Vísir - 18.06.1954, Blaðsíða 6

Vísir - 18.06.1954, Blaðsíða 6
VÍSIR Föstudaginn 18. júní 1954 Hátíðahöldin Framh. af 1. síðu. Beck flutti kveðjur Vestur-ís- lendinga, og að lokum fluttu Þjóðleikhúskórinn og Synfóníu hljómsveitin Alþingishátíðar- kantötu Emils Thoroddsens af pallinum mikla, sem reistur hafði verið framan við Lands- símahúsið. Mikill mannfjöldi hlýddi á hljómleika þesa. Kvöldvaka. Klukkan 8 um kvöldið hófst svo kvöldvaka á Arnarhóli Þar var fyrir geysilegur manngrúi, eins og fyrr segir, og mikill hátíðarbragur á öllum. Gunnar Thoroddsen borgarstjóri flutti snjalla ræðu, en síðan voru ýmis skemmtiatriði. Karlakór Reykjavíkur og Fóstbræður sungu, ennfremur þau Guðrún Á. Símonar, Guðmundur Jóns- son ag Magnús Jónsson, við hinar ágætustu undirtektir. Stúlkur úr Ármanni sýndu fimleika við undirleik Carls Billich, undir stjórn Guðrúnar Nielsen. Tókust þeir sérlega vel, og voru stúlkurnar fél'agi sínu til sóma, en öllum áhorf- endum til ánægju. Nýstárlegur skemmtiþáttur var og fluttur þarna, er Lárus Pálsson rabb- aði við Ingólf Arnarson (Brynj- ólf Jóhannesson) og Hallveigu konu hans (Önnu Guðmunds- dóttur). Var létt yfir þættin- um (e. t. v. full-létt), og fynd- inn á köflum, og höfðu menn gaman af. Dr. Páll ísólfsson stjórnaði stærsta þjóðkór lands- ins til þessa, án þess þó, að menn tækju nógu almennt undir, en við því verður víst ekki gert. Síðan hófst dans, er dunaði fram eftir nóttu, til kl. 2 á Lækjartorgi, í Lækjargötu og á Hótel íslands-lóðinni. Er það málmanna, að hátíð- in í gær hafi tekizt sérlega vel, því að lítið bar á drykkjuskap, raunar furðuleba lítið þegar þess er gætt, hve mikill mann- fjöldi var á ferðinni •— Pylsubúðir og gosdrykkja- sölur settu sinn svip á Lækj- arvötuna í gær, og var á þessu mikill hátíðarbragur og al- þýðusnið, eins og vera ber á slíkum degi. — Dagurinn í gær verður þeim eftirminnilegur, sem voru á ferli í miðbænum, og emnn minnast 10 ára af- mælis lýðveldisins með ánægju, og er það nokkurs virði. Eyrarbakki. Fréttaritari blaðsins á Eyrar- bakka símar um hátíðahöidin þar: Hér var 10 ára afmælis lýðveldisins minnzt með guðs- þjónustu kl. 10, þar sem sokn- arpresturinn síra Magnús Guð- jónsson predikaði. Kl. 2 var komið saman í samkomuliúsinu og fluttu þar ræður Vigfús Jóns son oddviti og Sigurður Kristj- áns. Sýndur var 2. þáttur úr sjón- leiknum Lénharði fógeta eftir Einar H. Kvaran og samtal þeirra Þórarins NefjóFssonar, Guðmundar ríka og Einars Þveræings úr Héimskringlu. Frú Elín Jónsdóttir las lipp kvæðið Áshildarmýri eftir Tóm as Guðmundsson. Þar að auki voru skrautsýningar barna og almennur söngur ættjarðar- ljóða. Kl. 8% var dagskráin í samkomuhúsinu endurtekin. Veðrið var fremur slæmt. AIi hvasst suðaustan og regnskúrir. Gluggaskreytingar voru hjá bræðrunum Kristjáns og Kaup- félagi Árnesinga. Hátíðahöldin. tókust mjög vel. Frekar fregur afii Patreksfjarðarbáta. Á Patreksfirði hefir verið fremur treg veiði hjá trillubát- um í vor. Togarinn Ólafur Jóhannesson veiðir nú við Grænland og hefir fiskað vel. Gylfi er á karfaveiðum. og leggur aflann upp á Akranesi, en frysti- húsið á Patreksfirði getur ekki te'kið á móti aflanum sökum manneklu. Um helgar fyllist fjörðurinn og höfnin af færeyskum fiski- skútum og á götum bæjarins er stundum varla hægt að þver- fóta fyrir færeyskum sjó- mönnum, enda hafa þeir orðið allt að 1500 talsins þegar mest var. Hekluferð Orlofs á morgun. Ferðaslcrifstofan Orlof efnir til Hekluferðar, svo og ferðar í Landmánnalaugar á morgun. Lagt verður af stað í báðar ferðirnar kl. 2 e. h. í Heklu- ferðinni verður ekið í Sölva- hraun og gist þar í tjöldum, og gengið á Heklu á sunnudags- morgun. I hinni ferðinni verð- ur gist í Landmannalaugum og e. t. v. farið eitthvað lengra inn- í Landmannaafrétt. Úr báðum ferðunum verður komið aftur á sunnudagskvöld. V.-íslendángar gefa brjöstnynd. Hinn 16. júní sl. var afhent á Bessastöðum brjóstmynd af Sveini Björnssyni, forseta. Lík-. anið er steypt í eir eftir frum- mynd Einars Jónssonar. Er hér um að ræða gjöf til Bessastaða frá mönnum af ís- lenzkum stofni í Bandaríkjun- um svo og frá öðrum vinum Islands þar. Prófessor Richard Beck, ræð- ismaður Islands í Norður-Da- kota afhenti gjöfina fyrir hönd gefenda, en forseti íslands, ,herra Ásgeir Ásgeirsson, veitti henni viðtöku. Viðstaddir athöfnina voru ýmsir Vestur-íslendingar, sem staddir eru hér á landi, og börn Sveins Björnssonar og tengdabörn sem hér eru. Reykjavík, 16. júní 1954. Beztu úrin hjá Barfels Lækjartorgi Sími 641« Auglýsendur athugið: Auglýsingar, sem eiga aS birtast í iaugardags- * ’ Y/:V- blaðinu jiurfa að berast auglýsingaskrifstofunni fyrir kí. 7 á föstudag. ÆÞaffbtaðið VSSÍR 3, 4, 5 og 6 mm þykktir. MÆMHÆÐ yler margar teg. Of»U. gler margir litir. ÖRYGGIS- yiev Ennfremur úrval af SGEGLUM í mörg- um stærðum. Cfleriiípim cU -JaqerÉ ípecjlacjerL 'UerzLmin ÍJr 'npija MIG vantar herbergi, helzt í miðbænum, þarf áð vera á neðstu hæð með sérinngangi. Fyrirframgreiðsla. Vinsam- lega hringið í síma 81673 fyrir föstudagskvöld. (433 SUMARBUSTAÐUR ósk- ast til leigu. — Björn Th. Björnsson. Sími 7856. (441 FARFUGLAR — FERÐAMENN! Þingvallaferð um næstu helgi. Ekið verður austur á laugardag og gist í tjöldum. Gengið verður á Botnssúlur eða Hrafnabjörg á sunnudag. Skrifstofan verður opin á Amtmannsstíg 1, kl. 8.30— 10 í kvöld. K.R. KNATT- SPYRNUMENN! Meistara- og 1. flokkur. Æfing í kvöld kl. 6 á félags- svæðinu. K.R. — II. fl. Æfing í kvöld kl. 7 á fé- lagssvæðinu. BOÐRADEILD ÁRMANNS. Æfing í kvöld kl. 8 í Naut- hólsvík. — Stjórnin. ÞROTTAEAR. Meistara-, I. og II. fl. - Æfing í kvöld kl. 10. Einnig III. fl. 8—9. Þjálfari. maST- DRENGJAULPA tapaðist á Landakotstúni. — Finnandi vinsamlega Jiringi í síma 2135. (000 í GÆR tapaðist karl- mannsúr í miðbænum. Vin- samlegast skilist á Lögreglu- stöðina. (437 TAPAZT hefir handfang af Silver Cross bamavagni. Finnandi vinsamlega hringi í síma 80798 eða 7884. (439 TELPAN, sem fann dömu- armbandsúrið hjá Austur- velli 17. júní er vinsamlega beinn að skila því á Tún- götu 42. Sími 6239. (444 STÚLKA óskast. Mötu- neytið, Kamp Knox. — Sími 81110. (432 STÚLKA óskast í kon- fektgerð stuttan tíma. Uppl. á Suðurgötu 15, I. hæð. Sími 7694 eftir kl. 6 í dag. (448 STÚLKA, með 7 ára barn, óskar eftir vist eða ráðs- konustöðu. — Uppl. í síma 2141. (440 UN GLIN GSSTÚLK A óskast til heimilisstarfa. — Dvalið verður í sumarbú- stað við Þingvallavatn. —• Uppl. í síma 6024. (436 Viðgerðir á tækjum og raf- lögnum. Fluorlampar fyrir rerzlartir, fiuorstengur og IjóSaperur. Raftækjavenclunin UÓS & HITI h.f. Laugavesri 79 — Sfmi: 5184. VIÐGERÐIR á heimilis- vélum og mótorum. Raflagn- ir og breytingar raflagna. Véla- eg raftækjaverzlanin, Bankastræti 10. Sími 2852, Tryggvagata 23, sími 81279. Verkstæðið Bræðraborgar- stig 13. (467 RAFTÆKJAEIGENDUR. Tryggjum yður lang ódýr- asta viðhaldskostnaðinn, varanlegt viðhald og tor- fengna varahluti. Raftækja- tryggingar h..f. Sími 7601. DJÚPUR hægindastóll, yf- irdekktur með plussi, til sölu. Einnig rafmagnskanna. Hvorttveggja notað, en mjög ódýrt. — Uppl. í síma 4295. (431 KAUPUM gamlar bækur og tímarit hæsta verði. — Bókaverzlunin Ingólfsstræti 7. — Sími 80062. (446 KAUPUM gamla muni. — Ingólfsstræti 7. Sími 80062. (447 KVENSTÁLÚR tapaðist í ■gærkveldi í miðbænum. — Vinsamlegast hringið í síma 1275 frá kl. 9—5. (445 LAXVEIÐIMENN. Stórir, nýtíndir ánamaðkar til sölu. Miðstræti 10. Sími 81779. (443 VEIÐIMENN! Úrvals ána- maðkar til sölu. Flókagötu 54, efri bjalla. (442 TIL SÖLU karlmanns- reiðhjól, vandað. Melhaga 5. Sími 7869. (434 VEIÐIMENN, — Agætur ánamaðkur til sölu á Skeggjagötu 14. Sími 1888. (435 TVEIR stórir, og sporléttir vagnhestar óskast til kaups. Uppl. í síma 2577. Geir G. Gunnlaugsson, Eskihlíð.(277 BOLTAlt, Skrufur, Rær, V-reimar, Reimaskífur Allskonar verkfæri o. fl Verz. Vald. Poulsen Ef Klapparst. 29. Sími 3024. kerti í alla bíla. TÆKIF ÆRISG J AFIR: Málverk, Ijósmyndir, mynda rammar. Innrömmum mynd- ir, málverk og saumaðar myndir. — Setjum upp vegg- teppi. Ásbrú, Grettisgötu 54. KAUPUM vel með farin karlmannaföt, útvarpstæki, eaumavélar, húsgögn o. fl. — Fornsalan Grettisgötu 31. — Sími 3562. (179 NÝR rabarbari kemur’ daglega frá Gunnarshólma. Verð 3 kr. kg. Nú er hann beztur til niðursuðu og vinnslu. Von. Sími 4448.(420 KARTOFLUR 1. fl. til sölu Kr. 70.00 pokinn. Sent heim. Sími 81730. (537 HÚSGAGNASKÁLINN, Njálsgötu 112, kaupir og sel- ur notuð húsgögn, herra- fatna, gólfteppi, útvafps- tæki o. fl. Sími 81570. (215 PLÖTUR á grafreiti. Úf- vegum áletraðar plötur á grafreiti með stuttum fyrir- ▼ara. Uppl. á Rauðarárstíg 2« (kjallara). — Sími 6128, 5.; IIÚii ÍOíi- % Oi SÁÍ iha (tm'k- ær..

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.