Vísir - 26.11.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 26.11.1953, Blaðsíða 8
*■> . -H- Þé\r lem gerast kaap^dur VÍSIS eftir | !•/ hvera mátíáSar fá blaðið ókeypis til '■ 1J 1, mánaðamóta. — Sími 1660. WISXBt VÍSIR er ódýrasta blaðið og þó það fjöl- breyttasta. — Hringið í síma 1660 og gerist áskrifendur. Fimmtudaginn 26. nóvember 1953 íþróttakeppni fyrirhuguð miiii drengja héðan e§ utan af landi. Merkjakeppni verði komið á í filvík. Á aðalfundi Frjálsíþróttaráðs Reykjavíkur sl. mánudags- kvöld var stjórn ráðsins falið að gangast fyrir keppni í irjáls um íþróttum milli drengja úr Rvík og úr öðrum landsbyggð- um. Aldur keppenda sé 16—20 ára. Sömuleiðis var skorað á stjórn ráðsins að koma á .,merkjakeppni“ hér í Reykja- vík, þannig að fyrir ákveðinn íþróttaárangur geti memi hlot- ið tilskilið íþróttamerki. Með þessu móti fáist almennari þátt taka í íþróttum yfirleitt. Samþykkt var að leggja mótanefndina niður, en féiög- unum í þess stað falið að sjá um framkvæmd mótanna á næsta sumri. Þá var ákveðið að halda áfram stigakeppni- fyi'irkomulaginu á Meistara- móti Rvíkur. Ýmsar fleiri sam- þykktir voru gerðar og gerðar nokkrar lagabreytingar. I stjórn ráðsins fyrir næsta ár voru kjörnir Halldór Sigur- geirsson (Á) formaður, Guðm. Hermannsson (K.R.), Jóhannes son (Á), Marteinn Guðjónsson (Í.R.) og Gunnar Snorráson (Umf. R.). Fráfarandi formaður, Ingi Þorsteinsson, gaf skýrslu um störf ráðsins á liðnu ári, en þau voru allmikil, einkum í sam- bandi við mót hér í bænum o. fl. Nýbreytni, sem tekin var upp var í því fólgin að efna til fræðslufundar fyrir íþrótta- menn. Gafst hin fyrsta tilraun vel og verður reynt að halda þessum fræðslufundum áfram. Sú ftýbreytni var tekin upp í verðlaunaveitingum að í stað verðlaunapeninga voru gefnar ýmsar úrvalsbækur. Fjögur bókaforlög, ísafoldarprent- smiðja hf., Bókfellsútgáfan, Hlaðbúð og Helgafell gáfu rausnarlegar bókagjafir í þessu skyni. Tveir verðlaunabikarar hafa verið gefnir og reglugerðir fyr- ir þá staðfestar. Annað er verð- launabikar í boðhlaupskeppni 1 á Meistaramóti Rvíkur í frjáis- um íþróttum o ger það mætur íþróttavinur sem ekki vill láta nafns síns getið, er gaf hann. Hinn bikarinn gaf Reykvík- ingafélagið til handa þeim ein- staklingi, er flest stig hlýtur á Meistaramóti Rvíkur í frjálsum íþróttum. n Þjóðleikhúsið: Harvey" frum- sýndur í kvöld. í kvöld verður frumsýning í , Þjóðleikhúsinu á gamanleikn- j um „Harvey“, eftir bandaríska I Höfundinn Mary Chase. j Þetta er ákaflega óvenjulég- ur gamanleikur, því að segja má, að aðalpersónan „Harvey“, sést aldrei. Hins'vegar gætir á- hrifa Harveys mjög í leiknum, og er raunar uppistaða hans. Lárus Pálsson fer með veiga- mesta hlutverkið, en Indriði Waage hefur annazt leikstjórn. Karl ísfeld þýddi íeikinn. Vinsældir Harveys þar sem hann hefur verið sýndur, eiga sér fá eða jafnvel engin dæmi, en hvað sem þvi liður, er óhætt að segja, að leikhúsgestir hér eiga von á góðri skemmtun þar sem Harvey er. Elísabet komin til Jamaica. Elisabet drottning og maður hennar dveljast nú í Kingston, höfuðborg Jamaica, og eru gestir landstjórans, Sir Hugh Foot. Canopus lenti við Montigo- víkina eftir 5 klst. flug í gær frá Bermuda og var því næst ekið til Kinston, sem er á suð- urströndinni, yfir fjöll og um gil og gljúfur, í steikjandi sól- arhita. Var hvarvetna fyrir margt manna til að fagna drottningu og manni hennar. — Þau dveljast þarna í 3 daga. Tæknin sá við þeim. London. A.P.). — Lögreglan í Bombay Iiandtók nýlega 64 Araba fyrir gullsmygl. Höfðu mennirnri gleypt sam- tals 31 kg. af gullmolum, en ekki varað sig á því að gegnum- lýsingartæki eru í tollbúðinni í Bombay og þar komst allt upp. FFSÍ vill tippmæl- ing 16. 'þing Farmanna- og fiski- mannasambands íslands gerði ýmsar samþykktir, m. a. þessa: Skorað er á Alþingi að veita fé til uppmælingar djúpmiða við strendur landsins, og verði því verki lokið á næstu fjór- um árum. Skorað er á skip- stjórnar- og útvegsmenn að gæta meira hófs um stærð véla í fiskibátum en verið hefur. Samþykkt var að fela stjórn FFSÍ að gangast fyrir opinber- um umræðum um réttindi ís- lendinga til Grænlands. Ilmur daganna, 3ja bindi minn- inga Hagalins. Út er komið þriðja bindið af sjálfsævisögu Guðmundar G. Hagalíns rithöfundar og nefn- ist það Ilmur liðinna daga. Fyrri bindin af endurminn- ingum Hagalíns hafa fengið á- gætar viðtökur almennings, enda eru bækurnar fullar af fróðlegum og skemmtilegum sögum. Þótt fyrstu tvö bindin hafi verið stór, er höfundur ekki kominn langt í frásög'n- inni af æviskeiði sínu, og hér kemur nú þriðja bindið, sem lýkur, er hann kemur til höf- uðborgarinnar, til þess að freista gæfunnar utan æsku- stöðvanna. Víst er, að Hagalín mun skemmta mörgum með þessu bindi eins og hinum fyrri. Skólavikan stendur nú yfir hér í bæ, eins og Vísir hefur áður greint frá. Þátttaka foreldra virðist ætla að verða góð, — t.d. kómu um 1000 í skólana í gær, og var ekki annað að sjá en þcir hefðu áliuga á bví, sem verið er að gera í skólunum, og fýsti að kynnast því betur. í gær fluttu þeir dr. Matthias Jónas- son og próf. Símon Jóh. Ágústsson erindi í Ausurbæjar- og Miðbæjarskólum. Þá má geta bess, að maður nokkur færði Langholtsskóla að gjöf ýmsa náttúrufræðilega muni, — Skóla- vikunni lýkur annað kvöld. — Myndirnar hér að ofan gefa nokkra hugmynd um heilsugæzlu þá, sem barnaskólarnir haía með höndum. Efri myhdin sýnir telpur í Ijósbaði, en hin neðri börn við sundnám í Sundlaugunum. Fyrstai kosningu fokið í Siídan. Fyrstu kosningum til l'ull- trúadeildar Brezk-egypzka Sii- dans er lokið og hefst talning atkvæða í Khartoum næstkom- andi sunnudag. Kosningarnar stóðu i 3 vikur og' kom hverg'i til áreksturs þennan tima. —• Gizkað er á, að í Khartoum hafi um 60 af hundraði kjósenda neytt at- kvæðisréttar síns, og þykir það góð þátttaka, þar sem þetta er í fyrsta skipti, sem kjósendurn- ir kjósa til þings. — Kosning- um til efri deildar þingsins, er stofnað verður, er ekki lokið. Figl verður utasi- ríkisráðherra. Figl, fyrrv. kanslari Austur- ríkis, hefir verið skipaður ut- anríkisráðherra. Hann tekur við af Gruber, sem baðst lausnar fyrir nokkru, eftir að harðvítug deila hafði risið út af staðhæfingum i end- urminningum hans, er nýlega komu út, en samstarfsmönnum hans í stjórninni þótti þar að sér sveigt. I4R sigursælt í tisndknattleík. Staðan í handknattleiksmeist aramóti Rvíkur er nú þannig að K.R. er stigahæzt með 8 stig. Hefur það keppt fjóra leiki og unnið alla mótherja sína. Valur er næst með 5 stig, Vík- ingur hefur 4 stig og Fram 3 stig eftir þrjár umferðir hjá hvoru félagi. Fimmta í röð- inni er Þróttur og' 6. Í.R. með 2 stig hvort eftir fjóra leiki. Sjöunda er Ármann með ekkert stig, að loknum þrem leikjum. Mótið heldur áfram. í kvöld. Síðari hluti mótsins hefst 7. des. n.k. með keppni í ötlum öðrum flokkum en meistara- flokki karla. Frystur hjér. London (AP). — Mörgum þykir það illt, að bjór er jafnan hálfvolgur í enskum bjórstof- \ um. | Nú verður væntanlega bráð- lega breyting á þessu, þvi að brugghúsin eru að undirbúa framleiðslu á frystu öli, sem J ekki þarf annað en að þíða og j bæta vatni i, unz réttur styrk- ieiki er fenginn. Og kaldari verður sá bjór. Sjomenn kvadd-j Ir hmzta sinni. í dag fer fram í Hafnarfjarð- arkirkju útför sjómannanna Alberts Egilssonar og Sigur- jóns Guðmundssonar, sem fór- ust í Edduslysinu í Grundar- firði 16. þ. m. — Jafnframt verður minnzt sjö félaga þeirra, sem einnig létu lífið í hinu hörmulega slysi, þeirra Einars Ólafssonar, Guðbrandar Páls- sonar, Guðbjartar Guðmunds- sonar, Jóseps Guðmundssonar, Sigurjóns Benediktssonar, Sig- urðar Guðmundssonar og Stef- áns Guðmundssonar. Fjölskyldur hinna látnu sjó- manna syrgja í dag ástvinina, en þjóðin öll vottar þeim inni- lega samúð sína. Aldrei finnum við eins glögg- lega, hve fámenn þjóð okkar er, hve náin bönd tengja okkur, og þegar svo váleg tíðindi ger- ast sem Eddu-slysið. Harmur eftirlifandi ástvina er okkar harmur. Athöfnin í Hafnarf jarðar- kirkju hefst kl. 2, og verður útvarpað. Tónlistarkynning í kvöld. Tónlistarkynning verður í kvöld kl. 8.30 í Listamanna- iskálanum. Hr. Heinz Edelstein kynnir tónskáldið Orff og verk hans. Almenningi er bent á, að nú fer að verða hver síðastur að skoða svartlistarsýninguna. „Hægan, karliim" Ekið víir siokka og sleina. f nótt varð næsta óvenjulegt bílslys við Silfurtún hjá Reykja nesbraut (Hafnarfjarðarveg- inum). Fólksbifreið mun hafa verið á suðurleið eftir Reykjanes- braut. Skammt fyrir norðan Silfurtún ekur hún utan í skurðbakka, vinstra megin veg- arins, bröltir þó áfram upp á Silfurtún, kringum Ijósastaur, ofan í annan skurð og upp úr honum, yfir lágan timburstafla, og inn á tún, sem þarna er, en ökuferðinni lýkm- í vírnets- girðingu, sem bíllinn hefir ekki komizt í gegnum. Þótt undarlegt megi virðast, mun enginn hafa meiðzt í öku- ferð þessari svo að vitað sé, og bíllinn er ekki mjög skemmd- ur. Þá vekur hitt og nokkra furðu, að vímetið skuli hafa haldið bílnum og stöðvað hann. — Ekki er Vísi kunnugt urn sjónarvotta að slysinu sjálfu, né hvenær í nótt það hafi gerzt. Fisksþing sett í dag. Fiskiþing verður sett i dag kl. 4 í Tjarnarkaffi, uppi. Sitja það 23 fulltrúar deilda Fiskifélagsins og sambanda þeirra. Á dagskrá í dag er þing setning og nefndarkosningar. Fiskiþingin eru haldin ann- að hvort ár.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.