Vísir - 19.12.1953, Blaðsíða 9

Vísir - 19.12.1953, Blaðsíða 9
Laugardaginn 19. desember 1953 VÍSIR Sfinxinn og ham- ingjan. Gunnar Dal: Sfinxinn og hamingjan. — Kvæði. — Reykjavík 1953. Gunnar Dal gaf út ljóðabók- ina Veru 1950. Eg skrifaði smá- grein um bókina, því að mér líkaði hún vel. Eg hélt hálfveg- is að höfundurinn væri ungur prestur, nýsetztur í afskekkt brauð úti á landi, en síðar kom á daginn að Gunnar Dal var ekki prestvígður og hét ekki einu sinni Gunnar Dal, heldur Halldór Sigurðsson og var frá Hvammstanga, sonur Sigurðar Davíðssonar káupmanns. Eg hitti hann í Skot.landi um jólaleytið þetta ár, hann var að nema heimspeki við háskólann í Edinborg. En mér skildist á höhum að hann teldi sig ekki finna á þeim stað þann vís- dóm allan, sem hann leitaði að, hann yrði að leita lengar. Svo fréttist að hann vseri kominn til Indlands. Á næsta ári tóku við og við að birtast í Lesbók Morgunblaðsins greinar u.m indverska lieimspeki og trúar- brögð eftir Gunnar Dal, — dul- arfúll rödd Jndlands mælti til okkar á íslenzku, og margir tóku að hlusta, að minnsta kosti með öðru eyranu, því það er á Indlandi, sem fakírarmr eiga heima, — við vonuðum að Gunnar Dal myndi ef til vill hafa komizt að leyndarmálum fakíranna og' að hann ljóstaði þeim nú upp. Á síðastliðnu sumri sneri Gun-nar Dal aftur norður og heim. Eg hitti hann í Reykja- vík í haust, eg spurði hami um slöngur og tigrisdýr og fleiri ó- argadýr, hvort hann hefði ekki verið hætt kominn stundum, er hann ferðaðist um endilangi Indland ríðandi á hjólhesti, lét í ljósi beig minn við jarðnesk- ar ógnir hitabeltisins, minntist á fakíra. „Nei, slöngur eru yfirleitt meinlaus dý'r,“ sagði skáldið, ,,þú ert í meiri lífshættu í bíla- þvarginu hér í Bankastræd heldur en í frumskóginum þar heldur en í frumskógunum þar syðra.“ tígrisdýrin lastaði hann hafði hánn ekki hitt. Blöðin voru búin að geta þess, að Gunnar hefði meðferð- is handrit að tveim bókum, ljóðasafninu Sfinxinn og ham- ingjan og Rödd Indlands, en við mig sagði Gunnar Dal: ,,Eg veit ekki, hvort þær koma nokkurn tíma út, það er enginn lengur, sem vill gefa út kvæði.“ En bækurnar eru nú komnar út samt sem áður. Rödd Ind- lands geri eg ekki að umtals- efni í þetta sinn, en Sfinxinn og hamingjuna er eg búinn að lesa oftar en einu sinni, enda lítil bók, bara 70 blaðsíður, prentuð með nokkuð stóru skáletri. Það er ánægjulegt að geta lýst því yfir af fullri sann- færingu, að hér hefur íslenzkri ljóðlist bætzt nýr og eftirtekt- arverður liðsmaður. Frá hverri blaðsíðu bókarinnar stafar framandi angan og’ ókennileg- um blæ, —• skáldskapur og aft- ur skáldskapur, hvar sem grip- ■ið er niður, sums staðar nokkuð torskilinn reyndar, sums staðar varla nógu vel formaður, en hver.gi litlaus, hvergi lágkúru- legur: hinir austrænu guðir — sjálf Indíalönd — hafa kallað sál skáldsins til fundar við sig og boðið henni að gerast strengur í hljóðfæri sínu ná- lægt éndimörkum jarðar. En: skáldið er tregt og spyr: Til hvers er að yrkja óð í heimi þar, sem allt í söng og sögu sagt af guði var? Og þó hlýðir hann kallinu, minnugur á það, að ekki tjóar að deila við dómarann, minn- ugur á fordæmi skáldsins Tse, sem svo er getið í Sfinxinum og hamingjunni: Aze re.lt þar kvæði sem kóralbjart musteri með kínverskum stöfum, Himninum reisti. —■ Þar orðspekiflækjur hans eilífðin leysti á eyðimörk spekinnar fullri af gröfum vísdóms og fræða, sem. urðu þar úti. Á eyðimörk spekinnar fullri af beinum undir lífstrésins eilífu greinum, — í auðninni fullri af spámannagröfum, gróf hann upp lífstrésins rauðhvítu rætur. vantar í Fávitahælið í Kópavogi frá 1- jan. næstkomandi. Laun samkvæmt launalögum. Upplýsingar um-stöðuna veita’ yfi.i'hjúkrunarkona Kópavogshælis, sírni 3098. I rökkvaðan sand hdnnar áustrænu nætur, Tze reit sitt kvæði með kínverskum stöfum.- ' Eg birti hér að lokum kvæðið Hvert siglirðu, Karon? Það er glæsilegur skáldskapur og gef- ur jafnframt góða hugmynd um yrkisefni og vinnubrögð Gmmars Dal: Hvert siglirðu, Karon, hið koldimma fljót? Hve.rfurðu í rökkurheim eilífrar nætur frá þeim, sem á bakkanum bíður og grætur? Æ, niarn mitt, lát huggast. — Sjá stjörnunum mót. Þær upp yfir dauða og djúpum þess brenna, og demantar lífsins á myrkri þess renna sem ljóstár í auga vors óþekkta guðs. Ef þetta er ekki nýr tónn í íslenzkum ljóðaskáldskap — hvar er hann þá? Guðmundur Daníelsson. Tóftaregtt, 30 !ög f. blandaða kóra, eftir Nóa Krisfjánsson. »„CHERRY \ BLOSSOM4 \ Skóábui-ðurinn gefur \ skiVnum góðan og varan- J legagljáa. >| , \ Nói Kristjánsson: Tónaregn. 30 lög fyrir blandaðan kór. Fyrir skömmu er komin út nótnabók með 30 frumsömdum sönglögum fyrir blandaðan kór eftir Nóa Kristjánsson, starfs- mann hjá Sjúkrasamlagi Rvk. Það er langt síoan mér var kunugt um, að Nói fengist við tónsmíðar í tómstundum sín- um og minnist eg þess, að hafa; séð áður eftir hann snoturt sönglag á prenti, sem nú birtist aftur í þessari bók. í eftirmála í þessu sönglagahefti segir höf- undur: „Fjölmargir vina minna og kunningja hafa haft. orð á j því, að þá langaði til þéss að ; eiga á nótum sum þeirra laga, sem hér birtast. Fyrir áskoran- ir þeirra og örvandi orð hefi eg ráðizt í að gefa þau út. Þau eru tómstundaiðja leikmanns, sem hefir yndi af ljóðum Og tón- um.“ Mörg' eru lögin Ijóðræn og' í með hugþekkum alvörublæ, sem minnir á söknuð og trega. í öðrum kveður vdð an-nan tón og hressilégri, eftir því sem textinn gefur tilefni ti'l. Höf- undur hefir-sjálfur samið text- anna við nokkur lögin og hefir honum tekizt þar einna bezt með lögih, hvað byggingú þeirra snertir og áhrif. Eíns og vænta má, eru lögin misjöfn að gæð- um, og nokkur þeirar missa marks fyrir það, að ekki er í þéim nægur stígandi. En hins vegar hefir höf. vel tekizt með mörg sönglögin, eins og t. d. „Hljómar lífsins lag“ og „Vatn- ið rennur af háum fjöllum eft- ir hvössu grjóti“. í þessum lög- uin gætir góð.ra tilþrifa og er hið síðarnef-nda all sérkenni- legt. Steindór Björnsson frá Gröf hefir skrifað handritið fyrir Ijósprentun með svo miklum ágætum, að líkast er sem um prentaðar nótur sé að ræða. Páll K. Pálsson hefir yfirfarið handritið og lagfært sum lögin. Heftið er snoturt og allur frá- gangur vandaður. B. A. Körfustólar og klúbbstólar fyrirliggjandi. Laugaveg 166. • Inngangur af Brautarholti) Nýkomið ódýrir, fóðraðir dömuhanzk- ar. Svartir, bláir, brúnir og gráir á kr. 40,00. TOLEDO Fischersundi. hefur opið til kl. 10 að kvöldi, alla virka daga, nema laugardaga, en þá er lokað kl. 1. — Sími 82270. Hcr.tug jólagjöf. REGNBOCINN, Laugaveg 62. — Sími 3858. BLÓÐ W'AWAW/^-V.V.V.W.'.'W’A'AVA.V.'W’A. i vinnust.ofu minni Flókagötu 17 opin daglega frá kl. 10-22 JÓ,V ENGÍLBERTS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.