Vísir - 17.03.1954, Qupperneq 3
v t s r r
Miðvikudaginn 17. marz 1954
&
Þér getið Brvegið þvottinn sjáBfir
Þér getið fengið þvottinn þveginn
samdægurs eða næsta dag.
Þér gefið fengið þvottinn strokinn
og frágenginn að fullu. j
SNORRALAUG
Sími 7005
Hrein trú og kenning.
A vígsludegi lofum vér, sem
hlotið höfum prestvígslu því
hátíðlega að boða Guðs orð
hreint og ómengað mönnunum
til sáluhjálpar.
í helgisiðabók íslenzku þjóð-
kirkjunnar frá árinu 1934
(handbók presta), sem er í gildi,
er þessi kafli nr. 8:
Vígsluheiti og vísgla: Að
lokinni vígsluræðu sinni ávarp-
ar biskup kandidatinn (kandi-
datana) á þessa leið: Nú brýni
eg alvarlega fyrir þér (yður)
að prédika Guðs orð hreint og
ómengað, eins og það er að finna
í hinum spámannlegu og post-
ullegu ritum, og í anda vorrar
evangelisku lúthersku kirkju.
Fyrir kirkjunnar hönd spyr eg
þig, hvort þú lofir því af
einlægu hjarta, að gjöra þetta
eftir því, sem Guð veitir þér
náð til. Kandidatinn svarar:'Já.
Þá segir biskupinn: Gef þú
mér og þessum bræðrum hönd
þína því til staðfestu.
Þá réttir kandidatinn hönd
sina fyrst biskupinum og síðan
vígsluvottunum, því næst
krýpur hann o. s. frv. I
Tilefni þessa greinarkorns
er það, að los og stefnuleysi
virðist óneitanlega vera innan
kirkju vorrar, hvaða boðskap |
megi kenna og deilt er um, hvað
sé rétt kenning.
Söfnuðum víðast hvar á landi
voru virðist liggja í léttu rúmi,
hvort presturinn heldur þessa
hátíðlegu vígslujátningu (fyrr-
um vígsluéið) eða ekki. Af þeim
sökum er losið og festuleysið
innan kirkju vorrar í ýmsum
efnum jafn mikið og raun ber
vitni. Glundroðinn og stefnu-
leysið er áberandi. Mest er nú
miðað við trúmálaflokka.
Það er leitt að verða að við-
urkenna, að fólk virðist yfir- '
leitt alls ekki gera greinarmun
á hreinum kristilegum boðskap
og kenningu, sem er óskyld
kristindómi.
Grundvöllur kristindómsins
er hinn krossfesti og upprisni
Frelsari og Drottinn Jesús
sem lof eða last. Sennilega hið
síðastnefnda.
Almennt mun fátt vera tekið
alvarlega nú á dögum, jafnvel
ekki boðskapur Orðsins sem
flutt er. Þjóðlífið og líf vort
sjálfra væri með öðrum blæ og
Kristur oss syndugum mönnum
til heilla og sálubóta. Þar birt-
ist opinberun Guðs í Jesú Kristi.
Feli prédikun þetta ekki í sér
á hún ekkert erindi í kirkju og
er ókirkjuleg. Þetta verða jafnt
prestar og söfnuðir að skilja
og hafa jafnan hugfast. Einnig
á trú og breytni vitanlega að
fylgjast að í lífi voru, þótt allir
verði að játa - vanmátt sinn í
þeim efnum.
Hægar er að kenna heilræðin
en halda þau.
Ýmsir virðast ekki taka
prestsstarfið alvarlega. Fyrir
nokkurum dögum sagði maður
einn við mig eitthvað á þessa
leeið: Eg held að erfiðleikar
þínir í prestsstarfinu hafi mest
stafað af því, að þú hefir tekið
prestsskapinn alvarlega. Þú
átt að prédika það, sem fólkið
vill hevra! — Ekki vissi eg í
fyrstunni. hvort. eg ætti að taka
ho<-"' er-ð af vörum mannsins
heilsteyptara, ef boðskapur
Jesú Kris-s næði að bera meiri
sýnilega ávexti í lífi vor allra,
því vitanlega er trúin dauð án
verkanna. Trúin á að birtast í
verki. Það segir Kristur sjálfur.
Lúther kirkjufaðir vor, sem
öðlaðist trúna eftir mikla bar-
áttu, taldi að dæma bæri sér-
hverja prédikun eftir því, hvort
hún ræki erindi Krists eða
ekki. Þungamiðjan væri Jesús
Kristur. Lúther var hálærður
guðfræðingur. Þurfa menn
ekki að vera í neinum sérstök-
um trúmálaflokki til þess að
skilja þetta. Þetta munu frjáls-
lyndir jafnt og íhaldssamir trú-
menn skilja, ef þannig má kom-
ast að orði. Og sama gildir þá
um aðrar trúmálastefnur. Boð-
skapur vor kirkjunnar manna
á að mótast af meiri festu. Hér
þarf fastlyndi, ákveðinn krist-
inn boðskap innan kirkju vorr-
ar. Það er því ekki sama hvaða
kenning er boðuð.
Stundum heyrist t. d. sagt:
Það er enginn munur á Búdda
og Kristi. Báðir miklir trúar-
bragðahöfundar.
Þessu eiga kristnir menn
ekki að láta ómótmælt. Jesús
Kristur er Frelsari mannanna.
Engin kenning er æðri kristin-
dóminum, ef hann er tekinn al-
varlega. Hitt er svo annað mál,
hve grátlega lítt vér menn er-
um kristnir í raun og sannleika
og veröldin skammt á veg kom-
in í andlegu tilliti þrátt fyrir
allar prédikanir og kristin-
dómsboðskap.
Eru ekki sjálfselskan og eigin
girnin því miður ríkasti þátt-
urinn í fari voru? Hver er sá
vor á meðal, að hann breyti
eftir þessu boði Krists, að elska
náungánn eins og sjálfan sig.
Gera stjórnmálamennirnir það?
Ekki sýna blöðin það fyrir
kosningar eða stjórnmálaræð-
urnar. Gerum vér það, sem
berum kristið heiti? Ekki ber
mannfélag vort þess almennt
vottinn. Þannig má lengi spyrja
og freista að svara.
Nei, mannheimur væri ekki
eins á vegi staddur andlega og
efnislega, ef kærleikur Krists
sæti. í fyrirrúmi. Og vitanlega
væru allar prédikanir óþarfar,
ef vér breyttum eftir boðum
Krists um að elska hvert annað
óeigingjarnri elsku. Þá sýnd-
um vér kristna prédikun bezt
i verki. Því í raun og veru er-
um vér allir prestar.
Hygg eg óþarfi að hafa þetta
mál lengra. Lesendur geta hug-
leitt þessi orð mín og spurt
prestinn sinn, ef þeir eru í vafa,
hvort þetta séu öfgar hjá mér
um hreina trú og kenning.
Raunar er bezta og sannasta
prédikunin sú, að sýna trú sína
í verkunum og uppíylla þannig
boðorð Krists. Slíkt gerir
prestsstárfið léttbærara.
Ragnar Benediktsson.
Stálvaskur
í stálbörði með rennihurðum
hentugur fyrir verzlanir
eða vinnustaði. Til sýms og
sölu Kvisthaga 12 kl. 8—6
e. h. >
þéttigúmmí fyrir alla bíla,
litla og stóra. Einnig til-
heyrandi lím.
Pedalgúmmí fyrir flesta
bíla.
Gúmmímottur, sniðnar og
ósniðnar, fyrir flesta
\ bíla.
ORKA H.F
Laugavegi 166.
amP€R
Raflagnir -r ViðgerSir
Raftcikningar
Þingholtsstræti 21.
Simi 81 556.
EGGERT CLAESSEN
GÚSTAF A. SVEINSSON
hœstaréttarlögmenn
AHskonar lögfræðistörf.
Fasteignasala.
Templarasundi 1
(Þórshamar)
Pappírspokagerðin h.f.
i Vitastig 3 AllsJc.pappirspokarl
Þúsundir vita að gæfan fylgir
hringunum frá
SIGURÞÓR, Hafnarstræti 4.
Margar gerðir fyrirliggjandi.
Vogabóar
Munið, ef þér þurfið
að auglýsa, að tekið er
á móti smáauglýsingum
í Vísi í
i >
Verzlun ArmaJ.
Sigurðssonar,
Langholtsvegi 174
Smáauglýsingar Vísis
eru ódýrastar og
fljótvirkastar.
M.s. Dronning
Alexandrine
fer frá Kaupmannahöfn 18.
marz til Færeyja og Reykja-
víkur. Flutningur óskast til-
kynntur sem fyrst til skrif-
stofu Sameinaða í Kaupmanna-
höfn.
Skipaafgreiðsla Jes Zimsen
- Erlendur Pétursson -
Stulka
óskast til eldhússtarfa
strax.
Wegu-
Skólavörðustíg 3,
Uppl. í síma 2423.
Bólstruð húsgögn
Nýkomin sófasett, armstólar, svefnsófar.
Fjölbreytt úrval. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. J
Húsgagnaverzlun
Guðmundar Guðmundssonar
• Laugavegi 166.
l'ÝÝ J| ' . 'MiPBRj
Unrfanfarið, heíur Pí-r< þáfi 12. varið ir.jög veikur og vart hugað Iíf. Fjöldi manns hefur beðið
fyrii- Jtonum, eg hév á myndinni færir rómversk kona kirkju sinni þakkarkerti vegna páfa,
sem sagður ’cr á batavegi.