Vísir - 13.10.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 13.10.1953, Blaðsíða 5
Þriðjudaginn 13. október 1953 VÍSIR VIÐSJA VISIS: Hreinsun í N.-Kóreu til aö treysta aðstöðu Rússa. Þeir vilja ráða á stjórnmálaráðstefn- unni um málefni Kóreu. Fyrir nokkru var norður- j kóresk sendinefnd í Moskvu og j voru helztu menn hemiar Kim II Sung forsætisráðherra og Nam II hershöfðingi utanríkisráð- herra, en hann komst í <þá stöðu eftir ,,hreinsunina“ í sumar, er jiokkrir kommúnistaleiðtogar, þeirra meðal tveir ráðherrar höfðu verið sakaðir tun njóshir ®g byltingaráform. Viðræður í Moskvu. Koma nefndarinnar til Moskvu, en hún ræðir þar við' Malenkov forsætisráðhen-a og aðra helztu leiðtoga Ráðstjórn- arríkjanna, hefir aftur leitt at- hyglina að fyn*nefndri hreins - un. Ýms blaðaummæli benda' til, að eftir hreinsunina hafi, komið skýrara í ljós, að það hafi verið þeir leiðtogar Norð- j ur-Kóreu, sem vilja sem nánast samstarf við Rússa, sem höfðu betu-r í átökunum, hinir — sem að vísu voru sakaðir um leyni- | brugg með Bandaríkjamönnum og Suður-Kóreumönnum, —' hefðu verið vinveittari Peking- ! stjórninni, en valdhöfunum í Kreml. í brezkum blöðum er ] þess jafnvel getið, að Rússar séu nú að treysta samvinnuna við Norður-Kóreu, gera hana að traustu fylgiríki, og virðast menn bíða þess með mikilli eft- irvæntingu hver verði afstaða Idnversku stjórnarinnar, ef ráðstjórnin gerist ráðríkari en kínverskum kommúnistum lík- ar. Þó er þess getið í fregnum frá Moskvu, að meðal þeirra, sem viðstaddur sé viðræðurn- ar í Moskvu nú, sé sendiherra Pekingingstjórnarinnar, og muni ekki hafa þótt annað fært af kurteisisástæðum en að bjóða honum að vera með, enda vilja' Rússar að sjálfsögðu ekki j styggja Kínverja. Ljóst er, að Rússar ætla sér forystu kommúnistaríkjanna á fyrir- huguðum stjórnmálafundi. Annað mál er svo hversu Pek- ingstjórnin líkar það, eftir að hafa komið kommúnistum Norður-Kóreu til hjálpar með beinni þátttöku í styrjöídinni. Hreinsunin leiddi í Ijós ágreining, en — við réttarhöld yfir þeim, sem sakaðir eru um njósnir og svik í einræðisríkjunum, kemur sjaldnast í ljós um hvað á- greiningurinn er í raun og veru. Ásakanirnar fjalla alltaf um að njósnir og þjónkun við hags- muni érlends stórveidisi ‘ Og eins og vanalega voru ásaltan- irnar nú slíkar, er þeir voru teknir höndum Ho Kai Ye, varaforsætisráðherra, Lee Sung Yup, dómsmálaráðherra og borgarstjóri í Seoul meðan kommúnistar höfðu borgina á sínu valdi. Ho Kai Ye var eltki nefndur á nafn í bili, eftir að ásakanirnar voru fram bornar, en svo tilkynnt (hinn 11. ág.) að hann hefði framið sjálfs- morð, en Lee Sung Yup og níu aðrir voru dænidir til lífsláts fyrir njósnir í þágu Banda- ríkjanna. Nú em fýrrverandi sam- starfsmenn þessara líflátnu manna að semja í Moskvu við Malenkov, Molotov og Bulg- anin. Þeir, r "ir' féílu í ónáð. Ho Kai Ye var fæddur í Sibiriu, og var rússneskur þegn þar til 1945. Hann var fulltrúi í kommúnistaflokknum og liðs- foringi í Rauða hernum. Hann var einn þeirra manna af kór- esku bergi brotnir, sem Rússar tóku með sér er þeir hernámu landið 1945. Hann var gerður yfirmaður leynilögreglunnar þar, sem hafði náið samstarf við rússnesku leynilögregluna, og ástæða til að Beria hafi valið hann til starfsins, Lee Sung Yup var hinsvegar í kommúnistaflokki Kóreu og staríaði.í Suður-Kóreu og hélt því áfram, þar til tveimur ár- um eftir að Japanar urðu að hröklast burt. Til Norður- Kóreu kom hann 1948, þegar kommúni stai’ Suður-Kóreu urðu að fara í felur. Á fyrstu dögum hernámsins, er Banda- ríkjamenn höfðu ekki tekið upp andkommúnistiska stefnu, og gerðu sér vonir um eitthvert samkomulag, hafði Lee Sung Yup samband við bandarísk yfirvöld í Seoul, vafalaust með samþykki flokksins, en þérta var nú notað gegn honum við réttarhöldin, til þess að sarma svik á hann. Sup er sagður hafa iátað, að dr. Noble, stjórnmála- legur ráðunautur bandarísku hevnaðarnefndarinnar í Seoul hefði sagt við sig, að Bándarík- in hefðu ekki ofbeldi í huga gegn Kóreu, en Norður-Köreu- stjórn væri andvig Bandaríkj- unum, en ef ættjarðarvin- ir eins og hann réyndu að koma á sameiginlegri stjórn hægri, vinstri og miðflokka, myndi Bandaríkin styðja þær tilraun- ir. — Engar sannanir lagðar frani. Með tilliti til: utánríkisstéínu Bandaríkjastjómar þá, er mjög líklegt, segir blaðið Economist, að dr. Noble hafi sagt eitthvað í þessa átt, og hvatt hann til þess að trúa því, að hann gæti fengið stuðning bæði Banda- ríkjamanna og Russa. En engar saiinanir hafa verið lagðar fram Tyfir því, að hann hafi farið til Norður- Kóreu 1948 til þess að njósna fyrir Bandaríkjamenn, en játningar hinna sakfelldu • voru samskonar og bornar hafa verið fram af öðrum: Zinoviev, Bukharin, Slansky — og Kremlin-læknunum, sem sakfelldir vom — og síðan sýknaðir. Að minnsta kosti var ekki hægt að halda því fram, að hið sama hafi vakað fyrir Lee og Ho Kai Ye, sem var „hrein- ræktaður“ á russneska vísu, og hafð'i ekkert samband haft við Bandaríkjamenn í Seoul. safnaðamefndar er frú Hulda Jakobsdóttir, Marbakka, én safnaðarfulltrúi Jósafat J. Lín- dal, Kópavagsbraut 30. Bridgedeiíd Breiðfirðingafélagsins heldur aðalfúnd sinn í baðstofu félags - Ins í kvöld. Spilað vei-ður að loknum fundi. Aiistin 12 | í sérstalvlega góðu lagi til sölu.’' — Upþlýsingái' í sima | 82275, kl. 5—7. V I Kópavogssókn vilf reisa kirkjti. Safnaðarfundur Kópavogs- sóknar var haldinn í fyrraag. Þar voru rædd ýmis mál, sem ‘tAcj euSej ;sne{33n jenq.iefæq samþykktar tillögur og álykt- anir einum rómi, og eru þessar helztar: Skorað er á Alþingi að sam- þykkja frumvarp það til laga, sem lagt var fyrir síðasta þing, um kirkj ubyggingarsj óð. Skor- að var á hreppsnefnd Kópavogs- hrepps að gefa söfnuðinum kost á kirkjulóð á svonefndum Borgum, vestan Hafnarfjarðar- vegar, ef til þess kæmi, að þar yrði reist kirkja. Þá var skorað á safnaðarnefnd að rannsaka, hvað kirkja á stærð við Laug- arneskirkju myndi kosta með núverandi verðlagi, og hvort tiltækilegt væri að reisa kirkju í sambandi við væntanlegt fé- lagsheimili, og hver y.rði kostn- aður við slíka byggingu. Loks var því beint til safn- aðarnefndar að skipuleggja strætisvagnaferðir í sambandi við guðsþjónustur, en það væri mjög nauðsynlegt vegna þess, hve byggð er dreifð í sókninni. Nokkur fleiri atriði bar á .eóma á fundinum. Formaður Bazar Kversfélags Alþýðuflokksins 3 á morgun. Márg't vérðitr Einhig heimabakaðar kökur hefst í Góðtemplarahúsinu kl. þar góðra og eigulegra muna. Stjórnin. Nauðungaruppboð verður haldið í uppboðssal borgarfógetaembættis- ins í Arnarhváli föstud. 16. okt. næstk. kl. 1,30 e.h. og verða þar seldir ýmsir munir eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík o. fl. — svo sem: sóíasett, hægindastólar, armstólar, borðstofuborð, útvarps- tæki, grammófónn, málverk, kamínur, margföld- unarvél, ritvél, búðardiskm-, búðarvigt, stofu- skápur, standlampar, gólfteppi, stjörnukíkir, hulsu- bor, hefilbekkur, slípivél, benzín- og rafmagns- mótorar, bækur bar á meðal ljósprentuð eintök af „Fjölni“ (í skinnbandi), allskonar fatnaður, saumavél o. m. fl. Greiðsla fari fram við hamarshögg. BORGARFÖGÉTINN í REYKJAVÍK. Leikritasamkeppni Norræna leikhúsráðið og fimmta norræna Ieikhúsráð- stefnan efna til sa*}inorrænnar samkeppni um fy.rstu, önnur og þriðju verðlaun fyrir frumsamin leikrit. Verðlaunin eru í hverju landi fyrir sig: 1. verðlaun kr. 6000,00, 2. verðlaun kr. 4000,00 og 3. verðlaun kr. 2000,00. Loks verða greitt cin verðlaun, að upphæð danskar krónur 15,000,00 fyrir bézta leikritið meðal þeirra sem verðlaun hafa hlotið. Handrit, er séu vélrituð, sendist þjóðleikhússtjóra merkt: „Norræna Ieikritasamkeppnin“, fyrir 1. ágúst 1954. Nöfn höfunda fylgi í lokuðu umslagi, er auðkennt sé með sama merki og Ieikritið. Nánari reglur um samkeppnina fást í skrifstofu þjóðleikhússins. M« Ifww wtdu féífiy ið Úðiwt ww Trúnaðarráðsfundur verður haldimi n.k. þriðjudag í Verzl- unai'mannahúsinu, Vonarstræti 4, kl. 8,30 e.h. Til umræðu verður áríðandi félagsmál. Meðlimir trúnaðarráðsins eru beðnir að fjölmenna og mæta stundvíálega. ■■ Stjórn Óðins. IVIÁLVERKASÝINillMG Nýja myndlistarfélagsins Ásgrímur Jónsson —• Jóharni Briem — Tón Stefánsson — Jón Þorleifsson Karen Ágnete Þórarincson — Sveinn Þórarinsson. Sýningin er í Listamaanaskálanum, opin daglega frá Id. 11 tíl 23. Á sýningiinni er yötavelta. OregiÖ um málverk og listbækur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.