Vísir - 22.03.1954, Blaðsíða 1

Vísir - 22.03.1954, Blaðsíða 1
44. árg. Mánudaginn 22. marz 1954. 66. tbl- konu með hníf. A.anea~sskÍB’ herwaaenwa tehanir, er haísmnsas&hn v>mvr ajerð á fyrrinátt. Lögreglan hér í Reykjavík hafði ýmsu að sinna um helg- ina og m. a. var hún kvödd hér að húsi einu vegna manns sem ráðizt hafði að konu með hníf að vopni. Þessi árás mannsins mis- heppnaðist þó af einhverjum stæðum, því að í stað þess að særa konuna særðist hann sjálf- úr á hendi. Þarna var um utan- bæjarmann að ræða og handtók lögreglan hann. Húsrannsókn. í fyrrinótt gerði lögreglan húsrannsókn í húsi einu í Vest- urbænum, en lögreglan hafði húsráðanda grunaðan um að leigja amerískum hermönnum húsakynni um nætursakir. Við þessa rannsókn fundust nokk- urir amerískir hermenn í her- bergjum hússins, ásamt fritlum þeirra og voru þau öll flutt á lögreglustöðina. Handalögmál. Á laugardagskvöldið var lög- reglan beðin um aðstoð vegna ölvaðs manns, sem ráðist hafði að íbúðarskála í braggahverfi einu með alls konar óspektum, rúðubroti o. fl. Nokkru seinna um kvöldið eða nóttina komu tveir menn inn á lögreglustöðina og kváð- ust hafa orðið fyrir líkamsárás tveggja manna 1 Austurstræti. Lögreglumenn leituðu árásar- mannanna en fundu ekki. Tveir menn voru teknir fyr- ir slagsmál þá um nóttina í Austurstræti. Stuldur á bíl og úr bíl. í gærmorgun snemma hand- tók lögreglan tvo menn, sem voru að snuðra utan í bifreið- um við götu eina hér í bænum. Lék grunur á að þeir væru að hnupla úr þeim lausum mun- um. Mennirnir voru handtekn- ir og mál þeirra fengið rann- sóknarlögreglunni til meðferð- ar. í gærmorgun barst lögrögl- unni einnig tilkynning um að jeppabílnum X-685 hafi verið stolið, þar sem hann stóð fyrir utan málningaverksmiðjuna etir bílnum í hádegisútvarpinu Hörpu við Skúlagötu. Lýst vai bíllinn inn við Hálogaland, lít- í gær en um svipað leyti fannst ið eða ekkert skemmdur. Telpa týnist. Óttast var í gærkveldi um 6 ára gamla telpu, sem horfið hafði heimanað frá sér, Njáls- götu 18, í gær og var lýst eftir henni í Ríkisútvarpinu seint i gærkveldi. En þá barst tilkynn- ing um að hún hefði dvalizt i húsi einu og gleymt sér þar. 20 íslenzkum kennur- um boðið til dvalar í Danmörku. Liður í gagnkvæmum heimsóknum íslenzkra og danskra Norræna félagið « Danmörku og dönsk kennarasamtök hafa boðið 20 íslenzkum kennurum við barna- o" gagnfræðaskólá- síigið, til náms og kynnisdvalar í sumar. Frú Bodil Begtrup, sendi- herra Dana, flutti hinum is- lenzku samtökum boðið, en þetta er liður í gagnkvæmum heimsóknum danskra og ís- lenzkra kennara, sem upp voru íeknar árið 1951 fyrir forgöngu Diesdvél sett i „Stgríði." Nýlega er lokið við að setja Dieselvél í línuveiðarann „Sigríði“, ,en áður var gufuvél í skipinu. Hefir farið fram gagngerð breying á skipinu, og hefir Keilir h. f. annazt framkvæmd- ir. Dieselvélin, sem sett var í skipið, var áður í „Laxfossi“, en eftir að hún var tekin úr honum, var hún endurnýjuð. kennara. Dana. Gert er ráð fyrir, að hinir íslenzku kennarar dvelj- ist ytra í 3 vikur eða rúmlega það. Lagt verður áf stað héðan með Gullfossi hinn. 7. ágúst n.k. og komið heim um miðjan sept. Þeir kennarar, sem hug hafa á að fara ferð þessa, sendi um- sóknir sínar hið allra fyrsta, og helzt fyrir 1. maí, til fræðslu- málaskrifstofunnar. Þetta er í þriðja sinn, sem Danir bjóða íslenzkum kenmir- um til dvalar, en hingað hafa aanskir kennarar komið einu sinni, en Danir lögðu á það áherzlu, að eðlilegt væri, að þeir byðu tveim hópum á móti hverjum einum, sem íslenzkir kennarar taka á móti, enda renna fleiri stoðir undir samtök þeirra en íslenzkra kennara Heimsóknir þessar hafa tekizt mjög vel, og hefur íslenzkum kennurum gefizt kostur á að kynna sér skólamál Dana, bæði í Kaupmannahöfn og úti á landi, en þar hafa þeir dvalið á heimilum stéttarbræðra sinna. KONRAD ADENAUER, kanzlari Vestur-Þýzkalands. Vlðræður I Ankara. Heimsákn dr. Aden- auers lauk í gær. Adenauer kanzlari V.-Þýzka lands hefur rætt við forseta Tyrklands og forsætisráðherra og aðra ráðherra um varna- mál og viðskipti. Sameiginleg yfirlýsing var birt að loknum viðræðunum. Einhugi ríkti um, að friðelsk- andi þjóðum væri nauðsyn að hafa samstarf sín í milli til varnar. Þá varð samkomulag um, að V.-Þ. keypti meira af afurðum Tyrkja. Dr. Adenauer hefur boðið forsætisráðherra og utanríkis- ráðherra Tyrklánds í heimsókn til V.-Þýzkalands. Magasprimginn maður sóttur í fiugvél. Ursiitaátök m Oienbienfu hefjast þá og þegar. Horfur í Endókíua t Eisenhower ræddi í fyrradag við ýmsa helztu ráðunauta sína um Indó-kína. Þeirra meðal var Dulles ut- anríkisráðherra, Wilson land- varnaráðherra og Radford, yf- irmaður hins sameinaða herfor- ingjaráðs. Engin tilkynning var birt að loknum fundinum. Elý, yfirmaður franska her- foringjaráðsins er í Washing- ton. Hann sagði í fyrradag, að uppreistarmenn hefðu beðið feikna tjón við Dienbienfu, og mundu þeir ekki þola slíkt tjón Iengi og yki það sigurvonir Frakka. Franskar sprengjuflugvélar hafa gert hverja sprengjuárás- ina af annarri á fallbyssustæði uppreistarmanna í hæðadrögun um utan Dienbienfu og eyði- lagt mörg þeirra, en samt heur uppreistarmönnum tekizt að færa fallbyssur enn nær varn- arstöðvum Frakka. Frakkar halda áfram að flytja fallhlífalið til bæjarins og birgðir, m. a. hefur verið varpað niður miklu af gadda- vír til þess að treysta varnar- girðingar, en koftar eru notaðir til að flytja þirt særða menn. Síðari fregnir herma, að uppréistarmenn grafi sér skotgrafir í aðeins 3— 400 metra fjarlægð frá yztu varnargirðingu Frakka, en meg inherinn sé í 2—3 km. fjarlægð. Talsmaður Frakka sagði í gær, að augljóst sé, að uppreistar- mönnum hafi komið óvænt hve ■æddar í WasEtingtons. varnirnar eru sterkar. -—• Þess vegna hafi þeir ekki getað hald ið uppi lotulausri sókn, bæði vegna manntjóns og ótta við að hafa ekki næg skotfæri. Þó er búizt við, að þeir tefli fram fót- gönguliði sínu til stóráhlaupa þá og þegar, þar sem það yrði þeim hnekkir bæði hernaðar- lega og stjórnmálalega, ef þeim. misheppnaðist að taka borgina herskildi. Hver var orsök Kémetusfyssiiis? Þrír hreyflar úr Cometflug- vélinni, sem -hrapaði í sjó niður við Elbu í janúar, og nýlega náðust upp af sjávarbotni, hafa nú verið fluttir til London. Hafa sérfræðingar þegar haf- ið athuganir sínar. í einn hreyf- ilinn vantar stykki (turbine- disc) og verður reynt að kom- ast að raun um hvort það hafi vantað og það orsakað slysið eða hvort það hafi hrokkið úr, er slysið varð, en sprenging varð í vélinni og hrapaði hún í björtu báli. Fjórði og seinasti hreyfillinn hefur nú náðst og verður hann einnig sendur til London til athugunar. © Ríkisstjórnir Egyptalands og Sovét-Rússlands Eiafa kom- ið sér saman um, að sendi- herrar þeirra í Moskvu og Kairo skuli hafa ambassa- dor-titil. í gær var hættulega veikur maður sóttur í flugvél austur á Beruf jörð. Eftir hádegi í gær barst beiðni frá Berunesi við Beru- fjörð um að send yrði flugvél þangað eftir manni með sprunginn maga. Þurfti hann að komast tafarlaust í sjúkrahús. Catalinaflugbáturinn Ský- faxi frá Flugfélagi íslands lagði af stað héðan um kl. 2 e. h. í gær og lenti á Berufirði kl. 4. Þar var bátur til taks að flytja manninn um borð í flugvélina, sem hóf sig samstundis til flugs og lenti hér kl. 6.20. Þar var sjúkrabiíl tilbúinn, sem flutti manninn í sjúkrahús. Ferð Ský- faxa fram og aftur tók 4 klst. og 5 mínútur. Flugstjóri var Sverr ir Jónsson. Uggvænlegar horfur í ísrael og Arabalöndum. Liðsafnaftur í Israel? — líonungsheimsókn og sprenging í Kairo. Cblang Kaishek endurkiörinn forseti. Chiang Kai-shek Siefur verið endurkjörinn forseti hins þjóð- crnissinnaða Kína. Kosningin fór fram á Form- ósu. í fyrstu umferð fékk hann eklti hreinan meiri hluta, en hann náði kosningu í annari umferð. Horfur eru versnandi í sam- búð ísraels og Arabaríkjanna. Heimsókn Saud konungs er talin munu styrkja samstarf Arabaþjóðanna. Fulltrúar 7 Arabaríkja hafa farið á fund Dag Hammar- skjölds, frkvstj. Sameinuðu þjóðanna, og varað við afleið- ingum þess, að ísrael hafi auk- ið að miklum mun herafla sinn á landamærunum. Er hér um að ræða fjögur ríki, sem liggja að ísrael og 3 önnur. — Af hálfu ísraelsstjórn ar hefur verið lýst yfir, að þess ar ásakanir hafi ekki við neitt að styðjast og sé tilgangurinn að leiða athyglina frá árás hins vopnaða Arabaflokks í vikunni sem leið, er 11 Gyðingar voru drepnir. Sprengingar í Kairó. Nokkrar sprengjur sprungu á ýmsum stöðum í Kairó aðfara- nótt laugardags, eða í það mund mund er Saud konungur í Saudi-Arabíu kom til Kairó í opinbera heimsókn. Ekkert telj andi tjón hlauzt af, en nokkurn ugg vakti þetta. Byltingarráð- ið kom saman á fund á laugar- dagskvöld. Viðræður Sauds og Naguibs. Kunnugt er, að þeir Saud kon ungur og Naguib ræddust við um varnir Arabaríkjanna og önnur mál, er Arabaríkin láta sig miklu varða. Mikil hersýning var haldin í Kairó til heiðurs Saud konungi. Kannaði hann egypzkar her- sveitir þar meðan þrýstilofts- flugvélar flugu yfir borginni. Saud konungur hefur lýst yf- ir, að viðhorf og stefna hans í utanríkismálum, að því er varð ar samstarf arabísku þjóðanna, sé hin sama og egypsku stjórn- arínnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.