Vísir - 25.05.1954, Blaðsíða 4

Vísir - 25.05.1954, Blaðsíða 4
TtSIB Þri'ðjudaginn 25. mai 1S5Í A DAGBLAB " lllil mrÚÁtt Bitstjðri: Hersteiim PMssoo. i-ý&y- ■■ M iÉÍEil: Auglýsingastjóri: Kristján Jónss&n. ; 13^;’ * Skriístofur: Ingólfsstrœti 8. f] ‘ tJtgefandi: BHAÐAÚTGAFAN VtSra HJT. V ] Afgréiðsla: Ingóífsstræti 3. Sími 1660 (fims 'línurj. 7 Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan íuf. íuffar hendur fjár. Undanfarna daga hafa þeir, sem lesa Þjóðviljann, málgagn Kreml-stjórnarinnar á íslandi, getað séð frásagnir urn stórfellda „fjársöfnun“, sem á sér stað um þessa mundir á veg- um kommúnistaflokksins hér. Að sögn „ættjarðarvinanna“ á Skólavörðustíg 19 og Þórsgötu 1, skal verja fé því, sem inn kemur, til þess að greiða húseign þá, sem kommúnistar munu hafa fest kaup á við Tjarnargötu. Mun þar eiga að rísa upp enn ein „menningarmiðstöðin“, þar sem hérlendir kommúnistar fá uppfræðslu í ættjarðarást og öðrum þjóðlegum dyggðum. Að því er hið fjarstýrða blað segir sl. sunnudag, höfðu þá safnazt hvorki meira né minna en 335.000 krónur, en mark- miðið er að söfnunin verði komin upp í 1 milljón króna ■ fyrir 17. júní. Af venjulegri háttvísi hafa kommúnistar bundið fjársöfnunarlokin við þjóðhátíðardag íslendinga, og er það eftir öðru, sem vænta má af þeirri manntegund. Ein milljón króna er allmikið fé, — jafnvel á mælikvarða vorra daga, og alveg óvenju mikið fé, þegar um samskot er að ræða. Hvert einasta mannsbarn, sem á annað borð hug- leiðir þessa hluti, einkum eðli og baráttuaðferðir kommúnista, veit, að „fjársöfnun" kommúnista er til þess eins gerð að villa mönnum sýn. Hún er sama eðlis og „súlurnar“ sem Þjóðviljir.n birti á sínum tíma til marks um,- hve greiðlega gengi að afia fjár til stækkunar Þjóðviljans, og sömuleiðis af sama toga spunnin og „súlur“ þær, sem blað hinna dönsku skoðana- bræðra þeirra, „Land og Folk“, birtir til þess að gefa til kynna, hvernig þeim tekst að halda blaði sínu úti. íslenzkir kommúnistar þurfa ekki, frékar en danskir skoð- anabræður þeirra og fylgifiskar víðar um heim, að safna neinu fé, nema þá einhveri sýndarupphæð í blekkingarskyni. Fjár- hagur þeirra stendur traustum fótum af öðrum ástæðum. Þeir Einar, Brynjólfur og Kristinn Andrésson þurfa ekki að hvetja óbreytta liðsmenn sína til þess að leggja fram fé til húsakaupa eða til þess að greiða þann halla, sem allir, er til blaðaútgáíu þekkja, vita, að er á blaði þeirra. Féð er fyrir hendi. Hvort sem það er hið dularfulla MIR, serri annast milligöngu í þeim málum, eða það gerist méð öðrum hætti, þá er það víst, að aðrir og fjársterkari aðilar standa að kaupunúm á Tjarnar- götuhúsinu og greiða hallann á málgagni þeirra. En það er þó næsta athyglivert, að kommúnistar skuli samc leyfa sér þá ósvinnu að ætla að telja viti bornu fólki trú um, að þeir safni meðal óbreyttra liðsmanna sinna, mannanna, sem sífellt verða fyrir barðinu á „auðvaldinu“, heilli milljón á einum mánuði eða svo. í því sambandi mætti gjarna minr.a á, að hér væri þá um algert íslandsmet, ef ekki heimsmet í söfnun að ræða, og ennfremur, að ekki minnast menn þess, að nokkurt mannúðar- og líknarmál á íslandi, sem allir hafa verið sammála um, hafi fengið slíkar undirtektir fjárhagslega sem húsafjársöfnun kommúnista. Trúi því hver sem vill. Það væri t. d. ekki ónýtt ef SÍBS, Slysavarnafélagmu eða Krabbameinsfélaginu bærist ein milljón króna á einurn mánuði eða svo, er fjársöfnun fer fram til þeirra. Allur almenningur hefur stutt og mun styðja þessa aðila við líknarstarf þeiria, hvaða pólitískar skoðanir, sem menn annars kunna að hafa, en þó hefur aldrei tekizt að veita þessum þjóðþrifafyrirtækjum svo öflugan stuðning á syo skömmum tíma, sem hinn fámenni kommúnistaflokkur, sem fyrst og fremst telur sig flokk öreiganna, getur í té látið vegna húsakaupa og þlaðaútgáfu. Það, sem nú gerist daglega á síðum kommúnistablaðsins í sambandi við húsakaupin, er vitaskuld skrípaleikur. En þó er þetta holl áminning um starfsemi þá, sem þessi fjarstýrði flokkur rekur hér. Hún er ábending um það, að harðsnúm, erlend ofbeldisstefna á sér hér ótrauða erindreka, sem reka útbreiðslustarfsemi sína fyrir erlent fé, en undir því yfirskyni, að hér sé um að ræða „fórnarlund“ flbkksmanna. Mennirnir á Þórsgötu 1 og Skólavörðustíg 19 hafa fullar hendur fjár til starfseminnar, en það fé fæst ekki með sam- ekotum og fjársöfnun Þjóðviljans. Austurbæ|arbíó: Holl læknir. Sagan, sem myndin er gerð eftir er mörgum kunn, þar sem hún birtist í víðkunnu dönsku vikuriti, sem hér er mikið lesið. Kvikmyndin er þýzk og gerð suður við Napoliflóa. Leik- stjóri Rolf Hansen. Aðalhlut- verk eru í höndum afbragðs- leikara, Dietér Borsche leikur lækniiúnn, Maria Schell Angel- iku, en Heidemaria Hantheyer leikur Helgu Römer, hjúkrun- arkonuna. Carl Wery leikur föðúr Angeliku og Otto Gehurr prófessorinn. Þá er og gamli presturinn frábærlega vel leik- inn, en vel farið með öll önnur hlutverk. — Kvikmyndin bei á sér öll eirikenni fullkominnar tækni, nákvæmni og smekk- vísi, svo að áhorfendanum finnst enginn ljóður vera á, og getur notið ótruflaður sannra sterkra áhrifa mikils efnis og góðs leiks. Sýning siíkrar myndar er viðburður og mun myndin lengi verða eftirminnileg þeim, sem kunna að meta það, sem gott er. — 1. Stjörnubíó Stjörnubíó sýninr um þessar mundir mjög athyglisverða sænska mynd frá Nordisk tone- film, sem nefnist Harðlyndi. Fjallar hún aðallega um á- tök milli verkamanna sem vinna við stórfenglegt grjótnám og eigenda þeSs, sem er jafn- framt höfðingi b’æjarins. Myndin er tekin af mikilh raunsæi og lýsir mjög vel bar- áttu fólksins við erfið lífskjör og svartadauða, sem herjaði þarna. Einnig lýsir hún vei ástum og vonbrigðum aðai söguhetjanna. Yfirleitt er leikurinn góður í myndinni og mjög góður var hann hjá leikurunum Edvin Adolphsen og Viktor Sjöström. Sænsku leikararnir sem leika í Sölku-Völku voru viðstaddir sýninguna. Getraunaspá Úrsíit Ieikjanna i 20. viku urðu: Víkingur — Þróttur Ungverjaland — England Sandefjord — Skeid Nordnes — Larvik Asker — Sparta Moss — Lilleström Freidig — Fredrikstad Strömmen — Odd Djurgárden — Degerfors Hálsingborg — GAIS Jönköping — Malmö FF Sandvinken — AIK leik- 1:1 x 7:1 1 0:0 2:3 1:2 2:6 2:4 3:1 1:1 2:3 2:3 2 0:4 2 Mt I. ;.Í: ★★ Næstu Ieikviku fara fram þessir leikir? Reykjavík — Þjóðverjar Þróttur K-R. Degerfors — AIK Djurgárden — Malmö FF Göteborg — Kalmar Halsingborg — Elfsborg Jönköping — GAIS Norrköping — Sandvinken Larvik Asker 2 2 lx 1x2 1 1 2 1 1 lx lx 1 2 Sandefjord — Sparta Varegg — Nordnes Viking — Skeid Skilafrestur verður til föstu dagskvölds, vegna uppstign ingardagsins. J. Vmsælásta „Show“-atríSi Norðurlanda — ^önabvintettihn Síðssta miðnæt- urskemmtunín er í kvöld í Austur- bæjarbíó. THE MONN KEYS ót vinsælasti söngkvintett álfunnar. ópeaai Sungin lög úr kvikmyndum sem MONNKEYS hafa leikið í, enn fremut’ nokkur af þeim lögum, sem MONN KEYS hafa sungið inn á plötur. Sungið verður eitt lag á íslenzku: TIL ÞÍN eftir Steingrím Sigfússon. KYNNIR: SIGFÚS HALLDÖRSSON Sala aðgöngumiða er í MÞrungey ay Æwsturbœjnr" híó Notið þetta einstæða tækifærí og hlustið á beztu skemmtikrafta, se mvöl er á. WVW^VSft^WaWUVWlft^VWAWUWUVUVVWLndVSnni’UVUVW Fataverksmið junní ^JleklvL nýkomriar. Nýjasta tízka. Sterkar, þægilegar fallegar. $ rœnar—rau< Éar—t laar Vasar hnepptir og með rennilásum. -JL Kirkjustræti 8. tvvuv^ru'vwvvvvwvvvvv^^wvvv'wvvvvvvvvvwvvv'wvvvvvvvvwTj- ♦ BEZT AÐ AUGLVSA í VÍSS ♦ HRINGUNUM £ FRÁ \*S Cf HAFNAR6TR «

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.