Vísir - 06.10.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 06.10.1953, Blaðsíða 4
▼ t S I 8 triSjudaginn 6. október 1953. D A G B L A Ð Ritstjóri; Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skriístofur: Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm iinur), Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Gudmunduf Camalíelsson, bókssli Guðmundur Gamalíelsson Merkíleg starfsemi. Hinn árlegi fjáröflunardagur Sambands íslenzkra berkla- sjúklinga er að vísu liðinn, en samt'er engin ástæða til þess að láta hjá líða að' minnast hinnar merkilegu starfsemi, sem sambandið hefur með höndum. Þótt það efni ekki til fjár- sofnunar nema einn dag. á ári, og veki þá sérstaka athygli á starfi sí'nu, af eðlilegum ástæðum, vinnur það alla daga ársins ,'jafnt að markmiði sínu, sem er að gera þá, er átt hafa í baráttu við bei'klana, færa um að taka á ný fullan þátt í störfum þjóðfélagsins og öðlast þá lífshamingju, sem sjúkdomurinn sviftir menn að meira eða minna leyti. Samband íslenzkra berklasjúklinga hefur ekki starfað nema fá ár, en á þeim skamma tíma hefur því þó tekizt að koma svo miklu í verk, að óhætt er að nefna Grettistök í því sambandi. Það hefur ekkí aðeins komið upp einhverri myndarlegustu byggingu, sem reist hefur verið utan Reykjavíkur, sem er Reykjalundur, heimili þeirra, sem verið hafa á heilsuhælum og þarfnast nokkurs tíma til að jafna sig og safna kroítum, þar til þeir geta tel. i ' . >p þau störf á ný, sem þeir höfðu áður en sjúkdómurinn baiui uð dyrum. Þar hefur einnig verið komið upp hinum margvíslegustu verkstæðum og vinnuskálum, þar sem hver vistmaður getur fengið vinnu við sitt hæfi, svo að hann verði ekki ómagi á stofnuninni. En þótt svo miklu hafi verið hrundið í framkvæind, telur Samband íslenzkra berklasjúklinga engan veginn, að hiutve.rki þess sé lokið eða öllu heldúr, að nóg hafi verið gert, svo að nú þurfi aðeins að halda í horfinu. Það er einmitt þeirrar skoðunar, að það, sem gert hefur verið, sé í raun og veru aðeins grundvöliur eða undirstaða þess, sem gera þarf á næstu árum. Það verkefni ei að koma upp nýjum vinnuskálum, svo að enn taetur sé búið að vistmönnum við vinnu .þeirra en nú er, og hægt verði að taka -upp meiri og fjölbreyttari framleiðslu en unnt hefur verið undanfarið. Er þarna um nokkurra ára áætlun að ræða. Eins og Vísir skýrði frá í gær, hafði sala á merkjum og tíma- riti SÍBS gengið með ágætum, enda þótt veður hafi engan veg- dnn verið hagstætt. Er það ljósasti vottur þess, hver ítök sam- tökin eiga meðal almennings, enda er það sannarlega mál allrar þjóðarinnar, að barizt sé gegn sjúkdómum og afleiðingum þeirra. J þeirri baráttu getur engin verið hlutlaus eða látið sér úrslitin á léttu rúmi liggja. Á þessu sviði hefur verið vel unnið, og þótt segja megi, að ■öll þjóðin hafi lagt hönd á plóginn, er heiðurinn fyrst og fremst þeirra manna, er hófu merkí SÍBS fyrst á loft, og hafa ekki látið það niður falla síðan. Ef þeir hefðu ekki skorið upp herör á sínum tíma, er allsendis óvíst, hvort nokkuð hefði verið gert í þessu efni., eða ummerki sézt, þar sem Reykjalundur gnæfir nú. Það cr þörf fyrir fleiri slík samtök meðal þjóðarinnar. Þótt hið opinbera geri að sjálfsögðu allt, sem það getur, til þess að búa sem bezt í haginn fyrir borgarana á öllum sviðum, verður það þó að dreifa kröftum sínum við mörg verkefni, svo að hægt miðar við flest. Samtök eins og SÍBS, er helga sig einu verkefni og öðru ekki, sameina hinsvegar áhuga og krafta þús- undanna, og átök þeirra eru oft miklu meira virði en það, sem hið •opinbera hrindir í framkvæmd. Minning Klettafjailaskáidsins. ■jsiendmgar, bæði austan hafs og vestan, standa í mikilli þakk- arskuld við Stephan G. Stephansson, bóndann, sem hlotið hefur nafnið Kléttafjallaskáldið á vörum þjóðarinnar. Á laug- ardaginn voru liðin hundrað ár Trá íæðingu hans, og vegna þess hefur hans verið minnzt hér á landi nú í haust, svo og í sumar. Þá var reistur rninnisvarði norður í Skagafirði, á Arnar- stapa, þar sem sér vítt yfir það fagra hérað, og síðast liðinn laugardag heiðraði Háskóli íslands skáldið með því að efna til virðulegrar samkomu. Hér skal engu bætt við það, sem sagt hefur verið og skrifað uni Stephan G. Stephansson að undanförnu, því að þar hafa fróðustu menn um fjallað. En ekki fer hjá því, að það veki nokkra eftirtekt, hvernig lítill hópur manna, það er að segja komm.'.nútar, hafa reynt að eigna sér skáldið, og beita honum fyrir si§ i. táróðrj, er vitað, að Stephan var róttækur að mörgu leytij.hann lók ávait svari smælingja og -barðist gegivoí- beldi í Ijóðum sínum, en hann hefði aldrei verið Moskvu-komm- únisti, eins og þeir eru til dæmis við Þjóðviljann. Þeir geta því áldrei tiieinkað sér hann eða anda hans. bóksali verðnr borinn til hinztu hvíldar í dag. Guðmundur lézt í hárri éll'i, komiim hátt á 83. aldursár, en var þó ern vel til æviloka, var andleg'a hress, kvilíur á fæti og höfðingsbragur á fari hans öllu. Lát hans bar skyndi- lega að en nokkurar vanheilsu hafði að vísu gætt hjá Guð- mundi hin síðustu árin. en þrátt fyrir það var hann oft- ast lrress og kátur og sívinn- andi öllum stundum þegar hann gat því við komið. Guðmundur var fæddur 25- nóvember 1870 að Hækingsdal í Kjós. Amiars lágu borgfirzk- j ar ættir að Guðmundi bæði í' föður- og móðurætt og bjuggu foreldrar hans lengst af í Borg- arfjarðarsýslu. Átján ára að aldri íluttist Guðmundur alfarinn frá for- eldrum og ættmennum hingað til Reykjavíkur og stundaði hér tún- og garðyrkju hjá Sehier- beck landlækni um þriggja ára skeið. Að þeim tíma liðnum hófst hið raunverulega ævi- starf hans: bókbandið. Lærði Guðmundur hjá Arinbirni Sveinbjarnarsyni bókbindara, tók sveinspróf 1895 og sigldi að því búnu til K.hafnar til þess að kynna sér betur ýmsar nýungar í bókbandi og full- komnari fagvinnu. Eftir margra ára dvöl í Danmörku tólí hann sér ferð á liendur til. Þýzka- lands og Frakklands og kom til íslands aftur 1901. Eftir að lieim kom tók Guðmundur til óspilltra mála við bókband og vann síðan að því, fyrst hjá öðrum, en síðar á eigin bók- bandsvinnustofu lengst af ævi sinnar. Þótti Guðmundur á því sviði kunnáttumaður með af- brigðum og snillingshandbragð á því, sem hann vandaði sig með. Þjóðkunnur varð Guðmund- ur og fyrir bókaútgáfu sína, sem hann hóf árið 1904 og hef- ir rekið allt fram til þessa. Á tímabili var Guðmundur einn athafnamesti bókaútgefandi landsins, stórhuga mjög og vandaður að útgáfum sínum. Auk margra merkra bóka al- menns eðlis, gaf hann út mikið af kennslubókum og var að vissu leyti brautryðjandi á því sviði. Síðustu árin dró að sjálf- sögðu mjög úr útgáfustarfsemi hans, en þó má gata þess að undir stríðslok gaf Guðmundur út stórmerkilegt æviskrár- rit „Hver er maðurinn?“ sem kom út í tveim stórum bindum, og var þarna um brautryðj- andastarf að ræða sem þjóðin öll stendur í óbættri þakkar- skuld við Guðmund fyrir. Jafnhliða bókaútgáfu og bókbandi rak Guðmundur lengst af bókaverzlun og m. a. mun hann hafa verið einhver fyrsti íslendingur sem rak; fornbókaverzlun hér á landi. Afskipti Guðmundar af menningarmálum voru mörg og skal hér aðeins drepið á lítið brot. Meða1 annars skal þess getið aS ISnskólinn í Reykja- vík á stofnun sína, vö.xt og viðgang ekkt hvað sízt Guð- F mundí Gamalíelssyni að þakka. ; Gúðmundur barðist ótrauðri baráttu fyrir stofnun hans og vann síðan af megni fyrir þró- un hans og velgengni. Og iðn- aðarmálin í heild lét Guðmund- ur sig jafnan miJtlu skipta og var alltaf reiðubúinn að hlaupa undir bagga og gera þeim það gagn sem í valdi hans stóð. Hefir Guðmundur m. a. ritað fjölda greina um iðnmál og iðnaðarmenn bæði í íslenzk rit og erlend. Um afskipti Guð- mundar af öðrum menningar- málum má geta þess að hann átti um skeið sæti í stjórn Sögufélagsins, Garðyrkjufé- lagsins og Germaníu. Bindind- ismaður liafði hann alla ævi verið og tekið mikinn þátt í fé- lagslífi Góðtemplara. Hatm var einnig meðlimur í félögum Oddfellowa o. fl. og hefir jafn- an verið hinn nýtasti starfs- maður og félagi. Með Guðmundi er hníginn í valinn einn af ágætustu stað- genglum gömlu kynslóðarinn- ar og brautryðjendum aJda- mótamenningarinnar, ef . svo mætti að orði komast yfir valtn- ingartímabil það og þroskaferil, sem öll okkar menning, at- hafnalíf og siðgæðisþroski byggist á í dag. Mannkosta- maður var Guðmundur, trygg- lyndur svo af bar, réttsýnn. grandvar og heiðarlegur. Einn- ig í því efni var hann staðgeng- ill gamla tímans og þannig að vart varð á betra kosið. Þ. 3. Pappirspokagsrðin W. VUcuttg 3. Jtllik. pappirtpokttl Vcgfarandi sendir Bergmáli þetta bréf: „í gærmorgun vár ég á gangi eftir einni af aðalgötum bæjarins og sá þá nokkur börn á að gizka 4—5 ára hjóla eítir gangstéttim- ;um á þríiijóluin. ÞaS er í raun og v'eru ekkcrt óvenjulegt þött börn á ölium aldri og jafnvel fuilorSn- ir iíka hjól'i ’cfttr gangstéttnm, en það sem vákti athýgli mína í þessu sambandi var það, að þcssir litlu angar beygðli af og til út á götima og fóru inikinn. Gseta ekki aS sér. Sem betur fór sýndu bílstjór- arnir, :em þarna áttu leið um, niestu varkárni svo ekki lilutust nein slýs af. en það var ein- vörðungu bílstjórunum aS þakka, því börnin gáfu ekki uinferðinni ninn gaum. Þau vöru öll á valdi leiksins. Þegar þess er gætt, aS lisefni titiila barna til þess að meía i'jarlægSir er mjög lítil ■— hún nær ekki fullum þroska fyrr n þajj__ru 12—14 ára — má það merkílegt heita aS foreldrar skuli sleppa svo ungum börnum eftir- litslaust út í umferðina, þar sem þau eiga allt undir gætni ann- arra vegfarenda. Leikir á götunum. Yfirleitt er það mjög áberandi í Reykjavík, iiversu kærulaus börn eru í umferðinni og hlýtur það að stafa af því, að foreldr- arnir leggja ekki nógu mikla á- herzlu á að kenna þeim rétta r umferðarreglur. Það ætti í raun og veru a'ð vera skiíyrði fyrir leyfi til hjólreiða, að sá, seni það gerir, viti, að gangstéttir eru ætl- aðar gangandi fóllci en ekki hjól- reiðarmönnum og sýni þessa nauðsynlegu þekkingii sína i verki.“ ÞaS vantar samræmi. Húsmóðir sendir Bergmáli þessa fyrirspurn: „Hvað veldur því, að sá, sem ætlar a'ð kaupa skyr og brauð sama daginn í sömu búðinni, verður að gcra sér tvær ferðir þangað? Skyrið er yfirleitt upp- selt, ef komið er eftir kl. 11, en brauðið er ekki komið á markað- inn fyrr en um hádegi. Erlendis er það algild regla, að fólk getur fengið bæði mjólk og brauð sent heim til sin klukkan 7 árdegis. Mjólk er dýrari liér en i nokkru öðru landi, samt er það allt undir hælinn lagt, livort húsmóðir, sem á óliægt með að tsanda í biðröð- um mjólkurbúðanna getur aflað sér mjólkurafurða, a. m. k. éf hún þarf brauð líka.“ Bergmál þakkar hréfin. — kr. Tilkynníng Að gefnu tilefni eru allir þeip, sem nota þurfa vogir og mæliáhÖld, hér raéð áminnti'r' um að láta löggilda öll slík tæki. Ennfremur skulu þeir, sem annast viðgerðir á vogum, áminntir um að afmá löggildingarmerkin um leið að viðdagðri ábyrgð samkvæmt íögum. Á það skal bent, að iöggildingarstofan hefur ein rétt til að löggilda vogir og önnur mælitæki. Reykjavik, 6. október 1953 í ii «* f§li /« víh -

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.