Vísir - 07.10.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 07.10.1953, Blaðsíða 4
▼ tsia Miðvikudaginn 7. október 1953-. wflsxxc. D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Einingin, sem þeir boða. Þegar sigurvíman var sem mest á þjóðvarnarmönnum eftir að þeir höfðu komið manni að við alþingiskosningarnar, sem fram fóru í júnímánuði síðastliðnum, töldu þeir sér alla vegi færa, og þóttust sjá fram á tímabil mikilla og vaxandi sigra, Bjuggu þeir sig þegar undir að taka þátt í bæjarstjórnarkosn- ingunum, sem fram eiga að fara í janúarmánuði næstkomandi, og auglýstu eftir þátttakendum í bandalagi, er legði þar fram lista, og tæki að sjálfsögðu stjórn bæjarins í sínar hendur eð'a hefði a. m. k. aðstöðu til þess að segja fyrir verkum að ein- hvei'ju leyti. En þegar af þeim rann móðurinn, var þó heldur minna um þetta rætt, og hefur þetta væntanlega bandalag varla verið nefnt á nafn í blaði þeirra síðan, Frjálsri þjóð. enda þótt fyrsti lysthafandi í bandalagið hafi gefið sig fram fyrir nokkru og samstundis vei'ið gei'ður að ritstjói'a blaðsins. Getur verið að þetta stafi af því, að þjóðvarnarmenn sjái ekki fram á neinn sigur, enda þótt þeim hafi tekizt að koma tveim mönnum á þing að þessu sinni, en hinsvegar var fyi'sta vei'k þeirra, er þeir voru komnir í ná’ 'rxda við þingsalina að gefa bæði komm- rínistum og kröturn koat á samvinnu. Jafnframt var þó búið svo um hnútana, að lítil líkindi voru til þess að samvinnan tækist. Má vera, að þetta teijist til slægvizku eða jafnvel stjórnvizku, og. væri það þá eftir öðru hjá þeim flokki. Ekki verður annað séð en að þjóðvai'narmenn hafi ætlað sér að verða einskonar foringjar stjórnarandstöðunnar. Vei’ður þó ekki ráðið af úrslitum kosninganna, að þeir geti talið sig sjálfkjörna til slíks, en á hitt er einnig að líta, að þá skortir okki áhugann, enda þótt þeir hafi næsta lítið til málanna að leggja annað en að prédika varnarleysi landsins sem eina vörn þess. Gætu þeir þess vegna tekið við forustu af komm- únistum í sumum málum, "og jafnvel gengið til víga með aiokkrum hluta Alþýðuflokksins, eins og fram hefur komið. En samvinnutilboð þjóðvarnarmanna var næsta einkenni- 3egt, þegar á það er litið, sem þeir hafa sagt áður. Þeir hafa lýst yfir því, að þeir sé andvígir kommúnistum, sé í rauninni .sósíaldemókratar öðrurn þi-æði, en í samvinnuboðinu vildu þeir »endilega hafa kommúnista með líka, og raunar var það skil- ,yrði fyrir því, að samvinna mætti takast milli ofangreindi’a þriggja flokka, að kommúnistar væru hafðir með í ráðum. öamvinna við annan hvorn ílokkinn kom því aðeins til gi-eina, að hinn yrði með einnig, og ef annar skærist úr leik, yrði ekki starfað með hinum. i Hefur hin fyrsta ganga þjóðvai’narmanna á þingi orðið til þess, að þeir hafa bragðið upp mynd af því, hvernig einingin ■og samvinnan mundi verða við stjórn bæjarmálanna, ef sá «draumur rættist, sem fram kom í samvinnuauglýsingu þeirra, :sem nefnd er hér að framan. Ástin á kommúnistum mundi 'verða flestum öði-um kenndum yfirsterkai’i, og burfa menn þá -ekki að spyrja um það, hvernig bænum yrði stjórnað. Dæmin .taf samsuðustjórn eru deginum Ijósari, og hafa komið hvað -fcezt í ljós síðustu dagana, er vinsti'i flokkarnir hafa gefizt upp rí Vestmannaeyjum. Hér í bæ yrði afleiðingar samskonar ráðs- rmennsku enn geigvænlegi'i sem fólkið ér fléira, bærinn stendur í meiri framkvæmdum og fé meira í umferð. Árangur kemur í Ijós. A lþingi kauð hingað í sumar tveim bi’ezkum þingmönnum, og höfðu þeir hér nokkra viðdvöl, sem þeir notuðu að* sjálfsögðu til þess að kynna sér ýmis málefni, sem ísland snerta, og þá ekki sízt deilu þá, sem staðið hefur undanfarið varðandi stækkun landhelginnar hér við land. Voru þingmenn þessir frá báðum aðalstjórnmálaflökkum Bretlands, Íhalds- flokknum og Verkamannafloklurum. : , Annar þessarra þingmanna; Edwai’d Evans, sem fylgir Verkamannaflokknum að málum, hefur nú látið til sín heyra •og ritar vinsamlega grein í Daily Hérald um landhelgisdeiluna. Kveður hann svo að orði, að binda verði endi á þessa „styi'jöld“ við íslendinga þegar í stað. Evans kveðst sannfærður um það, að íslendingar sé fyrst og fremst að hugsa um að friða viss svæði, og þar njóti ís- lenzkir togarar engi’a forréttinda. Það* verði fleiri þjóðum hagur en íslendingum einum að hrygningarsvæðin sé vernduð, og höfundur kveðst sannfærður um, að leysa megi deiluna, ef annar aðili stigi fyrsta ski’efið. Það liggúr í áugum uþpi, áð fyrsta gkrefið yrði eðlilegá, að löndunarbanninu væri aflétt, og hefði þingmaðurinn mátt .fcætá því við, en annars ber að þalcka honum vinsamieg skrif. Opið bréf tið póststofunnar og skrifstofu tollstjóra í Rvík. Kaupm.höfn, 30./9.’53. Við sem dveljum ái’atugum saman erlendis sjáum jafnan land okkar og þjóð í hillinga- roða hugljúfra bernsku- minninga, og má með sanni segja hvað hug okkar til lands og þjóðar snei'tir, að „fjarlægð- in gerir fjöllin blá og mennina mikla.“ Með tilliti til þess hugar sem við berum til landa okkar, þykir okkur miður þegar þeir bi’egðast öðru visi en við fáum skilið að sé í fullu sam- ræmi við það sem vænta mátti af þeim.. Þar eð eg hefi orðið fyrir nokki-um vonbrigðum með op- inbera afgreiðslu í Reykjavík, leyfi eg mér að biðja íslenzk blöð að birta fyrir mig fyrir- spurn til póststofunnar í Reykjavík og skrifstofu toll- stjórans í Reykjavík. Fyi’ir h. u. b. tveimur árum liðnum sendi eg ábyrgðarbréf til manns í Reykjavík. Bréfi mínu var ekik svarað, og skrif- aði því til póststofunnar og bað hana að tjá mér hver hafi veitt bréfi mínu viðtöku. Póststofan hefur enn ekki svarað þessari fyrirspurn. Hér í Danmörku bregst það aldrei að opinber skrifstofa svari fyrirspurhúrn og sama máli hélt. eg að gegndi um opinbera stofnun heima á íslandi. Hinn 10. janúar 1953 sendi eg systur minni, sem er búsett á ísafirði, böggul, en í honum var m. a. ostbiti. Böggullinn komst til skila, en systir mín skrifaði mér að tollstjóraskrif- stofan í Reykjavík hafi tekið ostinn úr honum, þar eð bannað var að flytja ost til landsins vegna gin- og klaufaveikinnar. Þegar eg sendi ostinn var rnér ókunnugt um þetta bann. Eg skrifaði skrifstofu tollstjóra þ. 18. marz og bað um að endur- senda ostinn á minn kostnað. Við þvi bréfi hef eg ekki feng- ið svar. Hinn 26. maí 1953 skrifaði eg tollstjóranum í Reykjavík, skírskotaði til fyrra bréfs míns til skrifstofu hans og bað um skýi'ingu á málinu. Svar ér enn ókomið og tel eg það vonlítið að það eigi eftir að bei’ast að venjulegum leiðum. Eg sendi því tollstjóra og stai'fsfólki hans þessa íyrir- spurn opinberlega og vænti svars hið bráðasta. Með þökk fyrir birtinguna. Virðingai’fyllst, Ólafur Albertsson, 0ster Farimagsgade 35, Köbenhavn 0. Samborgarinn. (Framh. ar 5. síðu) ur, vatnsæðakerfi, rafmagn og svo framvegis, til þess að unnt sé að koma upp smáíbúðahverfi. Þau geta ekki leyst húsnæðis- vandamálin, þótt góð séu í sjálfu sér. Eg tel, að bærinn eigi að reyna að gera hvorttveggja, ef unnt er: Byggja stór fjölbýlis- hús innan Hringbrautar, en veita síðan að einhverju ley.ti aðstoð til smáíbúða þeim, sem geta ráðizt í þær af eigin rammleik. Ertu ánægður með þitt Ihlutskipti í lífinu? Þetta er ei’fið spurning. E.r eg held, að mér sé óhætt að svai’a henni játandi. Eg á fjöl- margar góðar minningar úr fé- lagsstarfinu, — og eg held næstum því, að eg myndi fará eins að, ef eg ætti þess kost að „byi’ja á nýjan leik“. □ Nú líður að því að við slít- um samtalinu. Sigurjón er enn sami K.R.-ingurinn og forðum daga, þótt hann trúi að vísu ekki lengur á óskeikulleilc þess ágæta félagsskapar frekar en önnur mannanna verk. En hann lýkur samt samtalinu við mig með oi'ðunum: „Það er mitt hjai’tansmál, að K.R. vinni“. Því óska eg Sigurjóni góðs gengis og K.R. hæfilega margra sigra, því að eitthvað verða hin félögin að hafa. Mnsica sacra: Kirkjutónleikar Páls Isólfssonar. Kirkjutónleikar Pá.ls ísólfssonar Tónlistarfélagið „Musica sacra“ efndi til fyrstu kirkjutón leika sinna í gærkveldi í Dóm- kirkjunni, og var mjög nxynd • arlega af stað farið. Páll Tsóifs- son kynnti verkin og lék á org- el, en í einu tónverkinu k'.ku þeir Ernst Normann og Paul Pudelski á ílautu og óbó ásamt orgelinu. Viðfan’gsefniin voru eftir Bach, fyrirrenna.ra L-ans og samtíðarmann, og auk þess tvö samtíðarverk, eftir Jón Nor' dal og Pál ísólfsson. Glæsilegust var meðferð Páls á passacagliu (d-moll) eftir Buxtehude og þrem prelúdíura og fúgum eftir Bach. Voru þetta allt verk, sem Páll hefur haft á söng.skrám um meir en þrjátíu ára bil, við og við, og verðtir ekki annað sagt en að hann Ijúki. * í : hvert siím, upp fcyjum „Íeynihólfum“ í hinni dásamlegu hljómlist þýzku end urreisnarinnar. Kammermúsík- antarnir, Norman og Pudelski, léku ásamt orgelinu tríó-sónötu eftir Telemann; ér á ‘sínum tíma var miklu þekktara* tófc- skáld en Bach, þótt jafnaldrar væru. Er það verk afburða vel samið með glöggu „auga“ fyiár séi’kepnum hljóðfæranna og tókst hið bezta í flutningi,. Jón Nordal hefur samið eft- irtektarverðan sálm-forleik við „Kær Jesú Kristi“, gamalt ís- lenzkt sálmalag. Konsertinum lauk með chaconnu í dórískri tóntegund um upphafsstef Þor- lákstiða, einu glæsilegasta org- elverki Páls, sem urn langan aldur mun skipa heiðurssess í íslenzkri kirkjutónlist. Konsertinn stóð í réttan klukkutíma, og var honum jafnframt útvarpað. Höfðu kirkjutónliátarfélágíð ög 'lista- mennirnir 'tnl.'kirin' sóma' af. B. G. Bergmáli hefur börizt eftirfar- andi frá F. J„ og fjallar það 'iim lielzta vandamálið nú, þ. e. liveí’n ig* ái að fara að þvi að geyma kartðflur. Bréfið er á þessa leið: „Nú er almennt kvartað yfir vöntun á kartöflugeymslum, jafnvel búist við að niikið geti ónýtzt af þeim sökum, og sumir minnast á að nota þær til skepnufóðurs. Öruggasta geymstan. Það er eins og engum geti dottið í hug sú geymslan, sein líklega er langöruggust og jafn- framt ódýrust, sem sé að grafa Jiær í jörðu. Eg hef ræktað kar- töflur um þrjátíu ára skeið lianda heimili minu, og orðið að grafa nokkuð vcgna vöntunar á góðri geymslu. það liefur aldrei mis- tekist, þóít það síðasta væri ekki grafið upp fyrr en seint að vor- inu. Og útlitið þá alveg eins og þegar þær voru grafnar. Vandinn við gröft. Vandinn við niðurgröft er ekki annar, en að jarðvegurinn sé ekki rakur, og svo djúpt sé graf- ið að öruggt sé fyrir frosti. Stað- urinn verður líka að veliast þann ig, að hvorki rigninga- né leys- ingavatn safnist þar saman. Ofan- ímbkstiirinn verður að troðast lítið eitt, og ná vel yfir barm- ana, svo vatn renni ekki í grylj- una. Moldarjörð er bezt, en má vera noklcuð séndin, en helzt ekki malarkennd. Þetta er mín reynsla í þessu efni og styðst ég ekki við annað en ég hef sjálfur reynt. F. .1.“ Útvarpið. „Hrollaugur? skrifar Bergmáli eftirfarandi: „Það verður varla sagl, að útvarpsdagskráin þessi kvöldin sé sérlega ánáegjuleg. Fyrr má nú vera inenningarhlut- verkið, sem á okkur blásaldausa. .lilustendur er lagt. Til gíunan skal ég geta þess, se.ni stendur í prentuðum dagskrám útvarpsins um þessar mundir. Á þriðjudag, 6. þ. m„ var þéttá lil gamans: Erindi: Hvernig lærði barnið ao Iesa?, Kartöfhiþáttur, ög í ofaná- lag íþróttaþáttur og Kammer- tónleikar, þar setn við fenguin kvartett í a-inoll í hausinn, „op. 51, nr. 2 eftir Brahms“. Þáð var nú það. Meira af svo góðu. Miðvikudagurinn 7. oktoher er lieldur ekki dónalegur: Þar faum við að heyra Þórunni Elfu Magn- úsdóttur lesa npp úr nýrri skáld- sögu, Dísu Mjöll, og er þetta á éinhverjum Vetlvangi kvenna. Síðan meguin við ekki missa af „ballettsvítú éftir I.ecocq“, sem nefnisf „Mám’ zelle Angst“. Ekki dónalegt yirógram. Og enn kvað Snjólfur. Við fáum meira af menningar- jirógrammi fimmtudaginn 8. þktó ber: Við fáum érindi úm ung- mennafélög á Norðurlöndum, smásöguuppléstur, fjögur' píanó- lög eftir Medtner (og ekki sakar, að höfundur Juikur), og til þess að allt sþ.víst um, að vjð fáum óikar skammt af andlegri upp- byggingu, fáum við í dagskrár- lok „sinfóniska tónleika“, sem eru á þessa leið: Fiðlukonsert etfir William Walton (það lilýtur að vera dásamlegur fiðlukonsert). og siðan sinfóníu i d-mpll eftir Cesar Franck, og nú leikur liljóinsveit Tónlistarskólans í París. Og ekki er sopið kálið . , " Menningardagskráin - eltir oklí- ■úr trúlega út alla vikuno; þ’id áð á föstudag, 9. október er, gert ráð

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.