Vísir - 19.02.1954, Blaðsíða 4
VISIR
Föstudaginn 19. febrúar 1954
D A G B L A Ð
Ritstjóri: Hersteinn Pálsson.
Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson.
Skrifstofur: Ingólfsstræti 3.
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur).
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Skæntheimiur í uppsíglingu ?
Enn mun engin breyting hafa orðið á afstöðu stjórnar Sjó-
mannafélags Reykjavíkur til ráðningar erlendra sjómanna
— Færeyinga — á togara þá, sem gerðir eru út fr,á Reykjavik
og mannafla hefur vantað á. Fyrsti hópurinn, sem ráðinn hafði
verið í þeirri trú, að ekki mundi standa á því, að leyfi yrði veitt
til þess að þeir störfuðu fram á vorið, kom með skipi frá Fær-
eyjum fyrir nokkru, og hafa þeir setið auðum höndum hér í
bænum síðan, en útgerðin að sjálfsögðu orðið að standa við
gerða samninga við þá, án þess að fá neitt í aðra hönd.
Afstaða sjómannafélaganna er mjög mismunandi í máii
þessu, eins og þegar er komið í ljós, því að eitt leyfir það, sem
annað bannar, og sama sjómannafélagið segir já við suma aðila
en nei við aðra. Þannig hefur stjórn Sjómannafélags Reykja-
víkur, eins og allir vita, neitað um leyfi til að ráða færeyska
sjómenn á togara hér í bænum, en hinsvegar mun hún ekkert
hafa við það að athuað bætt sé slíkum sjómönnum á báta,
sem gerðir eru út hécau á vertíðinni .
Sjómannafélög úti um land munu ekkert hafa á móti því,
að útlendir sjómenn sé ráðnir til viðbótar á báta, sem gerðír
eru út þaðan, því að ella verður þeim jafnvel ekki haldið úti
og sjómannafélagið í Hafnarfirði mun einnig hafa veitt sam-
þykki sitt til þess að Færeyingar verði ráðnir á togara þar.
Mun bæjarútgerðin þar hafa farið þess á leit, að hún mætti
ráða útlenda sjómenn á skipin, og þar sem tengslin munu
nokkuð náin milli hennar og sjómannafélagsins hefur það senni-
lega ekki fundið ástæðu til þess að meina fyrirtækinu að gera
þetta.
Hinsvegar hefur það flogið fyrir, að ekki sé sopið kálið,
þótt í ausuna sé komið í þessu efni, því að sjómenn þar syðra
munu hafa við orð, að þeir gangi af skipunum, ef færeyskir
sjómenn verða ráðnir á þau, og verður þetta þá ekki nær
lausninni en áður. En á þetta reynir ekki, fyrr en mennirnir
koma til landsins.
Sjómannafélag Reykjavíkur virðist ætla sér að hefja eins-
konar skæruhernað í máli þessu, fara einhverskonar óbeina
leið til að fá þau kjör bætt, sem félagið hefur samið um, en
segir svo að sé alltof léleg, þegar grípa þarf til þess að fá menn
frá öðrum löndum til að manna skipin, og neitar um heimild
til þess. Virðist stjórn félagsins vilja segja við útgerðarmenn —
annað hvort bætið þið kjörin, eða þið verðið að leggja skip-
unum, því að þið megið ekki ráða á þá útlenda menn í stað
þeirra, sem vantar. Er það talsverð ábyrgð, sem félagið tekur
á sig með þessu, og gagnvart fleiri aðilum en þeim einum, sem
gera skipin út eða starfa á þeim og missa vinnuna, ef þau
stöðvast.
Almenningur lítur svo á, að viðbárur sjómannafélagsins
hér í bænum sé ekki mjög veigamiklar, þegar það neitar um
ráðningu Færeyinganna á þeim grundvelli, að kjörin sé slæm á
togurunum, en gerir þó sjálf ekkert til að bæta þau. Virðist þá
eitthvað annað liggja til grundvallar en barátta í þágu verka-
lýðsins, en hver virðist hafa sinn hátt á starfi sínu í þágu
áhugamála sinna.
Iþróttðhiís abnenniitgs.
/§,’tlunin hafði verið að halda skautamót hér í bænum — á
Tjörninni — um næstu helgi, ef forsjónin hefði séð fyrir
vettvangi til slíks, veðurfarið verið þannig, að svell væri fyrir
hendi. Nú hefir mótinu verið aflýst af mjög eðlilegum ástæðum,
því að bæði eru litlar horfur á því, að Tjörnina leggi úr þéssu,
og svo hafa þíðviðri verið svo mikil í yetur, áð þeir, sem leggja
stund á skíðaíþróttina, hafa ekki hafí nema örfá tækifæri til
að æfa sig.
Skautaíþróttin er einhver skemmtilegasta og hollasta íþrótt,
sem hægt er að stunda, en hún er háð veðurfarinu, þegar ekki
er fyrir hendi skautahöll með frystitækjum. Þess vegna má
heita, að iðkun hennar hafi legið niðri um mörg ár, því að
vetur hafa verið svo mildir. En þetta ætti einmitt að ýta undir
það, að hér verði komið upp sannkölluðu íþróttahúsi almennings,
nefnilega skautahöll, þar sem ungir og gamlir geta liðkað sig
og skemmt sér á skautum, þótt vorveður sé úti fyrir.
Ef nægilega mörg félög í bænum — og þar þarf ekki að
vera eingöngu um íþróttafélög að ræða — beita sér fyrir málinu,
verður því fhrundið í |ramkvæíwl svo að áegja á svipstundu.
Hver ríður á vaðið? .
Atli Húnakonungur
kvikmyndáður.
Sögumenn og kvikmynda-
vinir munu e. t. v. fagna því,
að uppi eru ráðagerðir um að
gera kvikmynd um ævi Atla
Húnakonungs.
Kirk Douglas á að leika að-
alhlutverkið, en myndin verð-
ur tekin í Frakklandi og á
Ítalíu. Kirk þessi Douglas er
annars kunnur fyrir að hafa
leikið Odysseif í kvikmynd,
eins og Vísir sagði frá á sínum
tíma.
r Miinchen fAsnnt&ri kvik-
pds&ær en sjélf Heiiy wced ?
Tækni á geysiháu stigi þar, en
tilkostnaður allur miktu minni.
Kyssast 25 smmm
í sömu myndinni.
Metro-GoIdwyn-Mayer-fé-
lagið er í þann veginn að full- |
gera kvikmynd, sem byggist á
Ihinni ódauðlegu óperettu Franz
Lehars, „Kátu ekkjunni“.
Lana Turner leikur þar ekkj-
una, en Fernando Lamas Dan-
ilo. Sagt er, að efni óperunnar
verði nokkuð vikið við, og tals
verð áherzla lögð á kynþokka,
eins og títt er um slíkar mynd-
ir, enda þykir Lana Turner
girnileg á að líta, eins og kunn-
ugt er. Þá segja kunnugir, að
!þau Lana og Fernando kyssist
125 sinnum í myndinni, og þyk-
jir það sæmilegt.
Fernando Lamas er Argen-
tínumaður, mjög fríður, að því
er sagt er. Hann hefir þegar
leikið í 22 myndum í Holly-
wood. Síðar á hann að leika á
móti Ava Gardner og Esther
Williams.
Rita Hayworfth
fer á stúfana.
Rita Haywortji, sem fyrir
skemmstu vakti á sér athygli
með fáránlegri auglýsingastarf-
semi í sambandi við brúðkaup
sitt og söngvarans Dick Hay-
mes, er ekki af baki dottin.
Hún er ennþá geysivinsæl,
og nú á hún að leika í mynd,
sem fjallar um Lolu Montez,
dansmær og ævintýrakonu, sem
uppi var á öldnni sem leið. —
Columbia-félagið gerir mynd-
ina, en hún á að heita „Hjákona
konungsins“.
Kvikmynd um
vændisíkonur.
í ráði er að gera kvikmynd
um vændlskvennalíf í Róm.
Aðalhlutverkin . munu þau
leika Anna Magnani, Linda
Darnell og Anthony Quinn.
Sumir eru farnir að nefna
Miinchen „Hollywood Bajara-
Iands“, auðvitað í gamni.
Þó er það svo, að kvikmynda-
framleiðsla þar hefir farið gíf-
urlega í vöxt hin síðustu miss-
eri, og ýmsir sérfræðingar hafa
látið í ljós þá skoðun, að að-
búnaður þar standi á margan
hátt ekki að baki þeim, sem ger-
ist og gengur í Hollywood, sem
enn má telja kvikmyndahöfuð-
borg heimsins.
Stundum er sá háttur hafður
á framleiðslu þar, að teknar
eru tvær kvikmyndir eftir sama
handriti, og með mismunandi
leikurum í aðalhlutverkunum,
eftir því, hvort sýna á myndina
í Evrópu aðallega eða vestan
hafs. Til dæmis var þar nýlega
gerð kvikmynd á vegum banda-
rísks félags, sem hét „Carnival
Story“. Aðalhlutverkin í banda-
rísku útgáfunni léku þau Anne
Baxter og Steve Cochran, en í
þýzku útgáfunni ungversk leik-
kona, Eva Bartok að nafni, og
Austurríkismaðurinn Kurt
Jergens.
Annað Hollywood-félag var
þar á ferðinni og tók breið-
tjaldsmyndina „Night People",
og voru þau Gregory Peck og
Rita Gam þar fremst í flokki.
Allar inni-,,senur“ í þessum
kvikmyndum voru teknar í
kvikmyndastöðvunum í bæn-
um Geisegesteig, 5 km. norður
af Múnchen, sem í raun réttri
er svolítill kvikmyndabær. Þar
eru m. a. 9 „leiksvið“, sérstak-
lega útbúin til þess að taka tal-
og hljómmyndir, og er fullyrt,
að þar sé aðbúnaður sízt lakari
en gerist í Hollywood. T. d. er
þess getið, að í fyrrasumar hafi
8 kvikmyndir verið teknar þar
samtímis, án þess, að nokkurra
truflana hafi gætt.
Nú er á döfinni ný mynd,
sem tekin verður þarna, og
heitir hún „The 9:15 til Free-
dom“, og byggist hún á sann-
sögulegum viðburði, er járn-
brautariest var ekið gegn um
járntjaldið frá Tékkóslóvakíu
til Þýzkalands. Þessi ■ mynd
verður gerð í „tveim útgáfum“,
og munu þeir Edward G. Rob-
inson og Van Heflin leika í
ensku útgáfunni. Þýzk leikkona
mun fara með aðalkvenhlut-
verkið í þeim báðum. Sá heitir
Alan D. Dowling, sem stjórnar
töku þessara mynda.
Tilkostnaður við kvikmynd,a-
BEZT AÐ AUGLYSAIVISI
gerð er miklu minni í Munchen
en í Hollywood. T. d. kostar
ekki nema um 30% af Holly-
wood-verði að leigja leiksvið
þar, og aukaleikarar í Mún-
chen vinna fyrir tiunda hluta
þess kaups, sem sambærilegt
fólk fær í Hollywood.
Ef í hart fer má alltaf ná í
Hollywood í símann, en það
kostar um það bil 4 dollara á
mínútuna.
Mý kjnlföt
og nokkrir klæðnaðir til sölu með tækifærisverði.
fflre/iðar •Mónsson
J klæðskeri, LaugavegiTl. Sitni 6928 1
Guimar Ólafsson
kaupm. í Vestmanna-
eyjum.
Gunnar Ólafsson kaupmaður
í Vestmannaeyjum varð níræð-
ur í gær.
Hann er fæddur 18. febrúar
1864 að Sumarliðabæ í Holtum
í Rangárvallasýslu, bróðir
þeirra Jóns bankastjóra og
Boga menntaskólakennara.
Nær þrítugur að aldri hóf
Gunnar verzlunarnám hér í
Reykjavík, en stundaði síðan
verzlunarstörf bæði hér og í
Vík í Mýrdal um margra ára
skeið. Árið 1909 fluttist Gunn-
ar til Vestmannaeyja, setti þar
á stofn verzlun jafnframt því
sem hann rak útgerð og hefir
síðan verið einn úr hópi at-
hafna- og dugmestu atvinnu-
rekenda í Vestmannaeeyjum.
Þingmaður var Gunnar um
skeið, fyrst fyrir Vestur-Skaft-
fellinga á árunum 1908—11, en
landkjörinn þingmaður 1926.
Auk þessa hefir Gunnar gegnt
fjölmörgum trúnaðarstörfum
bæði í sveit og héraði og vísi-
konsúll Norðmanna hefir hann
verið frá því 1916. Hann hefir
veriö sæmdur mörgum heiðurs-
merkjum, innlendum sem er-
lendum.
Gunnar Ólafsson er mann-
kostamaður mikill, þéttur í
lund, traustur og vinfastur.
Frekari rannsókn
ástæðulaus.
Mánudagskvöldið 26. október
s.l. kærði ísjeifur Kristberg
Magnússon, bifreiðarstjóri,
Sörlaskjóíi 18, yfir því, að þá
um kvöldið hefði grímubúinn
maður ráÖist á sig og skotið á
sig með byssu í Sörlaskjóli.
Mál þetta var rannsakað svo
sem föng voru á. Ekkert kom í
ljós um það, hver árásarmað-
urinn væri, en hinsvegar þótti
ýmislegt koma f ram, sem v.éitti
mjög sterkar líkur fyrir því, að
frásögn kæranda um, að á sig
hefði verið ráðist, væri ekki
rétt. Kærandi hefir þó eindreg-
ið haldið því fram, að árásin
hafi raunverulega gerst.
Dómsmálaráðuneytinu hefir
verið send skýrsla um rann-
sóknina og hefir það eigi fyrir-
skipað frekari aðgerðir í mál-
inu að svo stöddu, en mælt svo
fyrir að rannsókn þess skuli
tekin upp. að nýju éf eitthvað
skyldi koma í Ijós, sem vefða
mætti málinu til upplýsingar.