Vísir - 03.04.1954, Blaðsíða 4

Vísir - 03.04.1954, Blaðsíða 4
4 VISIR Laugárdaginn 3. apríl 1954 - ■ DAGBLA.Ð ■. | M [ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsmgastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstraeti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VtSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fixnm linur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. í kfiikiMjHdakewitoim ? wisxm „Söguleg tí&indj." Igærmorgun birtu ,öll andstöðublöð Sjálfstæðisflokksins í bænum gleiðletraðar fyrirsagnir og langar greinar útaf ti!- lögu um húsnæðismálin sem glundroðafylkingin lagði sameig- inlega fram á síðasta bæjarstjórnarfundi. Það mætti ímynda sér að tillaga, sem helgað er svona mikið rúm og „slegið svo stórt upp“, fæli í sér einhvérja varanlega lausn á þessu vanda- mál og bætti, ef samþykkt gerði, verulega úr húsnæðisþörfinni í bænum. En við nánari athugun kemur í ljós, að þarna eru engin nýmæli á ferðinni, aðeins hin venjulega sýndarmennska, sem einkennir allar tillÖgur og alla gagnrýni þessara flokka í bæjarmálunum. Hvað var þá efni þessarar tillögu? Það var hvorki meira nc minna en áskorun til méiri hluta bæjarstjórnarinnar um að láta fara fram „rannsókn á heilsuspillandi húsnæði“. í heilbrigðissamþykkt bæjarins frá 1950 er ákvæði um þetta atriði. í hana voru tekin upp mörg nýmæli, sem síðr.n hefur verið unnið að framkvæmd á, eftir því sem framast hefur verið unnt, enda þegar orðnar mikilvægar umbætur í mörgum greinum. Hitt vilja fulltrúar glundroðaflokkanna í bæjarstjórn ek«i skilja, að engir möguleikar hafa verið til að koma fram öllurn þeim umbótum á skömmum tíma, sem gert er ráð fyrir í reglugerðinni. Slíkar umbætur hljóta að taka sinn tíma. Borgarstjórinn sagði frá því á fundinum, að hann hefði rætt við borgarlækni um að framkvæmd 34. gr. samþykktarinn- ar, sem fjallar um heilsuspillandi húsnæði. Slík athugun væri vitanlega sjálfsögð, enda þótt ekki mætti telja hana aðal- atriðið í húsnæðismálunum, því raunhæfar aðgerðir væru mik- ilvægari en eintómar athuganir og rannsóknir. Meirihluta bæjarstjórnar er vel kunnugt um húsnæðismál bæjarins, og hann hefur tekið þau svo föstum tökum undir forystu núverandi borgarstjóra,að þess munu fá eða engin dæmi, að bæjarfélag hafi áorkað svo miklu á því efni á svo skömm- um tíma. Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hafa þar ekkeit nýtilegt fram lagt, hvorki í orði eða á borði. Allir vita um af- stöðu Framsóknarmanna fyrr og síðar, nema þegar þeír hafa þurft að ná í atkvæði við kosningar, og hinir flokkarnir hafa þar aldrei annað gert en bera fram sýndartillögur til þess að blékkja kjósendur, og hefur sá venjulega þótzt mestur, sem flutt hefur fáránlegustu og óframkvæmanlegustu kröfurnar. Það er því ekki að undra, þótt Þjóðviljinn kalli það, ánægjuleg „og söguleg tíðindi“ þegar þessi sundurleita sundrungarhjörð nær samkomulagi um að standa óskipt að tillögu, sem ci ekkert annað en endurtekning á ákvæðum, sem fyrir lönga er búið að samþykkja, fyrir forgöngu annarra manna, og a. m. k. óbeint farið að framkvæma fyrir löngu. Því þó að skrá sú, sem gert er ráð fyrir í samþykktinni, hafi enn ekki verið samin, þá er heilbrigðisnefnd bæjarins og borgarlækn'r vitanlega kunnugt um, hvar ve'rst er ástatt; og úr því hefur verið reynt að bæta eftir föngum, og því verður haldið áfrarn, hvort sem skráin verðúr fullgerð nokkrum mánuðum fyrr eöa seinna. Hér er því ekkert á ferðinni annað en hin venjulegi vinnubrögð andstæðinganna, að blekkja bæjarbúa og reyna að telja þeim trú um að Sjálfstæðismenn séu alltaf að drepa til - lögur um velferðamál þeirra. Þetta var vopnið, sem átti að sigra með í bæjarstjórnar- kosningunum í vetur, þegar svo langt var gengið, að jafnvel Framsóknarmenh þóttúst hafa háð sleitulausa baráttu til þess að bæta úr húsnæðisþörf Reykvíkinga!! og fulltrúi. Alþýðu- flokksins fánn upp hina smekklegu samlíkíngu um fjósið, í ræðu, sem ekki benti til að honum væri sérlega sýnt um þrifnað í málflutningi. En ekkert dugði. Bæjarbúar treystu Sjálfstæðis- flokknum, enn sem fyrr, bezt til þess að stjórna málum sínum, og frá honum mun þeir, nú eins og áður, mega vænta þeirra umbóta, sem framkvæmdar verða bæði í húsnæðismálum og öðrum efnum næstu árin. Eins og frá hefur verið skýrt í blöðum flokksins eru miklai byggingarframkvæmdir fyrirhugaðar, og lóðir eru nú þegar til ráðstöfunar fyrir fleiri íbúðir en um hefur verið sótt. Af þeim hefur 400 verið úthlutað og verið er að undirbúa áframhaldandi úthlutun. Má því vænta að byggingaframkvæmdir geti haf’sí óvenjulega snemma í vor. Meiri hluti bæjarbúa mun áreiðan- lega telja þessar aðgerðir áhrifaríkari til útrýmingar á heilsu- spillandi íbúðum en sýndártillögur kommúnista og taglhnýt- inga þeirra. Shirley Temple, sem einu sinni var frægust allra barna- „stjarna“, er fyrir löngu hætt kvikmyndaieik. Maður hennar á að hafa látið í ljós andúð sína á þess konar starfsemi. Hins vegar getur vel verið, að hún fari að koma fram í sjónvarpi. Suður-Amcrikumaðurinn Femanda’ Lamas, sem sumar konur segja, að sé sá „sætasti í heimi“, er eimt fárra karl- manna rneðal Holíywoodleik- ara, sem mælir með því, að karlmenn noti varalit. Vara- liturimi er sagður vekja enn meiri athygli á mjallhvítum tönnum hans. — Ekki er öll vitleysan eins, — segjum vér. Lex Barker, sem léikið hefir Tarzan upp á síðkástið, var farinn að vona, að hann fengi hlutverk, þar sem hann má vera í fötum, eins og annað fólk. Þetta hefur þó brugðizt, hvað sem kann að valda og hefir hann enn xmdirritað samning um fleiri Tarzan- myndir. Lana Tumer, sem hann er sagður trúlofaður, vill nefnilega, að hann vinni líka. Patrice Wymore Flynn, kona Errols, sem reykvísúm bíógest- tun er vel kunnur, mun ætla að fara fram á skilnað frá hin- um fræga bónda sínum, en skil- yrði hennar sýnast heldur ó- aðgengileg: 1) Álger umráða- réttur yfir barni þeirra. 2) Skattfrjálsar tekjur, 25.000 dollara á ári. 3) Helming af sameign þeirra á Jamaica í> Vestur-Indíum. Aðrar kröfur gerir HÚN ekki, og ætlar ekki að „nefna nein nöfn“. Clark Gabel og Spencer Tracy, sem báðir eru með vin- sælustu kvikmy nd aleikur um samtíðarinnar, eins og alkunna er, hittust á dögunum, og kom- ust þá að raun ura, að þeir ættu það sameiginlegt, að hafa báðir leikið á hljóðí'æri. Spencer Tracy lék á horn í skólaliljóm- sveitinni, en Gable þótti lið- tækur trombón-spilari. Ung leikkona, sem líkleg er tl vinsælda í Bandafíkjxlnum, Terry Moore að nafni, vakti ný- lega á sér mikla ahygli er hún skemmti hermönnum með dansi í Kóreu. Hún var í einskonar baðfötum, sem brydduð voru skinni, og þótti flík þessi svo djarfleg, að henni var bannað að sýna sig í henni á slíkum stöðum. Auðvitað varð þetta. til þess að vekja enn meri at- hygli á leikkonunni, og mikið; um ,þetta rætt í . kvikmynda- blöðum. Húsbændum Terrys, Fox-félaginu, Hkaði þetta svo vel, að þegar hún kom heim aftur á dögunttm, gáfu þeir. henni dýrindis bifreið og loð- feld úr minkaskinnum. Söngkonan Doris Day er gift Marty Melcher, og yitum vér engin deiíi ó honum. Hins veg- ar mun liggja yið borð, að þáu rifti hjúskapnum, aðalíega vegna bess, að Marty þessi taí- ar of mikið, að sögn Dorisar, og við það verður hún taugaóstyrk. Þá er sagt frá því í nýjum Hollywoodblöðum. að hjóna- band Gregory Pecks og Gretu,, konu hans, sé ekki upp á marga fiska. Þó virðist Peck vera slík- ur öðlingur, að enda bótt þau séu skilin að borði og sæng, og hann staddur í fjarlægu landi við kvikmyndatöku (á Ceylon). gleymir hann ekki að senda henni forkunnar fagra gim- steina, safír-steina, 400 karat. ekki tekið þátt í leikjum ann- Annette Kellermann vakti á sínum tíma hneyksli með því að láta sjá sig á baðfötum, þar sem handleggir og fótleggir sáust berir, og hún var meira að segja handtekin fyrir slíka yfirsjón. Hún var þolsundkona,: en þó var hún svo máttfarin og veikuleg sem barn, að hún gat Paulette Goddard — sem hér sást síðast í Önnu Lucasta — varð fræg er nún koriist í kynni yið Chaplin. Hánri lét hana leika aðal- hlutverk í einni mynd sinni og kvæntist henni síðan. Þau eru löngu skilin, og Chaplin giftist Oona O’Neil, þótt hann hefði getað verið afi hennar. En Paulette ætlar að giftast rit- höfundinum Erich Maria Rem- argue . (Tíðindalaust á vestur- vígstöðvunixm) á næstunni. Esther Wiliiams í nýrri sundmynd. Esther Williams leikur aðal- hlutverkið í kvikmynd, sem nefnist „Gullna hafmeyjan“, og fjallar um ævi kunnrar sundkonu, Annette Kellermann. arra barna. í mynd þessari fær Esther Williams auðvitað tælci- færi til þess að sýna sundlistir sínar, en auk þess leika þar Victor Mature (Samspn), Walter Pidgeon og David Brian. Mervyn Le Röy setur myndina Nýkomtn skemmtileg lamatejopi mörg mynstur í biáum og bieikum lit. Verð kr. 27,00. Verzl. FRAM Kiapiíarstíg 27. Sími 2937. I 11- myn-davél með Sonnar 1/2 iinsu og.fl, tii söiu. Úppl. i síma 82639 eítir kl. 5. Kristján Guðiaugsson, hæstaréttariögmaður. Skrifstofutími 10—12 og 1—5. Austurstræti 1, Sími 3400. Rétta leiðin er að kaupa heldur innienda fram- leiðsiu. HELLU-ofnarmr hafa 18 ára reynslu hér- iendis. Spyrjið um kosí- ina og verðið. fíft %OFNASMIÐJAN CIN H O CTI IO - HíVKMVÍIC - ISLANOI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.