Vísir - 28.11.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 28.11.1953, Blaðsíða 7
Laugadaginn 28. nóvember 1953 VÍSIR C. B. Kelland. Engi | II eða 1 qlæfra! kvendi ? \ | 20 Anheke klappaði á öxl hennar. „Eg 'hefi xnitt siSalögmál — og kannske hefi eg snefil af heiSarleika til að béra.“ „Já, en það er teygjanlegt, telpa mín, — mitt er hinsvegar eins og járn, sem hvorki brotnar né bognar — og hefir engan teygjanleika.“ „Þegar í dag fyrir hádegi kaupir þú svartan kjól og svarta, biksvarta slæðu,“ skipaði Anneke fyrir, „og leigir herbergið í Orientalgistihúsinu. Og síðdegis ferðu og hefir tal af ungum lögfræðingi, sem eg hefi í huga. Ungur lögfræðingur, sem ekki hefir enn aflað sér margra viðskiptavina, fer ekki að hnýs- ast í einkamál þeirra, sem við bætast, án sérstaks tilefnis. Eg vildi gjarnan hafa haft tal af þessum lögfræðingi og virt hann fyrir mér, en það væri vitanlega allt of áhættusamt. Þú ert hyggin, Hepsie, gefðu honum nánar gætur. Ef þú hyggur hann vera manninn, sem við þurfum á að halda, og getur haldið sér saman, skaltu lofa honum góðri þóknun.“ „Og þegar eg hitti hann, hvað get eg þá sagt?“ „Þú veitir honum umboð til þess að kaupa litlu, óhreinu búð- ina, þar sem við keyptum vasaklútana í gær.“ „Með hverju?“ „Hlýddu nú á. Eg læt þig fá 1000 doilara í seðlum — þú veizt hvað kaupréttur er?“ „Eg er nú kannske ekki eins blá og þú heldur?“ sagði Hephzi- bah napuni röddu. „Þú heimilar lögfræðingnum að greiða 1000 dollara fyrir rétt til þess að kaupa eignina fyrir 20.000 dollara, og haldist réttur- inn 90 daga. Þú gerir þetta í nafni H. Wattles." „Þú glatar 1000 dollurum, ef illa fer,“ sagði Hepsiba. „Það verður alltaf að hætta á eitthvað.“ „Og þú ert til í að hætta á talsvert.“ Hepsie var orðin óþolinmóð yfir hinum nákvæmu útskýring- um hennar og gat ekki stillt sig um að láta í ljós óþolinmæði. „Kenndu ekki ömmu þinni að sjúga hrátt egg. Það er óþarft. Eg hefi stundað hrossabrask í Hardin-héraði og alvön að þvarga um verð á hlutunum í búðunum. Segðu mér hvað þú vilt, að eg geri, og láttu mig svo um framkvæmdimar.“ „Farðu í einhverja stóru búðina, þar sem þú vekur ekki sér- staka athygli, og náðu í það, sem þig vantar,“ sagði Anneke, sem fyllilega treysti hollustu hennar og dómgreind, og þóttist nú sjá örla fyrir hjá henni hyggindum, sem hún sjálf átti ekki til að bera. Og svo er það gistihúsherbergið. Eg læt þig fá ávísun upp á 1000 dollara.“ Hephzibah hvarf með bakkann, og' Anneke fór að klæða sig og beið óþolinmóð. Klukkan var orðin ellefu, er Hephzibah hafði lokið þessu og klæðst ekkjufrúar-skrúðanum. Og svo lagði hún af stað til skrifstofu Jason Means, ungs lögfræðings, sem Anneke hafði vaiið eftir langa umhugsun. Hann hafði skrifst'nu í húsi við Montgomerygötuna, ekki langt frá Kaliforniuban I:a. Hann var hár maður og grannur, fölur yfirlitum, og augnatóttimar óvenjulega djúpar. Skrifstofa hans bar þvi ekki vitni, að hann væði í peningum. ' „Eg þarf á aðstoð lögfræðings að halda og var vísað á yður,“ sagði Hephzibah, „sagt, að þér væruð sanngjarn en duglegur. Eg -hefi hlutverk handa yður. Ef; þér rékið það, svo að mér Iíki, mun eg fela yður fleira. Og eg múii greiða yður vel.“ „Já, ffú Wattles. Hvað get eg gert fyrir yður?“ Hún sagði hinum í stuttu, en ským máli hvað hún vildi og af- henti honum 1000 dollara í seðlum. „Eyðið ekki timanum til ónýtis, eg sit héma þar til þér kornið aftur,“ sagði hún í skipunartón. — Og hún sat þar og prjónaði ósköp rólega þangað til, en hann kom ekki aftur fyrr en að tveimur klukkustundum liðnum. „Jæja?“ sagði hún, með spurnarhreim í röddinni. „Eg hefi rekið þetta erindi og hefi vottfest plagg um kaup- réttindi." „Þér hafið gert þetta í einum spretti,“ sagði Hephzibah og var hin ánægðasta. „Eruð þér kunnugur Asbury Harpending'?“ „Lítils háttar málkunnugur,“ svaraði málflutningsmaðurinn. „Hann er á förum til Evrópu,“ sagði Hephzibah, „svo að það er lítill tími til stefnu. Þér farið til hans og segið honum, að þessi eign sé í höndum ábyrgs manns. Maður, sem geti átt hana áfram eða byggt þar. Bjóðið honum eignina fyrir 40.000 dollara, og látið fljóta með, að hann verði að grípa gæsina meðan hún gefst.“ „Það er helmingi meira en þér —“ „Eg kann að reikna,“ sagði Hepsiba. „Vitið þér, frú Wattles, að Ralston bankastjóri er þátttak- andi í fasteignakaupum herra Harpendings hér i borginni?“ „Eg veit það,“ sagði hún, „og hvað um það?“ „Hann er valdamikill maður.“ „Og þér munuð kannske komast að raun um, ungi maður, um það er lýkur, að eg er valdamikil kona,“ sagði frú Hephzibah með áherzlu. Þér gerið eins og yður er sagt.“ „Á eg að koma í gistihús yðar?“ „Aldrei, komið þar aldrei. Eg bíð hér.“ „Hann vill vafalaust fá að vita eitthvað um yður, frú Watt- les.“ Hún brosti frekar kuldalega. „Þér megið gjaraan segja allt, sem þér vitið um mig,“ svaraði hún og bætti við: „Ungi maður, eg hefi hugsað mér að gera talsverð viðskipti, en eg ætla að ■fara mínar eigin leiðir í þeim efnum. Þér munuð geta hagnazt á því að vera umboðsmaður minn, ef þér kunnið að halda yður saman, og gætið þess að vera ekkert að snuðra. Eg vil ekki hafa, að þér farið neitt að snuðra um mig. Ýmsar spurningar munu verða lagðar fyrir yður. Ef þér gætið þess að vita sem minnst um mig, þá getið þér bara ekki svarað þeim. Eg ætla ekki að- eins að greiða yður fyrir lögfræðileg störf. Skiljið þér það?“ „Já, eg skil yður fullkomlega, frú Wattles." „Eg kem hingað klukkan tólf á hádegi á mánudag til þess að frétta, hvernig yður hefir vegnað,“ mælti Hepsie. Hún fór snögglega leiðar sinnar, en Means hinum imga leizt eiginlega ekki á þetta. Hann starði á hurðina, sem hafði lokazt á eftir konunni, og forvitnin var alveg að gera út af við hann. Hann hafði aðeins séð andlit hennar óljóst gegnum þykka slæð- una, og hann var alls ekki viss um, að hann mundi bera kennsl á hana, þótt hann mætti henni á förnum vegi. Rétt sem snöggv- ast langaði hann til að veita heríni eftirför, en fannst það þó ekki ráðlegt, er hann hugsaði málið betur. Hún var einkenni legur viðskiptavinur, en hann grunaði einnig, að hún gæti reynzt happadrjúgur viðskiptavinur — ef hann færi í einu i öllu eftir fyrirmælum hennar og reyndi ekki að fræðast um hagi hennar. Hann afréð að hafa hemil á forvitni sinni og bíða þess, sem framtíðin kynni að bera í skauti sínu. Anneke hlústaði með stakri athygli á skýrslu Hepsibu um fund hennar og lögfræðingsins, og gat ekki tekið eftir neirlu atriði, sem henni fannst. ástæða til að gagm'ýna. * Nú' var ekkert annað að gera en að sýna þolgæði eftir mætti, þar til .Means gæti gert Harpending tilboð og beðið eftir svari hans. Stund- irnar vom ósköp lengi að líða, þótt hún gæti drepið tímann við blaðalestur, en þau las hún með athygli, sem Hephzibu fannst ekki kvenleg. Anneke var svo viss um, að upplýsingar sínar væru réttar og dómgreind sín örugg, að áhyggjur sóttu ekki á hana. Hún var viss um að sigra. Hún var þegar farin að hugsa um framtíðina og.leggja á.ráðin um það, hvernig hún gæti bezt notað hagnaðinn af viðskiptum þeim, sem hún hafði þegar hafið. Seint um daginn bárust henni blóm., og fylgdu þeim nafn- spjald Juans Vallejos Pamells.. Hún skrifaði honum nokkur - BRIDGE - A 9, 2 V 8 ♦ D, G, 9, 8, 7, 5 * K, D, 7, 5 Ótspil lauf gosi. A K, G, 10, 8, 7, 5, 4 V Á, K, G, 9 ♦ Á * Á Suður spilar 6 spaða. Vestur kemur út með lauf gosa. Hvern- ig ætti suður að spila spilið? 11$ TVII eftir Lebeclc cg Wllliains. Röddin í . siónvarp.síaakinu: Þnr g’Öb’buðu m.ig' ’ ú|". í. þessar viS’rséður. Það. ér ástæðúlaust :. að. halda þeim áíram, Tækið er dautt. Hy^ðan tal- j Garry gerist, pþplinmóður: ;Þessi yfirmaður Tvíbúra- röi.hún---- Jú, okkur tókst að j En hvaðan talaði manneskjan, ! rekjá það. Það er nú saga að segja frá því. leystu frá skjóðunni, maður. jaVðaréríhdrekanna talaði frá stað, sem er í næsta námunda við þinghús okkar. Á kvötdvökimnL Mac Tavish kom frá hjóna- vígslunni og flutti nú brúði sína heim á heimili þeirra ut- arlega í Aberdeen. Þau fóra gangandi frá sporvagninum og þegar þau nálguðust hús sitt. sá konan að stór hópur af fólki beið við garðhliðið. Henni varð dálítið órótt, hún óttaðist um snjóhvítan brúðarkjólinn og fagra knipplingar, sem skreyttu hann. „Hvað er eiginlega um að vera?“ spurði brúðurin. „Flýttu þér upp á loft Mary~ og skiptu um kjól,“ sagði Mac Tavish. „Eg setti auglýs— ingu í eitt dagblaðið hérna unt að sama sem ónotaður brúðar- kjóll væri hér ódýrt til sölu.‘e • „Maður einn var að þvt spurður hvernig hami verði' tekjum sínum. Hann saraði: „Það fara hér um bil 40 hundr- aðshlutar í mat, 30 í húsaleigu, og 30 til fatnaðar. 20 hundr- aðshlutar fara í skemmtanir og þess háttar.“ s „Já, en þetta er miklu meira en tekjunum nemur. ÞaS skakkar um 20 hundraðshluta, Maðurinn stundi .þungan og sagði: „Eg geng nú liklega ekkl að því gruflandi!“ • Síðastliðið sumar þegar hitnal tók, hafði mikið mýbit verið £ Lundúnaborg. Butler fjármála- ráðherra gat varla komið út £ garðinn við nr. 11 við Downing Street fyrir þessum ófögnuðþ en í Downing str. 11 er embætt- isbústaður fjármálaáðherra. Hann skýrði árásarlið þetta Bevaníta. Flugurnar suða bæði og stinga. CitUi ÁÍMÍ VaK... Þetta mátti lesa m. a. í bæj— arfréttum Vísis 28. náv. 1923;' Mr. Crumrime heitir flugmaður frá Banda- ríkjunúm, kem hingað kom á Botníu í fyrraj^yöld.. • ;^^ií er'; hingaCj; komirin ! í þvii iákýni að- athuga 'lendingarstaði flugvéla hér á landi; hefir verið í Græn— landi í sömu ei’indagérðum. L jósmy ndasýning „Blaðamannafélagsins" verð— ur haldin dagana 4.—6. desem- ber í Goodtemplarahúsinu,. uppi. Enn geta menn komið- myndmn á sýninguna, frara ti, _ laugardags, 1. desember. — Nefndin,.. , Knattspyrnufél. Víkingur heldur fund hjá Rosenberg;; (uppi) í kveld kl. 8.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.