Vísir - 07.11.1953, Blaðsíða 5
VfSIR
Laugardaginn 7. nóvember 1953.
Þjóðlefkhúsið:
Valtýr á grænni treyju.
Höfuiidur: Jou Björuison
— Leikstjóri: Lárus Pál§son.
Þjóðleikhúsið frumsýndi í
fyrrakvöld leikritið „Valtýr á
grænni treyju“ eftir Jón
Björnsson rithöfund.
Er þetta fyrsta leikrit, sem
kemur frá hendi Jóns, en hann
. er nú orðinn þekktur skáld-
sagnahöfundur. Hanrí fluttist til
útlanda iaust fyrir Alþmgis-
hátíðina, en hafði áður byrjað
ritstörf sín með smásögum, sem
birtust m. a. í blöðum hér.
Þegar út var komið — en Jón
dvaldist erlendis til ófi'iðarloka
— vann hann við ritstörf bæði
í Noregi og Danmörku, og var
þá að nokkru leyti eðlilegt, að
lítið bii'tist eftir hann hér á
landi, þar til hann kom heim
árið 1945 að stríðinu loknu. En
að ekki var birt meira eftir Jón
hér heima, meðan hann var
erlendis — en það var sára-
lítið — má m.a. kenna því, að
hann er maður hlédrægur og
rekur ekki auglýsingastarfsemi
fyrir sig, eins og mörgum rit-
höfundum er lagið, er vekja
því oft meiri athygli.
Fyrir tveim árum kom út
eftir hann skáldsagan „Valtýr
á grænni treyju“. Er haft eftir
Jóni í leikskránni, að honum
hafi flogið hvort tveggja í hug
samtímis — að semja leikrit og
skáldsögu um efnið, en skáld-
sagan orðið fyrr til.
Bæði skáldsaga og leikrit
byggjast á austfirzkri munn-
mælasögu, sem vel getur byggzt
á sögulegum staðreyndum, enda
þótt ekki sé hægt að færa sönn-
ur á slíkt nú. Höfundurinn
gerir heldur ekki tilraun til
þess, því að hann gerir það að
meginviðfangsefni sínu, að
„réttu.r er eitt, réttlæti er ann-
að“, eins og ein persóna leiks-
ins kemst að orði. Og hann
leggur ennfremur áherzlu á
það, að þegar menn drepa í
nafni réttlætisins, þá getur svc
farið', að þeir drepi réttlætið,
eins og einnig er sagt í leik-
ritinu.
Sagan endurtekur sig, og
menn hafa hið sama fyrir aug-
unum frá síðari tímum, jafn-
vel vorum dögum, enda þótt
aðstaða lítilmagnans sé ólíkt
betri nú en á miðri 18. öld, er
konungur sat einvaldur í
Kaupmannahöfn, og umboðs-
menn hans hér á landi voru af
því tagi, að alþýða manna hefði
oft þurft að njóta verndar gegn
þeim. Þegar afbrot hafði verið
framið, og maður handtekinn,
af því að líkur bentu til þess,
að hann kynni að vera hinn
seki, „varð hann að vera sek-
ur“, af því að annar fannst
ekki, sem heppilegri var.
Efni þessa leikrits Or í ístuttu
máli það, að maður finnst
dauðvona af mörgurrí hnífs-
stungum á víðavangi. Síðustu
orð hans gefa bendingu um það,
hver hafi framið glæpinn, og
nafn og lýsing á klæðaburðí
benda til þess, að bóndi að nafni
Valtýr, sem klæddist jafnan
grænni treyju, væri hinn seki.
Líkurnar eru sterkar, en þar
við bætist, að bóndi þessi fylgir
Struerísee. að málum, sem em-
bættismennirnir óttast vegna
umbótastefnu hans, og þaö
ræður einnig nokkru um gerðir
sýslumanns ’ gagnvart hinum
handtekna.
í sýslumanninum berst valds-
maðurinn við manninn, skyldu-
ræknin gegn vinsemdinni við
hinn handtekna og fjölskyldu
hans, en loks ræður þver-
móðska hans því, að hann
dæmir fangann til dauða. For-
lögin ráða því hinsvegar, áð
„Valtýr á grænni treyju“ dett-
ur dauður niður, þegar komið
er að gálganum.
Sýslumanni er órótt, því að
hann sér, að hann hefur gengið
feti lengra en rétt hefði verði
— enda fást sannanir fyrir þvi,
að Valtýr hefur ekki logið að
réttinum — og hann vill allt
til vinna að finna hinn seka.
Það tekst honum um síðir, en
„laun heimsins er vanþakk-
læti“, því að sýslumað'ur hlýtur
aðeiris fyrirlitningu fyrir að
hengja hinn rétta morðingja.
Lýkur svo leiknum með því, að
hann afklæðist embættisjakka
sínum og ræður sér bana — eða
svo mun mönnum ætlað að
skilja það.
Þegar litið er á leikritið i
heild, er óhætt að segja það,
að höfundi hefur vel tekizt. Það
er stígandi í leiknum, og mörg
atriðin mjög dramatísk. —
Persónulýsingar eru sumar á-
gætar, og yfirleitt ber verkið
þess flest merki, að höfundur-
inn hefur unnið að því að mik-
illi samvizkusemi. Þó er sam-
vizkusemin ein alls ekki nóg,
til þess að ávöxturinn verði
boðlegur og þaðan af betri, en
sum samtölin eru líka þannig,
að miklu meira hefur þurft tii
að gera þau eins eftirminnileg
og þau eru.
Óþreyjufullum áhorfendum
kann að þykja aðdragandi að-
alatriða leiltsins nokkuð lang-
ur, þar sem Valtýr bóndi á
Eyjólfsstöðúm (Gestur Páls-
son) og séra Jón Steíánsson,
prestur í Vallanesi, (Jn Aðils)
ræða þjóðmál þeirra tima, en
það kemur á daginn, að þessi
inngangur er nauðsynlegur, til
þess að mönnum verði það
sem Ijósast, sem höfundurinn
ætlast til að áhorfendur skilji
— að embættismenn beíta refs-
ingúm m.a. til þess að stjórna
landslýðnum. En þegar út i
sakamálið er komið, en það er
mergur leikritsirís, fylgir hvert
atriðið öðru í skjótri röð, unz
leikurinn nær hámarki á
Gálgaási, aftökustað umdæmis-
ins. Er atburöaroöin riijo.
spennandi á köflum, og þó e
hér alls ekki um venjulegai
glæpareyfara að ræða, góðv
heilli.
Aframhald leiksirís 'er svo ac
nríklu leyti um baráttu sýslu-
manns við sjálfan sig, samvizki
sína, og sigrar hún að lokum,
er hann getur hengt mörðingj-
ann. Getur verið álitamál,
hvort ekki ætti að stytta þau
atriði eitthvað, en getur þó
verið smekksatriði.
Er þá komið að hlut leikenda,
og ber fyrst að nefna Val
Gíslason, sem fer með hlutverk
Jóns Arngeirssonar, sýslu-
manns: Val skortir ekki reynslu
á sviðinu, en röddin háir hon-
um á köflum, líka í þetta skipti.
Sálarstríð sýslumanns er hins-
vegar eitt af þvi, sem höfundur
leggur mesta áherzlu á, og þa
hlið leysir Valur með prýði.
Það ge'tur verið lítill vandi að
brýna raustina, ef það nægir
til að framkalla þau áhrif, sem
nauðsynleg eru, en erfiðara
getur verið að fá hið sama fram
með tilburðum einum, og þar
tekst Val með prýði.
Jón Aðils leikur annað aðal-
hlutverkið, séra Jón Stefáns-
son, og gerir það með ágætum.
Þetta hlutverk gerir hinsvegar
engan veginn eins miklar kröf-
ur og Jón getur fullnægt, svo að
óvíst er, hvort það hafi ekki
verið misráðið að hafa svo góð-
an leikara i ekki kröfuliarðara
hlutverki.
Gestur Pálsson fer með hlút-
verk Valtýs bónda. Hlutverkið
, I
a vel við hann. Valtýr bóndi i
er góðmenni, og þess vegna
snýst hann til fylgis við Stru-
ensee, því að hann væntir
þess, að áhrif hans muni gæta
til góðs. Og þegar þjarmað er
að honum af valdsmanninum,
þá vill hann ekki kaupa frelsi
sitt með því að þegja um rang-
lætið. Áhrif sumra dramatísk-
ustu atriðanna byggjast á leik
Gests, og sem gamall og reynd-
ur leikari bregzt hann ekki
þeirn kröfum, sem þar eru
gerðar til hans.
Þóra Borg Einarsson leikui
Ingibjörgu konu hans. Hún er
of ungleg í gerfi sínu, og mað-
ur væntir auk þess, að þar sé
aðsópsmikil kona, skörungur
á gamla vísu. En það er Ingi-
björg ekki. Heiftina varítar hjá
henni, heiftina, sem alltaf lifði
með eiginkonum og mæðrum
þjóðarinnar, og stælti syni og
dætur í mótlæti eins og því,
sém kemur svo vel franl hjá
höfundi.
Rúrik Haraldsson, sem leik-
Valtýr bóndi (Gestur Pálsson) og Jón sýslumaður (Valur
Gíslason).
Myndin sýnir, cr sýslumaður og fylgdarlið' hans koma til þess
að handtaka Valtý bónda'á hlaðiríu á Eýjólfsstöðum.
ur Valtý yngri, er heldur ekki
nægilega sannur í túlkun hans.
Hann er eins og þjálfaður
íþróttamaður, sem sögur munu
ekki til um á því tímabili, sem
leikritið greinir frá, og er raun-
ar alltof mikill nútímamaður i
útliti, þegar hann er borinn
saman við alla aðra á sviðinu.
Eru þá taliri helztu hlut-
verkin, en hin minni geta verið
ekki síður mikilvæg og má þar
fyrst telja hlutverk monsjör
Hjartar, sem Karl Sigurðsson
leikur. Engum, sem sér hann á
sviðinu, blandast hugur um, að
þar er þrælmenni á ferð, sem
kemur sér í mjúkinn hjá vald-
höfunum til að hagnast á þvi.
En hann er veigalítill í hlut-
verki sinu, og þegar það er
athugað, að monsjörinn er í
rauninni ,,Quisling“ þeirra
tíma, þá verður að segja, að
leikstjóranum hafa verið mis-
lagðar hendur, er hann valdi ;
það hlutverk. Hvorki persóna
né rödd eru þar viðeigandi.
í sömu andránni má raunar
geta tveggja annarra „hægri
handa“ sýslumanns, Jóakims
Jóakimssonar böðuls, sérrí Helgi
Skúlason leikur, og Brands
sterka, sem Einar Eggertsson
leikur, en þeir eru báðir í góðu
gerfi.
Þá eru Bahlvin Halldórsson
(Valtýr Hallason), Valdemar
Helgason (Bergur bóndi á
Kolli), Klemenz Jónsson (Geir
sýsluskrifara), Ævar Kvaran
(Wium sýslumaður) og Regína
Þórðardóttir (Anna, kona
sýslumannsins). Þau leysa öll
hlutverk sín vel af hendi.
Aðrir leikendu.r eru Bessi
Bjarnason, Jón Laxdal Hali-
dórsson,- Haraldur Björnsson.
Guðmundur Pálsson, Sigríðui
Haeal'i. Róbert Arnfinsson,
Þorgrímur Einarsson, auk
margra ónefndra. Haraldur
bætir þar ágætri persónu í safn
sitt.
Lárus Ingólfssön hefur gert
leiktjöld og búninga of smekk-
vísi.
Leikstjóri er Lárus Pálsson
og er hans hlutur góður, þótt
sitt hvað megi að finna. Sýn-
ingin var yfirleitt mjög á-
nægjuleg.
Það er óhætt að ráðleggja
mönnmn að sækja sýningar á
þessu leikriti, því að þar hefur
flest vel tekizt, og auk þess er
það skylda manna að hlynna
að íslenzkri leikritagerð með.
því að virða ekki slíkar sýn-
ingar að vettugi.
,Nauðlending‘
i Wýja Bíó.
Frú Guðrún Brunborg sýnir
Reykvíkingum enn eina norska
kvikfnynd í Nýja Bíó um þessar
mundir.
Það er skemmst frá að segja
að hér er um mjög góða mynd
að ræða, sem fólk mun hafa
mikla ánægju af að sjá. Mynd-
in byggist á sannsögulegum
atburðum frá stríðsárunum i
Noregi og hún er að mestu tek-
in á sömu slóðum og þeir at-
burðir gerðust.
Aðalhlutverkin eru leikin af
úrvals leikurum, norskum,
þýzkum og bandariskum og
verða margar persónurnar á-
hcríandanum hugstæðar, gamli
presturinn sem krefst þess á
sjúkrabeðinu að sýna á sér
tunguna en nazistaforingjarnir
hafa krafist þess. að vera vríð
athöfnina; meðhjálparinn sem
engan getur grunað að sé einn
liættulegasti andstæðingur naz-
istanna og jafnvel nazistanjósn-
airínn, „strámaðurinn", verður
manni hugstæður fyrir undur-
fagran .orgelleik --— o,g ým-
islegt annað.
Menn þurfa ekik að vera
haldnir neinni kvikmyndahús-
bakteríu til að hafa ánægju af
að sjá þessa mynd og hún er
frú Guðrúnu og málefni henn-
ar til sóma.
Flugvél fré Pan American
er væntanleg frá New York að-
faranótt þriðjudags, og fer héð-
an til London. Frá London
kemur flugvél aðfararíótt mið
vikudags, og' heldur áfram tiL
New York.