Alþýðublaðið - 21.05.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 21.05.1920, Blaðsíða 1
1920 Úr saabuisrildu. Khöfa 19. maí. 1‘jóðavhjálpin danska. Þúsund manns vinna nú á veg- Þjóðarhjálparinnar (Samfunds- 'hjælpen), Sjálfboðaliðar hafa nú farið á fjölda skipa, til að annast útflutn- 3ng afurða og flytja heim kol. Pappírsverð liækkar. Verksmiðjurnar hafa hækkað •.pappírsverð um 25%. fiiiagS stríS. Khöfn 19. maí. Frá London er símað, að Mú- hameðstrú irm enn í Anatolíu ógni með „helgu stríði“ út af friðar- skilmáium Tyrklanas. |ersar 09 bolsivikar. Khöfn 18. maí. Frá London er símað, að bolsi- víkar ráðist inn yfir landamæri Persíu og krefjist að Bretar flytji burt þaðan hersveitir sínar. jfý ógoarstjörn? Khöfn 19. maí. Frá Helsingfors er símað, að Wrangel hershöfðingi hafi mynd- að „hvíta" stjóm á Krímskaga. jWrangel var einn af hershöfð- ingjum Dcnikins og ætíð mót- stöðumaður bolsivíka; hann er af sænskum ættum, en ætt hans hefir um langt skeið ráðið miklu & Rússiandij. Föstudaginn 21. maí éíanRarnir og EúsnœéissRían. Þyngsta böl þessa bæjar er húsnæðisskorturinn. Á stríðsárun- um vonuðu allar að því böli mundi aflétta bráðlega að enduð- um ófriðnum. Þá mundi fást nægi- legt byggingaefni í útlöndum og nægilegur skipakostur til þess að flytja það til landsins. Nú er ófriðnum aflétt fyrir löngu, nóg byggingaefni á markaðinum og nóg skip til að flytja það. Þrátt fyrir það rénar ekki húsnæðis- skorturinn. Hann eykst hröðum skrefum. Hvað veldur? Þrjár eru höfuðorsakir þess, að húsnæðisþörfin eykst: 1. Eðlilegur vöxtur mannfjöld- ans í bænum. Fleiri fæðast en deyja. 2. ínnflutningur i bæinn frá öðrum héruðum. Veldur því eink- um aukinn sjávarútvegur, sérstak- lega botnvörpungaútgerðin. 3) Aukin verzlun og allskonar skrifstofuhald leggur undir sig meira og meira af íbúðarhúsnæði. Að eins eitt ráð er til, gamalt og nýtt, til úrlausnar þessum vanda. Það er að byggja svo mörg hús, sem aukin þörf heimt- ar. En þetta eina úrræði virðist vera nálega óframkvæmanlegt. Ekki vegna þess, að efni skorti eða aðflutninga, eins og áður segir. Ekki heldur vegna dýrtíðar, því tekjur manna yfirleitt svara nokkurnveginn til útgjalda. Það eru lánsstotnanirnar, bank- arnir, sem gera mönnum ókleyft að byggja. Þeir menn, sem svo eru stæðir, að geta bygt án þess að vera upp á bankana komnir, eru líka flestir svo stæðir, að þeir hafa húsnæði, þurfa ekki að byggja. Húsnæðisvandræðin koma niður á fátæku mönnunum. Fram til síðustu tíma gátu fátækir menn 113. tölúbl. komið upp húsaskjóli yfir sig, með tilstyrk bankanna, án þess að leggja fram fé að miklun mun. Nú getur enginn komið sér upp húsi, sem ekki á nokkur þúsund krónur handbærar sjálfur. Bankarnir eiga höfuðsökina á vaxandi húsnæðisvandræðum. Ef spurt er um ástædu til þessarar ráðabreytni bankanna, er svarið fljótfengið. Þeir geta ekki lánað til bygginga. Þá vantar peninga. Þetta er sennilega rétt, Bank- arnir hafa nú á síðustu tímum ausið fé í tugum miljóna í verzl- un og sjávarútveg, sérstaklega botnvörpungaútgerð, og hafa þur- ausið sig. En er nokkurt vit í þessu at- hæfi bankanna? Enginn neitar því, að botnvörp- ungaútgerðin er' stórkostlegt vel- ferðarmál þessa bæjar. En svo að eins er því máli gagu unnið, að gætt sé allra atriða, sem því geta orðið til þrifnaðar, og bæjar- félaginu til blessunar. En að ausa svo fé í útgerð, að hingað streymi múgur manns, en gera ekkert til þess að sá mann- fjöldi geti þrifist hér, það getur ekki orðið heilladrjúgt, hvorki fyrir bæjarfélagið né útgerðina sjálfa, þegar til lengdar lætur. Alment mun iitið svo á, að bankarnir séu fjárhaldsmenn al- mennings. Það eiga þeir að vera og það eru þeir, ekki að eins í almennum skilningi, heldur líka að því ieyti, að almenningur hefir fengið þeim stórfé til geymslu — sparisjóðsfé. Og það eru ekki a'ð eins ríkismenn, sem eiga spari- sjóðsfé í bönkunum, heldur Iíka efnalitlir menn. Margt smátt gerir eitt stórt. Margir eiga nokkur hundruð króna í sparisjóði, jafn- vel eitt eða fleiri þúsund. Það fé geta þeir auðvitað tekið út hve- nær sem þeir vilja, og varið eftir geðþótta. En það hrekkur ekki fyrir kostnaði við húsabyggingar^ þegar aðra aðstoð brestur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.