Vísir - 19.12.1953, Blaðsíða 10

Vísir - 19.12.1953, Blaðsíða 10
10 VÍSIR LÆUgardaginn l9. desember lðSS C. B. Keilamft. Engill eða glæfrakvendi ? 30 ,rwwvwnjv\A.'V»^usnwvu%A/vviV’u*i>(AA Augu Anneke ljómuðu af áhuga og forvitni. -„Voru þeir menn rétt í þessu að koma aftur úr þessu ferðalagi til' námunnar?“ spunrði hún. „Já, Arnold og Slack.“ Anneke sagði ekki meira. Það var meira en ástæðuláust, að hún færi að gefa einhverjar upplýsingar, enda þótt henni væri kunnugt, að Amold og Slack hefðu ekki báðir farið í þessa erfiðu f för út í auðnirnar. Hún vissi, að Slack hafði alls ekki farið frá borginni. Hún sá í hendi sér, að hún yrði að athuga þessa hlið málsins, kanna hana til hlítar, en ekki nefna hana við nokkurn mann. Það fór næstum hrollur um hana, eins og hana grunaði, að hún ætti eitthvað illt í vændum, þegar hún hugleiddi heimsókn Slacks og hótanir þær, sem hann hafði haft i frammi við hana. Það gat vel verið, að þeim Arnold og Slack fyndist það nauð- synlegur hluti þess leyndarhjúps, sem þeir vildu breiða yfir ferðir sínar, til þess að aðrir kæmust ekki að fundi þeirra og næði námunni frá þeim. En þar gat líka eitthvað annað búið undir — eitthvað, sem var ekki alveg eins réttlætanlegt. Ann- eke sá, að hún þyrfti að minnsta kosti að athuga þetta. Hún reis úr sæti sínu, til þess að þakka húsbændum. „Eg verð að koma mér heim,“ sagði hún. Ralston brosti til hennar og hristi höfuðið. „Hefðir þú ekki átt von á því,“ sagði hann við konu sína, „að barnið iðaði í skinninu af að heyra um heilt fjall demanta? Hún er eins róleg, og ef við hefðum barajcerið að tala um kol.“ „Getur verið, góði minn,“ svaraðÞ.kQna hans, „að hún sé lík mér. Hún hefir hemil á hrifningu sinni, þar til hún er orðin sannfaérð um, að ástæða sé fyrir henni.“ „Já, það er alveg rétt,“.tók Anneke til máls. „Eg held, að betra sé að gera ráð fyrir því, að ekki sé til nein demantsnáma, og láta það svo koma mér skemmtilega og þægilega á óvart, frekar en að rjúka þegar upp til handa og fóta, og verða svo fyrir miklum vonbrígðum.“ „Unga kona,“ sagði Ralston og gerði sér upp mikla alvöru, „einn góðan veðurdag munuð þér hrasa um hina íhaldssömu skynsemi ýðar og fá blóðnastir af að detta um hana.“ Hann fylgdi henni síðan til dyra, og stóð nokkra stund og virti hana fyrir s.ér, meðan hún ,sté.>upp í vagninn, sem ók þegar af stað. Hann hristi höfuðið, eins og það.væri eitthvað, sem hann skildi ekki. Harrn var enn í þungum .þönkum, þegar hann kom aftur til konu sinnar. „Eg verð að segja það eins og mér finnst,“ mælti hann, „að mér finnst hún alls ekki eins og neftt dauðyfli.“ Sjöundi kafli. Á næstu vikum kóníust þær sögur á kreikj borginril, að'fund- izt hefði einhver geysilega auðug náma, og mundí Ralston vera við málið riðinn. Sumir sögðu, að þar mundi vera um gullnámu að ræða, aðrir höfðu heyrt, að siTnn- væri þar eins og hver vildi hafa, og enn aðrir höfðu frétt, að f-undizh hefðu • eðalsteinar. Það var ekki svo, að menn værú gripnir neinu æði enn — þeir voru aðeins forvitnir í meira lagi. Og áhugi almennings fór að sjálfsögðú mjög^ í vöxt, . þegar það barstfút, áðrítalstön hefði stefnt, Harþepding heim frá Löndon, til .þess að hafa á hendi, stjórn og atháfnir í máli þessu, hvað sem annars hafði. fundizt. Við þetfa.háfði myndazt slíkt ándrúmsloft, að menn voru fá- anlegir til að trúa hverju serri var, hversu ótfúlegt og fjarstæðu- kennt, sem það var að öðrú leyti. Streymdu svo sem ekki hundruð milljónamæringa til San Francisco? Hafði ekki meira að segja þáð ötrúlega orðið að sannleika hvað eftir annað? Það þurfti ekki annáð þessa dagana en að virða fyrir sér á göt- unum menn þá, sem voru eiris auðugir og vellríkustu-furstar Indlands, og eyddu og sóuðu eins og auðæfi þeirra væru tak- markalaus. Kraftaverk höfðu gerzt — þau gerðust á degi hverj- um. Hver gat- fullyrt, að ekki gæti gerzt kraftaverk, sem tæki öllum öðrum fram? Þannig hafði mönnum verið innanbrjósts í bankafyrirtæki Rotschilds í London, því að þegar ráðamenn þess fyrirtækis höfðu -fengið að lesa skeyti Ralstons til Har- pendings, höfðu þeir ráðið honum til að hætta við allár fyrir- ætlanir sínar þar í landi og halda rakleiðis til San Francisco, til að gangá úr skugga um, hvað eiginlega væri mikið hæft í því, sem símskeytið fjallaði um. Anneke fór um búðir borgarinnár — í fylgd með Hepsibu, sem hafði á henni strangar gætur — til-þéss að afla allra þeirra bóka, sem fyrirliggjandi voru varðandi eðalsteina og vinnslu þeirra úr jörðu. Það gat vel verið, að hún gæti ekki hagnazt að neinu leyti á fundi Amolds og Slacks, en það var henni líkt að vilja kynna sér málið til hlítar, og öðlast allar nauðsyrilegar staðreyndir, áðúr en hún tæki sér yfirleitt nokkuð fyrir hendur í þessu efni. Það voru .ekki margar bækur, sem hægt var að kaupa í bóka- búðum borgarinnar varðandi aðferðirnar, sem notaðar voru til þess að ná hinum dýrmætu steinum úr fylgsnum þeirra, eða efnafræðilega samsetningu eðalsteina, eða um muninn á demönt- um, rúbínum og smarögðum. Henni tókst að verða þess vís- ari, hvar slíkra auðsuppsprettna væri helzt að leita, og að mið- stöðvar viðskiptanna með slíka steina —1 þegar þeir höfðu verið búnir- undir-að skreyta hina hamingjusömu jarðárbúa með því að slípa þá — væru Amsterdam og London. Hún vissi, að slíkir steinar fundust í Indlandi og Afríku, einnig við og við í S.-Am- eríku. En þegar hún var búin að lesa allt, sem hægt var að fræð- ast af um þetta efni, var hún næstum alveg eins fáfróð og hún hafði verið, er hún hóf lesturinri'. Það var um miðja vikuna, sem Anneke fór í fylgd riieð Juan Parnell og fáeinum vinum þeirra á veðreiðar. Þau sátu þar á bezta stað, þar sem mjög margir gátu séð hana, og hún hafði ekki meiri skemmtun af öðru eins og að menn virtu hana fyrir sér. Loks sneri hún sér að Juan og mælti, um leið- og hún leit á hann eins og' matsmaður. „Juan,“ sagði hún, „eg veit, að þú ert mjög skemmtilegur. En ertu ekki neitt annað?“ Hann lyfti brúnum, eins og hann vissi ekki, hvernig hann ætti að skilja spurningu hennar. „Eg er heilsuhráustur,“ sagði hann síðan. „Eg þoli að drekka mikið, án þess að á mér sjái. Eg hefi undirstö.ðuþekkingu í pokerspili og hæstu spilunum í því. Og þar má við bæta, að allir hestar, hundar og gámlar konur hafa mætur á mér.“ , „Eg veit um alla þessa kosti þína,“ svaraði Anneke alvöru- gefin. „En í þér er hvorki dýpt né vídd.“ „Nú — og mér finnst það lofsvert fyrir mig, að þú skulir auðsýna svo mikinn áhuga — eg' fæ laun mín greidd vikulega. og Janin virðist ekki greiða þau með neinni ólund. Gefur það ekki eitthvað í skyn?“ „Hefir herra Janin þig í vinnu,“ spurði Anneke nú, „af því að þú ert duglegur maður, eða af því að tengsl þín í samkvæm- islífinu hafa gert þig mikilvægan fyrir hann?“ „Einungis," svaraði hann, „af því að einn af mínum ágætu forf’eðrum var landstjóri í Káliforníu, þegar Spánverjar réðu hér. Þú hlýtur að gera þér grein fyrir því — og það getur hver stúlka, sem er eins glögg og þú -— hversu ómetanlegt það er, þegar maður er að meta verðmæti náinasvæða, að vera af góðu fólki kominn. Eg þarf ekki annað en segja, en að eg sé kominn n. þittg I.N.S.I. ; i' . Ií. þíng; Iðrisanvbands ísl árids var sett laugardaginn 12. des. kL‘ 3.30 í Eddú-húsiriu við Lindargötu. Varaform. sam- bandsiris, Hreinn Hauksson, setti þingið í veikindáforföll- um formannsins, Þórkels G. Björgvinssonar. Skýrsla og reikningar sambandsins voru lesin upp en umræðum frestað til framhaldsþingsins. Skýrsla og reikingar rít nefndar Iðnnemans voru til umræðu og sýndu umræðurnar, að mikill áhugi' er fyrir Iðn- nemanum. Voru menn hvattir til að senda honum efni til birt- ingar. Að lokum var gengið til kosnínga í samþandsstjórn, og voru þesir menn kosnir: Þór- ólfur Daníelsson prentari, for- maður. Hreinn Hauksson járn- smíðanemi, varaform. Ólafur Eiríksson, Egill Óskarssori, Haukur Jónsson. Til vara: Guðmundur Þórðarson, Sigurð- ur Kristjánsson, KÍemenz Guðmundsson og Sæmundúr Ingólfsson. Iiandíða- og myndlistaskölinn efnir til ókeypis teikni- kennslu fyrir börn og unglinga 13 og 15 ára. Upp úr áramótum byrjar í Handíðaskólanum kennsla í tveimur æfingabekkj- um teiknikennaradeildar skól- ans. Kennd verður fríhendis- teiknun með blýanti og litkrít; ennfremur. málún með vatnslit- um. — í annari bekkjardeild- inni verða 13 ára börn, í hinni 15 ára unglingar. Nemendurnir greiði 25 kr. í efniskostnað. Að öðru leyti er kennslan þeim al- gelrega að kostnaðarlausu. — Kennt verður einn dag. í viku til miðs apríl. — Þeir, sém óska að taka þátt í námi þessu eiga að senda skrifstofu skólans,, Grundarstíg 2 A, umsóknir sín- ar í síðasta lagi n. k. mánudag, 22. þ, m. Með umsókn á að senda 5—6 m.yndir, sem um- sækjandinn hefir gert nýlega. Ef umsækjandinn stundar nám í öðrum skóla þarf hann líka að senda afrit af stundaskrá sinni. Fyrir áramót verða allar myndirnar metnar af kennur- um skólaris. Úrslit matsins verða tilkynnt fyrstu dagana í janúar. Stjörnur, desemberhefti þ. á. er nýkomið og flytur m. a. gr.einar um I Marilyn Monroe, Spencer Tracy, William Holden, Ritu i Havworth og' Dick Haj'mes. Auk þess flytur heftið siigiir, rabbþætti, tízkusíðu, erlenda og innlenda danslagatexta m. m. ISF7T AD AUfilYSAlVfSI f. SurmtqkAi - TARZA /4S6 Nú breyttist landslagið eftir því, sem lengra var haldið. Skógunum sleppti, en gróðurlítil auðnin tók við. Öðru hvérj.u fór Tarzan á stúfana til þess að afla nýs kjöts handa þeim félögum. Þeir héldu áfram, dag eftir dag, en brátt komu þeir að gróðursælli vin. Þar hugsuðu þeir sér að hvilast og hressast þar til þeir legðu í seinasta áfangann.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.