Vísir - 05.11.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 05.11.1953, Blaðsíða 8
Þeir sem gerast kaupendur VÍSIS eftir 10. hvers tnánaðar fá blaðið ókey-pis tii mánaðamóta. —Sími 1660. VISIR Fimmtudaginn 5. nóvember 1953, VISIB er ódýrasta blaðiö og þó það fjöT- breyttasta. — Hringið i sima 1660 *g gerist áskrifendur. Vift Kiima Sieygarðiliornið: Riíssar sýiia, að þetr vitja vakla sem mestan erfiðteikmn. Tilgangslaust að reyna frekar að efna til ráðstefnu. Seinasta orðsending ráð-1 stjórnarinnar til Vesturveld- _ anna var lesin í Moskvuútvarp- | ið í morgun, en í gœrkveldi var. kunnugt orðið um efni henn- ar. Hún er að áliti stjórnmála- manna Vesturveldanna alger- lega neikvaíð. Ráðstjórnin heldur enn fast t'ram tillögu sinni um fimm- j veldafund um heimsvanda- málin (kxnverskir kommúnist- ax- tækju þátt í henni), en ráð- stefnu um Þýzkaland sætu að- eins fulltrúar Fjórveldanna. — Ekkert er sagt til um, hvenær þessar ráðstefnur skuli halda, né hvar, og vikið er að því, að ekki hafi verið sinnt tillögum Rússa frá 28. ágúst um að leit- ast við að ná samkomulagi um friðarsamninga við Austurríki „eftir diplomatiskum leiðum“, en það hafði raunar verið marg- reynt áður sem alkunan er, án nokkurs árangurs. Eisenhower forseti Banda- xíkjanna sagði í gærkvöldi, að enginn vilji kæmi fram í orð- sendingunni til að koma saman til að leysa vandamálin, heidur væri augljóst, að tilgangurinn væri að valda eins miklum <-rf- iðleikum og unnt væri. Kvað hann aldrei hafa verið meiri þörf einingar meðal frjálsu þjóð anna en nú og yrðu þær að treysta samtök sín eftir megni. ••—4-1-"*.-.. ..... .......... ■■»— í fregnum frá Londoxi og Washington var talið, að álit stjórnmálamanna þar væri, að tilgangslaust myndi að reyna frekara að stofna til Fjórvelda- ráðsteínu. Orðsendingin er talin sýna hai'ðnandi af- stöðu Rússa, eins og krafan um, að áformin um Evrópuher verði lögð á hilluna. Rússar víkja enn að því í orðsendingu sinni, að NA-samtökin séu ekki varnarsamtök, heldur árásar- samtök, sem beint sé gegn Ráð- st j órnar rík j unum. Grjótkast Endurskoða Rússar áætlanir sínar. Sagt er, að Zukov marskálki hafi verið falið að endurskoða hernaðaráætlanir Rússa. Undir áliti hans og mður- stöðum kann það að vera komið hvort Evrópa eða Austur-Asía verður efst á blaði hjá vald- höfunum í Kreml. er ítalski fáninn mátti ekki sjásf. Róm (AP). — Stúdentar í Trieste efndu til mótmæla í gær vegna þess að yíirvöldin höfðu bannað, að ítalskir fánar værn dregnir að hún á opinherum byggingum. Dag'urinn í gær var minning ardagur þess, er Italir héldu inn í Triesíe eftir fyrri heims- styrjöld. Talsvert var • um grjótkast meðan æsingarnar voru mest- ar í gær. Nokkrir menn voi’ú handteknir, og margir meidd- ust. Seint í gærkveldi var allt með kyrrum . kjörum í borg- inni. ísl. listmálari sýnir í París. Hiim 17. olttóber s. 1. opnaði Benedikt Gunnarsson mál- j verlcasýningu í París, og hefur \ hún verið f jölsótt, að því er i Vísi er skrifað. Sýning var I einum af stærstu sýningarskálum Mont- parnassehverfisins. — Bene- dikt, sem er aðeins 24 ára að aldri, er Reykvíkingur, og hef- ur hann stundað listnám víða ei'lendis, m. a. listaháskólanum í Kaupmannahöfn og París. Á sýningu þessari eru um 60 málverk og vatnslitamyndir, sem flestar ei’u „non-fígurá- tífar“ eða abstrakt, en þó eru þar nokkrar af nautaati, en þær virðist málarinn hafa lagt mikla í'ækt við. Flestar myndirnar eru málaðar í Paris og á Spáni. — Þeir dómar, sem þegar hafa birzt um sýningu þessa, eru jákvæðir. Benedikt mun vera á heim- leið, og mun hafa í hyggju að efna til sýningar í Reykjavík á næsta ári. Nixon varaforseti Banda- ríkjanna kom til Hoxigkong í morgun frá Hanoi. Þjóðleikhúsið: »5 Valtýr á grænni treyju“ frumsýndur í kvöld. Nafngreindar giersónur um 20. og jafiiinargir aukaleikarar. Eins og Vísir liefir áður skýrt| frá, verður frumsýning í Þjóð- leikhúsinu í kvöld á leikritinu „Valtýr á grænni treyju“. Þetta er fyrsta leikrit, sem Jón Björnsson hefir samið, en það byggist á skáldsögu hans samnefndri, og fjallar um um- komuleysi og vanmátt almúga- marmsins á fslandi gagnvart grimmúðugum yfirvöldum á síðari hluta 18. aldar. Persónur leiksins eru fjölmargar, — um 20 hlutverk, sem getið er í leikskrá, auk um 20 aukahlut- verka (,,statista“). Leikstjóri er Lárus Pálsson, en Lárus Ing- ólfsson teiknaði búninga og sá um leiktjöldin. í leiknum eru 8 svið, en leikurinn er 21 atriði. Aðalhlutverkin fara þau með Gestur Pálsson, sem leikur Val- tý, Ingibjörg, sfem Þóra Borg- Einarsson leilcur, Valtýr yngri, leikinn af Rúrik Haraldssyni síra Jón í Vallanesi, leikinn af Jóni Aðils og Jón sýslumaöur Arngeirsson, sem Valur Gíslas. leikui’, og er hans hlutverk mest. Aðrir leikarar, nafn- greindir í leikskrá, em Harald- ur Björnsson, Róbert Arnfinns- son, Regína Þórðardóttir, Valdimar Helgason, Klemenz Jónsson, Ævar Kvaran, Bald- vin Halldórsson, Bessi Bjama- son, Jón Laxdal Halldórsson, Guðmundur Pálsson, Sigi’íður Hagalín, Karl Sigurðsson, Ein- ar Eggertsson, Helgi Skúlason og Þoi'grimur Einarsson. Landsbokasðfninu af- Hent dýrmæt §jöf. Reykjavíkurbæi’ hefur nýlega fært Landsbókasafninu að gjöf Ijósprentun nokkurra blaða úr Hauksbók, bundin í steinbítsroð. Á 900 ára afmæli Oslóborgar fyrir skemmstu færði öReykja- víkurbær henni frumrit þess- arar ljósprentunar að,- gjöf, en einmitt á þessum blöðum Hauksbókar er skýrt frá upp- hafi Oslóþorgar. Var eintak þettá í steinbítsroðsrhöppu, for- kumfar vel gerðri og með gull- áletrun. ’ Vár ljpspx’ehtún þessi gerð í Khöfn fyrir mililgöngu próf. Jóns Helgasónar, en- frumi'it blaðanna er, geymt í Árnasafni. Var annað eintak -svo gert af ljósprentuninni, sem Reykja- víkurbær ákvað að færa Lands- bókasafninu að gjöf. Er það, sem áður getur, bundið í stein- bítsroð, en með nokkuð öðrum hætti en Oslóareintakið og með annarri gyllingu. Hefur Lands- bókasafninu nú verið afhent það. ---;-«------ Stjórn Kekkan- ens ferin f rá. St.hólmi (AP). — Paasikivi Finnlandsforseti hefur bvrjað viðræður við stjórnmálamenn um myndun samsteypustjórn- ar. Stjói’n Kekkonens, sem var minnihlutastjórn, baðst lausn- ar, Sökum þess, að hún bei'ð ósigur við atkvæðagreiðslu um áform hennar til lausnar hús- næðisvandamálum þjóðarinn- ar. — Kekkonen fer áfram með stjórn til bráðabii'gða, að beiðni ríkisforsetans. Vaxandi leynistarf í Tékkóslóvakíu. Skipnlögð leynistarfsemi bef- ur nú breiðst út uxn alla Tékkó- slóvakíu að sögn. Eru eyiiinefndir óánægðra verkamanna starfandi hvar- vetna, í verksmiðjum, á bú- göiðum, og jafnvel í stjórnar- skiifstofunum. Kommúnistar vita þetta, en samtökin eru svo víðtæk, að þeir geta ekkert gert til þess að uppræta þessa starfsemi — Er almennt búist við að' eitt- I hvað sögulegt g’erist í Tékkó- í slóvakíu á næstunni. Mynd bessi er af ensku söng og dansmærinni Lindu Lane, sem kom til landsins í gær með Gullfaxa. Mun hún koma fram á skemmtun í Austurbæjarbíói í kvöld með aðstoð hljómsveit- ar Kristjáns Kristjánssonar. — Skemmtun þessi er raunveru- lega úrslitakeppnin í Jitterbug, sem áður hefur verið getið um hér í blaðinu. Dansparið, er hlutskarpast verður, lilýtur tvö þúsund krónur að verðlaunnm. Norsk úrvalsmynd í Nýja Bíó. Frú Guðrún Brunborg byrj- ar í dag sýningar í Nýja Bíó á nýrri. norskri kvikmynd, sem néfnist ,,Nauðlending“. Mynd þessi íjallar um nauð- lendingu bandarískrar flugvél- ar í Noregi í síðustu heims- styrjöld, óg undankomu áhafn- arinnar, sem verður nxeð hjálp norskra frelsisvina. Myndin byggist á sannsögulegum at- burði, leikin af norskum, þýzkum og amerískum úrvals- leikurum og ei' mjög spenn- andi. Aðalhlutverkin fara þau með Henki Kolstad, Jack Kennedy, Randi Kolstad, Bjarne Ander- sen, Jens Bolling o. fl. Ágóði af myndinni rennur, sém'fyrr, til máléfnis þess, sem frú Brunborg hefir barízt svo ótrauðlega fyrir, nánari sam- Iðnaðarbfínkinn stofnar útibú. Byrjað er nú að byggja íyrir útibú Iðnaðarbankans ó Kefla- víkurílugvelli. Snemma í ágúst fór stjóm bankans suður eftir til þess að athuga aðstæður allar. Hafði hún heyrt, að fyrir ári síðan hptðu aðrir bánkar hér vérið beðnir um að setja þar upp útibú, en þeir ekki haft áhuga á því. Eftir nána athugun á málinu var svo í haust sótt um lóð og hún látin í té, sótt um fjárfest- ingarleyfi og það veitt og teikn- ing gerð og samþykkt. Hefir nú verið samið um ' smíði hússins og undirbúningur og grunngröftur hafinn. | Ef með stofnun þessa útibús tekst að festa eitthvað af því fé, sem greitt er þar í vinnu- laun og nú fer í óþarfa eyðslu, er hér um þjóðheilla fvrirtæki ' að ræða, auk þess sem telja má víst, að slíkt útibú veiti al- menningi margskonar fyrir- greiðslu og þjónustu. Iðnaðarmenn Óg ýmis iðnað- arfyfirtæki hafa margvíslegra hagsmuna að gæta á Keflavík- urflugvelli og telur því Iðnað- arbankinn það skyldu sína að reyna að verða þeim þar til að- stoðar og gagns. Næstkomandi laugardag hefst brottflutningur 2900 kínverskra hermanna frá Burma jtil Formosu. 209 verða fluttir daglega. Þess- ir fara af frjálsum vilja, en margir eru eftir, sem neita að fara. vinnu Norðmanna og íslend- inga á sviði menningar, en hún hefir, eins og kunnugt er, stofnað tvo sjóði, annan í Noregi, hinn hér, til styrktár stúdentum. Mynd þessi fekk sérlega góða dóma í norskum blöðum. Norsk Film A/S tók myndina, en leikstjóri er Arne Skouen. Sérverzlun með skrautmuni opnuð í morgun. Verzlunin Hförtur i\i»elsen hf. er í Templarasundi 3 Ný verzlun var opnuð hér í bænum í morgun. Nefnist hún Verzlunin Hjört- ur Nielsen h.f., og er í Templ- arasundi, þar sem áður var Heilsuverndarstöð Líknar. — Þetta er sérverzlun, hefur ein- vörðungu á boðstólum muni úr kristal og’ postulini og aðra skrautmuni.— Hjörtur Nielsen, fyrrum veitingastjóri á Hótel Borg, er eigandi verzlunarinn- ar og forstöðumaður. Hefur hann aflað sér ágætra viðskiptasambanda, m. a. i Tékkóslóvakíu og A.-Þýzka- landi. Marg’s konar munir eru þama, skálar og ker, blómst- urvasar, konnur og glös, bæði úr einlitum, marglitum og ema- ileruðum kristal. Munirnir eru mjög smekklegir og mun stærra og fegurra samsafn slíkra gripa ekki hafa sézt hér fyrr á ein- um stað. Nielsen hefur hug á að fá hingað danskt postulín frá hinu kunna firma Bing & Gröndahl, en eftirspurn á fram leiðslu þess er svo mikil, að það selur hana ekki úr landi nema gegn greiðslu í dollurum. Þá mun Hjörtur Nielsen h.f. jafnan hafa borðfána allra þjóða til sölu, svo og fánasteng- ur. Verði hinna fögru muna, sem þarna eru á boðstólum, virðist mjög í höf stillt, jafn vandaða vöru og um er að ræða. Mun þarna verða svo fjölbreytt úr- val, að unnt verði að uppfylla kröfur jafnt einstaklinga, sem þeirra, er í sameiningu velja gripi til gjafa við sérstök tæki- færi. Hjörtur Nielsen er gamal- j kunnur Reykvíkingum og fleir- , um fyrir Ijúfmannlega fi’am- j komu, smekkvísi og lipurð í ' starfi, og muii re3’nsla hans við ' fvrri störf koma honum að góðu haldi í hinu nýja starfi, og verða mönnum fúslega veittar allar upplýsingar í verzlun hans verð andi þá muni, sem á boðstólum eru.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.