Vísir - 19.02.1954, Blaðsíða 5

Vísir - 19.02.1954, Blaðsíða 5
T’östudaginn 19. febrúar 1954 VtSlR 8 Nýtt átak Hringkvenna fyrir barnaspítalann. 10.000 elgulegir snunir á hlutavehu Hringsins næstkomandi sunnudag. Kvenfélagið Hringurinn efn- ir til mikillar hlutaveltu í Lista- mannaskálanum næstkomandi sunnudag kl. 2 e. h., til ágóða fyrir Barnaspítalasjóð sinn. Eftir öllum merkjum að dæma verður þetta mesta hlutavelta, sem haldin hefur verið hér í bæ, jhvort sem miðað er við fjölda muna eða gæði þeirra. Blaðamenn litu inn til Hringkvenna í gær, þar sem þær voru önnum kafnar við undirbúning að Hlutaveltunni, og ræddu þar við frú Gunn- laugu Briem, formann fjáröfl- unarnefndar, og aðrar nefndar- konur. Það er mönnum vafa- laust svo í fersku minni, vegna hálfrar aldar afmælis Hringsins á dögunum, að óþarft ætti að vera að rifja upp framlag og starf Hringsins á liðnum tíma, en á afmælinu var mikið um þetta ritað. Var þ. m. a. ræki- lega minnst hinnar miklu gjaf- ar Hringsins, 2. millj. kr. fram- lagsins úr Barnaspítalasjóði sínum til barnaspítaladeildar í viðbótarbyggingu Landspítal- ans, en það er ekki ætlunin að láta þar við sitja, heldur verður haldið áfram að safna í Barna- spítalasjóðinn, þar sem ákveðið er að leggja barnaspítalanum til allt, sem þarf til barnarúm- anna, 56 að tölu. Og í þeim til- gangi er hlutaveltan haldin, að efla Barnaspítalasjóðinn, svo að þessu marki verði náð. Undirtektir bæjarmanna eru svo frábærar, að Hringkonur eru blátt áfram í sjöunda himni yfir hversu málaleitunum þeirra um gjafir hefur verið tekið. Fjölda mörg fyrirtæki hafa sent ágætar gjafir, bæði iðnfyrir- tæki og verzlanir, og auk þess hefur borist mikill fjöldi gjafa frá einstaklingum. Það, sem vakti mesta athygli frétta- manna í gær, var að langsam- lega mestur hluti gjafanna eru ónotaðar vörur, eins þokkaleg- ar og beint úr verksmiðjunni eða búðinni, og má fullyrða að hver dráttur sé meira virði en andvirði (2 kr.) og flestir miklu meira virði. Þarna geta menn sem sagt fengið ýmiskonar skó- fatnað, dúka, peysur og annan fatnað, sem kostar tugi króna fyrir aðeins 2 kr., ef heppnin er með, en ella miða sem gildir sem happdrættismiði um stærstu gjafirnar, er nánara | verður um auglýst fyrir helg- ina. Um hug einstaklinga til Hringsins og málefnisins, sem hann berst fyrir, má t. d. nefna að gamall maður kom með bæk- urnar sínar að gjöf, og gat þess, að hann mundi líka líta inn á sunnudaginn. VÍÐSJA VISIS: Hvað getur gamla fólkið gert fyrlr okkur -? [ ^ Aður var spurl: Hvað getum við gerl fyrir það? Eitt af því sem vísindamenn og læknar hafa til rannsóknar, eru ýmis vandamál, sem því eru samfara, að árin færast yf- ír mannfólkið, en það: er ein- mitt á síðari tímum, scm menn hafa gefið sig æ meira að þess- um málefnum. Nú er það mála sannast, að með ýmsum menningarþjóðum eldast menn síðar en áður. og má vafalaust þakka það betri kjörum, almennari velmegnun, meiri líkamsrækt, affarasælíi baráttu gegn ýmsum sjúkdóm- um, o. m. fl., en af því að menn eldast síðar en áður, leið- ir önnur vandamál, og það er að sjá fjölda fólks, sem fyrr hefði verið talið gamalt og hvíldar þurfi, fyrir vinnu' um langt árabil, tíu áf eðá lengur. Þetta 'ér brýn nauðsyn, sem menn horfast í augu við og reyna að leysa. En nú sKai vikið að þessari spurningu: Hve gamlir þurfa menn að vera til þess að geta talist gamlir? Víðkunnugt viku- rit bandarískt svarar spurning- unni þannig: Því getur enginn læknir svarað. Miðaldra mað- ur getur haft „fertugt hjarta“ eða „sextugt hjarta“ eða „níræð augu“. Kona getur býrjað: áð eldast um þrítugt, önnur .getur Þessi fallega vetrarmynd er frá Sviss, nánar tiltekið Engelberg, en þar standa vetraríþróttir með mikl um blóma. r . verið hress, kát og við beztu heilsu um nírætt, og jafnvei ung börn geta fengið sjúkdóma, sem því fylgir að hörundið verður hrukkótt, að þau missa hárið o. s. frv. En hver áhrif hefur það raunverulega á lík- amann, er árin fara að færast yfir? Gerir ritið síðan grein fyrir niðurstöðum rannsókna vísindamanns að nafni dr. Nathan W. Shock, sem hefur haft þessi mál til meðferðar á Vegum heilbrigðismálaþjónustu Bandaríkjanna frá árinu 1947. Áhrifin verða þessi þegar líða fer á ævina: Lungun. Andárdrátturinn verður smám samari' erfiðari. Á ■ 30—90 ára aídri minkar þan: lungnanná um 30%. Kifbeinin rriissa' sveigjanleik ög rriönnum verð- ur erfiðara um andardrátt við geðshræringar. Nýrun starfa ekki eins vel í öldruðu fólki. 30 ára gömul nýru vinna helmingi betur en 80 ára gömul. Hjartað getur ekki dælt eins miklu blóði; og ungt hjapta. iOg það .r minna vatn í gömlu hjarta en ungu. Vatnið í líkamanum bendir til hve stór fjöldi starf- andi sella eru í líkamanum. Það er þess vegna nokkur sannleikur í því fólginn, er sagt er að menn ,,skorpni“ í ellinni. Taugarnar. Menn hafa ekki eins góðar taugar, þegar kemur fram yfir fertugt, og fer þá að draga úr hæfileika manna til að bregða skjótt við. Menn verða ekki eins viðbragðsfljótir, þegar mikið liggur við. Hörundið — beinin. Hörundið verður ekki eins mjúkt og teygjanlegt, er ellin sækir menn heim. Og þetta er allgóður mælikvarði á hversu garnlir menn eru orðnir í raun og veru. Beinin verða stökkari og sár lengur að gróa. Tcnnur. Af 3000 manns, sem dr. Shock rannsakaði ' í Baltimore Bæjarspítalanum, höfðu nær engir yfir sextugt góðar tennur. Augu og eyru. Sjón flestra tekur breyting- urn eftir fimmtugt. Eftir sex- tugt mirikar mjög hæfileikinn til að aðgreina liti. Heyrn dofnar frá 1% um tvítugt í 5,9% um 65 ára. Eftir fimmtugt vcitist mörgum erfitt að fylgj- ast með samræðum, þar sem margir ræðast við. Gáfnafar. Dr. Shock komst að raun um; eins og aðrir, sem stundað hafa slíkar rannsóknir,. að v'el gefið fólk heldur áfram að þroskast andlega þótt það eldist, en urn illa gefið fólk er það allt niður á við, það verður æ heimskara og missir hæfileikann til að læra. Það, sem gefur rannsóknunutri mept gildi,' er éí> ■ til > vlll það, hvað þæf leiða í' ljós umy 'hvað menn geta gert á.hagkvæman hátt til þess að halda sem beztri heilsu, þrátt fyrir þær brevtingar, sem ellin leiðir heim í hlað. Dr. Shok ráðlegg- ur mönrium: # Etið mikið af protein-auðugri fæðu (kjöti, fiski og eggjum). Næringarrannsóknir sýna, að nýir vefir geta myndast í gomlum líkömum, ef raenn eta rióg protéiri'. Trl- varnár kalk- skorti-! etíð mikiJ af osti og néytið mjólkur. Varist mat auðugan af kolvetnum. Varist' ofþyngd. Ekkert er til sönnun- ar því að áfengi drukkið í hófi { sé öldruðu fólki skaðlegt. Sum- ir læknar ráðleggja jafnvel öldruðu fólki að taka vín inn sem lyf. — Þótt menn séu farn- ir að reskjast og vissir líkams- hlutar farnir að hrörna býr líkaminn yfir miklum vara- forða, sem hægt er að reiða sig á, svo fremir að menn gæti þess, að ætla sér af („keyra vélina ekki of hratt“). Það sem mikilvægast er af öllu, er ellin nálgast, er hugarástand raanna. Menn ættu að leggja niður fyrir sér í tíma hvað þeir geta lraft fyrir stafni, er þeir neyðast til að draga sig í hlé, eignast vini, búá' sig undir störf í félagslífinu, gæta þess að geta áfram innt af hendi þjón- ustu, haft á tilfinningunum, að menn sé áfram virkir borgarar — þá geti menn verið ham- ingjusamir jafnvel þótt eitthvað bjati á líkamlga. Það hefur verið rætt eigi lítið um hvað við getum gert fyrir „gamla fólkið“. — Eigum við ekki að taka fyrir hvað gamla fólkið getur gert fyrir okkur? Fimiutugur í dag: Vignir Andrésson findeikakennari. „En ef við nú reyndum að brjótast það beint, þó brekkurnar reyndust þar hærri.“, í Einn af okkar ötulustu iþróttakennurum er fimmtug- j ur í dag, Vignir Andrésson. j Um rösklega 20 ára skeið höfum við starfað saman að | íþróttamálum og væri margs að minnast frá liðnum dögum, i en það verður ekki rakið hér. Vignir Andrésson var uml langt skeið sundkennari við Austurbæjarbarnaskólann, og hefir hann vafalaust komið fleirum á flot, eins og það er oi’ðað, en flestir aðrir sund- kennarar þessa bæjar. Hann hefir keimt fimleika við Gagn- fræðaskóla austurbæjar í ald- arfjórðung. í starfi sinu hefir j hann verið heill og óskiptur, j bæði sem kennari og ékki síður sem æskulýðsleiðtogi fyrir skólann, bæði í kennslustund- um og utan þeirra. Eins og kunnugt er, kenndi hánn fimleika urn margra ára skéið, fyrst hjá glímufélaginu Ármánn og síðar hjá K. R. Drengjaflokkar hans i Ármann voru þeir beztu, sem hér hafa komið fram, og flokkur hans í K. R. gat sér góðan orðstír bæði hér og erlendis. Þá má geta þess, að hann st.jórnað' hópsýningu fimleikamanna á Þingvöllum 1944 og þótti sú sýning takast hið bezta. íslenzk íþróttahrevfiné er enn ung að árum, cnda mjög á gelgjuslfpiði; Yöxt sinn pg ..v.iðr gang á hún fyrst og fremst, að þakka örfáum áhugamörmum og kennurum, sem af eldlegum áhuga brutu jarðveginn og og ruddu á tímabilinu 1910— 1940. Var á oft unnið við þröng kjör og erfið skilyrði, en vöku- meira þessa tímabils létu ekki hugfallast, þeir eygðu bjartari framtíð og aukinn skilning þjóðarinnar fyrir íþróttum, og vissulega hafa það ekki orðið táldraumar. Vignir Andrésson var og er einn þessara vöku- manna. Enn vinnur Vignir Andrésson af kappsemi unglingsins sam- tvinnaðri reynslu horfinna ára. Megi íþróttirnar njóta hans enn um skeið og hann ávaxta elju sinnar. Sú yfirskrift sem eg hef val- ið, fyrir þessar fáu línur, er táknræn fyrir Vigni Andrésson. Að stefna heill og ótrauður að settu marki og brjótastr það beint og krókalaust er honum. í blóð borið. Vaki vaskir menn, enn eru verk að vinna. íþróttamenn óska Vigni Andréssyni og konu hans allra heilla á afmælisdaginn. ,: 11 , Benedikt Jakobsson. Tito boðið víða> O Tito forseti hefur þegiS boð Páls Grikkjakonungs um að koma L opinbera heimsókn t:l Grikklandi. — Ekki er ákveðið hvenær ferðin verð- ur farin, en Tito hafði áður begið boð Tyrklandsforseta um að fara í heimsókn til Tyrklands fyrri hiuta þessa árs. BEZTAÐAUGLTSAIVUI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.