Alþýðublaðið - 21.05.1920, Síða 2

Alþýðublaðið - 21.05.1920, Síða 2
3 Það er meira en kominn tími til að almenningur hér £ bæ fari að athuga þetta fjárhald bankanna, fari að gera sér grein fyrir, hvort ekki mætti verja þessu fé á ann- an hátt, hvort ekki væri hollara að verja því til þess að bæta úr irýnustu nauðsyn almennings, sem bankarnir láta sig litlu skifta, heldur en að verja því í stór- gróðafyrirtæki, sem bankarnir láta sitja í fyrirrúmi, G. Jack London. (Eftir Skútu). ---- (Frh.). Sjálfslýsing Londons. / »Ég er fæddur í( San Francisko 1876. Þegar ég var orðinn 15 ára, samdi ég mig alveg að siðum hinna fullorðnu og ætti ég grænan eyrir, keypti ég mér öl í stað sælgætis, því mér fanst það mannalegra að kaupa öl. Nú, þegar ég er orðinn helmingi eldri, er ég stöðúgt að leita að bernsk- unni, sem aldrei féll í mitt skaut, og ég hefi aldrei á æfinni verið eins gáskafullur. Ég býst fastlega við að ég handsami bernskunal Eitt hið allra fyrsta, sem ég gerði mér ljósa grein fyrir, var ábyrgð- artilfinning. Ég man ekki eftir að ég hafi nokkru sinni lært að lesa eða skrifa — ég kunni hvoru- tveggja fimm ára gamall — en ég veit að fyrsti skólinn sem ég var á var í Alamada, áður en ég flutti út á iandið með skylduliði mínu og þrælkaði þar á bæ ein- um frá þvl ég var átta ára að aldri. Annar skólinn sem ég gekk á, til að reyna að afla mér dálítillar þekkingar, var mjög óreglubundin stofnun í San Mates og var þar alt í hinum mesta ólestri. Sérhver bekkur sat við borð út af fyrir sig, en oft liðu svo dagar að við sátum ekki neitt, því kennarinn var drykkfeldur f meira Jagi. Þegar hann var fuliur, var einhver eldri strákanna vanur að lumbra á honum. Svo var kennarinn aftur vanur að lumbra á þeim yngri, til að gjalda líku líkt, og sjá menn þá hvernig skólanum var varið. Enginn af skyldmennum mínum, eða mér tengdur á einn eða ann- ALÞYÐUBLAÐIÐ an hátt, var gefinn fyrir bókina eða neinar hugsjónir. Sá sem stendur mér næst í þvf tilliti er Iangafi minn, sem var flökku- prédikari frá Welsh, þ'ektur sem »séra“ Jones í bakskógunum, þar sem eldmóður hans kom honum til að boða fagnaðarboðskapinn. Ein hin fyrstu og mestu áhrit, sem ég varð fyrir, komu af fávísi annara. Ég hafði lesið og gleypt í mig .Alhambta" eftir Irving, áður en ég var níu ára gamall, og skildi aldrei í því, hvernig á því stóð, að hitt fólkið skyldi ekkert kannast við hana, Síðar ályktaði ég að þessi fávísi væri alment einkenni bændanna, en þeir sem í bæjum byggju gætu ómögu- lega verið svona vitlausir. Dag nokkurn kom borgarbúi einn á bæinn. Hann gekk á gljáandi skóm og f klæðisfrakka og ég sá að hér bauðst mér ágætt tækifæri til að taia við mentaðan mann. Ég hafði reist mér Alhambra úr múrsteini úr hrundum skorsteini; turnar, þök og alt annað var eins og það átti að vera og krítarstrik afmörkuðu feina sérstöku hluta hallarinnar. . Ég fór með bæjarbú ann þangað og spurði hann spjör- unum úr um „Alhambra"; en hann var jafn fávís og samverkamena mínir. Þá hughreysti ég mig með því, að það væru aðeins tveir spakir menn til í heiminum, nefnilega Washington Ivring og ég. Flest annað, sem ég las á þeim tíma, voru ódýrar skáldsögur, sem ég fékk að láni hjá daglaunamönn- unum, og dagblöð, sem fönguðu huga verkafólksins, með frásögum um æfintýri fátækra en dygðugra búðarmeyja. Við að lesa slíkt bull urðu hugs- anir mínar auðvituð hlægilega al- mennar, en af því ég var fjarska- Iega eirimana, las ég alt sem ég náði í og varð fyrir miklum áhrif- um af sögunni „Signa" eftir Ouida, sem ég las stöðugt í tvö ár. Ég komst ekki að hvernig endirinn var, fyr en ég var orðinn fuílorð- inn, því það vantaði sfðustu kapi- tulana í bókina sem ég náði í, og því dreymdi mig stöðugt eins og söguhetjuna og ég átti jafn bágt með að koma auga á Neme- sis í endinum. Lengi vel var verk mitt á búgörðunum x því falið, að ég gætti býflugnanna, og þegar ég sat undir einhverju trjánna, frá Aígreidsla blaðsins er í Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti og Hverfisgötu. ■ Sími 988. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í sfðasta lagi kl. íO, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. sólarupprás og þar til seint um kvöldið, og beið eftir að þau færu að flögra um, hafði ég nægaxt tíma til að V lesa og láta mig dreyma. Livermoredalurinn var fjarskalega flatur og þá stóð mér alveg á ssma' um hæðirnar f kring. Það eina, sem rauf sýnir mínar, var þegar ég gaf merki um að bíflugurnar væru faraar að flögra,. og verkafólkið þaut út með krukk- ur, potta og vatnsfötur. Ég held' að „Signa* hafi byrjað svonar. „Það var bara lftilí drengur, en hann dreymdi um að verða mikil tónsnillingur og láta Evrópu lúta sér." Nú jæja, ég var bara lítilfc drengur líka, en því gat ég ekki orðið það sem „Signa* dreymdi?. um að verðaf Þá fanst mér lífið á Kalifornisk- um bóndabæ sú aumasta tilvera, sem ég gat hugsað raér, og ég hugsaði á hverjum einasta degi um að fara út fyrir sjóndeildar- hringinn og skoða nfig um í heim- inum. Strax á þeim tíma var eitt- hvað sem hvíslaði f eyru mér, einhver hugboð sem létu mig ekki í friði. Ég þráði fegurð, þó um- hverfið væri ófagurt. Hæðirnar og dalirnir í kring voru mér þyrnar í augum, ég kvaldist af að sjá þá og þeir urðu mér aldrei Ijúfir, fyr en ég var farinn þaðan. (Frh) ÉSeakr jréttir. Gaillaux. Eins og getið var um í skeyti um daginn, cr dómur fallian £ Caillaux málinu. Hann var fund- inn sekur um bréfaviðskifti við óvini Frakka og dæmdur í 3ja ára fangelsi og 10 ár frá borgara- Iegum réttindum .Þar að auki verður hann að dvelja um næsta 5 ára skeið þar sem stjórnin

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.