Vísir - 07.10.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 07.10.1953, Blaðsíða 8
Þdjr tem gerast kaupendur VÍSIS eftir 20. kveri mánaðar fá folaðið ókeypis til mánaðamóta. — Sími 1660. vfsi m. VtSEK er ódýrasta blaðið og þó það f jöl- breyttasta. — Hringið í síma 1660 og geriat áskrifendur. Miðvikudaginn 7. október 1953. 700 nemendur Námsflokk- anna — sá elzti nær 70 ára. Námsflokkar Reykjavíkur tóku til starfa 1. október síðast- liðinn og veitir starfseminni forstöðu sem áður Ágúst Sig- urðsson skólastjóri. Vísir hefui’ átt við hann stutt viðtal og spu'rt hann um starf- semina og voru svör skóla- stjórans á þessa leið í stuttu máli: Þátttakendur eru um 700 og er það álíka og í fyrra, en þá var þátttakan hin- mesta, sem hún hefur verið um langt skeið. Kennarar éru 11 að meðtöld- um skólástjóra og kenndar 13 námsgreinar í 44 flokkum. — Helztu námsgreinar eru tungu- málin, íslenzka, enska, þýzka, franska, spænska, reikningur, vélritun, bókfærsla, sálarfræði, bókmenntir, upplestur (fram- burðaræfingar), handavinna, (föndur, útsaumur, kjólasaum- ur, barnafatasaumur, vélsaum- ur fyrir byrjendur o. s. frv.). Mest aðsókn er í enskunám- inu. Er hún kennd í 14 flokkum, en í þá er skipt eftir 6 mismun- andi þekkingarstigum, allt frá byrjendum og til þeh’ra, sem nálgast að hafa þá þekkingu, sem þarf til stúdentsprófs. Handavinna er kennd í 14 og vélritun í 4 flokkum. Fólk á ýmsum aldri sækir námsflokkana og meðalaldut þátttakenda .hefur hækkað stór kostlega. Menn sækja yfirleitt námsflokkana til að auka þekk- ingu sína frekar en halda við þeirri þekkingu, sem þeir hafa aflað sér, þótt það komi einnig til greina, og það er algengt að hinir fullorðnu þátttakendur vinni þannig, að þeir taki fvrir eina og eina grein í einu, og þannig hafa sumir tekið íyrir allt að 10 námsgreinir smám saman. Aldursforsetinn er núna 68—69 ára. Kabarett si Getraunaspá l Stjórn grímuklæddra kom múnista í Br. Guiana. nannadagsráós hefst 15. þ. m. Skemmtanalíf Reykvíkinga virðist ætla að.verða með fjöl- breyttara móti í haust, því að nú hefui’ verið ákveðið, að kab- arett Sjómannadagsráðs hlaupi af stokkunum í Austurbæjar- bíói hinn 15. þ. m. Vísir hefur frétt, að hingað sé von 12 fjöllistamar.na af ýmsu þjóðerni, og eru þeir væntanlegir um næstu helgi og strax upp úr helginni. Hefur frétzt ýmislegt . um þessar kabarettsýningar, n'. a., að meðal sýningaratriða verði api af sjimpanza-kyni, sem jeiki hinar kostulegustu iistir. JVf. a. hefur Vísir það fyrir .;att, að hann muni kenna fólki hoi ð- siði, matast og drekka á fyiir- mannlegan hátt, en síðan fær hann sér sigarettu, en að máitíð lokinni sýnir hann ýmsar jafn- vægislistir og fimleika. Þá hef- ur kvisazt, að hingað komi þáskalegur hnífakastari, hjóla- skautafólk og fleira, sem r.ýja- brum mun þykja að. Vísir reyndi í morgun að afla frekari frétta af kabarettinum, en Einar Jónsson, framkvæmda stjóri hans, varðist allra frétta, en sagði hins vegar, að vel hefði verið vandað til skemmtikrafta, og myndu blöðin fá nákvsémar fregnir af kabarettinum síðar í .vikunni. Hékk í bíl, datt og meiddist. Þrjú slys urðu hér í bænum í gær og nótt. Á 7. tímanum í gær var lög- reglunni tilkynnt um slys sem átt hefði sér stað á Snorrabraut gegnt verzluninni Kjöt og græn meti. Hafði drengur, sem hékk aft an í bíl, misst tak á bílnum, féll í götuna og skarst og skrámað- ist við það á andliti. Drengurinn heitir Bjarni Þorsteinsson, Guð rúnargötu 4. Var sjúkrabifreið fengin til þess að flytja hann á sjúkrahús. Slys varð við höfnina í gær. Varð maður, Guðgeir Péturs- son að nafni, með annan fótinn milli tunna, er hann vann að uppskipun úr Lagarfossi. Marð- ist hann á fæti og fluttur í sjúkrahús. Ekki er vitað hvernig þriðja slysið bar að höndum, en í nótt kl. tæplega eitt, kom bifreiðar- stjóri nokkur á lögreglustöð- ina með alldrukkinn kvenmann og alblóðugan á fæti, er hann kvaðst hafa hitt á götunni. Var konan flutt til læknis. nr;ass 1 Tveir menn grunaðir mm þjófnað. í nótt var maður handtek- inn á bifreiðastæði Hreyfils við Kalkofnsveg. Var hann all- drukkinn og var að reyna að selja kvenbomsur. Við yfir- heyrzlu í morgun kvaðst mað- iirinn ekki muna með yissu hvar hann hefði tekið boms- urnar, en taldi þó líklegast að það hefði verið í einhverju húsi neðarlega við Ránargötu. Biður rannsóknarlögreglan fólk við þessa götu, eða í grennd við hana að athuga kven- bomsubirgðir sínar og gera henni aðvart ef þess yrði vart að bomsur hefðu horfið. Hinn maðurinn, sem grunað- ur var um þjófnað, var utan- bæjarmaður, en ekki veit blað- ið um brot hans. Hann var sett- ur í fangageymsluna. Ákvæði um of hraðann akstur. í tilefni af frétt sem birtist ’hér í blaðinu í fyrradag um bifreiðarstjóra, sem „kærði“ sjálfan sig fyrir of hraðan akst- ur, skal það tekið fram til þess að fyrirbyggja misskilning, að ákvæði bifreiðalaganna mæla fyrir, að viðkomandi lögreglu- yfirvöldum skuli tilkynnt um of hráðan akstur, þótt í nauð- syn sé. Segir í bifreiðalögunum að bifreiðum sé heimilt í einstöku tilfellum, ef þær 'flytja slasaða eða sjúka, eða annan flutning sem ekki þolir bið, að aka hrað- ar en lögákveðið er. Hins vegar skuli lögreglu viðkomandi stað- ar tilkynnt þetta innan sólar- hrings. Enn fremur skuli hvít veifa vera fest á áberandi stað framaxi á bifreiðir.ni. . og úrslit. Úrslit leikjanna á síðasta getraunaseðli urðu: Arsenal — Preston 3:2 1 Blackpool —- Manch. C. 2:0 1 Bolton — Tottenham 2:0 1 Chelsea — Sunderland 2:2 x Huddersf. — Aston Villa 4:0 1 Liverpool —• Sheff. W. 2:2 x Manch. Utd. — Burnley 1:2 2. Newcastle — Charlton 0:2 2 Portsmouth —■ Cardiff 1:1 x Sheff. Utd. — Wolves 3:3 x Birmingham -— Leeds 3:3 x Nottm. F. — West Ham. 4:0 1 Á 30. getraunaseðlinum verð'a þessir leikir, sem fram fara næstk. laugadag: Bolton — Manch. City 1 Burnley — Portsmouth 1 Charlton —■ Blackpool 1 Liverpool — A. Villa (X) 2 Manch. Utd. — Sunderl. 1 (2) Middlesb. — Sheff.Utd. 2 Newcastle — Wolves X Preston — Cardiff 1 Sheff. Wed. — Chelsea 1 Tottenham — Arsenal 1(X2) WBA — Huddersfield X Fulham — Derby (IX)2 Kerfi 36 raðir. Skilafrestur •er til fimmtudagskvölds. J. Mannaskipti Hefir iátið viðgangast, að upps-keru væri brennt o. fl. Framhald af 1. síðu. alatriðið, að samband kvikni og aukin þekking og ánægja hljót- ist af kynnunum. Sambandið við Norðurlönd. Mér detta í hug bæir eða staðir eins og Akranes og Gimli, Húsavík og Árborg, Grímsey og Mikley, svo að dæmi séu nefnd. Eg veit, að íslenzkir kaup- staðir hafa verið í vinasam- bandi við bæi á Norðurlöndum ,og sjálfsagt ýmislegt gott hlot- izt af. Við tölum um frændur okkar Norðmenn og verðum þó að rekja rúma 30 ættliði aftur, en vestur í Ameríku eigum við náfrændur, sumir systkini, aðr- ir tvímenninga, þremenninga eða fjórmenninga. Margir þeirra tala enn sama málið og við og kunna sömu ljóðin, og víða get- um við bæði greint svipinn og þekkt röddina. Fyrir tilvist þeirra vestan hafs um átta ára- tugi hefur ísland verið stækk- að, landnám íslendinga víkkað. En sókn hefur nú verið snúið í vörn og hætta á, að hið and- lega íslenzka ríki vestan hafs gangi saman með hverju árinu, sem líður. Vestur-íslendingar þurfa því á öllum styrk sinum að halda og stöðugri hvatningu héðan að heiman.“ Ekki telur próf. Finnbogi neina hættu á því að slík skipti i komi nokkru losi á íslenzk ung- menni, eða að þau kysu að flytj- ast búferlum að fullu og öllu vestur um haf. Hann segir að framfarir séu engu síður örar á íslandi heldur en vestur í Kanada og að íslendingar, þótt vestur færu, myndu hugsa sig tvisvar um áður en þeír færu alfarnir frá íslandi. Einkaskeyti frá AP. London í morgun Bretar hafa sent herskip með liðsauka til Brezku Guiana, þar sem grímuklædd kommún- istastjórn hefur náð völdunum. Það var opinberlega stað- fest í London í gær, að beiti- skipið Superb hefði verið sent í skyndi til Brezku Guiana í Suður-Ameríl^u, en óvænlega hefur horft í þessari brezku ný- lendu, síðan hinn svonefndi Framfaraflokkur náði meiri- hluta á þingi og myndaði stjórn. Hefur hún teflt innanlandsör- yggi og hagsmunum í beinan voða, að sögn brezkra stjórnar- valda. Stjórn þessa flokks hef- ur komið fram af undirferl og lævísi, treyst tengsl hans við Moskvu, eins og það er orðað í tilkynningu frá nýlendumála- ráðuneytinu, og í blaðinu Daily Telegraph segir, að horft hafi verið á það í aðgerðaleysi, að stofnað væri til verkfalla, upp- skeru brennt og ráðist á presta. Væri nú svo komið, segir í til- kynningu nýlendúmálaráðu- neytisins, að viðskiptalíf hefði lamast og atvinnuleysi aukist og felmtur gripið almenning, sem þyrptist í banka og spari- sjóði til þess að taka út peninga sína. Hefði því verið óhjákvæmi legt að gera ráðstafanir til þess að taka í taumana. Tekið var fram, að flugvélaskip væri reiðubúið í Bretlandi til þess að flytja herlið til nýlendunnar, ef þörf krefðí. Ekki komúnistar. Leiðtogi Framfaraflokksins hefur lýst yfir því, að flokkur- inn fylgi jafnaðarstefnu en ekki kommúnisma, og hafi það ekki við neitt að styðjast, að hann hyggi á samvinnu við kommún- ista, eða hvggist koma á komm- únistisku fyrirkomulagi. Daily Telegraph segir auk þess, sem að ofan getur, að ekk ert nema einbeitt og sköruleg framkoma brezkra stjórnar- valda, geti afstýrt fi’ekari vandræðum í nýlendunni. Daily Mail segir, að það sé óumdeil- anlegt, að Bretum hafi farizt nýlendustjórn vel úr hendi og mikið hafi verið gert til fram- fara í nýlendunum á síðari ár- um, og varið hafi verið eða verði vai’ið samtals 500 millj. um, en það verði að játa, að Brezka Guiana hafi verið af- stpd. til framfara þar á 10 ár- skipt. Nýtt blað á Keflavíkurvelli. „FlugvaIIarblaðið“, mólgagn Islendinga, sem vinna á Kefla- víkurflugvelli, hefur nú hafið göngu sína. Blaðið mun fyrst og fremst ætla sér að flytja sannar fregn- ir af atburðum þeim, er gerast á Keflavíkurflugvelli, og er jafnframt vettvangur þeirra, er þar vinna, eða vilja senda því efni. Blaðið fer myndarlega af stað, og flytur hvorttveggja, rökfastar greinar og fréttir af einu og öðru, er fyrir bcr á vellinum. Þar má finna opin- skáar aðfinnslur að ýmsu því. er telst aflaga fara, og sýnist fi-jálsmannlegur bragur á blað- inu, sem líklegur er til þess að efla gengi þess. Blaðið mun koma út viku- lega, en í ritnefnd þess eru þeir Bogi Þorsteinsson, Þorgrimur. Halldórsson, Haukur Helgason og Ólafur Ólafsson. Kanadamaður hefur sett heimsmet í siglingu smávélbáta — 141, 3 km, á klst. Vaxandi gagnrýni á Indverjum. Indverska gæzluliðið í Kóreu sætir vaxandi gagnrýni og talið alvarlega horfa af þeim sökum. Einkanlega er rætt um hót- un Suður-Kóreustjórnar, að skerast í leikinn, vegna fram- jtomu Indverja í garð andkom- múnistisku fanganna. Hefur það, sem kunnugt er, ,komið fyrir tvívegis nýlega, að Jndverjar hafa beitt vopnum og orðið föngum að bana. Manchester Guardian ræðir þetta mál m. a.. Segir blaðið, að Indverjar hafi ekki sózt eft.ir þessu hlutverki, og tekið það að sér með tregðu, og’ telur blað ið gagnrýnina að ýmsu ósann- gjarna. Þá telur blaðið, að ef Suður-Kóreustjórn framkvæmi fhótun sína, fari vopnahléð fyr- íjrsjáanlega út um þúfur. T rillubáturmn ófundinn enn. Leitinni að trillubátnunx Teistu er enn haldið áfram, en til jþessa hefur ekkert fundizt, sem bent geti til, hver afdrif bátsins hafa orðið. Ekki er talið, að leit úr lofti eða af sjó komi að neinu gagni lengur, svo vandlega sem þegar hefur verið leitað með þeim hætti, en hins vegar hefur ver- ið leitað vandlega á f jörum, og hafa starfsbræður mannanna, sem saknað er, gengið þar vel fram. í dag munu þeir leita með fjörum á Kjalarnesi og í Kollafirði. Frakkar ræða ekki málin. N. York (AP). — Stjórn- málanefnd allshcrjarþingsins tekur í dag fyrir Marokko- og Túnismálin. Ekki er búist við miklum umræðum, þar sem fulltrúi Frakka situr ekki fundinn, fyrr en umræðu er lokið. Nefndin frestaði fundum fyr- ir viku, er hún hafði ákveðið dagskrá sína. — Fréttaritarar telja óhjákvæmilegt, að Kór- eumálið verði tekið fyrir, ef ekki næst óvænt samkomulag um stjórnmálafundinn næstu. daga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.