Vísir - 06.10.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 06.10.1953, Blaðsíða 8
►eir tem gerast kaupendur VlSIS eftir 10. hver* mánaðar fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. — Sími 1660. irxsxR, breytíasta. — HringiS í síma 1660 og gerist áskrifendur. ÞriSjudaginn 6. október 1953. Sýningar á „íslandsraynd- um“ í Þýzkalandi. Dr. Haye-W. Hansen sýnir Ísiandsmyndír sínar í Hamborg og Stokkhólmi á næstunni. HingaS til lands kom fyrir skemmstu dr. Haye-W. Hansen málari, sem mörgum íslencl- ingum er að góðu kunnur frá fyrri dvöl hans hér. Frá því er dr. Hansen fór héðan af landi burt, fyrir tæp- um tveim árum, hefur hann lengst af dvalizt í heimalandi sínu, Þýzkalandi, en einnig um nokkurra mánaða skeið í Sví- þjóð og nú síðast um 6 vikna tíma í Færeyjum. Þar sem dr. Haye-W. Han- sen er fornminjafræðingur, leitar listauga hans fyrst og fremst að gömlum menningar- verðmætum úr lífi eða sögu hverrar þjóðar. Hér heima á íslandi hefur hann lagt sér- staka rækt við hinn - gamla bæjastíl, þjóðbúninga o. fl. þessháttar. Hefur hann komið sér upp allgóðu safni myhda sem hann hefur teiknað eða málað af þessu og efnt til sýn- inga á þeim í ýmsum borgum erlendis þar sem hann hefur einnig sýnt myndir sínai' af ís- lenzku landslagi. Nokkru eftir komu sína út til Þýzkalands efndi dr. Haye- W. Hansen til sýningar í Cux- haven, heimaborg sinni, síðar til sýninga bæði í Husum og' Bremerhaven. Voru sýningar hans opnaðar með nokkurri viðhöfn t. d. héldu yfirborgar- stjórirín • í- Bremerhaven og Eggert Stefánsson ræðismaður Islands ræðu ,við opnun sýning- arinnar þar í borg. í Husum hélt dr. Krey, fiskifrseðingur frá Kiel, ræðu um ísland, land og þjóð og með sérstöku tilliti til fiskveiða þeirra. Sjálfur hefur dr. Hansen líka flutt er- indi um ísland í sambandi við sýningar sínar og sömuleiðis skrifað um land og þjóð í þýzk bkið. í janúarmánuði n. k. efnir dr. Hansen til stærstu íslands- sýningar sinnar, sem verður haldin í þjóðfræðasafni Ham- borgar og þar mun hann einnig sýna myndir frá Færeyjum. Þá hefur hann einnig í und- irbúningi sýningu á íslands- myndum sínum í Stokkhólmi og e. t. v. víðar í Svíþjóð og ér nú að undirbúa hana í samráði við Sænsk-íslenzka félagið í Stokkhólmi. Dr. Haye-W. Hansen hyggst dvelja hér á landi til áramóta, fyrst og fremst í því skyni, að ljúka við ýmis verkefni, sem hann átti ólokið við er hann fór héðan síðast. Þann tíma sem hann dvelur hér mun hann kenna bæði teiknun og málun, en þegar hann var hér áður ;tarfrækti hann um tíma einka- ;kóla í þessum listgreinum. Þess má að lokum geta að áður en málarinn hverfur héð- an af landi burt efnir hann til sýningar á myndum (teikning- um og olíumálverkum) frá dvöl hans' í Svíþjóð fyrir skemmstu og í Færeyjum nú í sumar og haust. Ekki er full- ráðið enn, hvenær sýningin verður opnuð. Áskorun varðanÆ áfengismáL Áfengisvai'nanefnd kvenna í Reykjavík og Hafnarfirði skorar hér með eindregið á kennara og skólastjóra lands- ins, að brýnd sé fyrir nemend- um skaðsemi áfengisnautnar — og að skólastjórar fylgist vel með, að á skemmtunum, sem haldnar eru á vegum skólanna, sé áfengi ekki haft um hönd. Öllum er það ljóst, að afbrot unglinga eru oftast unnin und- ir áhrifum áfengis. Geta slík afbrot öft orðið örlagarík fyrir viðkomanda. Enginn, sem á að vísa æskunni til vegar á náms- árum hennar, má ganga fram- hjá þeirri ábyrgð, sem á hon- um hvílir, gagnvart henni -- og eitt veigamesta atriðið ætti að vera það, að byggja upp þróttmikla og siðferðislega styrka kynslóð, sem á að erfa landið. Viktoría Bjarnadóttir (form.), Sigríður Björnsdóttir (ritari). Glímuæfingar Ungmennafélags Reykjavíkur hefjast í kvöld kl. 20 í leikfimisal Miðbæjarskólans. Æfingar verða á þriðjudög- og föstudögum á ofangreindum tíma. — Myndin sýnir glæsilega tekið klofbragð. um Vill ekki griðasáttmála við Rússa án vissra skilyrða. Rætt um slíka sáttmála og viðskipti við Kína Eim af myndum Hansens er sýnir gamlan íslenzkan þjóð- foúning. Góð mynd í Hafnarbíó. Hafnarbíó sýnir um þessar mundir allathyglisverða kvik- mynd, sem heitir Olnboga- barnið. Aðalefnið er raunasaga lítill- ar stúlku, sem elst upp á heim- ili, sem hefur leyzt upp, er foreldrar hafa slitið samvistum. Telpan getur ekki slitið minn- ingarnar um það sem var úr huga sér, og aðlagast hinum nýju aðstæðum. Myndin sýnir glögglega, hversu geigvænleg áhrif ófull- komið heimili getur haft á’lítið barn, þótt efnin séu nóg og ekkert- til sparað sem hægt er að veita fyrir peninga. Janette Scott leikur telpuna Jennifer, og gerir hana minnisstæða i hugum þeirra, sem sjá þessa lærdómsriku mynd. Einkaskeyti frá AP. New York í morgun. Knowland , formaður utan- ríkisnefndar þjóðþings Banda- ríkjanna, hefur lýst sig andvíg- an griðasáttmála, sem Rússar fengju aðild að. Þó kvaðst Knowland geta f all izt á þetta, ef frjálsar kosningar færu fram fyrst í leppríkjunum austan járntjalds, ella yrðu þau ef til vill áfram að búa vi'ð kúg- un Rússa. Knowland ræddi við blaða- menn og sagði frá niðurstöðum þeim, sem hann hefði komizt áð í ferðum sínum, en hann fór um Asíulönd og víðar, til þess að kynnast þjóðum og leiðtog- um. Hann kvað skoðun sina ó- breytta, að það væri hættulegt ef þjóðir fylgdu þeirri stefnu, að slaka jafnan til við komm- únista, eins og Indverjar gerðu. Af því leiddi jafnan, að komm- únistar færðu sig upp á skaftið. Annar leiðtogi hefur í ræðu komið inn á samskiptin við kommúnistisku löndin. Leiðtogi sá, er Sir Roger Makin, sendi- heri’a Breta í Washington. Hann flutti ræðu í San Francisco í gær og varði stefnu Bretá, að því er varðar viðskipti við kommúnista. Sir Roger kvað veigamikil rök fyrir því, að reka slík við- skipti, t. d. að ef ekki væri skipt við hið kammúnistiska Kína, myndi það þjappa Rúss- um og Kínverjum enn fastar saman, og vildu Bretar vissu- lega ekki stuðla að því. Bre+ar seldu Kommúnistum ekki hern- aðarlegar nauðsynjar, en í stað- inn fyrir það, sem beir seldu, fengju þeir mikilvægar afurð- ir, og viðskiptin við kommún- istalöndin greiddu að sjálfsögðu fyrir örfun heimsviðskipta. i vöru- happiirætti SIBS. í gær var dregið í 10. fl. vöruhappdrættis SÍBS, og féllu hæstu vinningarnir á eftirfar- andi númer: 50 þús. kr.: 35.935. 10 þús. kr.: 1377, 26.368 og 29.257. — 5 þús.: 18.959, 28.751, 45.630, 49.291. — 2 þús.: 464, 795, 2917, 5400, 15.214, 19.319. — 1 þús.: 8259, 23.514, 36.931, 40.404, 42.041, 47.715. — 500 kr.: 145, 6004, 7449, 9057, 9784, 14.147, 16.034, 17.784, 24.689, 25.262, 26.530, 27.288, 28.250, 30.492, 30.672, 32.069, 32.162, 37.326, 37.386, 43.508, 44.278, 45.029, 46.366, 48.007, 49.307. Kabarett á vegunt Fegrunarfélagsins Hallbförg hermir efftir frægum söngvsirum. Fegrunarfélag Reykjavíkur ætlar að efna til kabarettsýn- inga í Sjálfstæðishúsinu, og hef jast þær um næstu helgi. Eins og kunnugt er hefir Fegrunarfélagið ýmsar fjár- frekar framkvæmdir með hönd- um, en tekjur hinsvegar af skornum skammti. Það hefir nú orðið að ráði, að félagið efni til kabarettsýninga, og munu sýn- ingamar verða flesta daga vik- unnar næstu þrjár vikurnar eða svo. Vísir hefir frétt, að ráðnir hafi verið skemmtikraftar til sýninganna, bæði innlendir og erlendir. Meðal þeirra, sem koma fram á sýningunum, verður Hallbjörg Bjamadóttir, sem nú leggur eingöngu fyrir sig eftirhermur. Hermir hún eft ir ýmsum frægum söngvurum, og undanfarið hefir hún komið fram á skemmtistaðnum Val- encia í Kaupmannahöfn við feikna aðsólcn og undirtektir. Fleiri aðilar munu og slcemmta á kabarettinum, og verður nánar skýrt frá þessu siðar. — Meðal þeirra verkefna, sem Fegmnarf élagið hyggst beita sér fyrir, er lagfæring lóðarinnar sunnan Iðnó, en þar á að helluléggja og koma upp steinbekkjum og ýmsu til þæg- inda og augnayndis. Krafizt lífláts yfir Mossadegh. Herréttur í Persíu hefur veitt Mossadegh fyrrv. forsætisráð- herra 5 daga frest til þess að velja sér verjanda. Rétturinn kom saman í gær. Vörn í iríáli Mossadeghs mun hefjast 15. þ. m., en krafizt hefur verið dauðadóms yfir honum. Eldur í pappírs- geymslu prent- smíðjunnar Eddu. I nótt kom upp eldur í prent- smiðjunni Eddu við Lindargötu og urðu allmiklar skemmdir á pappírsbirgðum prentsmiðj unnar og Tímans og ennfremur skemmdist húsið af reyk og vatni. Slökkviliðið var kvatt þang- að kl. 4,37 1 nótt og var tölu- .verður eldur í pappírsgeymslu prentsmiðjunnar, og prent- smiðjusalirnir fullir af reyk. — Mun eldurinn hafa komið upp i pappírsgeymslunni, en ókunn- ugt er um upptök hans. í papp- írsgeymslunni voru m. a. all- margar rúllur af blaðapappír, og skemmdust þær af eldi og reyk, og skemmdir urðu einnig á húsinu af reyk. í gærdag var slökkviliðið kvatt að Njálsgötu 4, en þar ihafði kviknað í gluggatjöldum. Búið var að slökkva eldinn er slökkviliðið kom og urðu litl- ,ar skemmdir. Variiaæfingar í London. Miklar varnaræf ingar standa fyrir dyrum í Lundúnahöfn í iþessari viku og verður þetta fyrsta vamaræfing í Bretlandi gegn hugsaðri kjamorkuárás. Auk flugliðs, flota og land- hers og heimavarnarliðs, tekur lögregla og hjúkrunarlið sjúkrahúsa þátt í henni, og raunar allur almenningur, en fulltrúar frá öðrum hafnar- borgum verða viðstaddir, enda vænta menn þess, að reynslan sem fæst muni koma að notum í hafnarbæjum almennt. Æf- ingarnar standa í 3 daga. Bridgekeppni lokið. Tvímenningskeppni Bridge- félags Reykjavíkur í 1. flokki lauk í gærkveldi með sigri þeirra Gunnars Vagnssonar og Ólafs Guttormssonar, er hiutu 434 stig. Tvímenningskeppni meist- araflokks hefst á sunnudaginn kemur í • Skátaheimilinu __ og verða spilaðar 6 umferðir. Átta efstu tvímenningarnir úr 1. flokki taka þátt í meistára- flokkskeppninni en „pörin“ og stig þeirra er sem hér hegir: Gunnar Vagns.—Ól. Gutt. 434 Júl. Guðm.—Njáll Ingj. 428 Árni Guðm.—Ól. Þorst. 424 Tryggvi P. Þórh. Tr. 420.5 E. Guðjohnsen—Magn. Bj. 418.5 Ing. Ólafss.—Stefán Sv. 418 ,KaiT Jónsson—Sveinn H. 416.5 I Hallur Sím,—Orri Gunn. 413.5 1 (Birt án ábvrgðar).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.