Vísir - 22.03.1954, Blaðsíða 4

Vísir - 22.03.1954, Blaðsíða 4
4 VISIB Mánudaginn 22. marz 1954. D A G B L A Ð ÍM!.3IlI Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Wi® Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Norræn samvmna. Svo er að sjá sem Dönum gangi illa að gleyma því, að Islend- ingar notuðu sér ótvíræðan samningsrétt 1944 og slitu sambandinu við þá. Þótti þeim ómaklega að sér vegið, eins og á stóð, eftir fimmhundruð ára sambúð. Er nú ekki sparað hnútu- kastið í dönskum blöðum út af þeim atburði í sambandi við handritamálið. Virðist sá sársauki standa djúpt, að þeim tókst ekki að halda yfirráðum hér á landi í einhverri mynd. Margra alda húsbóndaréttur lifir vafalaust lengi enn í meðvitund dönsku þjóðarinnar. Á slíkt eru menn jafnan langminnugir. íslendingar eru líka langminnugir á sambúðina, þótt þeir hafi reynt síðustu þrjátíu og fimm árin að gleyma þeim sárs- auka, sem brunnið hefur í blóði kynslóðanna eftir óstjórn og skilningsleysi. Og ennþá hljóma í eyrum þeirra sem fulltíða eru orð skáldsins: „Fátt er frá Dönum, sem gæfan oss gaf —“ ís- lendingar hafa þó e ' i á síðari árum látið gamlar væringar móta framkomu sína gagnvart dönsku þjóðinni, þótt þeir hafi staðið fast á rétti sínum um fullkomið þjóðfrelsi. Það kemur því úr hörðustu átt er dönsk blöð eru nú með dylgjur og hnútukast út af atburðunum 1944 og reyna að draga hær deilur inn í umræðurnar um handritin í því skyni að finna afsökun fyrrr því, að synjað er nú um afhending þeirra. Verður varla sagt að hátt sé risið á norrænni samvinnu af hendi Dana í þessu efni, er valdamenn þeirra lýsa nú yfir, að þeir hafi ekkert við íslenzku þjóðina frekar að tala varðandi handritin. Á síðari árum hefur norræn samvinna verið lofuð í háum tónum. Mót eru haldin mörg á ári, ótal nefndir eru starfandi í :ýmsum málum og jafnvel norrænt þing er haldið árlega, til iþess að efla hina fjölþættu samvinnu norrænu bræðraþjóðanna. En fyrst þegar verulega reynir á þessa samvinnu, fyrst þegar viðsýni og skilnings er þörf í viðkvæmu máli, þá geta fáir glaðst yfir því hversu norræn samvinna stóðst prófraunina. Danir bera það nú aðallega fyrir sig, að við eigum ekki lagalegan rétt til handritanna. Slíkt hefur ekki 'verið sann- prófað og er því að svo komnu máli léttvæg i'ök. íslendingar hafa jafnan haldið því fram, að réttur þeirra byggist á miklu sterkari rökum. Handritin eru andleg arfleifð þeirra, helguð þeim með sögulegum og siðferðilegum rétti, sem enginn getur af þeim tekið. mwm Áfengisiögin og ne&ri deild. TVTefndarálit allsherjarnefndar neðri deildar kemur til umræðu í þinginu á morgun. Mikilvægasta breytingin sem nefndin gerir tillögu um, er lækkun á áfengismagninu, sem samkv. j Jögúnum telst ekki áfengi. Efri deild samþykkti, að hver sá J vekvi -sem ■ í-er meira ,-e© ■■£%>%>, af vínanda að þunga, skuli teljast áfengi. Þetta samsvarar 4Y«% af vínanda að rúmmáli.1 Samkvæmt gildandi lögum telst sá vökvi áfengi .sem í er meira en 2 %% 'af vínanda áð rúmrháli. Var -því almennt taiið að brugga mætti hér áfengan bjór ef samþykkt efri deildar næði staðfestingu. Mörgum þykir farið: aftan að siðunum, að kalla þann vökya óáfengan í lögum,. sem áfengur er í reynd- ihni, án tillits tií þess ihvort-memr vilja. láta brugga hér áfengt öl eða ekkí. Éf meirihluti gr -fyrir því á Álþingi, að slík bruggun sé leyfð, þá er eðlilegast að ákvæði um það sé sett inn, í lögin. Önnur megin bfeyting sem lagt er til í neðri deiid að gerð verði, er'su, að aftur er tekið upp í frumvarpið ákvæðið um áfengisvarnarráð. Áfengisvarnarnefndir eru nú víðsvegar um land en enginn aðili er nú sem samræmir störf þeirra eða fylgist með þeim. Virðist því eðlilegt og sjálfsagt að einhver aðili í landinu samræmi bindindisstörfin, sem er stofnað af opinberri hálfu, ef nokkur alvara fylgir þessum ráðstöfunum. Erfitt er aíí spá hvernig frumvarpinu reiðir.af í neðri deiid, en almennt er talið að tillogur nefndariiuiar ntúiiii 'íf aðáláttrið-r um túlka vilja meiri hluta deildarinnar. Áfengismálið er ekki pólitískt mál í þinginu og fer því atkvæðagreiðslan líttð eftir flokksiegum skoðunum. Tþróttasvæði Reykvíkinga í Laugardalnum er óðum að fá á sig nokkra mynd, og eru bæjarbúar vafalaust áhuga- samir um þær framkvæmdir, og vilja vita hvað þar er að gerast, og hvernig starfinu mið- ar áfram. Laugardalsnefndin, sem sér um allar framkvæmdir, hefir unnið þar mikið og gott starf, og hefir Reykjavíkurbær og ríkið stutt framgang málsins á allan hátt, þannig að skapast geti hið fyrsta glæsilegir möguleikar til allra helztu íþróttaiðkana, í umhverfi, sem rúmað geti allt frá helmingi upp í tvo þriðju hluta bæjarbúa sem áhorfendur á svæðinu, miðað við það sem nú -er. Er engin höfuðborg Norðurlanda, og þótt víðar sé leitað, jafn vel sett þegar þar að kemur. Fram- lag ríkisins eru 40%, er greið- ist úr íþróttasjóði. Formaður framkvæmdanefndarinnar er Jóhann Hafstein alþm. Ráðu- nautur og einn meðlima nefnd- arinnar er Þorsteinn Einárssoh Iþróttafulltrúi er hefir unnið mikið í þessu máli, en arkitekt nefndarinnar er Gísli Halldórs- son, og hefi eg fengið hjá hon- um nokkrar helztu upplýsing- ar um það, sem verið er að gera, og áformað er á næstunni. • ITTtyrsti áfanginn er íþróttaleik- vangur mikill, eða knatt- spyrnuvöllur, sem er að stærð 70X100 metrar. Verður það grasvöllur. Meðfram honum eru hlaupabrautir, en eftir endi- löngu gróf fyrir kvikmynda- tökumenn og ýmsa starfsmenn, er fylgjast með því, sem fram fer. í þessum fyrsta áfanga, sem lokið verður í surnar, verða áhorfendasvæði fyrir tólf þús- und manns, þar af fjögur þús-j und í sætum, er síðar stækkar upp í átta þúsund sæti yfir- byggð, en fullgert á þetta svæði að rúma þrjátíu þúsund manns sem áhorfendur. • T Tndir áhorfendastúku eru ^ taúningsherbergi íþrótta- mánna og staffsmanna vallár- ins. Þar verður og aðstaða fyrir íþróttalækni, nudd og ljósböð. ásamt símaafgfeiðslu og út- varpsþjónustu. Annars verður tuttugu og fimm fréttamönnum séð fyrir rúmgóðu afgirtu ,,glerhúsi“ í sambandi við sjálfa áhorfendastúkuna, þar som þeir geta fylgzt vel með öllu, sém fram fer, og haft béint síma- samband þaðan við skrifstöf- ur sínar. Vert er að.geta þess, að undir áhorfendastúkunni kemur yfir- byggð hlaupabraut, áttatíu metra löng, og með henni sköp- uð aðstaða, sem er mjög óvíða erlendis, og til fyrirmyndar. Kostnaður við fyrsta áfang- ann, sem að framan getur, er áætlaður átta og hálf milljón króna. ' ’ : fyrir allar útiíþróttir, en norð- ur af honum kemur aðal úti- baðstaður Reykvíkinga. Er ætlunin að þar verði þrjár sundlaugar, en sú stærsta þeirra 25X50 metrar að stærð. Auk þess verður vaðlaug fyrir börn og sérstök dýfingalaug fyrir íþróttamenn. Ætlunin er að byrja á þess- um áfanga framkvæmdanna nú í sumar, og þá fyrst á almenn- ingslauginni. Áhorfendasvæði á þessum stað er áætlað 2000 manns í sæti. Þ riðji áfangi framkvæmdanna í Laugardal, er útileiksvið, sem byggt mun verða inn undir jarðhalla, skammt frá þvotta- laugunum. Ráðgert er að þar | verði sæti fyrir allt að fimm þúsundir áhorfenda. Auk alls þess, sem að framan greinir, j verða auðvitað rúmgóð bíl - stæði, gróðurlundir eins og vera ber þar sem hitasvæðin eru við hendina, auk margvís- legra þæginda fyrir þá, sevn íþróttasvæðin sækja, og borg- arana almennt. — Búast ma við því, að gamli íþróttavöllur- inn á Melunum verði þó enn | um skeið í notkun, a. m. k. með- án æfingasvæðin í Laugardal eru ókomin. Ffölbreytt íþróttastarf- semi K.R. í 55 ár. E.Ó.P. hefir verið formaður félagsins í 20 ár: T^|Fæst utan við aðalleikvang- ~ inn verða svo. æfingasvæðr I dag minnist KR 55 ára af- mælis síns með hófi í Sjálf- stæðisliúsinu. Félagið er stofnað 1899 af Pétri Á. Jónssyni óperusöngv- ara og Þorsteini bróðir hans, sem nú er látinn, en Þorsteinn varð fyrsti formaður félagsins. Var félagið fyrst nefnt Fót- boltafélag Reykjavíkur, en síð- ar var nafninu breytt í Knatt- spyrnufélag Reykjavíkur. Fyrsti knattspyrnukappleikurinn sem háður var hér á landi fór fram árið 1899 og voru bræðurnir Pétur Jónsson og Þorsteinn fyr- irliðar og sigraði lið Péturs, en fyrsta meistaramót íslands í knattspyrnu fór fram 1912 og varð KR fyrsti íslandsmeistar- inn eftir harða viðUreign við Vestmannaeyinga og' Fram. Árið 1923 er eitt -merkasta ár í sögu félagsins. Það ár var tek- in upp sú stefna fyrir frum- kvæði Kristjáns Gestssonar, að gera félagið að alhliða íþrótta- félagi, og hefur það æ síðan haft með höndum fjölbreytta og öfluga íþróttastarfsemi. Á þess- um árum og síðar var Kristján Gestsson formaður KR og tók hann þátt í flestum íþrótta- greinum. Guðmundur Ólafsson var þjálfari félagsins í knatt- spyrnu. Árið l929 keypti félagið Sam- komuhúsið Bárubúð við Von- arstræti og’ var það síðan íþróttahús KR, en eftir' síðastá stríð kéypti bærinn ' húsið ‘og lóðina, en sú sala varð fjár- hagsleg undirstaða fyrir hinum miklu framkvæmdum féiags- ins í Kapláskjóli, þar sem það hefur nú reist1 mýniiarlégt fé- lagsheimili og leikvang. Árið 1947 var enn stigið merkilegt spor í sögu félagsins, en þá var fyrir forgöngu nú- verandi formanns, Erlendar O. Péturssonar, gerð breyting á skipulagi KR, þannig að félag- inu var skipt í deildir, sem hver um sig hefur sérstaka stjórn, og eru nú starfandi inn- an félagsins fimleikadeild, frjálsíþróttadeild, glímudeild, handknattleiksdeilpl, hnefa- leikadpild,, ,,;i knat.tspyrnudeild]’ skiðadeild og sunddeild. Á liðnum árum hefur KR unnið marga íþróttasigra, þann ig hefir það orðið íslandsmeist- ari í knattspyrnu 14 sinnum og 15 ár í röð bar það titilinn „bezta íþróttafélag landsins" á meðan um þann titil var keppt á allsherjarmóti ÍSÍ. í öllum þróttagreinum hefur er EÓP, hiii'i vinsæli og athafnasami formaður K.R. í tvo áratugi. 1 ’.R ávallt staðið frjámarlega pg er nú t. d. áUtið að félagið eigi bezta fimleikaflokk landsins.' Á erlendum vettvangi hefur félagið háð fjölda keppni og haldið margar sýningar, og m. a. eignast Evrópumeistara í frj aisum; íþróttum þrisvar sinn- um. ’ ’ Æðsta heiðursmerki félagsins það er að segja K.R.-stjörnuna hafa þessir menn hlotið fýrir frábært starf í þágu þess: Er- lendur Ó. Pétursson, sem verið hefur í stjórn K.R. frá 1915 og þar af formaður í 20 ár, Guð- mundur Ólafsson sem var knattsyprnuþjálfari félagsim um meira en 20 ára skeið og einnig formaður þess í 2 ár og í stjórninni um nokkurrá á'ra skeið, Kriatján L. Géstssbn sem var í stjórn félagsins í -14" Framhald á 6. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.