Vísir - 11.01.1954, Blaðsíða 1

Vísir - 11.01.1954, Blaðsíða 1
44. árg. Mánudaginn 11. janúar 1954 7. tbl. Laumuðust út í skip oj föidu sig inni í skáp. I fyrrakvöld bárust lögregl- unni njósnir um það að tvær ungar stúlkur væru að laumast út í erlent olíuskip, sem liggur hér í höfninni. Lögreglumenn voru sendir út af örkinni til þess að leita stúlknanna í skipinu og .eftir nokkra leit fundust þær loks inni í skáp þar sem þær höfðu íalið sig. Stúlkurnar voru báðar fluttar á lögreglustöiðna. Olvun í bænum. Allmikil ölvun var hér í bænum um helgina, þó hvergi drægi til stórra tíðinda af þeim sökum. Á stöku stað kom samt til smá ryskinga eða handalög- máls manna á milli og hafði iögreglan í ærnu að snúast. Aðfaranótt sunnudagsins íannst ofuröiva maður liggjandi og ósjálfbjarga á Lindargöt- unni og bjargaði lögreglan hon- um. Ölvaður bifreiðarstjóri, sem lent hafði í allharkalegum á- rekstri á gatnamótum Hverfis- götu og Snorrabrautar var tek- inn fastur og fluttur í vörzlu lögreglunnar, Annar bílstjóri var talinn vera undir áhrifum áfengis, en hann komst út úr bænum áður en lögreglan næði til hans. En vitað var hinsvegar hvert maðurinn ætlaði og lög- reglan á ákvörðunarstað hans gert viðvart um ferðir hans og beðin um að taka hann fastan. Neytti eitraðs áfengis. í morgun tilkynntu skipverj- ar á skipi einu hér í höfninni lögreglunni frá því að félagi þeirra myndi hafa drukkið vín- anda af áttavita. Lögreglan sótti manninn þegar í stað og flutti hann á spítala þar sem dælt var upp úr honum og manninum auk þess gefnar sprautur. Eldur í skipi. í fýrrinótt á fimmta tímanum varð elds vart í vélarrúmi Brúarfoss, þar sem hann lá hér í höfninni. Hafði komist neisti í rusl þar um niðri og kviknaði eldur. Varð hann fljótt slökktur og munu skemmdir engar hafa orðið. Tito 68 Cð iki lýirælL Einkaskeyti fr'á AP. - London í morgun. Djilas, forseti fullírúadeildar júgóslavneska þingsins, og einn af helztu mönnum kommúnista- flokksins í Júgóslavíu, hefur sætt þungri gagnrýni fram- kvæmdaráðs flokksins, fyrir greinaflokk, sem hann hefur ritað í Borba, málgagn hans. I greinum þessum hefur hann hvatt til að horfið verði að lýð- ræðislegra fyrirkomulagi. Lýsti hann sig mótfallinn því, að eir.n pólitískur flokkur.færi með öll; völd og nyti forréttinda, en þessar skoðanir telur frarni- kvæmdaráðið skaðlegar flokkn - ura, starfi hans og marki. Segir í tilkynningu ráðsins, að Djilas hefði gert grein fyrir stefnu- breytingu sinni á fundi, en all- ir aðrir meðlimir ráðsins ver- ið honum algerlega andstæðir, og lagt fast að honum að hreyía þeim ekki, en það hefði hann gert án vitundar ráðsins. Var og boðað, að miðstjórn flokks- ins rnyndi taka málið fyrir. Djil as hefur fréstað birtingu þeirra ' greina, sem óbirtar voru, Fréttaritarar í Belgrad segja, að þar sem Djilas sé einn af ; helztu mönnum flokksins, hand genginn Tító forseta, og höfuð- skýrandi kommúnistiskra kenn inga í landinu, sýni það sem nú er í ljós komið, mjög alvarleg- an ágreining._______ ® Flugvél hrapaði til jarðar í Louisiana, Bandaríkjun- um í morgun og biðu 6 menn bana. @ Fregnir frá Osló herma, að norskt eftirlitsskip við strendur Norður-Noregs hafi flutt til hafnar rúss- neskan togara og kært skip stjórann fyrir landhelgis- veiðar. Hér sést nýársmynd af þekktustu liollenzku f ölskyldunni — Júlíönu, manni hennar og dætrum;, sem virðast ekki allar jafn-ánægðar yfir návist ljósmyndarans. Á myndinni sjást frá vinstri: Bernliarð prins, Júlíana drottning, Magret, Marijke (sem geispar) Beatrix ríkiserfingi, og Ircne. Myndin var tekin í Grindelwald í Sviss, þar sem þau eyddu jólunum. Skyldi það vera met? Vísir sagði á Iaugardaginn írá því, að nýlega hefðu verið slcírð sjö systkin samtímis í Fossvogs kirkju, og myndi bað nær eins- dæmi. Nú hefur Vísi verið bent á, að fyrir allmörgum árum voru 9 systkin skírð samímis í Ás- kirkju í Fellum í N.-Múlasýslu. Voru þetta börn Gísla bónda Helgasonar í Skógargerði, og voru systkinin skírð, um leið og elzta barnið var fermt. Síra Þórarinn Þórarinsson á Val- þjjófsstað skírði. TÍl garnans má geta þess, að Gísli bóndi var frambjóðandi Sjálfstæðisflokks ins við Alþingiskosningar þá, en eitt barnanna, sem skírt var við þetta tækifæri, var frarn- bjóðandi flokksins við síðustu kosningar. Fiskimaður leitar milljóna. Faxiia ..ávísimi” á ?> poniíla. Aþena (AP). — Hér 1 borg sfendur yfir leit að fjársjóði miklum, sem fólginn var á stríðsárunum. Forsaga málsins er sú, að grískur fiskimaður fann á floti meðalaglas lítið og hirti það af rælni. Sá hann þá, að saman- brotinn miði var í því, og við athugun kom í ljós, að miðinn var undirritaður nöfnum fjög- urra þýzkra liðsforingja. Kváð- ust þeir liafa fólgið 2,5 milli. „sovereign“-peninga úr gulli (sem eru nú nærri 9 milljóna punda virði) nærri aðalstöðv- um félags grískra náttúruskoð- enda. Einnig var þar uppdrátt- ur af staðnum, þar sem féð átti að vera fólgið. Fiskimaðurinn fór á stúfana, og voru ýmis ummerki á staðn- um í samræmi við það, sem á miðanum stóð. Hefur maðurinn fengið heimild til að leita á staðnum, því að samkvæmt grískum lögum á hann helming þess, sem hann finnur af verð- mætum í jörðu. Hitt fellur ti! ríkisins, og má nærri geta, að báðir aðilar hafa áhuga fyrir málinu. Lertin fer fram undir opinberu eftirlitá. Börlu líftóruna m mamtkntm. Einkaskeyti frá AP. London í morgun. Þótt minna sé sagt frá viÓ- ureigninni við Mau Mau- menn nú en oft undanfarið, verður bó ekkert lát á bar- átíunni gcgn þeim. í gær gerðist meira að segja held- ur óvenj*Iegur atburður á þessu sviði, er svertingjakon- ur náðu áróðursmanni frá samíökunum úr höndum heimavarnarliðsmanna og börðu líftóruna úr honum. — í gær voru átta Mau Mau- menn hengdir fyrir að bera vopn, en 20 manna flokkur frá þeim réðst á býli eitt og varð 7 mönnum að bana en særði í'jóra. Fárviðri, skiptapar í Svíþjóð. Vetrarríki á meginlandi álfunnar. Einkaskeyti til Vísis. , Khöfn og London í morgun. Fárviðri með frosti og’fann-1 fergi hefur valdið miklu tjóni í Svíþjóð, og samgöngutruflan- ir eru miklar þar og í mörgum löndum meginlandsins vegna fannkomu. Tvö sænsk skip eru talin af. Annað þeirra var með 16 manna áhöfn og var á leið til Bretlands með timburfarm. Stýrisútbúnaður þess bilaði við austurströnd Svíþjóðar í fyrra- dag og rak það að skerjagarð- inum hjálparlaust, er neyðar- kall barst frá því. Nokkru síðar bárust fregnir um, að farið væri að reka úr því í skerjagarðin- um. Miklar skemmdir hafa orðið á skógum í Norður-Svíþjóð og samgöngustafir um alla Norð- ur- og Mið-Svíþjóð. í Stokk- hólmi er miklum erfiðleikum bundið að halda uppi samgöng- um vegna fannfergis. í Júgóslavíu eru sleðar nú helztu farartæki og verður öðr- um farartækjum vart eða ekki við komið. Fjöldi bæja og þorpa er einangraður. í Vínarborg unnu 6000 manns að snjómokstri og 250 snjóplóg- ar voru í notkun í borginni og grennd hennar um helgina. Miklar fannkomur hafa verið í Sviss. Frost eru míkil og næð- ingur. Vötn á Norður-Ítalíu hef ur lagt og skipaskurði í Fen- eyjum og víðar, einnig sums staðar í Norður-Frakklandi. í Þýzkalandi og Ardenna- fjöllum hefur snjóað mikið og í Sviss, og allt suður á Grikkland.. í Rínarlöndum brá þó til hláku. í gær og hlýnað hafði í veðri í. París og Suður-Frakklandi. — Hvassviðri var á austurströnd. Skotlands og Englands, e'n. syðst á Englandi var næstum vorveð- ur. Reynt við ms. Eddu í dag. í dag átti að gera tilraun til þess að lyfta v.s. Eddu af botni Grundarf jarðar, enda stillt veð- ur og gott þar vestra. Fréttaritari Vísis í Grafarnesi tjáði blaðinu í morgun, að í all- an gærdag hefði verið unnið að því aj koma geymum, sex að tölu, íyrir við flakið, en síðan verður dælt í þá lofti, og flak- inu leyft með þeim hætti, eins og Vísir greindi frá fyrir helg- ina. Vélbátarnir Vöggur og Nanna. aðsíoða við bjorgunina. Hafís fyrir norðan land. Skip, sem statt var fyrir norðan land í fyrradag sá allmijtið hafíshrafl á reki þar norðurfrá. Mun ísinn hafa verið rösk- ar 30 sjómílur norður eða. norðvestur af Straumnesi. Var þarna ensku togari á ferð og sendi hann skeyti um. ísinn. Ennfremur hefur frétzt um ís nokkru austar. Sáítafundur í dag. Torfi Hjartarson, sáttasemj- ari ríkisins, hefur boðað til fund ar i dag kl. 5 með deiluaðilum. í vélbátaverkfallinu. Eins og Vísir greindi frá í sl.. viku, var síðast haldinn fund- ur um miðja vikuna, en síðari hafa viðræður legið niðri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.