Vísir - 20.10.1953, Blaðsíða 2

Vísir - 20.10.1953, Blaðsíða 2
V1SIR Þriðjudaginn 20. október 1953. ÍHWIIWWWWViWVWWtfWWI Minnisbtað almennings. Þriðjudagur, 20. október, — 293. dagur ársins. Flóð verður næst í Reykjavík kl. 16.50. Ljósatími bifreiða og annarra ökutækja er kl. 18.40—7.50. K. F. U. M. Biblíulestrarefni: Amos 9. 7—15. Post. 1. 6. Næturlæknir er í Slysavarðstofunni. Sími 5030. Næturvörður er í Ingólfs Apóteki. Sími 1330. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.10 Þingfréttir. 20.00 Fréttir. — 20.30 Tónleik- ar Symfóníuhljómsveitarinn- ar (útvarpað frá Þjóðleikhús- inu). Stjórnandi: Olav Kiel- land. a) „Egmont-forleikurinn“ op. 84 eftir Beeethoven. b) „Den bergtakne“ op. 32 og önn- ur sönglög eftir Grieg. Ein- söngvari: Guðmundur Jónsson. í hljómleikahléinu um kl. 21.05 les Andrés Björnsson kvæði. c) Symfónía nr. 2 í D-dúr, op. 73 eftir Brahms. — 22.00 Frétt- ir og veðurfregnir. — 22.10 Undir ljúfum lögum: Carl Bil- lich o. fl. flytja klassisk lög. — 22.40 Dagskrárlok. Sðfnln: JLandsbókasafnið er opið kL 10—12, 13.00—19.00 og 20.00— 22.00 alla virka daga nema iaugardaga kL 10—12 og 13.00 *—19.00. NáttúrugripasafnlS er opiS tunnudaga kl. 13.30—15.00 og « þriðjudögum og fimmtudögum idð 11.00—15.00. ÞjóðminjasafniS er opið kL 13.00—16.00 ó suimudögum og kl. 13.00—15.00 ó þriðjudögum »g fimmtudögum. WWVWÍ <WVWNiVtflfWVrf rfWWWW ___ _ __ AVUVVUWW. WWW il /Ij' | \ gTO /) IWWVWWVW www ZJl. I £Jk |C m // wwwvwv^- *wwwv 1/ / v il // ft t • wwwwww wwwi #4 wwwwwww VWUW /Té/t'Wf WWWtfWW WWWW1 / wwwvwwu ■UWVW^ U'W'VVW'V'W'VW'W'W "VifVSiP f?; ^^iiFVkniFWirtsFwvvvviirfcn^vwvvwwý'yirt ry\»n WtfWWWWVWWWWUWWWWVWWWWWUVWW MwMgátahr.2039 Lárétt: 1 Steintegund, 7 blað, 8^hörund, 9 fahgamark, 10 töf, ll: ÍStú íljct, 13 sjór, 14 - el,d;s- neyti,:15 vatnsfafi:, 16 yrki, 17 þjóðflokkinn. Lóðrétt: 1 Mælieining, 2 þramma, 3 ósamstæðir, 4 eld- stæði (þf.), 5 veður, 6 endíng, 10 helgistaður, 11 tímabila, 12 sjófugla, 13 tóm, 14 skartgrip- ur, 15 fangamark, 16 átt. Lausn á krossgátu nr. 2038: Lárétt: 1 horninu, 7 arg, 8 lön, 9 FF, 10 álf, 11 eta, 13 ósa, 14 LÖ, 15 áls, 16 mön, 17 gmoking......• LóðrlflJ í'h^Í'^.úri, 3 RG, 4 illa, 5 nöf, 6 un, Í0 áta, 11 Esso, 12' röng, 13 ólm, 14 lön, 15 ás, 16 mi. , "f Danskennsla er að hefjast í dansskóla Rig- mor Hanson. Þar verða kenndir vals, tango, foxtrot, rumba og jive, að ógléymdum nýja dans- inum „bayo“. Symfóníuhljómsveitin hefir hljómleika í Þjóðleik- húsinu í kvöld undir stjórn Olavs Kiellands. Viðfangsefni að þessu sinni eru eftir Beet- hoven, Brahms og Grieg. Guð- mundur Jónsson óperusöngv- ari syngur einsöng með hljóm- sveitinni. Sumri hallar, eftir Tennessee Williams, verður flutt í Þjóðleikhúsinu annað kvöld kl. 8. Dómar um þetta nýjasta leikrit Þjóðleik- hússins hafa yfirleitt verið hin- ir lofsamlegustu. Nýr ræðismaður. Nýlega var Ólafur Hall- grímsson viðurkenndur ræðis- maður írlands á fslandi með aðsetri í Reykjavík. Æskan, 9.—10. tbl. er nýkomin út með fallegri forsíðumynd, Ferðamenn á fjöllum. Efni: Margt býr í djúpinu, Fagnað- arfundur, Ný fisktegund hér við land (blákappi), Skáldkon- an Margrét Jónsdóttir 60 ára, Til gagns og gamans, Flugbók æskunnar o. m. fl. Fjölmargar myndir eru í heftinu. Minningarspjöld Minningarsjóðs Hallgríms- kii’kju verða seld í Bindindis- höllinni við Fríkirkjuveg þann 20. og 21. október þriðjud. og miðvikud. kl. 10—-6. Einnig í Verzl. Bækur og ritföng, Fróða (Leifsg. 4), Halldóru Ólafsdóttur, Grettisgötu 26 og í Hafnarfirði hjá Valdemar Long. í Happdrætti hlutaveltu „Hvatar“, Sjálf- stæðiskvennafél. voru eftirtal- in númer dregin út hjá lög- manni: 456, 2811, 7070, 10883, 7587, 5298, 9456, 11429, 13598, 14492, 753, 1535. — Munanna sé vitjað til Helgu Marteinsd., Marargötu 2, Reykjavík. Spjöld Minningargjafasjóðs Landspít- alans fást á eftirtöldum stöð- um: Hljóðfæraverzlun Sigr. Halgadóttur, Lækjargötu 4, í Bækur og ritföng, Laugavegi 39, hjá forstöðukonu Landspít- alans og hjá Landsímanum. Tímarítið Úryal. Blaðinu hefir borizt nýtt hefti af Úrvali. Helztu greinar í því eru: Félagsleg ábyrgð vís'ind aman n s i ns, Síamskir tvíburar skildir að, Þjóðtrú og staðreyndir : :um köngulóna, Sannleikurinn únj „húglestur“, Banrahjónabönd í Indlandi, Meinleg örlög. mikils lista- manns, Sprengjan, sem kveikti í Hitler, Stærsta bókaverzlun í heimi, Búfjárrækt undir beru lofti, Réttvísin gegn Mormóna- þorpinu, Malta — virkið 5 Miöjarðarhafi, ^ Endurnýjun hebreskunnar í ísrael, Nílhest- ar í Austur-Afríku, Um mænu- veiki, Hvers vegna óttinn við kyníerðismálin?, og sögurnar: Byltingin í San Antonio, eftir Hans Andreasen, og „Ekkju.- ikur“,. 'eftir . I Joachim Stéri- zelius, sem er eitt dulnefni dönsku skáldkonunnar Karen Blixen. I.O.O.F. = Ob. 1P. = 13510208i/2 — E. T. 1. Hvar eru skipin? Eimskip: Brúarfoss fór frá Rotterdam 15. okt. til Rvk. Dettifoss er í Rvk. Goðafoss kom til Hamborgar í gær; fer þaðan til Rotterdam, Antwerp- en og Hull. Gullfoss er í K.höfn. Lagarfoss er í New York. Reykjafoss fór frá Siglufirði síðdegis í gær til Rvk. Selfoss fór frá Hull 18. okt. til Rotter- dam og Gautabergar. Trölla- foss fór frá Rv. 18. okt. til New York. Drangajökull fór frá Hamborg í gær til Reykjavík- ur. Ríkisskip: Hekla fer frá Rvk. á morgun austur um land í hringferð. Esja er á leið frá Austfjörðum til Rvk. Herðu- breið er á Austfjörðum á norð- urleið. Skjaldbreið var á Eyja- firði í gær. Þyrill verður vænt- anlega á Akureyri i dag. Skaft- fellingur fer frá Rvk. í dag til V es tmannaey j a. Skip S.Í.S.: Hvassafell fór frá Haugasundi 18. þ. m. áleið- is til Siglufjarðar. Arnarfell kemur væntanlega til Rvk. í dag. Jökulfell fór frá Hamborg í gær til Gdynia. Dísarfell á að fara í dag frá Hvammstanga til Skagastrandar, Sauðárkróks, Hofsóss, Húsavíkur og Akur- eyrar. Bláfell kom til Helsing- fors 17. þ. m. H.f. Jöklar: Vatnajökull var væntanlegur til Akraness í gær frá Drangsnesi. Drangajökull er í Hamborg. Veðrið í morgun: Rvík S 3 og 4 st. hiti, Stykk- ishólmur SV 3 og 4, Galtarviti VSV 3 og 5, Blönduós SSV 4 og 5, Akureyri SA 4 og 7, Rauf- arhÖfn SSA 4 og 7, Dalatangi S 4 og 7, Horn í Hornafirði SV 4 og 7, Stórhöfði í Vestmanna- eyjum VSV 5 og 6, Þingvellir V 2 og 4, Keflavíkurflugvöllur SV 3 og 5. Veðurhorfur, Faxa- flói: S og SV kaldi eftir hádegi. Vaxandi SA átt síðari hluta dágs. Allhvass eða hvass og rign ing með kvöldinu. Snýst í all- hvassa SV átt með skúrum 1 nótt. trtocingj S;1 \ fp Nýskotnar rjúpur, bacon j og egg’. * Kjötbúðin Skólavörðustíg 22. Sími 4685. Smekkieg tízkusýníng á Sjómannakabarettinmn i Konur, sem farið hafa á kabarettsýningar Sjómanna- dagsráðs í Ausíurbæjarbíói, hafa veitt því athygli, að í lilé- inu er íízkusýning, mjög skemmtileg, en 'þar eru sýndir kjólar og fleira. Það er verzlunin og sauma- stofan „Bezt“ á Vesturgötu 3, gem stendur að sýriingu þess- ari, og þáð' er Guðrún Árn- grímsd., sem áf öruggri sniékk- vísi, hefir „kompónerað“ kjól- ana. Þaima eru sýndir' eftirmið- dags- og kvöldkjólar, blússur og fleira, en sýningardömurn- ár háfa verið fimm. Það má teljast nokkur nýlunda. að þarná erú sýndir kjólar fyrir miðaldi-a konur, en ekki ungt fólk einvörðungu. Hér er ekki vtm, ■ kjóia'-1 eið liásða, j iSþmfjejn- göngu érU til' sýningar, heldúr kjóla, sem eru til þess að nota þá *'' Léttsaltað dilkakjöt og úrvals gulrófur. KaFlASKJÓU S • SfMi ÍJJA5 ® Fiskfars, flakaður fisk- ur, reyktur fiskur og salt- fiskur. Kjöt & fiskur (Horni Baldursgötu og Þórs- jj götu). Sími 3828, 4764. Iiinir vandlátu borða á Veitingastofunni Vega SkólavÖrðustíg 3. Ný siátrað diikakjöt, |! mör og lifur. Búrfell Skjaldborg, sími 82750. Reykt trippakjöt á kr. 15,00 pr. kg., saltað trippa- kjöt. Verzlunln Krónan Mávahlíð 25. Sími 80733. 1 dag: Súpukjöt, gul- rófur, blóðmör. Hangikjöt. Kgötvertslan ir LROI Vesturgötu 15. Sími 4769. Skólavörðustíg 12, sími 1245. Barmahlíð 4. Sími 5750. Langholtsveg 136, sími 80715 Þverveg 2, sími 1246. Fálkagötu 18, simi 4861. Borgarholtsbraat 19, sími 82212, Soðið saltkjöt, soðin svið, soðið hangikjot, soðnar kartöfiur og rófur. Blóðmör og lifrapylsa. Matarbúðin Léttsaltað kjöt, baunir, rófur, púrrur, reykt og saltað flesk. mttáf/sœm Berestaðastræti 37. símar 4240, 6723. Bræðraborgarstíg 5, sími 81240. Kjötfárs og hvítkál. Pylsur og nýreykt bjúgu. VERZLim Axels Sigurgeirssonar Barmahlíð 8, sími 7709. Háteigsvegi 20, sími 6817. Léttsaltað dilkakjöt verð- ur bezt að kaupa hjá okkur. Kjötbúðin Borg Laugaveg 78, sími 1636. Ný stórlúða. Nýr og nætursaltaður þorskur. Reyktur fiskur, frosin ýsa og 3 teg. síld. Fiskbúðin Laugaveg 84. sími 82404. Laugaveg 2. — Laugaveg 32. Lifur, nýru og dilka- svið. Kjötverzlun Hjalta Lýðssonar h.f. Grettisgötu 64, sími 2667. Síld! Síld! Valin norðuriandssíld í lausri vigt, stykkjatali og í glösum. — Tilvalin á kvöldborðið. Kjöt og Grænmeti Snorrabraut 56, sími 2853, 80253. Nesveg 33, sími 82653. Léttsaltað dilkakjöt. Kjötl'ai-s og Iivítkál, i-eykt- ur fiskur. Hangikjöt og léttsalíað kjöt og grænmeti. Matardeildin Hafnarstræti 5, sími 1211. Folaldalifur, léttsaltað trippakjöt* léttsaltað kindakjöt og lambalifur. Reykhúsið Grettisgötu 50B. Sími 4467. Lar.gayeg 42, sími 3812. :V!;WWWú-WV*'il/WVWWWWWVWWWVVVWWWVWWWW» Ástæða sýnist til þess að vekja athygli Tenna (og eig- inmanna) á sýningu þessari, ekki sízt af því, aö þama er um að ræða mjög skemmtilegár flíkur, sem hugsaðar eru upp af• 1 íslenzkri húgvitssémi • og unnar af íslenzkum höndum. Geta má þess, að hárgreiðslu í sambandi við sýninguna hefir hár gr eiðslustof an Viola ann- ázt. ! Pappirspokoggrð!)) M. I í * » » il V , -1 v ■ - v • 11 sV •' •’ 'f | - ' íVttastU) 3. Alltk. psffj'ifréocSt*]/1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.