Vísir - 30.09.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 30.09.1953, Blaðsíða 5
Mjðvikuda'girm 30. séptembér 1953 ▼1BI« Bændabragur 09 sveitasviptir einkennir Svía 09 ísiendmga. Kabbaé við Önnu Larsson senttikennara. Þaö er jafnan með nokkut-ri forvitni að blaðamaður fer á ffund sendikennara við Háskóla fslands. Reynslan hefur margsannað, að sendikennararnir varpa oft bjarma alls þess bezta, sem aðrar menningarþjóðir hafa upp á að bjóða, inn í vetrarmyrkrið Anna Larsson sendikennari. og einangmnina, sem við eigum enn við að búa í Reykjavík. Anna Larsson veitir talsverð fyrirheit, ekki sízt sokum þess, að hún mælir nú þegar á ís- lenzka tungu, þótt hún hafi að eins dvalið hér tvo mánuði. Það væri fjarri sanni að segja, að hún talaði rétta íslenzku, en hún talar svo vel, að öllum er vandræðalaust að sk.ilja allt sem hún segir, og hún vill læra meira. Anna Larsson er 31 árs að aldri, fædd 1922 í Örebro. Að afloknu stúdentsprófi nam hún norræna málfræði, bókmenntir | og rnannkynssögu við Uppsala- , háskóla og lauk fil. mag.prófi 1946. Síðan stundaði hún nám í eitt ár við Hafnarháskóla og, hlustaði þá m. a. á kvæðaskýr- ingar Jóns Helgasonar prófes- sors, og þótti henni sem þar færi mikill kvæðaþulur. Frá 1947—53 hefur hún kennt ýmist í Arvika eða í Uppsölum en í haust var hún valin úr 10 um- sækjendum, sem sóttu um sendikennarastöðuna við Há- skóla íslands. „Viljið þér ekki gera svo vel og segja okkur örlítið frá helztu skáldum Svía, sem nú eru á i..' A'i Þekktustu höfnndarnir. Þrír þekktustu og beztu höf- undarnir eru Par Lagerkvist, Eyvind Johnsson og Harry Martinsson. Um þessa höfunda hefur verið svo mikið tálað, og skrifað hér, að flestir munú kannast við þá, en mér kom satt að segja á óvart að eins mikil bókmenntaþjóð og ís- lendingár eru skuli ekki hafa þýtt „Viigen til Klockrike“ eftir Han-y Martinsson, sem er öndvegisrit í norrænum bók- menntum. Annars er Harry Martinsson jafnvel enn meira ljóðskáld en rithöfundur. Yfirleitt er óhætt að segja að ljóðlistin sé í öndvegi í Svíþjóð eins og stendur, og má í hópi Ijóðskálda nefna bæjarskáldið Nils Ferlin, tilviljunarskáldið Erik Lrndorm og andstæðna- skóldið Erik Lindgren. Meðal þekktustu sltáldsagna- höfunda auk þeirra, sem þegar hafa verið nefndir má nefna Sigfrid Siwertz, sem m. a. hef- ur skrifað skáldsöguna Se- iambs. Lo-Johansson hefur m. a. skrifað „Analfabeten“ um föður sinn, og nú skrifar hann bækur um gamla fólkið, en hann er ekki meira en svo hrifinn að elliheimilunum en vill að gamla fólkið fái að halda áfram að vinna, elska og njóta lífsins eins og þeir sem yngri eru. Af yngstu skáldsagnahöf- undum, sem mikið kveður að má nefna Stig Dagermann, Tage Aurel og Björn-Erik Höijer.“ Hyað um ís- lenzka Siöfunda? „Hafið þér, lesið mikið eftir íslenzka höfunda og hvað finnst yður mest til um í íslenzkum bókmenntum?" Eg hef því miður ekki lesið nærri nógu mikið af íslenzkum bókum, en af því, sem eg hef lesið, finnst mér sumar íslend- ingasögurnar og' bækur Hall- dórs Kiljans Laxness gnæfa langhæst. íslendingasögurnar eru aðgengilegri en bækur Laxness vegna þess, að málið er auðveldara. Laxness kann allt, sem á íslenzku er skráð, og not- ar það sitt á hvað í verkum sínum. Það er því ekki neitt á- hlaupaverk fyrir útlending að lesa það, sem hann skrifar, t. d. er Gerpla svo erfið, að púls vinna er að lesa hana, og er hún þó mjög skemmtileg eink- um miðkaflinn. Eg hef ekki lesið neitt eftir Þórberg Þói-ðarson, Guðmund Daníelsson, Guðmund Hagalín né Jón Björnsson, svo að eg á verk fyrir höndum, og ekki dugir að gleyma íslenzku ljóð- skáldunum, þótt minna beri á þeim að tiltölu við það sem gerist. í heimalandi mínu. Þegar hér var komið sam- talinu, lamdi feiknahryðja gluggann og vindurinn smeygði sér inn gegnum allar rifur. „Þetta er ramíslenkt haust- veður og, getur vel haldist til jóla.“ Það, gerir mér ekki svo mikið til, eg er furðú lítið háð veðra- brigðum. Mér líkar vel hér i Reykjavík a. m. k. enn. Méi finnst fslendingar kurteist og elskulegt fólk, en dálítillar feimni gætir hjá þeim, að því leyti eru þeir líldr Svíum, en báðar þjóðirnar hafa í fari sínu bændabrag og sveitasvip og finnst mér þeim vera það til sóma. Eg hlakka til að kynnast landi og þjóð nánar og kenna móðurmál mitt og sænskar bólcmenntir við Háskóla íslands. ísienzkutn vdkirfræðingi sýndur mtkili sómi. Páli Bergþórssyni boftiít til Svíþjóðar á vegum veðurfræ&istofnunar háskólans þar. Hvers vegna drekka menn HeiÍbrigðismálastofnun Sþ lætur fram fara rannsókn á því. Páll Bergþórsson veðurfræð- ingur fór fyrir nokkru utan. Hefur hann fengið leyfi frá störfum til 1. júlí næsta árs. Dvelst hann þangað til eða mestan hluta fjarvistartímans í Stokkhólmi á vegum veður- fræðistofnunar háskólans þar í borg. Páll Bergþórsson, sem er orðinn landskunnur fyrir fróð- lega og skemmtilega útvarps- fyrirlestra sína um veðurfarið, stundaði veðurfræðinám sitt í veðurstofunni, og vakti fljótt mikla athygli kennara sinna þar fyrir óvenjulega hæfileika. Að því er Vísir hefur fregnað eftir góðum heimildum munu tveir kennarar hans þar ciga sinn góða þátt í því, að Páli liefur verið boðið til St.okk- hólms. Boðið mun hafa borizt honum frá Rossby prófessor, sem er þekktur veðurfræðing- ur, er kom á fót veðurfræði- stofnun Háskólans, en Rossby starfaði um árabil sem veður- fræðingur í Bandaríkjunum (Chica.go). Er fyrir hans at- beina boðið til fyrrnefndrar stofnunar ungum, efnilegum veðurfræðingum, sem þar hlýða á fyrirlestra og flytja sjálfir fyrirlestra, og er þetta að sjálf- sögðu mjög þroskandi fyrir þá. Er og séð fyrir því, að þeir geti komist af sér að kostnaðarlausu meðan þeir dveljast þar. Er það í rauninni mikil sæmd, sem hinum unga veður- fræðingi hefur hér hlotnazt, og gleðiefni öllum þeim, sem hafa kynnst honum persónulega eða vegna kynna á honum sem út- varpsmanni. Páll Bergþórsson er maður yfirlætislaus og hið mesta prúðmenni og mun reyn- ast hinn ágætasti fulltrúi ís- lands á þeim vettvangi, sem hann mun dveljast næstu mánuði. Undanfarin frrjú ár hafa á- fengisneytendur í Evrópu og Ameríku verið aíhugaðir all- rækilega, án þess þó að vita af því sjálfir. Undir eftirliti Heilbrigðis- málastofnunar SÞ (WHO), hafa sérfræðingar fylgzt með því hvernig þjóðirnar drekka. Nú fyrir. skömmu var haldið þing alþjóðaheilsunefndarinn- ar í Vín. Þar flutti fyrrverandi formaður áfengisrannsóknar- deildar Yale-háskólans, Dr. 1 Edwin M. Jellinek, skýrslu um árangurinn af hinum umfangs- ' miklu rannsóknum. f ' , i I skýrslunni segir, að áfeng- ’sney/.Ja í Bandaríkjunum og Svíþjóð stafi að miklu leyti af taugabilunum manna. Sérfræð- ingar komust einnig að raun um, að talsvert er af „túra- mönnum“ í Bandaríkjunum og Danmörku, (þar sem áfengis- vandamálið er ekki álitið svo teljandi). Sérstaklega bai' á þessu meðal kvenna, sem komn- ar eru yfir 35 ára aldur. Þær leita sér huggunar í áfengi, vegna þess að þæi;, hafa misst þarn sitt, eiga ótrúan eigin- mann eða una ekki hlutskipti sínu í þjóðfélagiiiu. í Chile drekka menn af öðr- ‘im orsökum, það er til að seðja hungur sitt. Áfengi hefur inni að halda þá hitaeiningu, sen íbúarnir fá ekki í matar- skammtinum. í Finnlandi rák- ust sérfræðingar WHO á mikið af mönnum, sem drekka sig „út xr“. Hér er aðalléga um aS ;ieða sveitafólk, sem )úm. helgár ieifar skemmtana í borgum. Það kom í ljós, áð hvergi er áfengisvandamálið eins aðkall- andi eins og í Frakklandi, en þar er um 1 milljón áfengis- sjúklinga. Ekki er þó getið i skýrslunni, hver sé höfuðor- sökin — hvort þar stafar af því, hve auðveit er að, ná í á- fengi eða hvort. hana má. rekja til þjóðfélagsvandamála. En á það er bent, að í Frakklandi sé mest drukkið í sveitunum — á bóndabæjum — en í Banda- ríkjunum er t. d. yfirgnæfandi meiri hluti drykkjusjúklinga í borgum. Meðan ' þessár rannsóknir fóru fram, vann John Gardner, 40 ára gamail, að öðrum rann- sóknum. Hví var það, spurði hann sjálfan sig, að rómverskir hermenn á tímum Caesars héldu alltaf heilsu í iöndum, þar sem annars voru landlægar farsóttir? Áfengi hiýtur að hafa verið undralyfið. Þegar innfás var í bígerð, vöru hersveitimar oft og tiðum látnar venjast vín- tegundum þeirra landa, sem ætlunin var að leggja undir sig. i Gardner var sannfærður um, að haim hefði á réttu að stancla, og í því trausti hóf hann rann- sóknir sínar og tókst að ein- angra úr rauðvíni efni, sem drepur fjórar tegundir af inn- yílabakteríum. Þetta efni er að vísu veikt í samanburði við penicillin, en Gardner þyk-ist viss um að með frekari umbót- um megi auka áhrif þess. Bandaríska lyf j afræðmgafélag- ið veitti John Gardner nýiega hifi árlegu Kilmer-verðlaun sín fyrir þessa uppgötvun. búsáhöld í fjölbreyttu úrvali: Rafmagnspottar Kaffikönnur Pönnur Skaftpottar Fiskspaðar Ausur BIYHJAVÍK Skrifstoluvörur: Gatarar 2 gerðir. Borðyddarar 2 gerðir. Heftivélar Heftivír Collotape 14” kr. 20.45. Colíotape %” kr. 28.50. Bókabúð r s m uná /k MII11 tf IIA Bafnarstræti 4 Sími 4281 Kaupl gull og silfur íbúð Þriggja herbergja kjallara- íbúð í Skjólunum til sölu. Upplýsingar í kvöld í sima 3989. STUJLKA getur fengið atvinnu við af- greiðslu. Húsnæði.’getur fýigt. Brytinn Hafnarstræti 17, sími 6234. Reykvíkingar o.fl. Er stödd í bænum nokkra daga. Til viðtals 2—10 daglega í steinhúsinu Bergstaðastræti 33, gengið inn portmegin. Ingibjörq Ingvars sigfufirði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.