Vísir - 19.12.1953, Blaðsíða 3

Vísir - 19.12.1953, Blaðsíða 3
IwiUgardaginn 19. d«sember 1953 VÍSIR S Hannes J. Magnússon; Hetj- ' ur faversdagslífsins. Bóka- útgáfan Norðri. Hannes J. Magnússon er þekktur skólamaður. Hann hefur árum saman gefið út tímaritið Heimili og skóli og gert það furðu v_el úr garði þeg- ar.þess er gsett hversu erfitt er að fá vel færa menn til þess að skrifa um uppeldis- og kennslumál. Sjálfur hefur rit- stjórinn v.erið einna drýgstur við skriftirnar og hafa öll hans skrif miðast við það að hafa bætandi áhrif á börn og for- eldra. Nú hefur Hannes J. Magnús- soii skrifað allmikla bók sem hann nefnir Hetjur hversdags- lífsins. Bók þessa hefur hann ekki skrifað til þess að krækja sér í rithöfundarnafn, slíkt er honum víðsfjarri. Ástæðan til j þess að þessi bók hefur verið | skrifuð er sýnilega sú, að efnið hefur leitað svo á höfundinn að við því hefur ekki verið spornað. Frásögnin er þá einn- ig þvíiíkust að Hannes væri að segja góðum kunningja sögur úr ungdæmi sínu. Þróunarsaga íslendinga hef- ur verið svo ör á síðustu ára- tugum að hver einasti minn- ugur og greinargóður maður getur skrifað merkilegar end- urminningar frá fyrstu árum þessarar aldar. Lífskjörin voru • öll önnur, baráttan fyrir dag.-r legu lífi svo ótrúlega hörð í samanburði við það sem nú er. Hannes segir af einlægni og tilfinningu frá baráttu foreldra sinna á litlu koti í Skagafirði. Þetta fagra hérað hefur löng- um verið ríkt af kotbændum, sem bjuggu í lélegum moldar- hreysum. Faðir Hannesar var einn þessara manna. En fátækt- in gerði ekki þetta fólk að skríl eins og oft vill verða í stór- um. borgum. Andleg, áhugamál vol’u mörg og andrúmsloftið allt þrungið ástúð og trúnaðar- trausti. Aðalhetjur bókarinnar eru foreldrar Hánnesar, er auð- fundið, að hann minnist þeirra af rniklum kærleika og sér þau vitanlega í hillingum eins og aliir góðir menn foreldra sína, sem hafa verið þeim hjart- fólgnir.. En þarna er einnig brugðið upp myndum af fleira fólki. Minnisstæðust verður' myndin af Rögnvaldi í Réttarholti, Manninum sem barðist fyrir umbótum óg menntun fram að andláti, en varð að sjá á bak einu barninu eftir annað og sjálfur varð hann að láta stífa af sér fæturna - sökum berkla. Eg' man ekki: til að hafa heyrt þess' getið áður, að menn hafi ort á skurðárborði, en Rögn- valdur orti þessar vísur þegar seinni fóturinn var tekinn af honum. þá fyrri á undan svæf- ingu en hina síðari á eftir: Grimmar nornir hlekk v’ð hlekk hafa mér löngum soð.ið og á þennan þrautabekk þrátt til veizlu boðið-. Fyrst að hingað fór ea inn finnst mér bezt við eiga galli blandinn bikarinn í botn með ró að teyga. Ekki kæmi mér á óvart þótt frásögn Hannesar af Rögnvaldi æt'ti eftjr að geymast löngu eftir að flest annað rem komið hefur á prent fyrir þessi jól er gleymt. Æskan getur sott mikla fræðslu í Hetjur hversdagslífs- ins, en hinir sem aldir eru upp í sveit og náð hafa fullorðins- aldri þekkja flest eða allt sem þar er sagt. Raunveruleikinn hefur verið svipaður um land allt fram yfir aldamót þó sumt hafi ef til vill varðveizt betur í Skagafirði en víða annars- staðar, t. d. torfbæirnir. Höf- undurinn tekur það skýrt fram, áð þessi bók sé hvorki skáldrit. né ságnfræðil Þetta. er rétt. Bókina - skortir heildarsvip skáldsögunnar og nákvæmni sagnfræðinnar. En hún hefur að geyma fallegar myndir úr lífi íslenzkrar alþýðu, sem vann hörðum höndum æðrulaust og ól upp mannvænleg börn, sem breytt hafa kotmennskunni í bjargálnabúskap. Ó. G. Itfargt á sama stað * LAUGAVEG 10 - StMl 3367 Þantanir á C&ca-Cola Verzlanir og veitingahús, sem óska að fá afgreiddar aukapantanir á Coca-Cola fyrir jólin, þurfa að gera verk- sniiðjunni aðvarí fyrrr hádegi á mánudag. Verksmiðjan FÍFftFJELI. Sími: 6478. W^VWtfWVWVWUVWWtfWJVV*WWWWUWVWVW,-%“A/VU C nv„ Þjóðleikhúsið Símanúmer Þjóðléikhússins verða éftirleiðis: Aðgöngumiðasab: 8 2 3.45 — tvær línur. Skiptiborð, skrifstofa: 82348 — þrjár línur Að öðru leyti vísast til NÝJU Símaskrárinnar. Air-wick lykteyðandi undraefnið fæst hjá okkur. REGNBOGINN, Laugaveg 62. —- Sími 385S. Allar konur ROBOT TÉKKNESKA HRÆ.RIVÉLIN hefur ávallt reynzt húsmóðurinni bezta hjálpin, enda hm fullkomnasta, sem völ er á. Skálar og öll hin margvís- legu áhöld er henni fylgja eru framleidd úr ryðfríu stáli og aluminium og eykur það kosti þessarar einstöku heim- ilisvélar, því húsmóðirin þarf ekki að hafa áhyggjur af brotaskemmdum á skálum og öðrum áhöldum vélarinnar. Munið að hið bezta • verður ávallt ódýrast. Skoðið „ROBOT“ heimilisvélarnar hjá Járn vöruverrlu n Jes Zimsen Si.f. R. Jóhannesson h.f. Lækjargötu 2. — Sími 7181. i"AV.%V.V.".V.’.V.\W.WJ%WA-.V.VWW,VWWWAfvW V^.".VW.\W.V.‘ www Þær eru margbreytilegar óskirnar um jólagjaí'ir. Fíestir óska sér bó gjafa, sem í senn eru til skemmtunar og hafa varanlegt gildi. Karimenn eru oft í vandræðum með að velja konum jóla- gjafir. Sá vandi er auðleystur með því að geia þeim Oliviu, skáldsöguna, sem mest er nú um- töluð, því allar konur, jafnt ungar sem eldri, hafa ánægju af fögrum ástarsögum, einkum ef þær eru jafn skemmtilegar aflestrar og fjalla um svo sérstætt efni sem Olivia gerir. Geiið því vin- konum yðar, unnustum og eiginkonum skáld- söguna Oliviu í jólagjöf. lulræn fyrirbæri Það er gömul hneigð hjá ísleridingum að haíá áhuga fyrir dulrænum fyrirbærum og þeir munu vera fáir, sem ekki hafa velt íýrir sér spurningunni imi framlialdslíf. Höfundur bókar- innar Oliviu segir frá dulrænum fyrirbærum og tekur til meðférðar líf manna eftir dauðann. Frásögn hans af þessum málum er fíngerð og hugmyndir hans frumlegar, enda bókin mótuð af heilbrigðu lífsviðliorfi og góöu hugarþeli. Olvia er því bók fyrir aila, sem lesa vilja skáld- sögur um dulræn efni. : Umfalsefnið um jólin Um jólin er venjulega mikið rætt um bær bæk- ur, sem út hafa komið. Olivia er svo sérstæð og óvenjuleg bók, að það er ekki að efa, að um hana mun mikið verða rætt og e. t. v. deilt. Al'þýðu- blaðið sagði 11. b. m.: „Saga þessi hefur vakið mikla athygli erlendis og suriistaðar orðdð nokkur úlfaþytur út af henni. Er eftir að vita, hvort sama sagan endurtekur sig hpr á landi.“ Allir, sem fylgjast vilja með, þurfa því að lesa Öliviu. Adv. Látið nylonsokka yðar endast helmingi iengur. Hér koma góð tíðindi um nylon- sokka: Njdife er nýtt skolunarefni til þess að varna að í þá komi lykkju- fallsrákir. Þær orsakast tíðast af því, að þræðirnir hafa hnökrað, og nylon dregst auðveldlega saman í hnokra sökuni þess að garnið er svo slétt og hált að lítiö þarf til þess að þræöirnir dragist til. Nylife tferkar sem hér seghr: Þegar þér íátis nyionsokkana yðar niður í Nylife, sezt á hvern þátt i þræðinum ósýnileg himna af efni sem nefnist polycrol og gerir hann óhálan. Grípa þá þræðirnir hver annan og dragast ekki lengur auðveldlega til. Er því þar með varnað aö hnökrar myndist, og þá einnig lykkju- fallsrákirnar. Endast þá sokkarnir ... helmingi lengur. Nylife varnar gljáa, sem ekki þykir fallegiir. -é- Nylife lœtur sokkanna falla betur að fœti orf varnar þvi, að saumarnir aflagist. 4rNylife getur engum skemmdum 'valdið. á isokkum yðar og breytir ■hvorki lit né þéttleika prjónsins. REYNSLUPRÓF SfNA HVAÐA ÁIPvíF NYLIFE HEFUR: Þetta soklcapar var þvegið á venju- legan hátt, en aðeins annar sokk- urinn skolaður í Nylife. Báðir vora þeir dregnir yfir grófan sandpappir við alveg sömu skilyrði. Þessar myndir, sem ekkert voru lagaðar til, sýna hve íurðulegur árangur varð. PROTECTED Útvegið yður Nylife þegai- í stað. Ein flaska ] er nóg í 25 þvotta. Njlife fæst hjá lyfsölum og í búðtmi. avAwv^.w.".vws."/ww.ww.".ww.wwsw.-.ww

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.