Vísir - 05.11.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 05.11.1953, Blaðsíða 5
Fimmtudagmn 5. nóvember 1953. » VlSIR „Eg vona, að við höldum þessari sér- vizku okkar — að vera hugsandi menn. Viðia! við sr. Sigurð Einarsson, skáld i Holli. Fátt er jaín stórfenglegt og Ijóngáfa&ir memi. Oft dyljast fieir langtímum meðal fjöldans eða á afskekktum stöðum, eins eg þeir fari huldu höföi úti í eyðimörkinni eða dvelji með guði sínum uppi á fjallstind- Inum. En er þeir koma aí'tur ofan af Sínaí og tala til fólksins, þá minnir það stundum á fárviðri og fellibyl. Silkihattar okkar fjúka út í veður og vind, skurð- goð okkar steypast af stöllum, virðulegur hátíðleiki okkar gfengur alíur úr skorðmn og eftir á skilst okkur kannski, að sú persóna sem við hugðum okkur vera, var aðeins grímu- búningur frá dansleik sem nú er lokið fyrir löngu. Já, þegar bezt lætur, þá verðum við fyr- ir því sama og þau Adam og Eva í aldingarðinum: að augu okkar ljúkast upp, við sjáum að við erum nakin og við höf- um öðlast skynbragð á mismun góðs og ills. Allt þetta og margt fleira hefur mér þrásinnis komið til hugar í sambandi við Sigurð Einarsson skáld í Holti, sem eg tel einn hvassgáfaðasta mann, sem eg hef kynnzt, þó eg sé hins vegar hvorki að líkja hon- um við Móses né höggorminn, eins og ofangreindar hugleið- ingar kynnu að gefa í skyn. Þannig varð kvæði til. Og nú um daginn, þegar þessi gamli vinur minn og kennari snaraðist inn úr dyr- um mínum í roki og rigningu, á snöggri ferð, þá notaði eg tækifærið til að rabba við hann um skáldskap, og fer hér á eftir lauslegur úrdráttur úr samtal- inu: Eg þakka þér fyrir kvæðið .,Litur vors Iands“, sem þú lézt okkur fá í Suðurland í suniar. Það Ihefur vakið að- dáun og athygli og margir á það minnzt. Það gleður mig. — En viltu vita, hvernig það varð til? Við höfum hvort sem er alltaf dá- lítið gaman af að líta inn í verk- stofu hver hjá öðrum. Eg stóð á hlaðinu í Skógum hjá Magn- úsi skólastjóra kvöld eitt í maí síðastliðnum, og segi við hann: Viltu aka hér dálítið út með fjöllunum? — Við ókum út undir Þorvaldseyri og síðan aftui- heim i Skógá. Jökúllinn skein í purþuraljóma hrifgandS sólar. fjólubláir kvöldskuggar í giljum. og túnin græn eins og flos. Os vorgolan mjúk os glettin streymdi inn um onínn gluggann. Og þá byrjaði eg að raula með sjálfum mér þessor hehtbngar, þar sem eg sat við stýrið: Og vörgolan á íslandi er rneira. en yeL .þessi virði að vera á ferð meði benni yfir landið. — Við stiklum yfir Reykjanes — Við stefnum beint á Herðubreið. Sjá, störin er að vaxa á Murufit! I Eg gat ekki sofnað um nótt- ina fyrr en kvæðinu var lokið. Mér fannst að það, sem þar er sagt, yrði að segjast nú, einmitt okkur, þessari kynslóð, sem eigum heimsins litfegursta land. Allt frá síðustu árum. Og nú er í vændum frá þér ný Ijóðabók? Já, prentun hennar er að verða lokið. Eg hef kallað hana „Undir stjörnum og sól“. Hún kemur út í nóvember. (Bókin kom út 2. nóvember). Þú hefur verið furðulega af- kastamikill. Ljóðabókin „Yndi unaðsstunda“ kom út í fyrra. Já, hún gerði það. Og mig jlangar til þess að þakka fyrir, I hve ágætar viðtökur hún fékk | þegar í stað. En eg átti þá ým- islegt í fórum mínum, sem eg fann að var hálfsmiðað og lagði til hliðar. Annars eru kvæðin I í þessari nýju bók öll ort á síð- j ustu þremur árum, að tveimur j einum undanskildum. Þau hafa orðið þér merki- lega frjósöm þessi ár, og hefur mér þó virzt, að þú hafir æði margt að sýsla heima fyrir, auk embættisstarfanna. Getur þú gert nokltra grein fyrir því? Vera má. Þær eru margar. Foreldrar mínir fluttu úr Fljótshlíðinni 1911. Þá var eg ungur drengur. Eg flutti í Iloit 1946, og fann, að þá vap eg kominn heim eftir 35 ára úti- vist hér á landi og erlendis. Þarna austur frá er eg hfeíma á slóðum feði’a minna, get rakið spor þeirra frá býli til býlis í margar kynslóðir, lifað sögu minnar eigin þjóðar. Þetta hef- j ur orðið mér æði frjósamt, og' 1 reyndar knúið mig til þess að leggja til atlögu við stærsta viðfangsefnið, sem eg hef átt við um dagana. Auk þess hef eg' varið drjúgum hluta ævinnar til þess að læra að semja það, sem mig langaði til að koma orðum að, svo að tafirnar verða smám saman færri af því, að j rnann reki í sjálfheldu um það 1 að finna sér form. Og loks: Nú I skynja eg þetta og lifi með I mælikvarða útivistaráranna í höndum — það er ótrúlega gott að yrkja á íslandi. Veiztu- það, að það er kannski hvergi betra að yrkja í allri véröidimii. Bóndinn hekki ekki skáld sitt. Hér segir þú harðla merki- legan hlut! Hvernig liggur í 5>ví? Má eg skýra þetta með einu dæmi. Eg var einu sinni að slangra á ferð við Limafjörðinn á Jótlandi, þar í nánd sem Jeppe Aakjær átti heima. Hann var yndislegasta ljóðskáld Dana, kvað „Söngva rúgsins", dýrðaróðinn um hina dönsku byggð og bændalífið, auk margs annars. Búgarðurinn hans Jenle (Einbúinn), gnæfði vítt yfir sveitina. Eg vissi gerla deili á Jeppe Aakjær og að hann átti þarna heima. Nú kem eg heim á lítinn þrifalegan bóndabæ, þar eru 12 kýr, 40 hænsni, 18 grísir, 14 tunnur lands undir korni. Bóndinn kenghokinn lífstíðarpuðari. Engin bók, ekkert hljóðfæri, gripasýning- arskráin á stofuborðinu. Eg fæ mjólk að drekka og rabba við hjónin. Hver býr þarna á fallega höfðanum vestur frá? spyr eg. Það er maður sem fæst eitt- hvað við að skrifa, svarar bóndi. Hvað heitir hann? spyr eg. Já, hvern þremilinn heitir hann, -— hvað heitir hann, kona? anzar bóndi. Þá táraðist hjarta mitt vegna hins danska þjóðskálds. Þetta var bóndinn, sem hann hafði kveðið fyrir sín undursamlegu ljóð og ætlað að leiða til há- sætis í sölum menningarinnar. Ekkert þessu líkt gæti átt sér stað á Islandi. Við eigum hér frjóvgandi samheyrileik í menningu, byggðan á fágaðri ’erfð, þar sem er tungan og orðsins list. Þessi danski bóndi varð að borga sinn skerf í há- menning hinnar dönsku þjóðar. I án þess að eiga neina hlutdeild i í henni sjálfur: vísindum henn- ar, bókmenntum, leiklist, hljómlist, myndlist, söfnum. Sál hans var jafn snauð og ak- ur hans var frjór. | Allt verður fólksins eign. | Okkar fólk er öðru vísi. Enn- þá er hér ekkert gert af viti og snilld í listum og verkvísi, sem ekki er þegar orðið fólksins eign, þess vegna er svo gott. að yrkja á íslandi. Að minnsta kosti ennþá. Eg er að vona aðf við höldum þessari sérvizku okkar að vera hugsandi menn, með útibú í heimi vits og lista, j þó að hagur okkar réttist og tún okkar stækki og skipunum fjölgi. Á engan annan^hátt get eg sætt mig við þá framtíðar- 1 mynd, sem eg geri mér af ís- landi. Þú minntist á viðfangsefni, sem þú hefðir ráðist í. Hvað er framundan hjá þér um rit- störfin? Eg veit varla hvað segja skal. Það er með ritstörfin eins og sláttinn og vertíðina. Maður veit aldrei hvernig úr ræðst fyrr en komið er að lokunum. En eg hef haft leikrit í smiðum í undanfarin tvö ár. Það gerist á 17. öld, lýkur í Kópavogi og Kaupmannahöfn 1662. Mig langar að ljúka því í vetur, og fannst eg ekki geta lagt nógu einbeittlega til siðustu atlög- unnar við það, fyrr en eg var búinn að koma ljóðabókinni „Undir stjörnum og sól“ f.vá mér. Hún var einhvern veginn fyrir mér —- þú þekkir það. En nú ætti mér ekkert að vera að vanbúnaði. Eg hef kallað þetta leikrit: Fyrir kóngsins mekt, og það íjallar um einn dapur- legasta kapítulann í sögu þjóð- ar vorrar. Aldirnar eru líkar. Og þú velur þér þetta við- fangsefni nú á vorri glaðværu 20. öld? Já, þær eru svo óstjórnlega líkar 17. öldin og hin 20., bein línis óhugnanlega líkar. Það er ekki nóg með það að mennimii séu eins, og ísland á sínur . gamla stað. Veðriri, sem gjósta um sálir mannanna, blása ú: sömu svalvogum óttans, of- stækisins og grimmdarinnar. O: j ennþá standa yfirbugaðar smá- i þjóðir frammi „fyrir kóngsins j mekt“, eins og vér gjörðum þá. — Og gjörum máske enn. Mig langaði til að sýna sjálfum mér og kynslóð minni í spegil 17. aldarinnar rétt til að sjé hvernig færi. Hvort það til dæmis færi fyrir okkur, eins og mjög merkilegum ketti, sem við áttum þangað til fyrir skemmstu. Hann liét Krumm’ og var bæði spakur og forvitri. Þegar eg sýndi honum í spegil. skauzt hann óðara á bak við hann og mátti af viðbragði ov hárafari lesa út úr honum spurninguna: Er þessi svarti þorpari bak við glerið alveg eins og eg eða er þetta hreinlega eg sjálf 1 ur' Annars máttu ekki taka þettr of bókstaflega. Eg .geri mikinr mun á örbirgð 17. aldarinnar og efnum hinnar 20., mikinp mun á því að tapa síðustv' landsréttindum vorum í hencl- ur konungs og að endurreisr lýðveldið. En er ekki alltaf ó- maksins vert að hygeia að því hverjir það eru á liðinni öld sem sá þori, sem ber ávöxt ti! varanlegrar blessunar í vorr: eigin kynslóð? Því þeir — hin- iv fáu útvöldu — eru til þess kallaðir að ';era vegsögumenn vor’r, hvötuðir og eggjarar, á sviðum Ijóðs og listar, fram- t'væmda og atfanga, og hverrar tegundar af mannlegri dáð. j Þessi mynd sýnir atriði úr „Hvílík fjölskylda“, sem Leikfélag j Hafnaiíjarðai .sýr.ir nú. Sýnir hún, frá v„ Sigurð Kristinsson, Jóþömiu Hjaltalín, Snorra Jónssap. og Krisíþjorgu Kjeld, Svo mælti síra Sigurður skáld í Holti eitt óveðurskvöld ,á haustmánuði árið 1953: Hann hafði skamma viðdvöl þessu sinni, en var þotinn burt fýrr en varði. Ljóðabók hans, Undir stjörn- um og sól, er nú, svo sem. kunnugt er, komin út og verður hennar nánar getið innan skamms hér í blaðinu. Guðmundur Daníelsson. Allt á sama stað H.f. Egill Vilhjálmsson Sími 81812. (líf/WVVI; ,,U,},(!>,- tjfttífUittfiii mjög ódýr tekin upp í dag. H. Toft Skólavörðustíg 8. Sími 1035. ORÐSENDING til blindra manna Blindravinafélag íslands lánar :10 viðtæki ttl blindra, i fútækra manná. ý&lri'á&nir sendist fyrir, 1. desember til Blindravinafélags Islands, Reykjavík. Píanókennsla Nokkrir tíhiar lausir. Tek einn eða fleiri tíma. Munið mjög ódýr. Uppl. 1 í síma 4895’milli k'I. 8’og' lff e!Íi. ' Stefán G. Asbjörrissön.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.