Vísir - 05.11.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 05.11.1953, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 4. nóvember 1953. V í SIR 'í C. B. Kelland. glæfrakvendi ? 2 lagði til hliðar skartklæði sín, og var furðu fljótt komin í bað- kerið, og naut í öllu aðstoðar fylgdarkonu sinnar, sem var enn súr á svipimi, og horfði á hana með nokkrum vanþóknunarsvip. „Kona,“ sagði hún, „ung' kona, eins sköpuð og þér, verður að fara gætilega, ella mun endirinn iilur verða.“ „Endirinn skal verða.sá, sem eg ætla mér, Hepsie.“ „Hann pabbi þinn,“ sagði Hephzibah, „var sæmdarmaður í hvívetna og mátti ekki vamm sitt vita, hann var líka maður, sem vissi hvað hann ætlaði sér. Mamma þín var léttlynd. Þú hefur fengið í vöggugjöf þráa föður þms og léttlyndi móður þinnar." „Faðir minn var sterkur fy.rir. Eg hefi erft viljaþrek hans. Móðir mín var léttlynd, en hún var kona fögur og enginn gat nokkurn tíma vitað hvað hún hugðist fyrir. Eg hefi kannske líka fengið hvorttveggja í arf frá henni. Hún hafði ekki nægi- legt vald á gerðum sinmn, en eg. hefi nú til að bera þjálfað, þroskað sjálfsöryggi.“ „Þú ert hégómleg sem páfagaukur." „Eg mun ekki láta hégómlyndi stjórna gerðum mínum. Ef gull- ieitarmaður finnur málmsand, fer hann og lætur rannsaka gull- ínnihald hans. Eg mun leita sjálf og annast rannsóknina sjálf á- því, sem eg finn.“ Hepsie hélt áfram nöldri sínu í hálfum hljóðum, en horfði við og við á hina ungu konu í baðkerinu með sama ólundar- svipnum. „Hann er annars furðu lítill þessi heimur,“ sagði hún loks með nokkrum þunga. „Eg sá andJit í dag, sem eg kannaðist við, en eg get ekki með nokkru móti munað nafn mannsins. En hann rak búgarð í Hardinhéraði, nálægt Elizabethtown. Bíddu nú, Arnold heitir hann, Philip Arnold, en þú kannast fráleitt við hann eða mannst ekki eftir honum að minnsta kosti. Hann anaði vestur á bóginn í gullleit rétt áður en styrjöldin skall á.“ „Kentucky-menn hafa garnan af að ferðast." „Þetta sýnir nú, að mér finnst, hvernig sumt getur orðið' til þess að raska öllum áætlunum,“ sagði Hepsie ísmeygilega. „Hvernig gseti þessi Philip Arnold raskað nokkrum áætlunum —■ einkanlega mínum?“ Eitthvert hljóð, sem átti að tákna megna fyrirlitningu, barst frá Hepsie. „Þú velur þessa borg, til þess. að setjast að í, af því að þú hafðir reiknað það út, að hér mundi enginn bera kennsl á þig. Svo að menn. fengju það í kollinn, að það væri eitthvað leynd- ardómslegt við þig — og það átti vitanlega að greiða fyrír því, að áform þín heppnuðust. Og hvað gerist? Jú, fyrsta daginn sem þú ferð til þess að sýna þig, en ekki tál að sjá. aðra, kemur fram á sjónarsviðið náungi úr Hardinhéraði, fæddur í húsi, sem ekki er meira en þriggja kílómetra frá húsinu, sem þú sjálf fæddist í.“ „Vitleysa. Eg var smástelpa, þegar hann fór að heiman. Láttu þér ekki detta í hug, að hann mundi átta sig á því, ef hann sæi mig, að eg væri Anneke Villard, litla stelpan með „tíkarspen- ana“, sem allir kölluðu Annie. Vertu nú ekki svona bjálfaleg, Hepsie.“ Svipur Hephzibah varð enn ólundarlegri en fyrr. „Þú linnir ekki látum fyrr en eg læt undan að koma hingað með þér, þótt eg gæti aldrei botnað í hvers vegna þú þurftir að velja þessa borg, í staðinn fyrir Boston eða New York. Og hvers vegna þurftirðu endilega að fá mig með þér?“ „Af því, að þú. qrt: svo óárennileg — og virðuleg. Kona, sem býr ein hlýtur að vekja grunsemdir. Einkanlga —“ „Einkanlega —,“ sagði Hephzibah, „ef útlitið er þannig, að sérhver karlmaður vonar, að hún leggi ekki alltof mikla áherzlu á virðuleikann, nema þá á yfirborðinu.“ „Hárrétt ályktað," sagði. Anneke. „Þitt hlutverk er að v.era svo ströng og siðavönd, að skrafskjóður bæri ekki á sér, hvað þá. meira. Þú átt að vaka yfir mér, Hepsie. Þú átt að hafa þau áhrif á karlmenn, að þeir gæti þess að fara ekki feti framar en vera ber.“ Anneke brosti. „Og þú ættir að geta hagnazt vel á þessu, Hepsie. Unga menn skortir hyggindi og þeir munu reyna að t múta þér, bi'ðja þig liðsinnis, til þess að komast í kynni við mig — eða bara til þess að leita upplýsinga.“ „Og hvað þá, Anneke Villard?" „Taktu við mútunum,“ sagði Anneke, ,,en láttu ekkert í staðinn.11 Hún þagnaði og horfði á hana fast og lengi. „Þig langar til þess að vita hvers vegna eg valdi San Fran- cisco?“ „Eg' vildi gjarnan fá að vita — eitthvað.“ „Eg skal segja þér það, sem segja þarf. Þrátt fyrir Cadv Stanton og Susan B. Anthony, Hqpsie mín, verða flestar konur að, horfast í augu við þá staðreynd, að karlmenn líta svo á, að þeirra athafnasvið sé og verði þröngt. Okkur er svo margt bann- að. Ekki getum við farið og helgað okkur land, þar sem gull eða silfur finnst í jörðu — eða líklegt er, að það finnist.“ Hið fagra andlit hennar ljómaði. „En við getum farið þangað, sem slíkt finnst. í jörðu —■ þar sem karlmenn hafa fundið gull- og silfurnámur. Slíkt er okkur ekki bannað. Og það er hérna, sem slíkir menn finnast.“ „Það er ekki heiðarlegt," sagði Hephzibah ólundarlega. Anneke svaraði því engu. Það var eins og hún væri að hugsa upphátt frekara en að hún væri að tala við Hepsie: „í austurfylkjunum, í Boston, New York og öðrum stórborgum þar er langt síðan menn urðu auðugir. Þar er allt komið í fast- ar skor'ður. Þar þarf að brjóta niður múra til þess að koma sér áfram, — ekki sízt í samkvæmislífinu. Þeir auðugu halda hóp- inn og þeir breiða ekki faðminn móti þeim, sem ekkert eiga, þótt þeir — eða þær — búi yfir dugnaði og hæfileikum. En eg gæti farið til þessara borga og komið mér áfram, ef eg væri ekki vönd að virðingu minni. En án auðs eða »reðnMela, — án þess að hafa „sambönd“ mundi eg aldrei komast inn í fordyrið, hvað þá inn í salinn. Hér er allt öðru vísi í pottinn búið. Hér hafa menn auðgazt skyndilega. Menn hafa ekki haft tíma til þess að hlaða sína virkismúra eins og í Boston og New York. Ef eg haga mér skynsamlega mun mér verða vel tekið af hverjum sem er, jafnvel hinum auðugustu.“ „Og krækt þér í efnaðan eiginmann?11 „Það er aðeins einn möguleiki af mörgum, Hepsie. Járn- brautirnar eru, loks komnar hingað. Menn eru hvarvetna að leggja járnbrautir hér vestanlands. í San Francisco græða menn milljónir á járnbrautum. Og þetta er aðeins byrjunin. Pening- arnir streyma hingað frá Comstock gullsvæðinu — og það er aðeins byrjunin. Menn verða skyndilega vellauðugir, vita ekki — oft á tíðum — hvað þeir eiga við peningana að gera. Það er eins og þeir fái ofbirtu í augun. Þeir strá fé í kringum sig. Þeir lifa í „vellystingum praktuglega". í. stuttu máli: Þeir gæta ekki hófs í neinu. Á næstu árum muntu verða vitni a'ð meiri f járaustri, en heimurinn hefir nokkurn tíma séð. Eg hefi tíeki- færi til að komast eins langt, félagslega, í San Francisco, á einu ári og á heilli ævi í New York. Að minnsta kosti ef eg læt engan bilbug á mér finna og verð ekki f-yrir neinni óheppni." „Og það, sem fyrir þér vakir, er í fám orðum sagt, að þetta sé góður staður fyrir ævintýrakonu.“ Það var eins og þetta orð verkaði ónotalega á Anneke Vill- ard. Hún kipptist við og leit í svip á Hepsie. Var hún í rauninni ævintýrakona — gat allt það, sem hún h.afði búið sig undir,. taldi sig hafa hæfileika til og ætlaðist fyrir — falizt í 'þessu eina orði? Var hún ævintýrakona af því tagi sem Hepsie átti Á kvöidvökutifii. Faruk, fyrrverandi konunur Egypta, er mikið fyrir gjálífið og einu sinni nýlega kom hann inn í næturklúbb í stórborg, en hann virðist hafa miklar mætur á næturklúbbum. Þar skemmti meðal annara ung söngmær frönsk. Faruk klapp!- aði henni mikið lof í lófa og varð hún að syngja mörg auka- lög. Þótti henni þetta mikils um vert, þó að þarna væri bara fyrrverandi konungur og hún stóðst því ekki mátið er hún hafði sungið 7. aukalagið og gekk að borði hans. „Yðar há- tign þykir vonandi regluléga gaman að heyra mig syngja vísurnar mínar?“ sagði hún. „Já,“ sagði Faruk, „Eg held nefnilega að ólukku lómurinn, sem ekur bifreiðinni minni, komi ekki alveg strax. Eg hefi beðið hans með óþreyju síðasta hálftímann.“ • Logfræðingur: „Þú manst eftir manninum, sem sakaður var um að hafa dregið sér hundrað þúsund krónur? Eg var illa svikinn er eg tók að mér að verja mál hans.“ Vinur: „Þú hefir þá komizt að því að hann var sekur?“ Lögfr.: „Nei, því miður. Hann var alsaklaus og átti ekki eyri til að borga mér málafærzluna.“ 9 Jón: „Eg á ákaflega. bágt með að fara að ráðum læknis- ins míns. Ilann segir að eina ráðið til að losna við gigt sé að forðast vætu.“ Árni: „Eg skil ekki að það sé svo erfitt-.“ Jón: „Nei. En það er svo bjánalegt að sitja í vatnslausri kerlaug og nudda sig allan með þurrum þvottapoka." Um hvað-ertu að- hugsa kona? Ekkert. Það er ekki hægt að hugsa um ekkert. Jú. Eg er að hugsa um pen- ingana, sem eg þarf handa’ heimilinu. im IVÍBURAJÖRÐIN eftir Leöeek eg Williams. HA5 IT BcENu TE5TEP OR MANIPULATEP IN ANV WAV, ’ij GARR.Y? NO, 5IR, F0RBE5 V SOOP/ THI5 N WAS CAREFUL ENOUSH ) MAYLEAPUS TO LEAVE THAT TOTHE i TO THE LOCA- / LABORATORy BOYS. J TIWV OF- THE < _____—--ý> HEAPpUASTERS V ( OF THE ÁSENTS FROM TERRA, T HC EVEN IF IT POESN'T, CHIEF, WE CAN HAVE THIS SET CÖPIEP ANP JUMPAHEAP FIVE OR MORE YEARS IN OUR OWN T.V. PEVELOPMENT, 19i3 by Unil»d f.Ðt.r, Synjim., I.C-S, H I Forbes lögreglumaður fann þetta sjónvarps-talsímatseki. — Hefur það ýérið reynt eða handfjatlað, C-arry? Nei, Forbes. vildi láta rann- v. á stöðvár njósnaranna frá Tví bur aj örðinni. Garry: Og þó að það takist, Farið með tækið í rannsókn- ekki, kann svo að fara, að við ! arstofuna, og < reynið að finr.a „græðum“ fimm ára þróun a þessu. — Getur verið. aðalmóttökustöðina, sem ei sambandi við það. Qhu Á/hhi úar.". Efíirfarandi mátti.lesa í bæj- arfréttum Vísis um þetta leyti fyrir 35 árum: Aðsókn var miklu minni en vænta mátti að fyrirlestri Einars H. Kvarans í leikhúsinu í gær. Veldur inflúenzan- því vafa- laust. Margir eru orðnir veik- ir og aðrir forðast samkomur af ótta við veikina. Annars á Einar Kvaran því ekki að venj- ast að fá ekki fullt hús áheyr- enda, þegar hann flytur fyrir- lestur. Snjór er kominn talsverður til 5veita hér sunnanlands, bæði í Borgarfirðinum og; eystra. í Grímsnesinu er komin svo mikil ófærð, að snúa varð við. með fjárrekstur á dögunum. Bjfreiðar komasú ekki hjálpar- laust gegnum skaflana á veg- inum austur, yfir Hellisheiði, fappsrspokapriii h.t | t'F<tasfs0 ,f. ri'fppff-tyckm-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.