Vísir


Vísir - 29.04.1954, Qupperneq 4

Vísir - 29.04.1954, Qupperneq 4
VtSIB Fimmtudaginn 29. -apríl ?.954 wasia \U &híð !—] iii i I 1. DAGBLA8 Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. A'u.glýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstrœti 8. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR HJ. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Síxni 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. FélagsprentsmiSjan hJL Ný veríbólga ? Undanfarna daga hafa forsvarsmenn alþýðusamtakanna sem óðast verið að hvetja hin ýmsu vérkalýðsfélög til þess að segja um samningum, og búast má við ýmsum tíðindum í sumar, ef svo heldur fram sem horfir. Meðal annars virðist það vera eitt helzta stefnumál þeirra, sem mestu ráða í verka- lýðsfélögunum, að ekki verði samið lengur en til eins mánaðar, eða segja megi upp samningum með þeim fyrirvara, í stað sex, eins og verið hefur. Áður en rætt verður nánar um þessi mál almennt, er ástæða til þess að líta svolítið á þessa kröfu xun eins mánaðar uppsagnarfrest. Það getur ekki talizt sanngjarnt, að unnt sé að leggja niður vinnu í hvaða fyrirtæki sem er með eins mán- aðar fyrirvara, ekki sízt, ef viðkomandi fyrirtæki hafa skipulagt framleiðslu sína til langs tíma, miðað við tiltekin útgjöld, þar með innifalið kaupgjald. Þetta hafa bræðraþjóðir okkar á Norðurlöndum skilyrði, og þar dytti engum manni í hug að byggja afkomu atvinnuveganna á svo ótraustum grundvelli, sem svo skammur uppsagnarfrestur felur í sér. Þar er frekar sanaið til eins árs, eða jafnvel lengur, og sýnist það ólíkt skynsamlegra. Verkamenn og aðrir launþegar ættu ekki að óttast, að þeir' bæru skarðan hlut frá borði, ef verðsveiflur verða eða dýrtíð magnast, því að með breyttri vísitölu ætti að vera séð við því. Þess vegna sýnist þessi krafa ósanngjörn og óskynsamleg. Á það hefur verið bent, hvað eftir annað, hér í blaðinu, hver áhrif það hefði, ef sífellt yrði horfið að því að hækka kaupið, gera krónuna verðminni, en sú verður útkoman er vö.ruverð hækkar jafnhliða. Með því móti er dýrtíðinni hleypt af stað á nýjan leik, og sú holskefla verðbólgu skellur yfir okkur, sem við fáum ekki risið undir. Það er mikil missýning að telja, að með því að fá nokkrum krónum hærri mánaðar- laun, sé allur vandi leystur. Ef vöruverð hækkar jafnhliða, er launþeginn engu nær, en hinsvegar skapast af þessu ný vand- ræði í sambandi við útflutningsvörur okkar, sem eiga í harðn samkeppni við erlenda keppinauta, sem ekki hafa sama til- J kostnað við framleiðsluna og við. Þegar verkfallið leystist í desember 1952, urðu menn bjart- sýnir á, að nú loks hefði mönnum orðið ljóst, að leiðin út úr öngþveitinu á sviði atvinnu- og fjármála væri ekki sú að hækka kaupið von úr viti, heldur reyna að lækka vöruverð eða a.m.k. halda því niðri. Á þeim grundvelli var raunverulega samið, eins og menn muna. Ríkisstjórnin lofaði þá að beita sér fyiir því, að ýmsar nauðsynjavörur almennings skyldu ekki hækka, enda hefur verið haldið í horfinu síðan, eins og alþjóð er kunnugt. Á þessum tíma hefur mjólk lækkað 1 verði, svo og kartöflur, svo að dæmi séu nefnd, en hinsvegar hefur kaffi hækkað vegna utan að komandi aðstæðna, sem við ráðurn ekki við. Nú er hinsvegar svo að sjá, sem forráðamenn alþýðusam takanna séu að hverfa frá þessari stefnu. Nú er ekki lengur1 um það talað, eins og gert var þá, að aðalatriðið fyrir verka- menn og aðra launþega, sé eltki sem flestar krónurnar, heldur sem mest vörumagn fyrir peningana. Nú virðist hitt vera aðai- atriðið að knýja fram „kjarabætur“, eins og tíðkaðist hér áður, með þeim afleiðingum, sem öllum eru kunnar. Þegar hin mikla vinnudeila leystist í desember 1952 var það meginviðfangsefni og keppikefli ríkisstjórnarinnar og xaunar allra hugsandi manna í landinu að auka sem mest kaup- mátt launanna. Mönnum var orðið Ijóst, að nú yrði að stinga við fótum, og það var gert, með þeim árangri, að vísitölu- breyting hefur ekki orðið teljandi á þessu tímabili. Að vísu er •of snemmt að spá neinu um, hverjar verða kröfur verkalýðs- félaganna þegar þar að kemur, en tónninn í málgagni kommún- ista, og á stundum Alþýðublaðinu, spáir engu góðu, ■— svo mikið er víst. Allir vita, hvernig komið er fyrir togaraútgerðinni. Það mál er ærið úrlausnarefni út af fyrir sig. En allsherjar kaup- gjaldsbarátta eins og nú standa sakir eru vafasamt fyrirtæki, svo að ekki sé fastar að kveðið. Og þaðan af síður óska menn almennt eftir nýrri gengisfellingu. Hún væri neyðarráð- stöfun, sem vonandi þarf ekki að grípa til. Æskilegast væri, að samtök atvinnurékenda og launþega kæmu sér saman um að halda áfram á þeirri braut, sem mörkuð varlmeð lausn verkfallsiiis 1952. Þá yrði unnið að því áð auka kaupmátt launanna, en ekki skerða, — og freista þess að 4nagna ekki nýja verðbólgu í landinu. t ; Hvað vita Svíar um ísland? Ungfni Ulla Sandström Gjör- wellsgatan 15 Stokkhólmi, hef- ur sér til gamans athugað þekkingu 10 landa sinna á ís- landi. Spuminganiar, sem hún bar upp við þá alla voru þess- ar: 1. Hversu stórt er ísland? 2. Hvað heitir stærsti stjórn- málaflokkurinn? 3. Hvað heitir forsætisráð- herrann? 4. Hver er aðalatvinnuvegur íslendinga? 5. Hvern teljið þér mesta rit- höfund íslendinga? 6. Hvaða íslenzkt kvæði dett- ur yður fyrst í hug? 7. Hvað heita tveir stærstu bæir íslands? 8. Hvaða mál er talað á ís- Iandi? 9. Hvað heitir stærsta dagblað íslands? 10. Nefnið 10 þekkta íslend- inga. .Menntaskólakennari, 32 ára, svarar þannig: 1. Eins og helmingur Spánar. 2. Lýðræðisflokkur. 3.— 4. Fiskveiðar. 5. Snorri Sturluson. 6. Reykjavík, eru fleiri til? 8. íslenzka. 9.— Snorri Sturluson, Lexness. Húsmóðir, 24 ára, hefir barnaskólamenntun. 1. Eins og Skán. 2. Sósíal- demókratar. 3.— 4. Fiskveiðar. 5. — 6.— 7. Reykjavík. 8. Danska. 9. — 10. — Bókavörður, 58. ára. Mennt- un fil. cand.: 1. Eins og Norrland. 2. Só- ssíaldemókratar. 3.— 4. Fisk- veiðar. 5. Snorri Sturluson. 6. 6. Edda. 7. Reykjavík. 8. ís- lenzka. 9.— 10. Snorri Sturlu- son, Laxness, Gunnar Gunnars- son, Kristmann Guðmundsson. Stúdent. frá verzlunarskóla, 27 ára. Nemur ensku og þýzku í háskóla: 100.000 km2. 2. íhaldsflokkur. 3. — 4. Fiskveiðar. 5. Laxness. 6. Ó, guð vors lands. 7. Reykja- vík og Akureyri. 8. íslenzka. 9.— 10. Snorri Sturluson, Ás- geir Ásgeirsson, Laxness, Kjar- val, Stefán íslandi, Sveinn Björnsson. Pylsusali á götunni, 62 ára. Banraskólamenntun: 1. Eins og Suðursvíþjóð. 2.— ! 3.— 4. Fiskveiðar. 5.— 6,— 7,— 8. Danska. 9.— 10.—. Smásali, 28. ára. Barnaskóla- menntun: 1. Eins og Gotland. 2. Sósíal- demókratar. 3.— 4. Síldveiðar. 5.— 6.— 7. Reykjavík. 8. fs- lenzka. 9.— 10.—. Verkstjóri í iðnfyrirtæki, 65 ára. Barnaskólamenntun: 1. Eins og Gotland. 2.— 3.— 4. Fiskveiðar. 6. Snorri Sturlu- son. 6. Édda. 7. Reykjav.ík. 8, íslenzka. 9.— 10. Snorri Sturlu- son og Leifur Eiríksson. Skrifstofustúlka í banka, 26 ára. Stúdentspróf: 1. Eins og Svealand og Gaut- and. 2. Sósíaldemókratar. 3.— 4. Fiskveiðar. 5. Snorri Sturlu- son. 6. Edda. 7. Reykjavík. 8. Fornnorræna. 9.— 10. Njáll, Snorri Sturluson, Sveinri Bjömsson, Gunnlaugur orms- tunga, Kraka. Menntaskólanemi, 18, ára: 1. 20.000 km2. 2. Sósíaldemó- kratai', 3. Thors. 4. Fiskveiðar. 5. Snorri Sturluson. 6. Kveðja Gunnars til Hliðarenda, 7. Reykjavík og Akureyri. 8. ís- lenzka. 9.— 10. Laxness. Jón Sigurðsson. Örn Clausen. Huse- by, Ásgeir Ásgeirsson, Blaðamaður, 47 ára. Lýðhá- skólamenntaður: 1. Eins og hehningur Svíþjóð- ar. 2. Sósíaldemókratar. 3. Jón Sigurðsson. 4. Fiskveiðar. 5. Snorri Sturluson. 6. Edda. 7. Reykjavík og Siglufjörður. 8. íslenzka. 9.— 10. Sveinn Björnsson, Páll ísólfsson, Lax- ness, Helgi Briem, Snorri Sturluson. Ulla Sandström lætur þess getið að fólkið hafi verið spurt áður en sænsku blöðin fóru að skrifa um forsetaheimsóknina. Rannsókn sem gerð var hér í Reykjavik fyrir nokkrum ár- um sýndi, að íslendingar vita mun meira um Svía en þeir um okkur, hinsvegar fór þekking íslendinga á öðrum þjóðum að verða hæpin þegar komið var austur fyrir Svíþjóð, vestur fyrir Noreg og suður fyrir Danmörku. í Bergmáli i gær var meinleg prentvilla, sem verðúr áð leið- rétta áður en lengra er haldið. t dálkinum var birt bréf frá „Til- skerameistara“, sem varaði við taumlausum innflutningi tilbúins fatnaðar, en í kaflanum með yf- irskriftinni „Prjónavörur“ segir, svo: „Mikið af þessu innlenda „dóti“ ..... þarna átti auðvitað að vera: innflutta „dóti“ ... Sjálfsagt hafa flestir lesið það 1 málið, þvi það kom greinilega fram í bréfinu, að það hlaut að vera hið innflutta, sem verið var að gagnrýna. Vinningar í happdræiti Islenzkra getrauna Rétt úrslit: X 2 1 -— ÍXX — 22X—1 IX 1. vinningur: 1 röð með 12 réttum. 2. vinningur: 24 raðir með 11 réttum. 3. vinningur: 264 raðir með 10 réttum. Alls 289 vinningar á samtals kr. 104.464.00. 50.000 kr. 19736 (1/12,4/11,5/10). 2886 kr. 23275 (2/11. 6/10) 40876 (2/11, 6/10). 1546 kr. 9287 (1/11,4/10), 19709 (1/11, 4/10), 19718 (1/11,4/10), 19727 (1/11,4/10) 19730 (1/11.4/10) 19733 (1/11, 4/10), 19735 (1/11,4/10). 19733 (1/11,4/10), 19763 (1/11,4/10), 19817 (1/11,4/10), 19898 (1/11, 4/10), 21089 (1/11,4/10), 22060 (1/11,4/10), 32266 (1/11, 4/10), 32509 (1/11,4/10), 34453 (1/11,4/10). Stuika óskas’t til afgreiðslu á kaffi- stofu nú þegar. Uppl. í síma 5454 kl. 6—9 í kvöld. — Æ?4*§'$€g t ÍÞ&íi SSB9 Ilandtöskur Töskur fyrir íþróítafatnað í stóru úrvali. „Geysir” li.f. Fatadeildin. Umerðaröryggi 7 og bifhjólin. í Bergmáli s.l. mánudag var rætt um nýja hættu í umferðinni, sein stafaði af fjölgun hinna litlu bifhjóla og rciðhjóla mcð hjálp ; armótor, sem fjölmargir ungl- ; ingar þeysa nú á um bæinn. Sam- kvæmt upplýsingum, sem Berg- mál hefur aflað sér í tilefni af fyrirspurnum „Gamla“ um þetta efni, er farið með bifhjól, sem hafa yfir eitt hestafl sem biíreið þ. e. próf þarf til þess að fá rétt- indi til þess að aka þeim, og 17 ára aldur. En um þau, sem em undir eitt hestafl, þarf einungis skrásetninga og númer, eða með öðrum þegar um reiðhjól með hjálparmótor er að ræða. Nýju tegundirnar. Þá má taka það fram, að það munu vera liinar nýju tcgundir bifhjóla, sem hingað eru komn- ar, cr valdið hafa áhyggjum. Og hefur Bifreiðaeftirlitið, seni sér um þessi mál látið mæla styrk- leika véla þeirra, og þau senx reynzt hafa haft yfir 1 hestafl, hafa verið tekin úr umferð, þeg- ar viðkomandi hefur ekki uyp- fyllt áðurgreind skilyrði, um ald- ogpróf. Reyndar munu sum þess- ara nýju hjóla vera gefin út með % liestafls styrkleika, en vera kraftmeiri í notkun. Vandamál víða. í öllum löndum cr þetta nokk- urt vandamál, en eins og sakir standa verður sú leið farin hér, sem að ofan greinir, að því er biflijól og reiðhjól með hjálpar- vél (undir 1 lia.) varðar, sem ervt ekki talin hættuleg í umferðiniií frekar en venjuleg reiðhjól, þar sem einskis prófs er krafist og aldurstakmarkið ávallt verið lágt, ef það er nokkuð. Ef þeinj skyldi aftur fjölga mjög svo af þeim stafaði hætta fyrir umferð- ina í ijænum yrði það mál tekið til nýrrar athugunar. Fjölgar ískyggilega. Það er mála sanast, að litlu bifhjólunum hefur fjölgað i- skyggilega í bænum í vor, og rekst maður á hvcrjum degi á fjölmarga unglinga, sem þeysa á þeim fram og aftur. Anðvitað eru þessir uriglingar misjafnlega gætnir og fara sumir varlega, en aðrir liafa mest gaman að þvi að aka sem hraðast. Og þessi farar- tæki geta náð talsverðum hraða, eins og vegfarendum flestum mun kunnugt. Það er því nauð- synlegt að þeir er aka á þessum hjólum séu vel að sér í öllum ura ferðarreglum og kunna einnig nokkur skil á meðferð vélknú- inna tækja. En um þetta inál hof- ur verið svo rækilega rætt hér i þessum dálki vegna þess að ýmsir hafa verið að spyrjast fyr- iik mn KoHo mAI ___ Irt*

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.