Vísir


Vísir - 08.04.1954, Qupperneq 7

Vísir - 08.04.1954, Qupperneq 7
Fimmtudaginn 8. apríl 1954. VISIB '/•V *»V.VAV V*V«V*V»V»W«**V*V»VA% i ••••*•«•%■*•«*.* •>•***•*.«.%'**•'.*/**«* •«•* ^ini £(*■>■■*'&* *■■■■*&] *■■■■'S *■*■*■*■ *■■■*■*ÍS.*■*■■■*»' *■■■■’» ’■■■■’««* .* | CttýiHH fieit Áína | ■■■■ Eftir Fm van HVyeh HMtasnn*. 41 -.•■ ■:•: :•:■ ;•:• x gg ■■■■ ■ ■•■■ iii ■■■■ iiiii ■■■■ m ■■•■■ ••■■■■ ■ ■■■■ lii’i m ■■••*•’ Hvaða örlög skyldu hafa beðið hennar á St. Jan? Og undh- eins og Stórtyrkinn kæmi til Coralhaven myndi hann spyrjast fyrir um hana — með allri gætni þó. St. Jan. Hinn fyrsta dag maímánaðar lá Stórtyrkinn fyrir ákkeri. Við- gerð var lokið. Skipið varhú heilt og ágætlega sjófært. Aðeins eitt hafði skort til að fullkomna gott verk: Málningu. En um það var ekki að fást. Pétur hafði hvílst vel meðan viðgerð fór fram og það var honum einkum gleðiefni, að hann var farinn að hafa betri not meiddu handarinnar. Fingumir voru farnir að láta betur að stjóm, en þó mundu þeir aldrei verða alveg jafngóðir. —•>Hann var grennri, en léttari á sér, hafði endurheimt fulla líkamsorku, og var orðinn brúnn sem kynblendingur. Og það var sem hið koparrauða hár hans væri tekið að lýsast. Seinasta stundin á Marigot-ey var rúnnin upp. Skipsmenn höfðu unnið að því allan daginn að flytja vatnsámur um borð, eldivið og sekki fulla af ávöxtum. Eldad Greenleaf kallaði á Pétur og þeir tóku að ræðast við á þilfari tottandi pípur sínar. „Jæja, á morgun förum við aftur í víking“ sagði Greenleaf, „en hamingjan gefi, að við hittum ekki fyrir fleiri brezk her- skip.“ „Þið getið sannarlega verið hreyknir af viðgerðinni,“ sagði Pétur blátt áfram. „Hefði Ashton skipstjóri lifað mundi hann hafa lokið lofsorði á verk ykkar.“ „Hver veit, hver veit,“ sagði Greenleaf. „En við skulum ekki tala um skipstjórann, — mér þótti svo vænt um hann, og það er sárt að minnast. En við siglum skipi hans heim — það gerum við.“ „Og hvað svo?“ „Ætli eg leggi ekki minn ágóðahlut á banka og bíði eftir að þessi bannsetta styrjöld verði til lykta leidd. Eg er búinn að fá meira en nóg. Kannske kaupi eg mér 50 lesta skútu til hrís- grjónaflutninga frá Karolinu-eyjum, kannske eignast eg heilan flota um það er lýkur. Það er hægt að græða á þessu, heyri eg. En hvað hyggist þér fyrir, læknir?“ „Eg hefi hug á framhaldsnámi.“ „En þér eruð orðinn helvíti slyngur — og það segja allir hin- ir og segjast geta bölvað sér upp á, að enginn sé yður snjallari.“ „Eg þakka lofið,“ sagði Pétur. „En mér hefir lærzt það í þess- ari siglingu hvað eg á mikið ólært. Já, eg hefi hugsað mér að nema hjá frægum læknum, í Hollandi, Frakklandi og á Ítalíu.“ Hann sneri sér skyndilega að Greenleaf: „Hvað skyldi minn hlutur annars geta orðið mikill?“ „Það veit enginn nema lukkan og skiptarétturinn. Það ætti alltaf að verða 1500 pund sterlings.‘“ Eftir stutta þögn bætti hann við: „Jæja, það er víst bezt að fara í koju. Við drögum upp akkeri í fyrramálið." Pétur hélt kyrru fyrir á þilfari. Og enn fór hann að hugsa um barónessuna. Nú hlýtur hún að vera búin að koma sér fyrir á sínu nýja heimili á St. Jan. Kannske allt hafi farið vel og Frydendhal þessi komi vel fram við hana og fagni barninu. Danir líta kann- ske allt öðru vísi á svona hluti en við. Pétur vissi raunar lítið sem ekkert um Dani. Hann hafði bara óljóst hugboð um, að Danir og Svíar væru skyldar þjóðir. Og úm Danmörku vissi hann ekkert nema að hún var lítið konungsríki og að Danir voru allkunnir sæfarendur, en hann vissi líka að þeir gátu drukkið eins og svampar og meðferð þeirra á þrælum var til engrar fyrirmyndar. Það var síðasta dag maímánaðar. Við og við gat að líta grænar greinar og kókoshnetur fljótandi á sjónum og það var orðið svo algengt að sjá flugfiska, að menn voru hættir að virða þá sér- staklega fyrir sér. Þar sem veður var gott og maturinn hollur og ljúffengur og nægur fór líðan manna dagbatnandi og menn höfðu aldrei verið í jafngóðu skapi síðan orustan var háð við Albany. Menn sungu Duglegan mann vanan fatapressun vantar strax. Klæðaverzlnn Andrésar Andréssonar Athugasemd um landhelgismál b.v. Úranusar. Útgerðarfélagið Júpiter h.f. hefur beðið Vísi fyrir eftir- fartidi athugasemd. Vegna missagna í dagblöð- um bæjarins og ríkisútvarpinu um það, að b/v. Úranus hafi verið tekinn að veiðum í land- helgi út af Snæfellsnesi og þá sérstaklega vegna frásagna Morgunblaðsins og Vísis um það, að togarinn hafi óhlýðnazt varðskipinu Sæbjörgu, þykir stjórn h.f. Júpiters rétt að taka fram eftirfarandi: Skipstjórinn á b.v. Úraniusi liggur nú undir kæru fyrir að hafa verið á veiðum innan fisk- veiðitakmarkananna. Kæran er byggð áá því, að s.l. mánudag gerðu tveir starfsmenn land- helgisgæzlunnar tvær mælingar á stöðu skipsins úr flugvél. Samkvæmt annarri mæling- unni á skipið að hafa verið 0.4 sjómílur fyrir innan fiskveiði- takmörkin, en samkvæmt hinni um fiskveiðitakmörkin. Þegar þessar mælingar voru gerðar, var vindur 6—7 vindstig. Það er vitað mál, að mælingar úr flugvélum, sérstaklega í vindi, eru næsta ónákvæmar, enda telur skipstjórinn á b.v. Úran- usi sig hafa verið næst landi 0.2 sjómílur fyrir utan fisk- veiðitakmörkin samkvæmt rat- sjármælingum og miðunum við kennileiti á landi. Þetta er stað- fest af stýrimanni skipsins og loftskeytamanni með eiði. Jafn- framt hafa skipstjórar þriggja annarra togara og loftskeyta- maður eins þeirra, en öll voru þessi skip á sömu slóðum og b.v. Úranus, unnið eið að því, að b.v. Úranus hafi verið fyrir ut- j an fiskveiðitakmörkin sam- kvæmt ratsjármælingum þeirra. Þeir gátu þess einnig, að tog- ararnir, sem þarna voru, þ. e. 7 eða 8 skip, hafi allir verið á sama togi og b.v. Úranus. Sömu leiðis hefur skipstjórinn á flutningaskipi, sem statt var málægt togurunum og nær landi, fullyrt og staðfest með eiði, að ekkert skipa þeirra, sem þarna voru, hafi getað verið innan fiskveiðitakmarkananna. Varðskipið Sæbjörg var þenn an dag í námunda við skipin og skipti sér ekkert af þeim. Það er rangt með öllu, að skipstjórinn á b/v Úranusi hafi óhlýðnazt fyrirmælum frá Sæbjörgu, þar eð hann fékk þaðan engin fyrirmæli, enda hafði flugvélin eða landhelgis- gæzlan í Reykjavík ekkert samband við Sæbjörgu út af þessu máli, Ekkert hefur komið fram í réttinum er bendi til þess, að Sæbjörg hafi mælt skipið innan fiskveiðitákmarka. Samkvæmt skýrslu skip- stjórans á varðskipinu Þór, sem lögð var fram í réttinum, var ekkert athugavert við fram- komu skipstjórans á b/v. Úran- usi, enda var skipið á leið til Reykjavíkur, er varðskipið kom að því. — Mælingaflugvélin hafði aldrei neitt samband við b/v. Úranus. Stjórn h.f. Júpiters. IWWWWV^VWWWWVWWW SKIPAUTGCKÐ R1KISINS Esja" austur um land til Akureyrar hinn 13. þ.m. — Tekið á móti flutningi til Fáskrúðsf j arðar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarðar, Seyðisfjarðar, Þórshafnar, Raufarhafnar, Kópaskers og Húsavíkur i dag og á morgun. — Far- seðlar seldir árdegis á mánu- dag. M.s. ODDUR fer til Vestmannaeyja annað kvöld. Tekið á móti flutningi daglega. — *WVWWftftlWWWWWWWWWVtfWWIftftJVIVV>i Flugumferðarstjórn Fyrirhugað er að efna til námskeiðs í flugumferðar- stjórn á næstunni. Þeir, sem hafa áhuga á þátttöku í slíku námskeiði sendi skriflegar umsóknir, þar sem getið er um menntun og fyrri störf til skrifstofu minnar á Reykjavíkurflugvelli fyrir 20. þ. m. Reykjavík, 8. apríl 1954. FlugmáEastjórinn Agnar K.©f©esS-&Eansea VOOiR Vér útvegum allskonar vógir frá BIZERBA- Waagen Verkaufsgesellschaft K.G. BALINGEN. BIZERBA-vogir eru: Ódýrar, sterkar, nákvæmar. Sjáið gluggasýninguna hjá Haraldarbúð. EINKAUMBOÐSMENN: HANNES ÞOBSTEINSSON & CO. Símar: 2812 og 82640. — Laugavegi 15. Sófasett (útskorin) Hríngsófaborð Armstólasett § Armstólar Stakir stólar Svefnsófasett (2 gerðir) Innskotsborð Coctailborð Reykborð Lampaborð Saumaborð SélMutfertiH k.tf. Brautarholfi 22. Sími 80388. wwwwwwwwv^íwwwr, Nýlon-sokkar Sternin...... kr. 35.90 Hollywood .... — 41.00 Mido .......... — 48.30 Saumlausir .... — 45.40 Perlon ........ — 35.00 H. Toft Skólavörðustíg 8. Sími 1035. Þúsundir vita að gæfan fylgir hringunum frá SIGURÞÓR, Hafnarstræti 4.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.