Vísir - 25.02.1954, Side 5
Fimmtudaginn 25. febrúár 1954
VlSIB
Völundur, eitt eizta fyrir-
tæki landsins, 50 ára í dag.
Er að reisa stórhýsi á lóð sinni.
í dag á hálfrar aldar afmæli eitt merkasta iðnaðar-,
verzlunar- og framleiðslufélag þessa lands, h.f. Völundur. —
Stofnendur voru um 40 og flestir úr trésmíðameistarastétt
bæjarins, en sú stétt hefur á undangenginni hálfri öld látið
mörg framfaramál til sín taka. -— Nú á fimmtugsafmælinu er
félagið að koma upp stórhýsi á lóð sinni við Skúlagötu.
H.f. Völundur var með fyrstu
hlutafélögum, sem stofnað var
hér á landi á hinum merku
tímamótum, er íslendingar
fengu innlendan ráðherra með
búsetu hér á landi og fjármála-
stjórnina í eigin hendur. Varð
það upphaf mesta framfara-
tímabils í sögu þjóðarinnar sem
kunnugt er.
Hlutafé fyrst í stað aðeins 12
þús. kr., er nú 250 þús. kr.
12000 ferálna lóð.
Völundur fékk mikla lóð
undir starfsemi sína af Bæjar-
sjóði við Klapparstíg undir
timburgeymsluhús, verksmiðju-
hús og skrifstofur og bryggja
var einnig reist niður undan
Klapparstígnum. Hún var lögð
niður, þegar höfnin var byggð
síðar. Félaginu var kleift að
ráðast í þessar framkvæmdir,
er hann hafði fengið mikið lán
til þeirra í íslandsbanka,
skömmu eftir stofnun hans.
Verkefnið.
Samkvæmt lögum félagsins
er tilgangur þess: Að vinna að
timbursmíði í verksmiðju í
Reykjavík og reka timbur-
verzlun. Verzla má jafnframt
með annað byggingarefni. Mik-
ilvægust til nýbreytni og hag-
sældar reyndist stofnun timb- j
urverksmiðjunnar. Nam inn-
flutningur á tilbúnum gluggum
og hurðum æ meiri upphæð-
um og var orðinn upp undir 2
millj. 1910 ,er verksmiðjan
var tekin til starfa af fullum
krafti og varð nú þróunin öll
í þá áttina, að framleiða slíkt
innan lands. Á fyrstu starfsár-
um annaðist félagið húsasmíði
og byggði m. a. tvö af merk-
ustu húsum borgarinnar, ís-
landsbanka (Útvegsbankann)
og Safnahúsið. Meðal annara
verkefna má nefna frá þessum
tíma húsgagna- og tunnusmíði.
Á síðari árum hefir eingöngu
verið unnið að: verkefnum fyr-
ir húsbyggjehdur.
Stjórn og fram-
kvæmdastjórn.
Stjóm félagsins sá í fyrstu
sjálf um framkvæmdir, en síð-
ar eða 1906 var hafður fram-
kvæmdastjóri og upp frá því,>
og gegndi fyrstur því starfi
Magnús Th. S. Blöndahl, er átt
hafði sæti í stjórninni, til 1909,
og um nokkur ár var Árni Jóns-
son, bókari félagsins, jafnframt
framkvæmdastjóri, en 1913
réðist Sveinn M. Svginsson, þá
21 árs, til félagsins, og var hann
1915 ráðinn framkvæmdastjóri,
og gegndi hann því starfi til
dauðadags. Síðan hefir sonur
hans, Haraldur, gegnt fram-
kvæmdastjórastarfinu. — NÚ-
verandi s,tjórn skipa: Frú Soff-
ía Haraldsdóttir. Haraldur
Sveinsson og Sveinn K. Sveins-
son verkfræðingur. — Endur-
skoðandi félagsins varð 1913
Lárus Fjeldsted hrl. og hefir
hann jafnan verið fram-
kvæmdastjórum og stjórn fé-
lagisns traust stoð við úrlausn
allra vandasamra mála.
Fyrstu stjórn
félagsins
skipuðu þeir Hjörtur Hjart-
arson, Magnús Th. S- Blondahl
og Sigvadli Bjarnason, til vara
Sveinn Jónsson og Guðmundúr
Jalcobsson. Sveinn varð aðal-
maður í stjórn 1906, og sat hann
svo óslitið í aðalstjórn til
dauðadags.
Fjárhagur
félagsins var með ýmsu móti
framan af, og lá við um skeið,
að hin miklu lán sem hvíldu á
félaginu, vrðu því ofviða. Þá
sögu er ekki hægt að rekja, en
um það leyti er Sveinn M.
Sveinsson réðst til félagisns fór
fjárahgurinn að rétta við og
var 1919 kominn á traustan
grundvöll og hefir verið það
síðan. •—- 1950 námu sjóðir fé-
lagsins kr. 1.055.0000.00.
Starfsfólk.
Engin tök eru á að nefna hér
nöfn allra þeirra manna, sem
reynst hafa félaginu stoðir
góðar á liðnum fimm áratug-
um, en eigi verður svo skilið
við hér, að eigi sé nefndir
nokkrir fastir starfsmenn, sem
lengi störfuðu vel og dyggilega
hjá félaginu eða starfa þar enn:
Ásbjörn Ólafsosn trésmiður, nú
93ja ára, sem varð afgreiðslu-
maður 1904 og starfaði óslitið
til 1946, Brynjólfur Jónsson
trésmiður, frá 1907, og stendur
enn við hefilbekkinn, Jóel Ól-
afsson, sem starfaði nær öll ár
félagsins hjá því eða til 1950,
er hann lézt, Jón Hafliðason
fulltrúi, sem starfað hefir hjá
því í 38 ár, og Andrés Berg-
mann gjal,dkeri, sem starfað
hefir hjá félaginu frá 1925.
Nýja stórhýsið
verður tveggja hæða. Búið
er að steypa grunnhæðina.
Grunnflötur þess er 500 ferm.
Verksmiðjan verður í þessu
húsi og öll framleiðsla, en á
efri hæð samsetningarsalir,
birgðageymslur o. s. frv.
Með stofnun Völundar h.f. var
stígið mikið framfaraspor og er
ánægjulegt að sjá hið nýja stór-
hýsi rísa af grunni á þessum
merku tímamótum í sögu fé-
lagisns.
Atvinnudeildin áréttar leiðbein-
ingar vegna kartöfluhniíðorma.
Búnaðardeild Atvinnudeildar
háskólans hefir sent Vísi
eftirfarandi leiðbeiningar um
varnir gegn kartöfluhnúðorm-
um.
Haustið 1953 fundust kar-
töfluhnúðormar á rótum kar-
töflugrasa allvíða í Reykjavík,
Hafnarfirði, Akranesi, Eyrar-
bakka, Stokkseyri, Vík í Mýr-
dal og Vestmannaeyjum. Fund-
ust ormarnir aðeins í gömlum
kartöflugörðum. Uppskeran
var mjög rýr þar sem mikið
var um ormana.
Leitað var í görðum víða um
land, t. d. á Suðurnesjum, í
Hveragerði, Selfoss, Þykkvabæ,
austur í Hornafirði, vestur í
Stykkishólmi, í Borgarnesi, á
Hvammstanga, Sauðárkróki,
Akureyri, Svalbarðsströnd,
Húsavík, Seyðisfirði, Reyðar-
firði, Eskifirði, Norðfirði og all-
yíða út um sveitir. En hnúð-
ormar virðast ekki hafa borist
til þeirra staða, sem betur fer.
Rannsóknum verður haldið á-
fram að sUmri. Nauðsynlegt er
að hefta útbréiðslu kartöflu-
hnúðorma ojg útrýma þeim síð-
an með ráðskiptum.
Hér skulu birt fyrirmæli og
reglur um varnir gegn út-
breiðslu kartöfluhnúðorma:
I. Fyrirmæli frá Landbúnað-
arráðuneytinu 19. sept. 1953
(útdráttur):
1. Bannað er að flytja kar-
töflur af hinu sýkta svæði, sem
nær frá( Mýrdalssandi um Suð-
ur- og Suðvesturland til ann-
arra landshluta.
2, Á hinu sýkta svæði. ér
bannað að geyma útsæði með
matarkartöflum í félags-
geymslum, án þess það sé ein-
angrað frá matarkartöfluúm.
Ef útsæði er geymt í slíkum |
geymslum, skal því komið fyrir
vandlega aðgreindu, enda sé
geymslustaður sótthreinsaður
áður en útsæðið er tekið til
geymslu, ef geymslan hefur áð-
ur verið notuð til geymslu kar-
taflna.
3. Menn eru alvarlega var-
aðir við að taka frá kartöflur
til útsæðis, sem ræktaðar hafa
verið á hinu sýkta svæði, nema
full vissa sé fyrir hendi um, að
kartöfluhnúðorma hafi ekki
orðið vart á þeim stað, þar sem
kartöflurnar hafa verið rækt-
aðar.
Búnaðardeild Atvinnudeildar
Háskólans var jafnframt falið
að gefa út reglur og leiðbein-
ingar um varnir gegn kartöflu-
hnúðermum. Búnaðardeildin
gaf út leiðarvísi s.l. haust — til
bráðabirgða — og nú í fi-am-
haldi af því eftirfarandi reglur
og leiðbeiningar:
1. Ekki má rækta kartöflur
í görðum þar sem kartöfluhnúð-
ormar hafa fundist, næstu 5 ár
eftir að hnúðorníanna ‘ hefur
orðið vart.
2. Ekki má notá til útsæðis
kartöflur úr görðum, þar sem
kartöfluhnúðorma hefur orðið
vart.
3. Ekki má flytja jurtir, með
rót, til gróðursetningar úr
hnúðormasýktum görðum, svo
sem káljurtir, skrautjurtir, tré
og runna.
4. Forðast ætti að rækta
kartöflur í piöntuuppeldisstöðv
um á hnúðormasvæðunum.
5. Ekki'má nota garðyrkjú-
verkfæri, sem notuð hafa verið
í sýktum görðum, nema þau
séu vandléga sótthreinsúð áður.
Skíðafélag Rvikur
40 ára á
Skíðafélag Reykjavikur var |
stofnað 26. febrúar fyrir réttum
40 árum og var fyrsta félagið á
Islandi, sem leggur stund á
skíðaíþróttina.
Það var fyrst og fremst L. H. i
Múller kaupmaður, sem barðist
fyrir félagsstofnuninni og var
hann formaður félagsins í rösk-
an aldarfjórðung.
Marlcmið félagsins hefir frá
öndverðu verið það að glæða
áhuga almennings fyrir skíða-
íþróttinni og stuðla að því að
sem flestir geti iðkað hana.
Hinsvegar hefir það ekki lagt
kapp á keppnisíþróttir.
Forystumenn Skíðafélagsins
hafa farið ýmsar langferðir á
skíðum m. a. yfir Sprengisand,
Hofsjökul og um Vatnajökul.
Eitt stærsta framtak félagsins
var að reisa Skíðaskálann í
Hveradölum, hið myndarleg-
asta hús og ágætasta í alla
staði. Hugmyndin er að koma
þar upp sundlaug í framtíðinni
og er búið að teikr.a hana og
fyrirkomulag allt í sambandi
við hana.
Á tímabili stóð Skíðafélagið
fyrir allmörgum meiri háttar
skíðamótum, aðallega á árun-
um 1937—1943.
Félagar í Skígafélaginu hafa
jafnan verið 5-—6 hundruð tals-
ins og heldur félagið uppi stöð-
ugum ferðum héðan úr bæn-
um og upp í skíðalöndin við
Skíðaskálann, þegar um snjó
og skíðafæri er að ræða.
Formenn félagsins hafa, auk
L. H. Múllers, verið þeir Krist-
ján Ó. Skagfjörð stórkaupm.
og Stefán G. Björnsson skrif-
stofustjéri.
Á laugardagskvöldið efnir
félagið til afmælishófs í Sjálf-
stæðisbúsinu.
Heimsfrægar söng-
konur skemmta
hér.
til landsins
Munnhörputríóið.
lenzkt lag, fóru þær fram á að
fá nótur af íslenzkum lögum
send til Englands, var það gert,
og völdu þær eitt lag, er þær
munu syngja. •
Ráðningarskrifstofa skemmti
krafta sér um komu Tanner
systra hingað og gerði skrif-
stofan samning við hið nýstofn -
aða munnhörputríó um að koma
fram á hljómleikunum með
Tanner systrum, en það er að
margra áliti sagt vera bezta ís-
lenzka skemmtiatriðið, sem
fram hefur komið í langan tíma.
Bæjarráð Hafnar-
fjarðar afsakar sig.
Vísir hefir verið beðinn að
birta eftirfarandi:
Á fundi bæjarráðs Hafnar-
fjarðar þann 22. febr. s. 1., var
lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Út af skrifum í dagblöðun-
um Vísi og Morgunblaðinu und-
anfarið um kosningu varabæj-
arstjóra í Hafnarfirði og ráðn-
ingu á meðframkvæmdarstjóra
við Bæjarútgerð Hafnarfjarðar,
vill bæjarráð fela bæjarstjóra
að senda þessum blöðum til
1 birtingar eftirfarandi:
| Að varabæjarstjóri hefir
jafnan verið kosinn um leið og
kosning bæjarstjóra hefur far-
Hingað til landsins munu jg fram, Hefur sú regla gilt alla
koma eftir helgina hinar kunnu tíð frá því árið 1914 Sérstök
ensku söngkonur Tannersyst- .eiðsla hefur aldr< verið m
ur . Munu þær koma fram a _ „ .
hljómleikum, þar sem hljóm- varabæjarstjora fynr starf
sveit Kristáns Kristjánssonar ^ans.
mun aðstoða þær. I Ennfremur að útgerðarráð
Tanner systur eru kunnustu bæjamtgerðar Hafnarfjarðar
dægurlagasöngkonur Evrópa, réði fulltrúa á skrifstofu út-
þær hafa komið fram á öllum* 1 2 3 gerðarinnar árið 1942 til að-
kunnustu stöðum í Englandi, stoðar framkvæmdarstjóra
en þaðan eru þæi, og jafnframt kennar> 0g endurnýjaði síðar
hafa þær skemmt í Evropu. m. „ . , , , , . , e ,,
, , , , T, , ,. fyrn samþykkt sma, er sa full-
a. oft í utvarp fra Hollandi, , ,. „ .
París og víðar. Itrui sagðl upp starfl með raðn-
Þær hafa sungið imvá fjólda inSu nýs fuBtrúa um nokkurn
hljómplatna og er nýjasta plat- I tíma. Voru þessar ráðningar
an þeirra „The Creep“, sú plat- samþykktar þá í einu hljóði í
an, sem mest selzt í Englar.di | Útgerðarráði. Bæjarráð telur,
um þessar mundir, hefur liún að þar sem útgerðin nú hefur
selzt í hundruðum þúsunda ein- verið aukin og hj’ggst á enn'
faHa' frekari framkvæmdir, þá. hafi
A hljómleikuhum hér munu verið fuU na.uðsyn á> að fram_
þæf Vðentahlega sýngja eut is- . , ,., . '
kvæmdarstjorarmr yrðu tvexr,
þar sem enginn fulltrúi starfi
nú við Bæjarútgerðina og sé
j starfið of umfangsmikið einum
* s > manni, þótt þekktur dugnaðar-
i maður hafi verið framkvæmd-
í V< arstjóri frá upphafi."
Meiri hluti bæjarráðs, Óskar
Jónsson og Kristján Andrésson,
lýstu sig samþykka tillögunni.
Helgi S. Guðmundsson bæjar-
ráðsmaður, kvað fyrri hluta til-
lögunnar réttan, en taldi' sig1
ekki nægilega kunnugan um
skipun á framkvæmdastjórn
Bæjarútgerðarinnar, til þess að
geta tekið afstöðu til síðari
hlúta tillögunnár, og áleit það