Vísir - 24.09.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 24.09.1953, Blaðsíða 8
Þeir «em gerast kaupeadur VtSIS eftir 10. hvers mánaðar fá biaðið ókeypts til mánaðamóta. — Sími 1880. 'vlsiai #, Fimmtudaginn 24. september 1953. VtSIE er édýrasta blaðiS og þó það fjöl- breyttasta. — Hringið í sima 1660 og gerist áskrifendur. Framsókn „átti ko$t“ á að stjórna með Hannibal & Oo. Gamansöm ræða Hannibals um „viðtalstíma“ Alþýðuflokksins. Nýlega gengu Grænlendingar til kosninga um fulltrúa á danslca þingið. Kosningin fór fram á sama hátt og hjá okkur og undir eftirliti. — Hér sést grænlenzk kona í Gotthaab leggja frá sér ' atkvæðaseðilinn. Reynt að sætta aðila, sem eiga að sitja sáttafund. f fyrrakvöld var fundur hald- inn í Alþýðuflokksfélagi Reykja víkur, sem einkenndist af „á- Jiuga og einingu“, en Hannibal Valdimarsson skýrði þar frá því, að Framsóknarflokkurinn hafi „átt kost á samvinnu við AlþýðufIokkinn“, en hafnað. Alþýðublaðið greinir frá ræðu Hannibals um þetta efni í morg un, og mun mörgum finnast :það spaugileg lesning. Frásögn þessi er svo fjarri öllum raun- veruleika, og steigurlætið og vindbelgshátturinn óvenjuleg- vr, enda þótt menn eigi nú ýmsu að venjast úr þeirri átt. Það vekur strax kátínu lesandans við þessa hólgrein Hannibals um sjálfan sig, að Framsóknar- j flokkurinn hafi átt kost á sam- vinnu við Alþýðuflokkinn, sem' -sé: Alþýðuflokkurinn var nú til. viðtals um þátttöku í stjórn landsins. í viðrinisgrein þessari er sitt- hvað fleira smáskrítið, og verð- ur hér stiklað á því stærsta. — Segir þar, að að hálfu Alþfl. hafi teki þátt £ umræðum um væntanlega stjórnarmyndun þeir Hannibal, Gylfi og Harald- ur Guðmundsson, en af hálfu Framsóknar Hermann, Eysteinn og Steingrímur. Til að byrja .með var Alþfl. spurður að því, hvort hann væri til viðtals um þátttöku í samstjórn með Sj.st,- rfl. og Frams.fl. Vitaskuld gat það ekki komið til mála, því að „engin stefnubreyting var 'hugsanleg í samvinnu við Sjálf- -stæðisflokkinn“. Hins vegar var hugsanlegt að Alþýðuflokkur- Tvö s}úkr@fbg í gær. Björn Pálsson fór í tvö sjúkraflug í gær og sótti fólk, sem þurfti að komast liingað til bæjarins til lækninga. í fyrra skiptið flaug hann að Stórholti í Dölum og sótti þangað aldraðan mann, sem verið hafði í Hvítanesi í sumar, en er annars frá Stóra Fjarðar- horni í Kollafirði, en í seinna skiptið flaug hann að Iteyk- hólum og sótti unga stúlku frá Skálanesi í Barðastrandarsýslu. Er Björn lagði af stað í fyrra flugið sveimaði hann góða stund yfir Rauðarárvík. Hafði hann verið beðinn um það, þar sem ekkert hafði spurst til piltsins, sem hvarf aðfaranótt þriðjudags, en leilin bar engan árangur. Sjór er þama tnjög órheinn og ýmislegt skran á . s j á varbotninum. ♦----- Svíar nota mikla oiíu. St.hólmi. — Svíar eru 3ju í röðinni að því er olíunotkun á mann snertir. Nemur hún 630 lítrum á mann, og er aðeins meiri í Bandaríkjunum og Kanada. ‘Hefur hún vaxið til mikilla muna síðustu árin. (SIP). kempuranr myndu taka sæti í þriggja flokka stjórn um lausn stjórnarskrármálsins. Til mála kom, að Alþýðuflokkurinn myndaði minnihlutastjórn með Framsókn til að „afstýra hugs- anlegri minnihlutastjórn Sjálf- stæðisflokksins“. Þetta var þó ekki hægt, en hins vegar töldu Alþ.flokksmenn sig hafa tryggt það, að minnihlutastjórn Fram- sóknar og þeirra fengi „varizt vantrausti". Fleira af þessu tagi er í frá- sögn Alþýðublaðsins af ræðu Hannibals, sem lýkur mjög I skemmtilega á þann hátt, að Alþýðuflokkurinn muni nú und irbúa framboð sína og vera „við öllu búinn“. Virðist Hannibal og Alþýðu- blaðið furða sig stórlega á því, að mönnum detti í hug, að þessu landi verði stjórnað án' þátt- töku Alþýðuflokksins. Almenn- ingur mun hins vegar telja, að vegur þess flokks sé sízt vax- andi, né heldur veki framkoma hans undanfarin ár neina sér- staka tiltrú. ..... Nýja sjúkrafiúsið á Akureyri brátt tekfö í notkun. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri, í gær. Líkur eru nú orðnar til þess, að þess verði ekki langt að híða. að flutt verði í lxið nýja fjórðungssjúkrahús á Akureyri. Húsið er fullbúið fyrir nokkru, hið glæsilegasta að útliti og fullkomið að tækjum og fyrirkomulagi öllu í inn- réttingu. Nokkrar tafir hafa orðið á flutningi í húsið vegna þess að rekstrargrundvöllur fyrir því er alls ekki til. Húsið er, eins, og nafnið bendir til ætlað fyrir Norðlendingafjórðung, en fjói'ðungarnir sem slíkir ráða ekki yfir neinu fé. Nú hefir hinsvegar náðst samkomulag um það. að Akureyrarbær starf- ræki sjúkrahúsið og njóti til þess ríkisstyrks. Fyrir bragðið má vænta þess að ekki líði á löngu úr þessu þar til flutt verði í hið nýja sjúkrahús. Óráðið er ennþá hvað gert verður við gamla spítalann. -------—— - Eyjabátur tekiim í landhelgi. í gærmorgun var vélbáturinn Erlingur VE-295 staðinn að veiðum í landhelgi austur af Súlnaskeri um 2 sjómílur innan fiskveiðitakmarkanna. Það var varðskipið Ægir, sem tók bátinn, og fór með hann til Vestmannaeyja. Skipstjór- inn hefur játað brot sitt, og var dæmdur í 4000 ki'óna sekt. Afli og veiðarfæri voru gerð -upp- tæk. Unnið er að því að viðræður fari fram milli fulltrúa styrj- aldaraðila í Kóreu, svo að sam- komulag náist um stjórnmála- fundinn fyrirhugaða. Hinum almennu umræðum á allsherjarþinginu var haldið á- fi’am í gær. Kornið hefur til orða, að skipuð verði nefnd af hálfu ríkjanna 16, sem sendu herlið til Kóreu, til þess að ræða við fulltrúa mótaðilans þar, í þeim tilgangi að ná samkomu lagi um stjórnmálafundinn. Pearson, utanríkisráðherra Kanada, sem í fyrra var for- seti allshei’jarþingsins, hvatti eindregið til samkomulags, og varaði við afleiðingum þess, ef stjórnmálafundurinn yi’ði ekki haldinn á tilskildum tíma. Fulltrúi Suður-Afríku gagn- rýndi Sameinuðu þjóðirnar Ármenningar sigruðu í róðri.- t September-róðrar mót Ár- manns fór fram í Nautliólsvík sl. laugardag. Róin var 1000 metra vegar- lengd. og tóku tvær svetitir þátt í lceppninni. sveit Ái’manns og onnur frá Róðrarfélagi Reykjavíkur. Úrslit urðu þau, að Ámienningar báru sigur af hólmi að þessu sinni, en R. F. hefir unnið bikarinn, sem um var keppt, undanfai’in tvö ár. Er það farandibikar, sem Ár- mann hefir gefið. Geta má þess, að vegna mis- sagnar í frásögn Vísis af fyrri róðrarmótum í ár, að Árni Siemsen, ræðismaður í Liibeck, gaf bikarmn, sem um var keppt á íslandsmótinu. hvasslega fyrir íhlutun um inn anríkismál Suður-Afríku ríkja sambandsins, og kvað ýmsar þjóðir hafa vaxandi áhyggjur af íhlutunarhneigð þeirri, sem æ oftar kæmi í ljós. Fulltrúi Venezuela gagnrýndi Breta harðlega fyrir stefnu þeirra varðandi Brezka Hon- duras. ■ " * 28 manns farast í flugslysi. Miðvikudaginn 16. þ. m. varð átakanlegt flugslys í borginni Albany, sem er höfuðstaður New York-ríkis, er flugvél, sem í voru 28 manns fórst, og allir sem í henni voru, létu lífið. Minnstu munaði, að flugvél- in kæmi niður í dilkvagnabúð- um (Trailer Camp), sem þar voru rétt hjá. en flugvélin mun hafa ætlað að nauðienda á ó- byggðri lóð. sem þarna var í íbxxðahverfi. íslendingur. sem þarna er búsettur skammt frá, skýrði Vísi frá þessu í bréfi. -----....— llvaitir áil að «*eía skióllalnað. Eisenhower Bandnrxkjaforseti heftxr hvatt Bandaríkjaþjóðina til þess að láta af hendi að gjöf vetrarfatnað tii úthluíunar í A.- Þýzkalandi, Ávarp forsetans var birt í gær og þess getið, að hann hefði átt bréxaskipti um málið við Adenauer kanslara V.-Þ. 5 saltfiskfarm- ar sendir utan. Fimm skipsfarmar af óverk- uðum saltfiski fara bráðlega til Ítalíu, Grikklands og Bretlands. Samtals eru þetta um 5000 lestir. Samkvæmt upplýsingum frá SÍF er verið að ferma 2 skip, sem fara til Ítalíu. Eru þetta smáskip. — Þá hefur Arnarfell verið leigt til þess að flytja ó- verkaðan fisk til Ítalíu fyrri hluta októbermánaðar. Þá er verið að ferma skip af meðal- stærð, sem fer til Grikklands. Loks fer smáskip með farm til Bretlands. Þetta skýrir sig sjálft. Eftirfarandi birtist í Tíman- um í morgun: Yfirlýsing. Rannsóknarlögreglan vill taka fram, að greinin „Maður- inn flúði af hólmi, en konan taldi að sér hefði verið nauðg- að,“ sem birtist í Tímanum hin 22. þ.m., er ekki byggð á upplýsingum frá henni. ATH. Blaðið vill aðeins taka það fram vegna þessarar yfirlýs- ingar, að það spurði lögregl- una um þetta mál og staðfesti hún frásögn þess og gaf fyílri upplýsingar. * Og nú spyrja menn: Til hvers er að fá birtar ytirlýs- ingar í Tímanum? Féll af hestbaki og beið baiia. Það slys varð vestur í Koi- beinsstaðahreppi á þriðjixdag, að bóndinn í Ytri-Skógum„ Ingvar Frímannsson, féll a£ hestbaki og beið bana af. Var Ingvar að koma úr i Mýrdalsrétt og var kominn nið- ur undir Kolbeinsstaði er slysið vildi til. Var hann borinn með- vitundarlaus heim að Kol- beinsstöðum og þangað var kvaddur læknir úr Borgarnesi. Tók læknirinn Ingvar með sér og flutti hann í sjúkrabifreið í sjúkrahúsið á Akranesi, en þar lézt Ingvar aðfaranótt miðvikudags. Umræ5ukvöld í Listamannaskábnudi. Listmálarar þeir, sem að Haustsýningunni stamda í Lista- mannaskálanum, efna ti( kynn- ingar- og umræðukvölds í kvöld. Dagskrá kvöldsins "verður á þessa leið. Lesin verður rit- gerð eftir Jón Stefánsson list- málara um málaralist. Dr. Símon Jóh. Ágústsson prófessor flytur erindi, sem hann nefnir list og tækni. Þá talar dr. Gunnlaugur Þórðarson um leikmannsviðhorf í list, en að lokum ræðir Hörður Ágústsson listmálari um viðhorf hinna yngstu myndlistarmanna. Ræð- urnar verða stuc.av, en síðan verða frjálsar ui næðuf. Fund- urinn hefst kl. 9 ,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.