Vísir - 13.10.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 13.10.1953, Blaðsíða 7
ÞriSjudáginn 13. októbér 1953 VISIR Óttaslegin eigmkona. qtir fartf (^■abertó l^hine.liárt. *>*> á óvart, að Tumi karlinn hafði hringað sig á rúminu hjá henni. Hann bærði ekki á sér, og gamla konan‘brosti til Forsythes. „Kettir eru góðir vinir,“ sagði hún. „Enginn þarf að vera ein- mana, sem hefur kött og biblíu til þess að stytta sér stundirnar.“ Nokkrum mínútum síðar stóðu lögreglumennirnir í hnapp umhverfis rúmið og gamla konan sagði þeim allt, sem hún vissi. En undir lokin sagði hún það, sem Forsythe hafði óttazt, að hún gæti ekki þágað um. „Hann stal Billy litla og faldi hann,“ sagði hann. „Og Anna vildi auðvitað ekki taka því með þegjandi þögninni." „Þér haldið þá, að hún hafi skotið hann?“ rnælti Close. „Eg veit, að eg mundi hiklaust hafa gert það, ef eg hefði ver- ið í hennar sporum,“ svaraði Eliza ögrandi. Sjöundi kafli. Klukkan var orðin tíu um kvöldið, þegar lögreglubifreið nam staðar fyrir framan íbúðarhúsið, sem Collierhjónin höfðu búið í, og út úr henni stígu- tveir leynilögreglumenn, sem voru í fylgd með Close og Farsythe. Þeir hringdu á bjöllu húsvarðai’ins, en enginn svaraði, en við athugun kom í ljós, áð Kerr-hjónin voru ekki búin að slökkva hjá sér ennþá, svo að Clóse hringdi hjá þeim. Þegar inn var komið, fundu þeir, að Kerr hafði verið að leggja „kabal“ í setustofu þeirra hjóna. Hann virtist gramur yfir að verða fyrir þessu ónæði, en var þó kurteis í fasi. „Hvað er ykkur á höndum?“ spurði hann. „Þótt svo vilji til, að við hjónin eigum heima hér í húsinu, virðist engin ástæða til þess, að þið leggið okkur í éinelti.“ Close lét sem hann heyrði ekki þessi orð. Hann tók aðeins fram vasabók sína og leit í hana. „Nafn yðar er Joseph H. Kerr,“ tók hann til máls. „Þér starf- ið sem gjaldkeri í Enterprise-bankanum. Er það rétt?“ „Vissulega,“ svaraði Kerr, og var fúll á svip. „Aldur, þrjátíu og átta ár. Hörundslitur, hvítur. Þyngd hundrað fimmtiu og fimm pund.“ „Hægan, hægan, herra Kerr. Það er alveg óþarfi að vera hortugur. Þekkið þér son Collier-hjónanna?“ „Hann Billy? Auðvitað þekki eg hann. Þetta er viðkunnan- legasti drengur," „HvenaéT sáuð þér hann síðast?" Kerr hugsaði sig um. „Eg held, að það séu tveir eða þrír mánuðir síðan.“ Hann leit á konu sína. „Er að ekki rétt?“ „Jú, það stendur heima,“ svaraði hún. „Collier barði hann með ól eða belti eitt kvöldið, og kona hans fór eitthvað með drenginn daginn eftir. Að minnsta kosti sagði Hellinger það.“ „Hvar er Hellinger? Hann svarar ekki, þótt hringt sé á bjölluna hjá honum.“ Hjónin hlógu. „Hann er meira úti en viðstaddur,“ sagði frú Kerr. „Eg’ hefi ekki séð hann allan liðlangan daginn. Joe varð að fara niður rétt áðan, til að láta meiri kol á eldinn í mið- stöðinni. Við vorum að krókna. En það er bara venjulegt." Lögreglumönnunum og Forsythe tókst ekki að afla meiri upplýsinga á efri hæðinni. Jamison var að vísu alklæddur, en hann var haltur sem fyrr, og hann skýrði frá því, að hann.hefði ekki séð son Collier-hjónanna frá því að hann flutti í húsið, og vissi yfirleitt ekki til þess, að þau ættu barn. Þegar komu- menn stóðu í hóp niðri á gangstéttinni, til þess að skrafa sam- til framteljanda til tekju- og eignarskatts í lögum nr. 6/1935 um tekjuskatt og eignarskatt er ákveðið að skattaframtöl skuli „komin í skattstofuna í Reykjavík fyrir lok janúarmánaðar“. Þó er heimilað að veita einstökum aðilum frest til framtals, ef sérst'aklega stendur á. Hefur allmikið verið um slíkar frestveitingar undanfarin ár, enda þótt það hafi torveldað störf skattstofu og niðurjöfnunarnefndár, tafið útkomu skattskrár og inn- heimtu gjalda. Eins og kunnugt er, hefur nú verið komið á fó't sér- stakri reiknings- og skýrslugerðarstofnun, sem búin cr fullkomnum vélakosti og ræður yfir miklum tæknilegum möguleikum. Er þessari vélastofnun aetlað að taka gð sér margháttrS störf fyrir ýmsar opinberar skrifstofur, þar á meðal skattstofu Reykjavíkur. Á vetri komanda verður m.á. áritun framtalseyðublaðá, útreikningur skatta og annarra þinggjalda, ■samning skattskrár og útgáfa skatt- reikninga að öllu leyti framkvæmt af umræddri véla- stofnun. Ein afleiðing þessara urnskipta og þeirra breyttu starfs- hátta er þeim fylgja, er sú, að skattstofan getur ekki frestað skattákvörðun einstakra framtala, einstaklinga eða fyrir- tækja, á sama hátt og verið hefur, og þess vegna verður ekki unnt að veita nema mjög takmarkaða framtalsfresti fram yfir þann dag, er lög ákveða, hvernig sem ástatt kann að vera hjá framteljanda. Sama gildir um fresti til að skila skýrslum um launagreiðslur, hvort sem einstaklingar, félög eða stofnanir eiga í hlut. Áf þessu tilefni er hér með brýnt fyrir framteljendum til tekju- og eignarskatts í Reykjavík að verða ekki síð- búnir með framtöl sín, nú- eftir áramótin, og sérstáklega er þeirri aðvörun beint til atvinnufyrirtækjá að hraða sem mest og með nægum fyrirvara öllum undirbúningi að því, að geta skilað launaskýrslum og skattframtölum í tæka tíð, að öðrum kosti eiga þessir aðilar á hættu að þeim verði áætlaðir skattar, eða ákveðin viðurlög. Skattstjórinn í Reykjavík Melrose’s tea fyririiggjandi O. Johnson & Kaaber Síini 1740 Stúlka vön afgreiðslustörfum ósk- ast í nýlenduvöruverzlun nú þegar. Upplýsingar á Hverfisgötu 28, miðhæð kl. 4—5 og 7—-9 eftir hádegi. Mýkantnati* síðar karlmannanærbuxur. Verzlun H. Toft Skólavörðustíg 8. Símí 1035. iijjálbát ffbi r í stærðum: 510X15 475X16 525X16 550X16 600X17 750X20 ^JCnátján. Cj. Cjíilo áon Cf CJo. k.jl. Múrarameistarar Takið eftir Ódýrasta pússningasandinn fáið þér hjá mér. Grófur og 100%, Upplýsingar í síma 81034. MARGT Á SAMA STAÐ 3EZT AÐ AUGLYSAI V1S§ C. & £unm$kA: TARZAN „Hætti’ð þið ' leitihni áð Dóriu, dóttur Thudosar. í kvöld munum við beina leitinni og spjótum okkar að féitari bráð. Aðalhlið borgárinnaf eru undir stöðugri gæzlu vopnaðra varð- manna,“ sagði Tomos. „Þeir geta að- eins sloppið í gegn um litla hliðið sem er'rétt hjá;brúnni. Þángað vérð- um við að hraða okkur til þess að ná þeim.“ Síðan lagði varðflokkur- inn af stað undir stjórn Tomosar. Á'théðan bidu fjö'rménhmgáfnir 'í skjóh. „Rondar hefur á réttu að standa. Við verðum að flýja hjá bránni," sagði Gemnon.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.