Vísir - 07.11.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 07.11.1953, Blaðsíða 8
 ^9 & VtSlR er ádýrasta blaðið og þó það fjöl- Þeir sem gerast kaupendur VlSIS eftir 10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis til WVSllt breyttasta. — Hringið í síma 1660 eg gerist mánaðamóta. — Sími 1660. W Æk áskrifendur. Laugardaginn 7. nóvember 1953. Þrír teknir rétt- mdalausir. Lögréglan í Reykjavík hefur frá því í fyrrinótt liandtekið t»rjá réttindalausa menn við bifreiðaakstur. Er þetta athæfi mannanna þeim mun hættulegra, sem ó- venjumikil hálka er á götunum um þessar mundir. Einn þessara manna elti lög- reglan lengi í gær vegna þess hve hratt hann ók og gálaus- lega um göturnar. Þegar hann -var loksins neyddur til þess aö :nema staðar, reyndist þar veia um 16 ára pilt að ræða og réttindalausan til bifreiða- aksturs. • í nótt var ölvaður maður handtekinn, sem staðinn var að foifreiðaakstri. Við rannsókn 'kom í ljós að hann var rétt- indalaus og auk þess í stolnu faratæki. Bíllinn, sem hann 'hafði stolið, var G-739. Loks tók lögreglan þriðja féttindalausa ökuþórinn í fyrri- :nótt. . í nótt var lögreglunni til- kynnt um mann sem brotizt ’hefði inn í hús eitt hér í bæn- um. Þegar lögreglan kom á staðinn lá maðurinn sofandi í herbergi í húsinu. Sýningunni lýkur á mánudag Flugvelfir, Sýningu Sigurðar Sigurðssonar listmálara, sem staðið hefur yfir undanfarna daga í Listamannaskálanum. lýkur á mánu- dagskvöldið. Aðsóku að sýningunni hefur verið góð og alls hafa selzt 20 myndir. Eina þeirra keypti Listasafn ríkisins, og var það landslagsmynd austan af Síðu. Hér að ofan birtist ein mynda Sigurðar, sem eru á sýningunni. Heitir hún: ,,Epli“. — Almenningi skal ráðlagt að nota tækifærið um helgina og skoða sýningu þessa ágæta listamanns. Ellefu menn íiafa nú beö- ið bana í Trieste. ftlærri 100 hafa særzf í 2|a daga óeirðum. Viðarkolagerð snar þáttur í at- hafnasögunni fram eftir öldum. An viðarkola hefði Islendingum ekki verið líft í landinu. Framh. af 1. síðu. vegar í senn mjótt og er auk þess að mestu leyti í hafi, jpfnvel um fjöru. Til þess að þarna verði unnt að byggja meðalstóran flugvöll þarf að dæla upp hálfri millj. tenings- metra af ofaníburði í völlinn, og slík vinna er dýr. Er nú unnið að því að gera verk- og kostnaðaráætlun að flugvelli á þessu rifi. Endurbætur á flugvöllum. í haust hefir verið unnið á Egilsstaðflugvelli að því að nialbera stóran kafla á suður- hluta brautarinnar, sem hafði J missígið svo að á honum stóðu, pollar. Ennfremur var varnar- j garður hlaðinn upp að nýju við Eyvindará til þess að verja völlinn flóðum, en gamli varn- argarðurinn brast í vatnavöxt- um s. 1. vor. — Eins og áð- ur er getið er nú verið að at- liuga um kaup á brautarljósum við Egilsstaðaflugvöll, og þeg- ar þau eru komin upp verður unnt að taka hann í notkun sem millilandaflugvöll. Unnið hefir verið í allt haust að lagfæringu flugvallarins á Fagurhólsmýri og verið að undirbúa lengingu flugbraut- arinnar. Á Gufuskálamóðu við Hellis- sand er einnig unnið að leng- ingu, en þó aðallega að lagfær- ingu flugbrautar. Skip sekkur á Norðurspi 2000 lesta sænskt skip sökk við Þýzkaland í Norðursjó í .nótt eftir árekstur við banda- rískt skip. Tveir menn af hina sænska skipi drukknuðu, en nokkurra er saknað. A fyrsta skemmtifundi Ferða- félags Islands á þessu hausti, er haldinn var í Sjálfstæðis- liúsinu í fyrrakvöld var frum- sýnd litkvikmynd um viðar- kolagerð, sem Árni Stefánsson liafði tekið. Hákon Bjarnason skógrækt- arstjóri fylgdi myndinni úr hlaði með fróðlegu erindi og greinargóðum slcýringum. Benti hann á hve snar þáttur viðar- kolin voru í athafnasögu þjóð- arinnar fyrr á öldum og að lífs- afkoma hennar var óhugsan- leg' án þeirra. Kolin voru skil- yrðislaust nauðsyn hverjum bónda á meðan notast var við gömlu Ijáina (einjárnugana) og heyskapur því ekki hugs- anlegur án þeirra. Gert var til kola ýmist vor eða haust, en aðallega þó á vorin. Venjulega var skógur- inn höggvinn og hrisið rifið á haustin eða veturna, en á vor- inu voru trén kurluð í búta og' að því búnu gerð kolagröí'. Var kurlinu raðað í hana, en síðan kveiktur eldur og látið brenna unz kösturinn var al- elda orðinn. Þá var tyrft yfir og síðan þéttað með mold svo loft komist ekki að. Eftir 3—4 daga voru gröfiri opnuð og' kolin tekin upp. Kolin voru , jafnan seld í skóglausar sveitir og sumstaðar fyrir ærið verð. Mikið þurfti aí skógi í hvern hestburð af kol- um og fyrir bragðið gekk mjög á skógana, auk þess sem þeir eyddust af ágangi sauðfjár og uppblæstri. Viðarkolagerð er nú úr sög- unni í þeirri mynd sem áður var, en í vissum byggðum landsins muna menn ennþá hveroi-g hún vEfí’ feamkvæiMd og fyrir .bragðjð .gaf ,k\-ikanynd Árna Stefánssonar örgið til. Er. hún merk' heimild um þéhriá horfna þjóðfélagsþátt sem þo var einri hinn mikilsverðasti í athafnásög'u vórri, fyrr á öld- um. ■ ■ Á fundinum í fýrrakvöld var einnig sýnd kvikmýnd sem Magnús Jóhannsson . útvarps- virki hafði tékið 'í Grænlands- flugi Gullfaxa og sýndi m. a. hið stórhrikalega landslag á austm’strönd Grænlands. Jón Eyþórsson veðurfræðingur skýrði rriyndina. Dans var stiginn til kl. 1 e. m. og' m. a. sýndi þjóðdansa- flokkur dansa. — Fundurinn var í alla staði hinn ágætasti og vel sóttur. Um 20.090 manns tóku þátt í uppþotunum, sem urðu í Tri- este í gær. Átta menn biðu bana, en 11 samtals í gær og fyrradag, og upp undir 100 hafa særzt eða hlotið meiðsl. Lög- reglumenn voru meðal þeirra, sem drepnir voru. Upptökin hófust með árás á lögreglubifreið. Einnig var skot ið á lögregluna og svaraði húr> skothríðinni. Var svo að henni þrengt á aðaltorgi borgarinnar, en þangað streymdu kröfu- göngumenn, að hún varð að hörfa, en herlið með brugðnum byssustingjum var sent inri á torgið. Ekki þurfti það þó að beita vopnrim til þess að ryðja torgið, heldur mun lögreglan hafa gert það. Allmörgum hand sprengjum var varpað. í Rómaborg, Milano, Genua og fleiri borgum kom til upp- þota, m. a. fyrir framan sendi- herrabústað Bandaríkjanna í Rómaborg. Rúður voru brotnar í ræðismannsbústað Breta og ráðizt á bifreiðar með brezkum og bandarískum einkennum. — Var þeim árásum mótmælt og öflugur lögregluvörður er nú við slíka staði. Styðjið blinda í baráttu þeirra. Blindrafélagið gengst fyrir merkjasölu til ágóða fyrir blinda á morgun. Astæðulaust er að hvetja men ntii þess að kaupa merlc- in, því að svo vel þekkja bæj- arbúar starf Blindrafélagsins í þágu blinda fólksins, — og verður merkjasölufólkinu því vafalaust vel tekið á morgun. Merkin eru afgreidd á Grund- arstíg 11, Holtsapóteki og í barnaheimilinu Drafnarborg. ítalska stjórnin kom saman. á fund og ákvað að mótmæla framkomu lögreglunnar í Tri- este, sem er undir stjórri Wint- ertons hershöfðingja, yfirmanns herliðs bandamanna. Nýjar samkomulags- tillögur. • Utanríkisráðherra Júgóslavíu ræddi í gær við sendifulltrúa Breta og Bandaríkjamanna. Er sagt, að hann hafi lagt fram tillögiir, sem miða að því, að koma í veg fyrir allt það, sem. gæti orðið til þess áð ástandið ' yriði enn ískyggilegra, heldur yrði miðað að fullnáðarsam- komulagi stig af stigi. List á vinnustö&um. í Noregi er unið að 'því að kynna list meðal manna á vinnustöðum á sjó og landi. Hafa um 50 fyrirtæki bund- izt samtökum, er senda 50 lista- verk milli vinnustaða um landið allt. í einu nýjasta skipi Norð- manna — Buenos Aires — eru verk eftir samtíðarmenn hengd í hverja káetu. (UNESCO). ' V'Hhjálmur Finsen sendiherra Tslands | Þýzka- landi dvelur í dag á ‘ájötugsaf- knæli sínu, á heimili sínu í Hamborg, Heilwigstrasse 121. Tíu Ifð í handkuattleiks- keppni um helgma. Fyrsta haridknattleiksmót á þessum vetri fer fram annað kvöld og mánudagskvöldið að Hálogalandi. Tíu meistaraflokkslið, þar af tvö kvennalið, taka þátt í keppninni, sem ber heitið Hraðkeppnismót Handknatt- leiksráðs Reykjavíkur og er út- sláttarkeppni. Annað kvöld keppa öll karla- liðin og keppa félögin sem hér segir: Fram við Víking, Valur við F. H., Ármann við K. R. og í. R. við Þrótt. Hver leikur stendur yfir í hálfa klukku- stund. Þau lið, sem tapa leik, eru þar með endanlega úr keppninni. Keppnin hefst kl. 8 bæði kvöldin. Á mánudagskvöldið verður keppt til úrslita milli þeirra félaga er sigruðu kvöld- ið áður. Sömuleiðis heyja kvennaflokkarnir einvígi sín á milli, en þeir eru frá Fram og Val. 20. des. n.k. Ákveðið hefir verið að velja sunnudaginn 20. desember n. k.. fyrir sérstakan fuglaathugun- ardag hér á landi. Markmiðið með þessu er að afla vitneskju um fuglalif að vetrarlagi i hinum ýmsu lands- hlutum. Var tilraun gerð með slíkan dag í fyrravetur um svipað leyti og gaf sú tilraun það góða raun, að ákveðið hefir verið að halda þessu áfram. Það var Náttúrugripasafnið, sem gekkst fyrir stofnun fuglaathugvmar- dagsins og voru athuganir gerðar á 9 takmörkuðum svæð- um í fyrra. Þess er vænzt að sem flestir áhugamemi taki.þátt i athug-. unum þessum, en þó ekki aðrir en þeir, sem kunna skil á. öll-, um íslenzkum fuglategundum og treysta sér að greina sundur skylda fugla, svo sem hinar ýmsu anda- og mávategundir o. s. frv. Rússar minnast byltingarinnar. Rússar minnast i dag 7. nóv. byltingarinnar, sem gerð var 1917 eða fyrir 36 árum. í Bolshoileikhúsinu flutti Voroshilov forseti ræðu í gær, að viðstöddum þeim Malenkov forsætisráðherra og Molotov ut anríkisráðherra. Voroshilov tal aði um framleiðsluaukningu, hervarriir og frið og virðist í þeim efrmm alit vera við sarna heygarðshornið og fyrr hjá Rússum, og erig'in verulegstefnu breyting í aðsigi. í dag eru miklar hersýning- ar. Slökkviliðlð 2svar á ferð* Slökkviliðið var tvívegis kvatt á vettvang í nótt. Fyrra skiptið, en það var laust fyrir miðnætti, var það beðið að koma í Stálsmiðjuna við Mýragötu, vegna elds, sem þar hafði kviknað. Hafði eitt- hvað af timbri dottið á heitan þurrkofn og síðan kviknað í því. Eldurinn var fljótlega slökktur og skemmdir ekki teljandi. Um klukkan hálftvö I nótt var aftur beðið um aðstoð slökkviliðsins og þá að Olíu- hreinsunarstöðinni h.f í Sæ- túni 4. Kviknað hafði þar í úr- gangsolíu, sem var geymd £ tunnu i húsagarði. Þar var eld- urinn einnig fljótlega slökktur án þess að tjón hlytist af. Væringar í ísraeL Israelsstjórn hefur. kært yfir árás á járnbrautarstöð milli Tel Aviv og Haifa. ísraelskur járnbrautarstarfs- maður var drepinn. Árásar- mennirnir komu frá Jórdaníu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.