Vísir - 28.11.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 28.11.1953, Blaðsíða 8
Mannfjöldi hyflti hermann, er var dæmdur fyrir ragmennsku. Hann hafði álíka andlegan þroska og 12 ára barn. Er heigulsfaáttur glæpur cða livaða nafni má nefna hann? Um þetta var rætt um þvert og endilangt Bretland og víða um lönd fyrir skemmstu, út af því að brezkum hermanni var .veitt- lausn- úr hernum „með 'smán'y. vegna . þéss að hann hafði gerst sékur um .hugleysi í Kóreustyrjöldinni. En almenningur var ekki á sama máli og herstjórnin og hylti hinn 26 ára gamla hefmann, Patrick Lydon, úr Kpyal Northumberland Fusiliers herdeildinni, er hann kom heim til Middles- brough, og yar aukalögregla kvödd á vettvang í Örýggis- skyni. , Það var herréttur, sem dæmdi í málinu, hinn fyrsti í Bret- ■landi, sem háfði- slíkt mál til ■meðferðar í 30 ár. Staðfestú fé- •lagái’ Xiydoris, ‘að hann hefði 'yfirggfið .varðstöðu án leyfis, skilið eftir riffil sinn og hand- •sprengjur, er skotár.ás fjand- mármanna stóð- yfir. Síðar datt 'hann ófaín í. eða stökk ofan í aðra skúrðgröf, og í 20 mínútur, eða meðan kínverskir kommún- istar gerðu harða árás' og félag- •ar hans vörðust, tautaði hann í sífellu „tow shon“, þ. e. að hann gæfist upp. Þegar skot- gröfin var yfirgefin, tókst þeim .ekki að fá hann með sér, og gekk- hann f jandmönnunum á .vald. .......... En með þéssu var sagan ekki öll sögð. Verjandi leiddi í ljós, að hermaðurinn átti taugaveikl- aðan bróður, föður, sem var til ■lækninga hjá geðveikralækni, •og móðir hans hafði að eihs hálfa sjón og hálfa heyrn. Sál- fræðingur staðfesti, að hermað- urinn hefði andlegan þroska á við 12 ára barn. Hélt verjandy því fram, að ákærður hefði ^ verið kominn á það stig, að hann hefði verið búinn að missa allt vald á sjálfum sér. Herrétturinn komst að þeirri niðurstöðu, að Lydon væri sek- ur og feldur var úrskurður um brottrekstur riieð- smán og árs fangelsi, en sá hluti dómsins' var síðar feldur. niður. Um málið var hnakkrifist um allt land og þegar Lydon kom heim söfnuðust menn saman til að fanga honum og menn. æptu: „Það. er enginn glæpur að vera hræddur“. Konurnar reistu ; „götuvirki.“ I bænum Chillicothe í Illinois höfðu húsmæður við götu eina farið þess ó leit við bæjaryfir- völdin, að þau létu malbika götuna. Þær töldu, að óbúandi væri við hana vegna þess að í þurrk- um fylltust allar íbúðir af ryki frá götunni. Yfirvöldin létu ekki að vilja húsmæðranna að sinni. Konurnar gripu þá til sinna ráða og lokuðu götunni með barnavögnum, hjólum sykurkössum o. fl. lauslegu. Kváðust þær ekki aflétta um- ferðarbanninu fyrr en malbik- un væri hafin. Yfirvöldin létu undan. Efnahagur Svía betri. St. hólmi. — Efnahagur Svía er betri nú, en menn höfðu gert sér vonir urn í ársbyrjun. Auicning íðnaðarframleiðsl- unnar hefur þó ekki orðið eins mikil og áður sakir váxandi samképpni erlendis. Hefur þetta komið mest fram á sviði málm- iðnaðarins, en trjávöruiðnaður- inn hefur átt hægra með að selja framleiðslu sína. Það hef- ur einnig verið Syíum þil hag- ræðis að verð á útflutningi þeirra hefur lækkað minna en á innflutningnum, svo að gjald- eyrisástandið er betra en áður. (SIP)- Pinky — mynd um svertmgja- vandamáíið. Nýja-bíó byrjar að sýna í kvöld afbragðs góða mynd, er heiíir Pinky. Fjallar myndin um efni, sem nú er ofarlega á baugi, nefni- lega kynþáttavandamálin í Bandaríkjunum — baráttu stúlku, sem allir halda, að sé Gamla konan á miðri myndinni er 99 ára gömul, og hún er nýlega orðin ínnflytjandi í Bandaríkjunum. Fædd er konan — sem heitir Marte Podrizova — í Rússlandi, þar sem hún lifði þrjá keisara, én síðan fluttist hún til Þýzkalands, þar sem hún lifði þrjá forseta, en nú .er hún flutt til séxtugrar dóttur sinnar, sem hýr í Bandaríkjunum og sést'á myndinni með henni. Iðnaiarfaankinn heftr keypt Lækjargötu 10 B undir banka. IKiliú bankans n Keflavíkurflugvelli tekur fil starfa á miðjum veíri. Ibn Sau.d keypti sement af Svíum. - St.hólmi. — Svíar hafa selt mikið magn af sementi til j Saudi-Arabíu undanfarín fvö Ár. \ Hafa stjórnarvöldin þar í landi keypt nokkra tugi þús- unda smálesta, og er sementið fyrst og fremst notað til íbúða- bygginga, en stjórnin hefur látið bæta húsakost mamia -til xnikilla muna. víða í landinu. (SIP). hvít, en er þó svertingi að nokkru. Lýsir myndin viðhorfi hvítra manna víða í Suðurríkj- unum til svertingja, og baráttu stúlkunnar til að ná rétti sín- um. Myndin er afburða vel leikin, og er óhætt að mæla með henni. Aðalhlutverkin leika Jeanne Crain, Ethel Barrymore, Ethel Waters og William Lundigan. Þær nöfnurnar eru í hópi beztu leikkvenna Bandarikjanna, og | nöfn þeirra eru næg meðmæli j með: mynöinni. Iðnaðarbanki Islands h.f. hef ur nú starfað í rúma 5 mánuði: og starfsemi hans farið hrað-1 vaxandi. Fréttamenn ræddu í gær við bankaráð og bankastjóra og var þeim m. a. skýrt frá, því, að bankinn hefði nú tekið við Iðnánasjóði, sem er að upphæð tæpar 4 millj. króna, og að bankinn hefði fest kaup á hús- eigninni og eignarlóðinni Lækj- argata 10 B hér í bæ, til þess áð tryggja stofnuninni fram- tíðarstað. Útbú er í smíðum á Keflavíkurflugvelli og tekur til starfa á rriiðium vetri. Iðnlánasjóður. Lögin um Iðnaðarbanka ís- lands gerðu ráð fyrir, að sjóð- urinn yrði í vörzlu bankans, er Jrá liði, en hann hefur verið í vörzlu Útvegsbanka íslands h.f. Nú hefur yfirfærsla sjóðsins farið fram, og er hann varð- veittur og vaxtaður í Iðnaðar- bankanum sem sjálfstæð stofn- un. Núverandi húsakynni og framtíðarþörf. Iðnaðarbankinn er vel stað- settur þar sem hann er, en húsakynnum hans i sgmbýli við flugfélagið Loftleiðir er dreift .á 3 hæðir, og eru þegar að j verða ófullnægjandi. Aðalfund- j ur Iðnaðarbankans s.l. sumar; sá þetta fyrir og heimilaði j bankaráði að útvega bygging- arlóð á hentugum stað og hefja undirbúning að byggingu húss fyrir starfsemi bankans. Hefur verið sótt um fjárfest- ingarleyfi til að byggja á hinni j nýju eignarlóð. Húsið, sem þar j er nú, liggur vel við til brott- ! flutnings, en flutningatæknin er nú komin á það stig, að flutningur stórra timburhúsa er tiltölulega auðveldur. Eignin er 448 fermetrar að-flatarmáli. — Á þessum stáð yrði bánkinri einnig ágætlega staðsettur. — Óþarft ætti að vera að fjölyrða um hver nauðsyn slíkri stofn- un sem Iðnaðarbankanum - er, ,að geta tryggt framtíðarstarf- semi sína með því að koma sér upp svo fljótt sem tök eru ý. sínum eigin húsakynnum. Útbú á Keflavíkurflugvelli. Bankaráðið hefur orðið við áskorunum iðnaðarmanna um stofnun útibús bankans á Kef 1 a víku r f 1 ugvelli, en þar starfar mikill fjöldi iðnaðar- manna. Nauðsynleg leyfi hafa fengizt og framkvæmdir hafn- ar og unnið að því að steypa útibúshúsið. Auk ríkissjóðs eru um 90Ö einstaklingar og fyrirtæki hlut hafar í bankanum og bankinn notið sparifjárviðskipta í rík- ara mæli en upphaflega var búist við og vaxa þau jafnt og þétt. Vonir standa til, að þess verði nú ekki langt að bíða, að bankinn fái 15 millj. kr. lán fyrir milligöngu ríkisstjórnar- innar. — Stofnunin hefur mætt mikilii velvild og skilningi þings og stjórnar, annarra bankastofnana, en ekki sízt iðn aðarmanna almennt og fjölda annarra. Bankastjóri er Helgi Herm. Eiríksson verkfr., fyrrverandi forseti Landssambands iðnað- armanna. en formaður banka- ráðser Páll S. Pálsson. Fjökli fíuQvéla leitar aö týndu véilnni. Alls jhafa verið farin yfir 90 leitarflug vegna bandarísku flugvélarinnar, sem fórst vest- ur af Reykjanesi 15. þ. m. Leitinni er haldið áfram, enda hefrn- ýmislegt brak sézt úr lofti á sjónum, sem verið gæti úr flugvélinni. Leitað hefur um svæði, sem er mörg þúsund ferkílómetrar að stærð og um svipazt um á 500 km. af strandlengu landsins. Sumar flugvélarnar, sem þátt hafa tekið í leitinni, eru komn- ar langt að, t. d. frá Maxwell- fiugstöðinni í Alabama og Spangdahlen í Þýzkalandi. Flugsveitimar þrjár, sem að- setur hafa á Keflavíkurvelli, 53. flugbjörgunarsveitin, VP-3 sjóliðsvarðsveitin og sjóflug- sveit 107, hafa notið aðstoðar eftirtalinna flugsveita við leit- ina: 57. flugbjörgunarsveitar- innar á Lagos-velli á Azoreyj- um, 42. flugsveitar brezka flug- hersins í St. Eval á Englandi, 66. flugbjörgunarsveitarinnar í Menston á Englandi, 20. flug- sveitar brezka flughersins í St. Eval á Englandi, 85. flugbjörg- unarsveitarinnar í Spangdahlen á Þýzkalandi, 51. flúgbjörgun- arsveitarinnar á Narssarsjsuákr velli í Grænlandi ög 269: flug- sveftar brezka flú’gHersiris' í Belly Kolly á írlandi. Bsland undirskrifar Thor Thors sendiherra, for- maður íslenzku sendinefndar- innar á þingi hinna Sameinuðu þjóða, undirritaði 25. þ.m. fyrir íslands hönd alþjóðasamning hinna Sameinuðu þjóða um réttarstöðu kvenna. Alþjóðasamningur þessi á- skilur konum m.a. jafnan rétt á við karlmenn að því er snertir kosningar, kjörgengi og embætti. (Frá utanríkisráðuneytinu). Drengur verftur fyrir bíL Fjögurra ára drengur varð fyrir bíl innarlega á Lauga- veginum í gær., Hann var íluttur á Lands- spítalann til rannsóknar, en reyndist lítið meiáður. Samkeppnin vex á bílamarkaiénum St.hólmi. — Mikil samkeppni er nú á bílamarkaðinum í Sví- þjóð. Sænsku bílaverksmiðjurnar — Volvo og SAAB — hafa báð- ar lækkað verð á bílum sínum, til þess að standast betur sam- keppni eiiendra bíla. Jafn- framt ætla Volvoverksmiðjum - ar að auka svo framleiðslu sína á næstu 12 mánuðum,. að hún nemi 25,000 fólksbílum á ári. Á fyrstu 9 mán. þ. á. voru seld- ir 60.000 bílar í Svíþjóð eða fleiri en allt síðasta ár.. (SIP). Veðrið. í morgun var mest frost á landinu 13 stig, á Grímsstöð- um, en mestur hiti 1 stig, við Galtarvita. — Reykjavík SSV 2, -f-3. Stykkishólmur A 1, -i-4. Galtai-viti SV 4, 1. Biönduós A 2, 5. Akureyri SA 1, -h9. Grímsstaðir, logn, -f-13. Rauf- arhöfn SV 3, -í-9. Dalatangi NA 2, -h2. Hom í Hornafirði NA 3, -4-2. Stóhöfði í Vestm,- eyjum N 4, L Þingvellir N 1, -4-6. Keflavíkurflugvöllur VNV 3, 0. — Veðurhorfur. Faxaflói: Veestan kaldi og snjóél í dag. Hægviðri í nótt, en gengur í suðaustan átt með úrkomu á morgun. Þeir iem gerast kaupendur VlSIS eítir 18. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. — Sími 1660. VfSlll VÍSIR er ódýrasta blaðið og þó það fjöl- breyttasta. — Hringíð í síma 1660 eg geritt áskrifendur. Laugardaginn 28. nóvember 1953

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.