Vísir - 07.10.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 07.10.1953, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 7. október 1953- 'yIbIK TH. SMITH : JárnAwiurim. Iðnsýningin mikla á Skólavörðuholtinu í fyrra hefur vafa- laust fært mörgum heim sanninn um. að íslenzkur iðnaður sé nú í þann veginn að slía barnsskónum, hafi þehn þá ekki verið það ljóst fyrr. Sýningin var glöggur og ánægðulegur vottur þess, að ísienzkar hendur, eða öllu heldur hugur og hönd, geta nú færst það í fang á sviði iðnaðar, sem engan gat rennt giun í fyrir tveim áratugum eða svo. íslenzkur iðnaður hefur að ýmsu leyti átt erfitt uppdráttar, ekki sízt vegna 'þess, hve margir voru vantrúaðir á getu okkar í þeim efnum. Að vísu hefur enginn efazt um, að járnsmiðir okkar, trésmiðir, rafvirkjar og aðrir iðnaðarmenn, stæðu jafn- fætis erlendum stéttarbræðrum sínum um menntun og hæfni. Síður en svo. En þeir hafa verið margir, allt fram á þenna dag, sem hafa sagt sem svo: íslenzkur iðnaður getm- aldrei orðið samkeppnisfær við erlendan, þegar af þeirri ástæðu, að hér skortiv til hans flest þau hráefni, sem telja verður grundvöll stóriðju. Þessi röksemd fellur þegar um sjálfa sig, er við lítum til Danmerkur, svo að nærtækt dæmi sé valið. Danir eiga engin kol, ekkerfcjárn eða aðra mikilvæga málma í landi sínu, sem nauðsynlegir eru til stóriðju. Engu að síður er bað viðurkennd staðreynd, að danskur iðnaður ér kominn á mjög hátt stig og nýtur hins mesta trausts hvar sem er í heiminum. Danskar skipasmíðastöðvar eru löngu heimskunnar, svo og dieselvéla- íramleiðsla þeirra, að maður tali ekki um háþróaðan rafmagns- tækjaiðnað, og svo mætti lengi telja. Ef Danir geta smíðað stálskip, getum við það líka, Og ef Danir geta smíðað dieselvélar og ryksugur, getiun við það líka. Skilyrði hér eru sízt verri en í Danmörku, og vafalaust snöggt- um betri, þegar litið er til hinna miklu vatnsvirkjanamöguleika hér. Er þetta allt kunnara en frá þurfi að segja. Meðal íslenzkra iðnaðarstétta er járnsmiðastéttin vafalaust með hinum þýðingarniestu, enda orðin fjölmenn og fær um að leysa flest þau verkefni, sem fyrir kunna að koma hér, svo fremi, að hún fái til þess nauðsynleg tæki. og aðbúnað. — í dag verður rætt við Sigurjón Jónsson, formann Félags járniðnaðar- manna, ágætan fulltrúa hinnar duginiklu íslenzku járnsmiða- stéttar. Sigutjón Jónsson er fœddur í Reykjavík hinn 26. marz árið 1909, í austurbœnum, „því er nú fjárans verr“, segir hann sjálfur, því að hann hefur annars alla tíð verið með meiri háttar K.R.-ingum, en þeir eru, eins og allir vita, órofa tengdir vesturbænum, og finnst nœsta UtifS til okkar hinna koma, sem vorum svo ólánssamir að líta dagsins Ijós austan Lœkjarins, sem nú fellur til sjávar undir hinni myndarlegu. breiðgötu, sem ber nafn hans. En Sigurjón er sem sagt fœddur í austurbœnum, mjög greinilega, þvi að vagga hans stóð á Njálsgötu 13. Foreldfar hans eru hjónin Þórunn Eyjólfsr dóttir, ættuð undan Eyjafjöllum og Jón Jónssons, afgreiðslumað- ur hjá Esso hér í bœ. . .Snemma beygðist • krókurinn til þess, er verða viidi, því að ekki mun Sigurjón hafa , verið nema á 2. árij er hann flyzt i vestufbœinn, en hann ‘elzt upp á Vesturgötú, í húsi því, sem Gíslholt heitir, en síðan á Bráð- fyrir eftirfarandi: Fantasía í c- dúr fyrir fiðlu og píanó, op. 159 eftir Scliubert, en síðar sama kvöld fáum við Ossían-forleikinn op. 1 eftir Niels Gade, l.auny Gröndahl stjórnar. Maður skyldi ætla, að kvöld- dagskrá útvarpsiris sé aðallega ætluð nemendum Tónlistarskól- ans, en ekki venjulegu fólki, scm ætlar að lilustaiá • ntvarp -sér lil dægrastyttingap.“ • ’ !Í Bergmál þakkar bréfin, — kr. ræðisholtinu. Nú þarf varla að taka það fram, að snemma fer hann í KR, og ekki fyrir at- beina Erlendar Ó. Péturssonaf, því að það gerðist af sjálfu sér, þar eð allir strákar á þessum slóðum voru í KR, nema í svo- litlu hverfi kringum Ás við Sól- vallagötu, sem voru i Víking. Sigurjón gengur í Miðbœjar- skólann, en aðalkennari hans var Guðrún Blöndal skrift- arkennari, sem kenndi honum hina flóknu skriftarlist, ásamt fröken Guðlaugu Arason síðar, en flestir Reykvíkingar, sem nú eru á miðjum aldri eða nálgast hann, minnast þessara heiðurs- kvenna frá barnaskóladögunum við TjÖrnjna. -— Að sjálfsögðu hlýddi Sigurjón kaJM tímans, og tók virkan þátt í hinum tíðu bardögum vestur- og austurbœinga. Þó greinir Sig- urjón frá þvífað svo hafi menn ! verið herskáir í vesturbænum, að þeim hafi ékki nœgt að bérjri á austurbœingum, heldur vq'iy öðru hvérjú uppi „prívatstríð“ í vesturbœnum, en þá börðust i. d. Brœðraborgarstígsmenn við Grjótaþorpsbúa, sem þóttu ó- dœlir og vígfimir. Á þessum ár- um var einatt meiri „hasar“ í bœnum en nú er, og átthaga- ástin staðbundnari. Menn gátu elskað tilteknar götur, en hatað aðrar, og allt, sem þeim fylgdi. Hins vegar stóðu vesturbœingar fast saman, þegar skorin pv.i. upp herör gegn erfðafjendunum austan Lœkjar. Þá gleymdist innbyrðiskritur, en hver eggjaði annan til dáða. En avin líða. Skömmin, sem Sigur.ión og aðrir góðir vestur- bæingar höfðu á austurbæing um, fer dvínandi með vaxandi vitsmunum og nánari kynnum, og nú eru hin skæðu stríð hulin mildri móðu ljúfra minninga. □ Þú hefir farið snemma að vinna, var ekki svo? Jú, það gerði eg, en það er þó eftir því, hvernig á það er litið. Eg var nefnilega í sveit á hverju sumri fram að ferm- ingu, og vann þá að sjálfsögðu öll algeng sveitastörf og undi mér vel þar. En upp úr fermingu fór eg að vinna í fiski hjá íslandsfé- laginu inni á Kirkjusandi. Þar vann eg að því að umstafla og breiða fisk, og var á unglinga- kaupi. Eg held, að eg hafi fyrst haft 39 aura á tímann, en það hækkaði þó fljótlega upp í krónu, sem þótti ágætt. En vinnudagurinn var langur. Við byrjuðum kl. 6, og varð eg því að fara á fætur um 5-leytið til þess að komast í vinnuna í tæka tíð. Svo var unnið tíl kl. 6 á kvöldin. Hvenær hefst svo járnsmíðavinnan? Árið 1927 fer eg í járnsmíða- læri hjá Kristjáni Gíslasyni á Nýlendugötunni. Fyrst var vínnan aðallega fólgin í því að „slá á“, sem kallað er, en það að teygja eða þrykkja járnið með sleggju, því að engir voru lofthamrarnir þá. Stundum notuðum við þrjár sleggjur, en þá sló hver á eftir öðrum mei háttbundnu lagi. Við þetta þurfti nákvæmni og alveg rétt- an „takt“. Oft unnum við að skipaviðgerðum í fjörunni við Steinbryggjuna, þar sem nú er hafnarbakki og vöruskemmur Eimskip standa. Þarna voru skipin tekin upp á flóði, og þar var skipt um skrúfur á þeim og aðrar aðgerðir framkvæmd- ar. Þurfti þá oft snör handtök til þess að nota fjöruna. Þegar járnsmíðanámi lauk, tók eg mig til og fór í vélstjóraskól- ann hjá M. E. Jessen. Atvinnu- horfur í járniðnaðinum ’ Voiú þá heldur ótryggar, og því fannst mér nokkurt öryggi í að kunna að fara með vélar. Tók eg vélstjórapróf, og var einn mánuð til sjós á Ver' gamla. Var kyndari þar um borð, en þannig byrjaði maður.; Mér líkaði ekki vistin til sjós, | var hreinlega sjóveikur. Það þótti mér annars kyndugt, því að oft hafði eg róið á triílu með föður mínum til grásléppu og þess háttar og aldrei orðið sjó- veikur. En togaralífið olli mér sem sagt sjóveiki. Síðan hefi eg alltaf verið í landi. Þú hefur alla tíð verið í járniðnaðinum? Jú. Lengst af hefi eg .verið í Sindra, en nú vinn eg hjá Al- þýðusambandinu, en er auk þess formaður í Fél. járniðnað- armanna. Járnsmiðastéttinni hefur mjög vaxið fiskur um hrygg undanfarin tuttugu ár eða svo. Eg kom í félagið árið 1933. Þá munu félagar haía verið um 90, en nú eru þeir um 350. Hér eru ekki með taldir lærlingar. Sem betur fer er nóg að gera í stéttinni, og eiginlega of lítið framboð á mönnum í hana. Laun hafa breytzt f jarska mikið á þessum tuttugu árum. Þá mun vikukaupið hafa verið um 90 krónur, en nú er það um 840 kr., miðað við 48 stunda vinnuviku. Hins vegar hefur járnsmiðjunum ekki fjölgað að sama skapi, en hins vegar hai’a þær stækkað gífurlega. Stærst- ar eru Héðinn, Landssmiðjan og Hamar. Vélakostur er allur annar nú en var, og segja má, að nú sé hægt að inna af hendi flest þau verkefni, sem hugs-/ anleg eru i sambandi við skipa- viðgerðir eða vélar. Það háir okkur, að hér skuli ekki vera flotkví eða stærri slippur, en þetta kemur væntanlega. Ann- ars er óhætt að segja, að með smíði hins nýja dráttarbáts hafnarinnar, sem hér verður smíðaður, sé brotið blað í sögu íslenzks iðnaðar. Útlendingar undrast .... Sigurjón heldur áfram: Hér á stríðsárunum undruðust margir útlendingar, hvað ís- lenzkir járnsmiðir gátu gert, með svo ófullkonum verkfær- um. Þeim þótti það merkilegt, man eg, er hér voru lengd skip í slippnum, með tiltölulega lé- legum útbúnaði. Fullyrða má, að skipaviðgerðir hér séu full- komlega sambærilegar við' það bezta, sem gerist annars stað- ar. Þá má geta þess, til gamans, að íslenzkir verkfræðingar og járnsmiðir smíðuðu . stærstu I sildarpressu, sem til er í heim- . inum. Þetta er hægt, þegar allii- leggjast á eitt. Hver eru svo helztú hugðarefni þín, auk vinnunnar? íþróttir og félagsmál. Dg Sigurjón Jónsson hefur þá fvrst ö*g fremst knattspyrn- * an. Annars get eg ekki nógsam- lega lofað íþröttirnar. Eg á ekki nógu sterk orð til þess. Auðvit- að líður þeim betur, sem stunda íþróttir á skynsamlegan hátt, en jafnframt því er svo almenn vellíðan, einnig andlega, ef svo mætti segja. í þessu felst and- leg uppbygging, og íþróttaiðk- anir skapa samhyggð og sam- starfsvilja, sem eg held, að sé ómetanlegur. Maður vinnur af kappi fyrir sitt félag, en þetta hefur í för með sér heilbrigðan metnað og’ er hið hollasta upp- eldi. Eg hefi verið í K.R. frá blautu barnsbeini, og aðallega stundað knattspyrnu. Eg hefi verið svo heppinn að verða ís- landsmeistari í 2. flokld, 1. flokki og meistaraflokki, nokkrum sinnum í hinum síð- ast talda flokki. Um tíma átti K.R. mjög sterkt lið, sem gaml- ir knattspyrnumenn enn tala um, þegar talið berst að slíkum hlutum. K.R.-tríóið svonefnda ber oft á góma í hópi gamalla K.R.-inga og annarra knatt- spyrnumanna, en í því voru þeir Gísli Guðmundsson í Hala, Þorsteinn Einarsson (Mosson) og Hans Kragh. Eg lék bakvörð ásamt Sigur'ði Halldórssyni hjá Haraldi Árnasyni. Hann var mjög traustur knattspyrnu- maður, sem gott var að leika með. Nokkrum sinnum hef eg farið utan með knattspyrnu- mönnum. Fyrst til Færeyja með úrvalsflokki árið 1930. Þá fór eg sem þjálfari með flokki til London árið 1946, og í sum- ar var eg einn fararstjóra með landsliðinu til Danmerkur og Noregs. Annars hefi eg talsvert skipt mér af félagsmálum inn- an íþróttahreyfingarinnar. Ver- ið í stjórn K.R. og Knattspyrnu- ráðs Reykjavíkur og nú í Knatt- spyrnusambandi íslands. Hefur þú verið harður í pólitíkinni? Ekki get eg sagt það. Eg hefi aldrei verið mjög pólitískur, flokkslega séð, en tel hins veg- ar, að menn eigi að vinna að hagsmunum og velgengni stétt- ar sinnar, hver á sínum stað, án tillits til þess, hvaða lista menn kunna að kjósa. Eg hefi alltaf unnið að verkalýðsmál- úm eftir beztu getu og sam- kvæmt sannfæringu minni um það, hvað væri stétt minni fyr- ir beztu. Annars kæri eg mig ekki um að ræða neitt um póli- tík á þessum vettvángi, og eg býzt ekki við, að þú kærir þig um það heldur, né þeir, sém kunna að lesa.þetta. * :• Stéttai'bræðúf ’ ’ 'míTiTr hafa sýnt mér traust, sem mér þykir vsent um. Þeir hafa kjörið mig í stjórn Félags járniðnaðar- manna alltaf öðru hverju frá árinu 1937. en formaður þess , hefi eg verið í 5 ár alls., HvernigTízt þér á liúsnæðismálin? Þessi spurning mín virðist koma eins og skrattinn úr sauðarleggnum, en Sigurjón svarar samt: Eg held, að heppilegt væri að halda áfram byggingu verka- mannabústaða, á svipaðan hátt og gert var, er „blokkirnar“ voru byggðar á Melunum og í Lönguhlíðinni., Hitt ssjujist fp<|r vafasamafa. að. bæjarfélagið taki á sig að leggja nýjar göt- Frh. á 4. s. ;

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.