir vikutíma heiti Jami- son. Nafnspjaldið mitt er þarna.“ „Einmitt. Jæja, eg þakka yður fyrir, herra Jamisom Þetta skiptir engu máli. Eg var aðeiiis að fá mér skemmtigöngu,' Eg get hringt til Blakes í fyrrajiiaijð.“ Hann ætlaði að fara að ganga út fyrir, begar hurð' uppi á lofti var skellt aftur, og einhyer kom ganaandi niður stigann. Forsythe hafði aðpins tóm. til þéss að snúa sér undan, áður en Wilfred Collier var kominn ofan í anddyrið. Hann ruddist hraaa- leg frarrihjá mönnum og hraðaði sér ú: á götuna. Jamison varð gramur á svip. 2-3 háseta vantar á mb. Sæunni á reknet. Upplýsingar um borð í bátnum í dag við bryggju í Hafnarfirði og í síma 81580. Mmmwm Annan vélstjora og 1-2 háseta vantar mb. „Leo II“, sem er á reknetaveiðum. Upplýsingar í síma 81580 hjá Gunnari Halldórssyni. Todda í Sunnuhlið eftir Margréti Jónsdóttur, kemnr í bókabúðir í dag. Þetta er framhald af Toddu frá Bíágarði. Bókaútgáfa Æskunnar Ktrkjuhvolí. Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík, bæjargjaldkerans í Reykjavík o. fl., verður nauðungaruppboð haldið hjá bifreiðaverkstæði Hrafns Jórissonar, Brautarholti 22, hér í bænum, miðvikudaginn 30. þ.m., kl. 2 e.h., og verða þar seldar eftirtaldar bifreiðar: R-452, R-665, R-964, R-1069, R-2181, R-2206, R-2305, R-2348, R-2375, R-2403, R-2491, R-2624, R-3224, R-3289, R-3443, R-4621, R-4690, R-4851, R-5445, R-5583 og R-5608. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetinn í Reykjavík. Á kvöldvökunni. Gæða kona stóð við á götu til að hugga litla telpu, sem var að gráta. „Vertu ekki að gráta, ljósið mitt. Þú veizt að litlar stúlkui- verða svo ófríðar af því.“ Telpan starði herská á þessa góðu konu og sagði svo: „Þú hlýtur að hafa grátið mikið, þegar þú varst lítil.“ • Þessi saga er sögð í París. — Katólska skáldið Claudel, barði að dyrum í himnaríki. Lykla- Pétur opnaði og fylgdi honum til sætis, sem honum liafðiverið fyi’irbúið og ætlað iyi;iríram. Claudel verður þá skyndilega hverft og hann segir: „Þetta er þó óhugsandi. Getur það verið að minn versti óvinur, André Gide. sé hér? Er þessi guðlausi blekbullari í himnaríki? Og við hliðina á mér?“ „Hví skyldi það ekki vera,“ sagði Pétur og hló. „Þegar hann kom hingað sagði hann, aó hann gæti ekki hugs- að sér verri hegningu, en að þurfa að vera samvistum við ClaudeL Þá fannst okkur við geta sparað okkur flutning á honum tU vítis. ..,, “ Styrkir veitfir «r Kanadía- og Snorra- sjólunt. Forsætisráðuneytið hefus fyrir nokkru veitt læknununf Ragnari Karlssyni og Stefárá P. Björnssyni 2000 króna styrk hvorum úr Kanadasjóði tá framhaldsnám í læknisfræði . Kanada. Þá hefur ráðuneytið veitt þessa styrki úr Snorrasjóði: (1) Davíð Stefánssyni, stúd- ent til náms í jarðfræði við háskólann í Osló, kr. 1200,00, (2) Ingvari Hallgrímssyn^ stúdent, til náms í fiskifræði við háskólann í Osló kr. 1000.00, (3) Jóni R. Hjálmarssyni, eand mag., til framhaldsnáms í sagnfræði við háskólann i Osló, kr. 1400,00. (4) Kristni Björnssyni, stúd- ent, til náms í sálarfræði vifi háskólann í Osló, kr. 1000,00. . (Frá forsætisráðuneytinu), CiHu Aiwi Úr Vísi fyrir 35 árúm: „í gærkvöld var kveikt á raf- magnsljósum við -höfnina í fyrsta sinn. Þurfa memi nú ekki að óttast ljósleysið við höfnina, en auk þess gleður það augað að sjá alla strandlengjuna frá Arnarhvoli vestur að Granda- garði uppljómaða.“ Húseigandi svarar fyrir sig. Eftirfarandi grein frá „Hús- eiganda“ birtist í Vísi fyrir 35 árum: „Húseigandi svarar um- kvöftUnum stúlkunnar, sem var á gangi með manni, sem hún þekkti á Nýlendugötu, þannig: — „Bæjarlífið er nú orðið svo, að bæði eg, og svo munu fleiri, munu gera mitt ítrasta til að forðast að leigja þeim stúlkum, sem eru á götun- um með mönnum; sem þær þekkja og' hafa þar sínar sam- komur með piltum. Húsin sjálf líða við það og öðrura leigjend- um yil eg ekki bjóða félags- skapinn sem kunningsskapur slikur á endanum hefir í för með sér.“ Kaupi guil og siiiur jEr '■7 wt mr A. D. — Saumafundur í kvöld kl. 8%. Framhalds- sagan lesin. Kaffi. Allair konur velkomnar. Haustmót 4. fl. heldur áfram í dag kl, 6,30. Valur — Fram. Kristján Guðlangsson hæstaréttarlögmaður. Austurstrætí 1. Síml ItH. MARGT Á SAMA STAÐ iin b.f. 3 vttagplg 5. ÁJUk.pappirtpoktaM Nýkomið: Suart jpeyáujataeji'i ni einnig hvítt, rautt, blátt og lillablátt. 4tiaó SilLl H. Toft Skólavörðustíg 8. Sími 1035. **;'!'*" ""rnr BEZT AB AUGLYSAi VISI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.