Vísir - 03.04.1954, Blaðsíða 7

Vísir - 03.04.1954, Blaðsíða 7
VlSIB A Laugardaginn 3. apríl. 10§4. % VÖRÐUR — HEIMDALLUR — HVÖT — ÖÐINN. SPMLAKVÖLÐ SjálfstæSisíélögin í Reykjavík efna til spilakvölds í Sjálfstæðishúsinu n. k. sunnudag 4. þ .m. klukkan 8,30 síðdegis (stundvíslega). DAGSKRÁ 1. Félagsvist. 2. Ávarp: Einar Ingimundarson alþi 3. Kvikmyndasýning. í ókeypis aðgangur. — Allt sjálfstæðisfólk velkomið meðan húsrúm leyfi MWWWWWWWIAWWVWtfUWWUWWWWWVWIAVVVVViiWWWWtfWWWMWWWVWWWVWSft Sjálfstæðisfélögin, var í þann veginn að segja eitthvað, er allir störðu í áttina til kaupfarsins, sem þeir hugðu vera ,og menn urðu nú sem steini lostnir. Það var hvítur fáni, sem upp var dreginn. Þetta var þá brezkt herskip — reglulegt herskip úr konunglega brezka flotanum. Ashton leið eins og einhver hefði greitt honum þungt höfuðhögg. Og það var eins og til að sannfæra hann énn betur um hættuna, að yfirskyttan grenjaði til hans: „í guðs bænum breytið um stefnu, þetta er herskipið Albany, búið 16 fallbyssum. Eg sá það í Penobscott.“ Ashton brá við hart og breytti um stefnu og skipverjar við fallbyssurnar urðu að hafa sig alla við til þess að hendast ekki út um allt þilfar. „Skjótið,“ hrópaði Ashton, en í sömu svifum var skotið úr öllum fallbyssum Albany þeim megin, er að þeim vissi. Gnýr- inn var afskaplegur og spýtnabrotin fuku i allar áttir. Stórt gat kom á yfirbyggingu skipsins. „Hleypið af. fyrir guðs skuld, drengir. Miðið á siglurnar — hafið nú hraðan á.“ En það var hægra ort en gert, að hafa hraðan á, í miklum öldugangi og á sleipu þilfafi. Og nokkrir menn voru þegar sárir, en samt var hver fallbyssan af annarí tekin í notkun, en öldugangurinn jókst, fallbyssa nr. 4 losnaði og valt um þil- farið og jók það erfiðleikana. Vanderhyde bölvaði af krafti upp á hollenzku og bjó allt undir að skjóta svonedum keðjuskot- um, en það var nú eina von þeirra á Stórtyrkjanum, að geta eyðilagt rár og segl þeirra á herskipinu með slíkum skotum. I þessum sjógangi, ef allt gengi að óskum, væri kannske hægt að hæfa siglur herskipsins — og ef þær félli fyrir boi'ð! — Þá væri tilganginum sannarlega náð. Ashton átti erfitt með að stilla sig. Aldrei hafði hann orðið fyrir slíku áfalli sem þessu. Að vísu höfðu þeir fleiri fallbyss- ur en hver skyldi hafa trúað, að skip hans skyldi vera ofan þilja sem hlöðuskrifli, eftir skothríð frá brezku herskipi. Ef þeir yrðu ekki fyrir óhappi með siglur og segl kynnu þeir að geta komizt undan — en það var líka sú hætta, ef þeir rynnu af hólmi, að þeir brezku gætu skotið allt í mjöl fyrir þeim. Þá datt honum í hug, að reyna að beita þvi bragði, að beita skyndilega upp í vindinn, láta svo reka og varpa útbyrðis sem mestu, jafnvel fallbyssunum, ef þörf krefði, og komast þannig undan. Hann reyndi þetta, en skotið var aftur úr fallbyssum Albany, og laskaðist nú hinn heillum horfni Stórtyrki enn frekara, og m. a. voru nú fallbyssur nr. 2 og 4 ekki nothæfar lengur. Skipverjar voru því óvanir, að sjá félaga sína stráfalla í kringum sig, og voru sumir að missa móðinn. „Miðið hátt, miðið hátt, miðið á siglurnar,“ grenjaði Ashton, og nokkrum skotum var enn skotið á hið brezka herskip. — Ashton sá, að bragð hans hafði komið þeim á brezka herskipinu óvænt, en eftir nokkur augnablik mátti vænta, að þeir hefðu áttað sig á hvað fyrir honum vakti, og skothríðin myndi brátt dynja á Stórtyrkjanum af nýju og gera hann ósjófæran, en til allrar hamingju miðuðu Bretamir nú of hátt, vafalaust vegna þess að Stórtyrkinn seig niður í öldudal í þessum svifum. Ein- hvern veginn tókst Vanderhyde að safna saman þeim skyttum, sem enn var dugur í, og keðjuskotum var skotið úr 75 metra fjarlægð á siglur og rár Albany — og tvær eða þrjár splundruðust og hurfu. Næst var skotið af báðum skipunum samtímis. Það var engu líkara en Stórtyrkjanum mundi hvolfa í öllum þeim ósköpum, sem á gengu, ógurlegur skothvellur kvað við í eyr- um Ashtons skipstjóra, ,og hann fekk pfbirtu í augun af glamp- aniun, og hneig niður, sár mjög, meðvitundarlaus, á þilfarið. Pétur hafði ærnu að sinna við að veita fyrstu hjálp særðum mönnum, sem bornir voru undir þiljur. Margir urðu að bíða þar til röðin kom að þeim. „Ó, Jesúh, bjargaðu mér,“ kallaði einn þeirra. „Af hverju gefst Bob gamli ekki upp,“ sagði einra hinna særðu, sem beið í röðinni. En Ashton hefði ekki getað gefið fyrirskipun um að gefast upp þót vonlaust væri að halda bardaganum áfram, því að hann lá meðvitundarlaus í blóði sínu. En Pétur hélt áfram sínu erfiða starfi undir þiljum og varð skríða á höndtim og fótum til að kömast að hinum Eldad Greénlcaf tékur við stjórn. Eldad Greenleaf, annar stýrimaður, kom og leit sem snöggv- ast á Ashton skipstjóra, þar sem hann lá meðvitundarlaus. Svo hann við stjórn. Hann var ekki í vafa um, að það sem fyrir Bretanum vakti nú, var að skjóta Stórtyrkjann í kaf. „Fari'í heiifasta!, við"‘vér?mm áð halda bardaganum áfram. ionlausknSískomast-undan.'í.. „•.» r;..• ■ ■ u ■ ■ Hann bölvaði óheppninni, sem fylgt hafði Stórtyrkjanum í orustu. Hánn vissi, að þetta gat ekki farið nema á einn veg: Að Stórtyrkinn yrði skotinn. í kaf eða hann yrði að gefast Allt í einu varð Grennleaf og fleirum litið í áttina til her- skipsins og var undrun þeirra meiri en orð fá lýst, er stórsigla Albany brast allt í einu, og rár og segl féllu niður, en í sömu, svifum hallaðist herskipið sem því mundi hvolfa, og snar- stöðvaðist, eins og það hefði rekizt á rif. Þetta gerðist allt í svo skjótum svifum, að þeir á Stórtyrkj- anum gátu ekki trúað sínum eigin augum. En er þeir áttuðu sig á hvað gerzt hafði féllu þeir á kné og þökkuðu skapara sínum. Greenleaf vöknaði um augu og hann leit til himins og mælti: „Almáttugur guð, eg þakka þér.“ Nú fór að draga úr mesta veðurofsanum og Greenleaf stefndi til suðausturs. Og svo fór hann að reyna að komast að niður- stöðu um hvernig ástatt væri með áhöfnina, hversu margir væru enn vinnufærir, og þar fram eftir götunum. Af 106 mönn- um, sem á skipinu voru höfðu 43 verið settir til þess að sigla heim skipum, sem hertekin höfðu verið, þá varð að draga frá tvo, þann myrta og veganda hans. Eftir voru þá 56 menn, en þar af höfðu 14 fallið, en 18 voru sárir, og líklegast, að 10—13 þeirra myndu ekki halda lifi. Hann hafði 17 menn til þess að sigla skipinu til hafnar — og hann einn var fær um að stjóma, nema Ashton skipstjóra yrði bjargað. Veður voru hörð á sigligaleiðum til norðlægra hafna á þessum tíma árs og áhættusamt að sigla heim með ekki fleiri menn. Sól hneig í hafið. Skipsmenn voru örmagna og þeir voru andlega lamaðir. Það var ekki einu sinni hægt að vefja lík hinna föllnu í strigadúk og lesa bæn, er þeim var varpað i faðm Ægis. Þeir, sem uppi' stóðu, urðu að hafa sig alla við að dæla, því að leki var kominn að skipinu, sem var mjög illa útleikið eftir orustuna. Það, sem olli Greeneaf mestum áhyggjum var þó, að Ash- ton skipstjóri lá enn meðvitundarlaus í koju sinni, en þangað hafði hann verið borinn. Hann var brotinn og lemstraður. Hann virtist hafa fengið feikna högg og voru öll rifin hægra megin brotin. Blóð vætlaði úr sárum hans og vafalaust var hann mar- CtHtí éiÍHHÍ Jfcriw Úr Vísi fyrir 35 árum. Eftir- farandi fréttir birtust í Vísi 3. apríl 1919: Hús Einars Jónssonar. í gær var vakið máls á því í„ Vísi, að nú þyrfti að fullgera., •hús það; seni á áð geyma lista-V verk Einars Jónssonar. Stjórn-; arráðið hefir verið Vísi alveg: samdóma, því að í dag lætur! það taka til við vinnu við húsið og verður þá vonandi ekki hætt við það fyr en húsið er fullgert. Sumar- og fermingarkort, með ágætum íslenzkum mynd* um, og fermingarbókakort ó-: vanalega skrautleg, fást hjá' Helga Árnasyni í Safnahúsinu.“, Prestskosning verður í Stykkishómi n. k. sunundag. Umsækjendur sirá; Ásgeir Ásgeirsson í Hvammi ogl candl theol. Sig. Ó. Lárussoni ' Kaept gull og sllfor KAUPHOLLIN er miðstöð verðbréfasklpt- anna. — Sími 1710. I dag opnum við aftur verzlnn okkar á LAMJGAVEG 43 eltir gagngerðai’ breytingar. — Gjörið svo vel að líta inn. Sá & Vatíi wvwrwwvww, Reyfevíkmgar! Reykvíkingar! Vinsælasta HLUTAVELTA ÁRSINS befst kl. 2 á morgnn í Iistamánnaskálamim. Mikill fjöldi ágætra muna. líorvfid, sjáiö ag sitjriö! Félög Fríkirkjusafnaðarins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.